Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 2'i
ERLENT
Yfirlýsing IRA um afvopnun
markar tímamót á Norður-frlandi
Staðfesting á
því að IRA vilji
binda enda á
ógnaröldina
Irski lýðveldisherinn hefur fallist á sam-
komulag það um framkvæmd afvopnun-
ar er forsætisráðherrar Bretlands og Ir-
lands legg;]a til. Davíð Logi Sigurðsson
fjallar um málið.
Ó AÐ það væru ýkjur að
segja að gleði hafi ríkt
á Norður-írlandi um
helgina er óhætt að
segja að flestir átti sig á því að
yfirlýsing Irska lýðveldishersins
(IRA) á laugardag markar tíma-
mót og veldur því að líklegra er
en áður að leysa megi hina lang-
vinnu deilu um afvopnun IRA.
Nú ræðst framhald mála af því
hvort David Trimble, leiðtoga
stærsta flokks sambandssinna
(UUP), takist að sannfæra flokk
sinn um að tilboð IRA frá því á
laugardag gangi nægilega langt,
og að rétt sé að fallast á endur-
reisn heimastjórnarinnar með
aðild Sinn Féin, stjórnmálaarms
IRA.
Richard English, prófessor í
stjórnmálasögu við Queens-há-
skóla í Belfast, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að atburðir helg-
arinnar hefðu komið ánægjulega
á óvart. „Þessi yfirlýsing IRA er
afar mikilvæg því með henni er
IRA að gefa til kynna að samtök-
in séu reiðubúin til að taka vopn
sín úr umferð, og jafnframt
leggja þau fram tillögu um
hvernig fara megi að því.“
Sagði English að yfirlýsingin
væri eins konar staðfesting á því
að lýðveldissinnar vildu sannar-
lega binda enda á það „stríð“ sem
þeir hafa háð undanfarna áratugi
á N-írlandi en að þeir vildu finna
til þess leið sem gæfi þeim tæki-
færi til að halda andlitinu, þ.e. að
ekki verði hægt að túlka niður-
stöðuna sem ósigur fyrir IRA.
English, sem vinnur að bók um
IRA, sagði að nú væri spurning
hvernig sambandssinnar brygð-
ust við tilboði IRA en harðlínu-
menn í þeirra röðum hafa lýst
þeirri skoðun að tilboð IRA
gangi ekki nægilega langt. Segja
harðlínumennirnir að í yfirlýs-
ingunni sé ekki að finna nein bein
loforð um hvernig og hvenær
samtökin hyggist eyða vopnum
sínum eða láta þau af hendi.
Harðlínumenn eru fjölmennir í
UUP (að ekki sé talað um aðra
ílokka sambandssinna sem bein-
línis eru andvígir friðarsam-
komulaginu) og þeirra fremstur
fer nú Jeffrey nokkur Dona-
ldson. Er Donaldson sagður bíða
tækifæris til að steypa Trimble
af stóli en Trimble hefur satt
best að segja ekki verið ýkja
traustur í sessi sem leiðtogi UUP
síðan hann hlaut heldur hraklega
útreið í leiðtogakjöri í mars.
Staða Trimbles ku þó vera öllu
sterkari núna og á það ber aukin-
heldur að líta að erfitt er að sjá
hvernig sambandssinnar geta
neitað þessu tilboði frá IRA.
English segist gera ráð fyrir að
Trimble muni takast að telja
flokksbræður sina á að sam-
þykkja það, þeir viti sem er að
betra tilboð sé ekki væntanlegt.
Hafni sambandssinnar að ganga
aftur til samstjórnar allra ílokka
á N-írlandi nú sé valkosturinn að
N-írlandi verði í framtíðinni
stjórnað í sameiningu frá Dublin
og London en sá kostur er ekki
eftirsóknarverður í hugum sam-
bandssinna - óhætt er að segja
að það versta sem þeir geta
hugsað sér er að Dublin fái beina
hlutdeild í stjórnun N-írlands.
Ramaphosa og Ahtisaari
sannreyni að vopnin hafí
ekki verið hreyfð
í yfirlýsingu IRA er talað um
að öll vopn verði „tekin úr um-
ferð“ og að samtökin muni sanna
ásetning sinn í þeim efnum á
næstu vikum með því að leyfa
eftirlit óháðra útsendara breskra
og írskra stjórnvalda. Þetta
orðalag er engin tilviljun. Það
hefur aldrei verið líklegt að IRA
myndi einfaldlega segja ,já takk
og amen, þið megið hirða vopnin
okkar". Slíkt er óhugsandi í hug-
um lýðveldissinna og samtökin
myndu án efa klofna reyndi for-
ysta þeirra að beita sér fyrir
slíku.
