Morgunblaðið - 09.05.2000, Side 36

Morgunblaðið - 09.05.2000, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hafnfirskar konur syngja á swahili TOIVLIST Víðistaðakirkja KÓRTÓNLEIKAR Kvennakór Hafnarfjaróar söng ís- lensk og erlend lög; hljóðfæraleik- arar voru Heiðdís Lilja Magnús- dóttir á píanó og Arndís Hreiðars- dóttir á djembe-trommu. Gestir kórsins voru Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran og Aðal- heiður Þorsteinsdóttir píanóleik- ari og Garðar Thór Cortes tenór. Fimmtudag kl. 20.00. KVENNAKÓR Hafnarfjarðar fagnaði fimm ára afmæli sínu á fimmtudagskvöldið með tónleikum í Víðistaðakirkju. Fimm ár eru ekki langur tími í ævi kórs, en þó eru farnar að skapast hefðii' kring- um starfsemina. A afmælistónleik- unum voru sungin lög af ýmsum toga innlend og erlend. Kvennakór Hafnarfjarðar er að mörgu leyti prýðis kór, en ýmsu er þó ábótavant. Ymist er hafður sá háttur á að fólk þreytir inntöku- próf til að komast í kór, ellegar fá allir sem vilja að vera með. Eg veit ekki hvor hátturinn er hafður á í Kvennakór Hafnarfjarðar en í fyrsta og öðrum sópran eru raddir sem skemma talsvert heildarblæ kórsins. Það var í fyrstu truflandi hve tónninn var stíft og sterkt gef- inn fyrir hvert lag, en sennilega var það af nauðsyn, vegna þess að ein eða tvær raddir áttu verulega erfitt með innkomur þótt tónninn hefði þegar verið gefinn, og jafnvel þótt píanóið hefði leikið inngang. Sömu raddir áttu það til að syngja oft verulega óhreint, ekki síst í lokahljómum laga eða annars stað- ar þar sem sungið var sterkt. Óör- yggi í innkomum birtist líka í „ein- söng“ í þögnum á nokkrum stöð- um. Fyrsti sópran er veikasti hlekkur kórsins. Þar er raddbeit- ingin vandamál. Hljómurinn er klemmdur og stífur á efra radd- sviði og raddirnar hljóma engan veginn út. Neðri raddirnar eru betri hvað þetta varðar. Altinn þyrfti þó að vera fjölmennari til að hljóma meir en hann gerði. Margt var þó skínandi fallega sungið. Best voru þau lög sem eru ekki kröfuhörð á raddbeitingu, en leggja meira upp úr rytma, og músíkölskum söng. Þar voru þjóð- lagið Malaika frá Kenýa sungið á swahili og dægurlögin That’s What Friends are For; Don’t Sit Under the Apple Tree og Lollipop. I þess- um lögum náði kórstjórinn, Jens- ína Waage, því besta út úr kórnum, og söngurinn var mun afslappaðri og eðlilegri en í lögunum á fyrri hluta efnisskrárinnar. Kvennakór- inn bauð gestum í afmælið sitt, þeim Önnu Sigríði Helgadóttur, Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Garðari Thór Cortes. Þær Alla og Anna Sigga, eins og þetta dúó kall- ar sig gjarnan, fluttu tvö lög, La serenata eftir Tosti og Islenskt vögguljóð eftir Hallbjörgu Bjarna- dóttur. Serenata Tostis er gamal- reyndur jálkur og var mjög fallega fluttur af Önnu Sigríði og Aðal- heiði. Lag Hallbjargar hefur hins vegar farið hljótt. Það er óskiljan- legt í ljósi þess hvað það er dæma- laust gott dægurlag. Anna Sigga og Aðalheiður hafa reyndar unnið að því að grafa upp gleymd dægur- lög íslenskra kvenna, og er þessi perla til marks um að grúsk þeirra hafi í fyrsta lagi verið þarft, en ekki síður árangursríkt. Anna Sigga fór algjörlega á kostum og söng þetta ljúfa lag Hallbjargar unaðslega vel. Þriðji gesturinn, Garðar Thór Cortes, var líka heill- andi í söng sínum. A Nightingale Sang in Berkley Square var veru- lega