Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 33 LISTIR Glansfínn flutningur TOJVLIST Akureyrarkirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Akureyrarkirkju. Á efnis- skránni voru söngvar eftir inn- lenda og erlenda höfunda, en stjórnandi kórsins er Björn Stein- ar Sólbergsson. Orgelleikari með kórnum var Kári Þormar og ein- söngvari Björg Þórhallsdóttir sópran. I kórnum eru um 50 manns og vel skipað í allar raddir. Sunnudaginn 7. maí. ÞAÐ er alkunna að kirkjur landsins hafa löngum þjónað því hlutverki að boða fólki fegurð tón- listarinnar, bæði í guðsþjónustum og á almennum tónleikum. Mai’gar af kirkjum landsins hafa verið helstu boðberar fagurtónlistar og skapað henni bestu skilyrði lifandi enduróms fyrir áheyrendur jafnt sem flytjendur. Akureyrarkirkja er tvímælalaust í röð þeirra húsa sem hvað best taka undir failega mótað- an tón. Þessi skilyrði ásamt góðum tónlistarmönnum sem þar hafa leitt söng og leikið á orgel hafa átt sinn þátt í að sú kirkja hefur ekki aðeins á að skipa vönduðu orgeli af bestu gerð, því hljóðfæri mannsraddanna þar, kórinn, hefur um áratugaskeið verið einstaklega vel skipaður. Kór Akureyrarkirkju hefur undir stjóm Björns Steinars flutt nokkur stór- virki kórbókmenntanna svo sem Magnificat Johanns Sebastians Bach og fleira mætti telja, auk frumflutnings íslenskra verka. Að þessu sinni var valin leið blandaðr- ar efnisskrár, bæði verk sungin a capella og einnig með einsöng og orgelleik. Söngskráin var full metn- aðar og um margt kröfuhörð. I upp- hafi hljómaði íslenska gerð sálms- ins „Jesú mín morgunstjarna“ í fallegum kórbúningi Jóns Þórar- inssonar. Karlaraddir voru aðeins hikandi í byrjun en að öðru leyti tókst flutningurinn vel. A eftir komu svo fjórir kirkjusöngvar ís- lenskra tónskálda, þeirra Páls ís- ólfssonar, Áma Thorsteinssonar, Þorkels Sigurbjörnssonar og Jóns Nordal. Lagið „Friður á jörðu“ eft- ir Árna var flutt í gullfallegri út- setningu fyrir kór, einsöng og orgel eftir Jakob Tryggvason, fyrrver- andi orgelleikara kirkjunnar og mikinn brautryðjanda í tónlistar- málum á Akureyri. Flutningur söngsins var áhrifamikill, en kórinn söng fullsterkt í byrjun á móti Björgu og hefðu áhrifin orðið enn meiri með hófstillingu styrkleika hjá kórnum. Einsöngur Bjargar var hrífandi í flutningi hennar, kórsins og organista á „Agnus dei“- þætti úr verkinu Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal, og túlkun í samræmi við fegurð verksins. Að loknum þætti íslenskra tónskálda röðuðu jöfrar tónlistarsögunnar sér niður í efnisskrána, þeir Brahms, Bmckner, Mendelssohn, César Franck, Saint-Saéns, Dur- uflé og Gounod. Einstaklega glæsi- lega fannst mér Helgisöngurinn eftir Mendelssohn hljóma, en hann er úr 55. Davíðssálmi og var fluttur í söngvinri þýðingu Þorsteins heit- ins Valdimarssonar. Þama fannst mér Björg ná hvað glæstustum til- þrifum og sýna það og sanna að vonir um að hún nái langt er óhætt að glæða. Eg var ósáttur við stað- setningu tveggja verka í efnis- ski’ánni, annars vegar orgelverks- ins Piéce héroique eftir Franck og hins vegar hinnar viðkvæmu en stórkostlegu a capella-kórmótettu Ubi Caritas eftir Dumflé. Kári Þormar lék Franck mjög vel, en ég hefði viljað heyra það verk að stuttu hléi loknu. Ubi Caritas hefði að mínum dómi átt að vera fyrr á efnisskránni í hljóðlátara umhverfi. Án þess að geta frekar um sér- staka staði saknaði ég á stundum meiri mýktar og veikari söngs hjá kórnum. Slíkar kröfur geri ég til kórsins því hann sýnir þegar best tekst til, að ekkert nema það besta sé nógu gott. í lokin hrifu kórinn, Björg, Kári og Björn Steinar alla áheyrendur upp úr sætum sínum með glansfínum og kröftugum flutningi á Sanctus úr „Messe sol- enelle“ eftir Gounod. Glæsilegur endir það. Jón Hlöðver Áskelsson Felix Bergsson í Hinum full- komna jafningja. Felix aftur til London London. Morgunblaðið. FELIX Bergssyni hefur verið boðið að koma aftur með leikrit sitt, Hinn fullkomni jafningi, til London. Felix sýndi leikritið á dögunum í The Drill Hall í London og urðu þær sýningar fimm talsins. Nú hefur ver- ið gengið frá því að leikritið verði aft- ur flutt í The Drill Hall í lok október og byrjun nóvember og sagði Felix að sýningar yrðu 10-15. „Þetta gekk mjög vel um daginn og ég er mjög spenntur að fara aftur með leikritið til London í haust,“ sagði Felix. Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Laguna Nevada - meiri búnaður, meira pláss í Renault Laguna Nevada cr meira pláss fyrir ökumann og farþcga en gengur og gcrist í fólksbílum. Nevada er með 520 lítfa farangursrými og svo rtkulega búinn að það er hrein unun að kcyra hann. Hann fæst líka í Evolution útgáfu mcð sjálfskiptingu, „cruise control“, álfclgum o.fi. o.fl. Komdu og prófaðu meiri búnað og meira pláss í Renault Laguna Nevada. RENAULT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.