Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 29
Enn ágrein-
ingur um
leiðtogafund
FULLTRÚUM stjórnvalda í
Norður- og Suður-Kóreu mis-
tókst enn í gær að ná sam-
komulagi um ýmis formsatriði
varðandi væntanlegan og sögu-
legan leiðtogafund ríkjanna í
Pyongyang í N-Kóreu í næsta
mánuði. Greindi þá á um hve
margir blaðamenn fengju að
fylgjast með fundinum og
hvernig orða skyldi dagskrána.
Fyrirhugaður fundur þeirra
Kims Dae-jungs, forseta
S-Kóreu, og Kim Jong-ils, leið-
toga N-Kóreu, 12.-14. júní yrði
sá fyrsti með leiðtogum ríkj-
anna frá lokum Kóreustríðsins
1953 en undir júnflok verður
þess minnst, að 50 ár eru liðin
frá upphafi stríðsins.
Eðalvín á
Netinu
VIÐSKIPTI með eðalvín, sem
velta um 117 milljörðum ísl. kr.
árlega, voru færð inn á Netið í
gær. Gerði það Christopher
Burr, sem áður stýrði uppboð-
um á eðalvínum hjá Christie’s.
Kvaðst hann viss um, að fram-
tíð þessara viðskipta væri á
Netinu og hjá uppboðsfyrir-
tækjunum yrði aðeins um að
ræða uppboð á einstökum
flöskum eða kössum. Á Netinu
verður nú verslað með kassa,
sem kosta allt að þremur mil-
ljónum ísl. kr. Munu kaupendur
skipta beint við framleiðendur
en netþjónustan mun taka til
sín 3,5% þóknun. Slóðin er
uvine.com.
Sekkja-
pípupopp
í Kosovo
SKOSK hersveit í Kosovo hef-
ur ákveðið að efna þar til mik-
illa tónleika með alþjóðlegum
poppstjörnum og sekkjapíput-
ónlist. Telja Skotarnir, að þetta
framtak sé ekki síðra en annað
til að stuðla að bjartsýni og friði
í héraðinu. Hafa þeir þegar haft
samband við menn eins og
Robbie Williams og Geri Hall-
iwell en tónleikarnir eiga að
vera 11. júní nk. en 12. júní fyr-
ir ári komu fyrstu NATO-her-
mennirnir til Kosovo. Her-
fræðilegt nafn tónleikanna
verður „Endurreisnaraðgerð-
in“ en einkunnarorð þeirra
„Fönix yftr Kosovo".
Skrifræðið
ekkert
gamanmál
MIKILL skortur er á fólki með
tölvukunnáttu í Þýskalandi og
þess vegna fékk atvinnulífið
ríkisstjórnina til að gefa þús-
undum útlendinga atvinnuleyfi
í landinu í nokkur ár. Eru
margir Þjóðverjar því andvígir
en það er ekki það, sem gerir
þessu fólki erfitt fyrir, heldur
þýska skriffinnskan. Sem dæmi
um það má nefna Joshi Matsui,
japanskan tölvusérfræðing.
Hann getur ekki fengið síma
fyrr en hann hefur eignast
bankareikning og reikning get-
ur hann ekki fengið fyrr en
hann hefur fengið fast heimilis-
fang. Hann er að vísu búinn að
finna íbúð en getur ekki skrifað
undir leigusamning fyrr en
hann er kominn með dvalar-
leyfi og það verður hann að
sækja til Japans.
Poul Hartling
látinn
Kaupmannahöfn. AFP.
POUL Hartling, fyrrver-
andi forsætisráðherra
Danmerkur og yfirmaður
Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, lést
um helgina 85 ára að
aldri.
Hartling var leiðtogi
Venstre og stýrði minni-
hlutastjórn hans á árun-
um 1973 til 1975. Yfirmaður Flótta-
mannastofnunarinnar varð hann
1978 og gegndi því embætti til
1985. Stofnunin var sæmd
friðarverðlaunum Nóbels
1981.
Hartling var fæddur
1914, lagði stund á guðfræði
og var prestur áður en hann
sneri sér að stjórnmálum.
Hann var menntamálaráð-
herra í eftirstríðsárastjórn
Knuds Kristensens 1945-
1947 og utanríkisráðherra 1968 til
1971 í samstjórn Venstre og
Ihaldsflokksins.