Bresk og írsk stjórnvöld gerðu
sér þetta ljóst fyrir margt löngu
og niðurstaðan er að IRA verði í
raun gefið eftir sjálfdæmi í mál-
inu. Því er það svo að fyrst um
sinn verða sambandssinnar lík-
lega að sætta sig við þá mála-
miðlun að þeir Martti Ahtisaari,
fyrrverandi forseti Finnlands, og
Cyril Ramaphosa, fyrrverandi
aðalritari Afríska þjóðarráðsins
(ANC), taki að sér það verkefni
að skoða vopnageymslur IRA
reglulega. Þessar vopnageymsl-
ur eru flestar staðsettar á írlandi
en ekki á N-írlandi en megnið af
vopnum sínum fengu samtökin
annars frá Muammar Gaddafi á
árunum 1984-1987 þegar Líbýu-
forseta var sem mest uppsigað
við vestræn ríki.
Á þessum árum komst IRA yf-
ir um 100 tonn vopna, þ.á m. um
1.000 AK47 árásarriffla, flug-
skeyti, rússneskar hríðskota-
byssur, sex tonn af semtex-
sprengiefni og ýmislegt fleira.
Er næsta víst að engum vopnum
verður eytt fyrr en lýðveldissinn-
ar eru sannfærðir um að heim-
astjórnin sé komin til að vera,
sem og aðrar stofnanir sem ætl-
að er að starfa samhliða henni.
English segir fordæmi fyrir
því að lýðveldissinnar standi
þannig að verki. Svona hafi þeir
t.d. komið vopnum sínum úr um-
ferð 1923 eftir mikla vargöld á
írlandi og sömuleiðis hafi IRA
komið vopnum sínum fyrir í
geymslum 1962 eftir stormasöm
ár á N-Irlandi. Hann kveðst bera
vonir til þess að tíðindi helgar-
innar geri mönnum kleift að
stýra friðarumleitunum á N-ír-
landi í farsæla höfn, heimastjórn-
in muni brátt taka til starfa á
nýjan leik og ef síðan tekst að
leysa vopnadeiluna farsællega sé
björninn vonandi unninn.
Bætt umferðarmenning
- burt með mannfórnir!
Ráðstefna í Borgarleikhúsinu
miðvikudaginn 10. maí 2000
■ Bætt umferðarmenning - burt með mannfórnir er ráðstefna, sem boðað
er til af dómsmálaráðherra, til að fjalla um alvarlega aukningu
umferðarslysa, orsök þeirra og versnandi umferðarmenningu jafnt í
þéttbýli sem á vegum úti. Umferðarslys og afleiðingar þeirra eru
þjóðinni dýr og eru ekki viðunandi. Manntjón sem hljótast af
umferðarslysum eru með öllu óásættanleg. Allt of margir landsmenn i
blóma lífsins bíða þess seint eða aldrei bætur að hafa lent í
umferðarslysi. Þjóðin þarf að staldra við í þessum efnum, hugsa ráð
sitt og snúa öfugþróuninni við með samhentu átaki.
Hverium er ráðstefnan ætluð?
Öllum þeim aðilum sem á einn eða annan hátt koma að umferðar-,
slysa- og löggæslumálum, þ.m.t. forráðamenn sveitarfélaga og
sveitarstjórna, opinberir embættismenn, yfirmenn sjúkrastofnana
ásamt læknum og hjúkrunarfólki og endurhæfingaraðilum. Auk þess
fulltrúar löggæslu, vegagerðar, björgunar- og slysavarnafélaga,
sjúkraflutninga og slökkviliðs, tryggingafélaga og bílgreinarinnar.
Einnig ökukennarar, vegaverkfræðingar, verktakar, bílasalar,
forráðamenn skoðanastöðva og aðrir þeir aðilar sem láta sig
umferðar-, öryggis- og slysavarnamál varða.
Hvar verður ráðstefnan?
Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 10. maí nk. í Borgarleikhúsinu
og hefst klukkan 13:15 og lýkur kl. 17:00.
Aðgangur er ókeypis.
Ðag sk ráráðstef nunnar
13:15 Mæting
13:30 Bætt umferðarmenning
Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra
13:45 Banaslys í umferðinni 1999
Símon Sigvaldason, formaður
rannsóknarnefndar umferðarslysa
14:10 Ábyrgð við akstur
Sigurður Guðmundsson, landlæknir
14:30 Slys og trygging
Gunnar Felixson, varaformaður S(T - Sambands
íslenskra tryggingafélaga
14:50 Kaffihlé
15:10 Umferðariöggæsia - staða og framtíðarsýn
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri
15:30 Developing the national road safety strategy
and target for 2010
Kate McMahon, Research Coordinator and Economic
Advisor in Road Safety Division, Department of the
Environment, Transport & Regions í Bretlandi
16:00 Hringborðsumræður; umræður, spurningar og svör
Þátttakendur eru frummælendur ásamt samgöngu-
ráðherra, formanni umferðaráðs og fulltrúa
Reykjavíkurborgar.
17:00 Ráðstefnulok
■ Ráðstefnustjóri: Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs
■ Stjórnandi hringborðs: Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður
Öruggur akstur - okkar ábyrgð
OLlUVERZLUN ÍSLANDS HF DÓMS