fallega sungið, en hitt lagið sem hann söng, Þú ert, eftir Þórar- in Guðmundsson, heyrist vart bet- ur sungið; allar „fraseringar", hendingamótun, dýnamík og textaframburður, sem næst full- komið. Píanóleikari kórsins var ágætur, sem og slagverksleikarinn Arndís Hreiðarsdóttir sem lék á djembe-trommu í laginu frá Kenýa og í nokkrum dægurlaganna. Bergþóra Jónsdóttir v,, , , (■ yi x Morgunblaðið/Sigurgeir Steinunn lengst til hægri ásamt nemendum í GalleríiÁhaldahúsi, •_ _ [ g 1 0 *"" 4 *] ilJtK • • i ; i ilfeÉÍ k'L'Jr ^ M œ&Íl *l-,\ 1 m Jjjf ■’■' '■ •' /f* Nemendasýning í Galleríi Ahaldahúsi Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. í HAUST og vetur hefur Steinunn Einarsdótt- ir myndlistarmaður í Vestmannaeyjum staðið fyrir myndlistarnámskeiðum, sem hafa vakið töluverða athygli áhugamanna og verið vel sótt. Námskeiðin enda með samsýningu í Gall- eríi Áhaldahúsi við Græðisbraut og nú eins og áður kom fjöldi Eyjabúa til sýningarinnar. Þótti hún takast í alla staði mjög vel og vera Steinunni og nemendum hennar til sóma. Sýnd voru olíuverk, teikningar og vatnslita- myndir. Eymd KVIKMYNDIR Háskólabíó ANGELA’S ASHES ★★1/2 Leikstjórn: Alan Parker. Handrit: Laura Jones og A. Parker eftir sjálfsævisögu Franks McCourt. Að- alhlutverk: Emily Watson, Robert Carlyle, Michael Legge, Ciarnan Owens, Joe Breen, Ronnie Master- son og Pauline McLynn. United Int- ernational Pictures 1999. KVIKMYND þessi er gerð eftir samnefndri bók Frank McCourts. Þar segir hann frá sjálfsævisöguleg- um atburðum; uppvexti sínum í fá- tækt og eymd í bænum Limerick á írlandi. Bókin er metsölubók um all- an heim, þar sem McCourt hefur brætt hjörtu lesenda sinna með ein- stökum húmor þótt efniviðurinn sé ekkert aðhlátursefni; fengið fólk til að hlæja og gráta samtímis. Kvikmyndin finnst mér hins vegar ekki fara nógu vel af stað. Mér finnst vanta inngang, auk þess sem það er ekki ljóst hver er aðalsöguhetjan. Sagan er ýmist sögð út frá stráknum Francis eða foreldrunum, sem ei*u mjög óskýrar persónur. Pabbinn er efni í áhugaverðan karakter; vina- legan aula sem maður bæði elskar og hatai', en mamman verður einhvem veginn ekkert. Og ekki ætla ég að kenna leikurum um að þeir hafi ekki staðið sig, enda eru Watson og Carl- yle löngu búin að sanna sig. Það hefði átt að fókusa myndina út frá sögumanninum, aðalsöguhetj- unni Francis, allan tímann, líka þeg- ar hann er barn. í stað þess að sýna pabbann rúllandi heim af barnum ælandi og spúandi, að sýna frekar hvernig var fyrir Francis og systkini hans að bíða eftir honum og því að hann efni loforðin sín, og yfirleitt hvernig hann sá hlutina. Þegar hann verður eldri, í seinni hluta myndarinnar, er það gert og þá virkar allt mun betur, og myndin fer loksins að rúlla eðlilega. Þá kemur líka húmorinn inn og allt, en í upp- hafi er þetta mikil eymd á eymd of- an. Andrew Bennett ljær sögumann- inum rödd sína og er ekki nógu skemmtilegur, það hefði átt að fá McCourt sjálfan til verksins. Myndin er að mörgu leyti stór- glæsileg. Sviðsmyndin er mögnuð og mjög raunsæisleg, kvikmyndatakan fín og litlu leikararnir standa sig mjögvel, eru hrífandi ogfallegir. En það vantar einhverja heild. Ein- hverja rödd. Það vantar að Alan Parker og félagar hafi skilið hvað gerir eymdarsögu Franks McCourt öðruvísi en allar hinar eymdarsögur heimsins, og hvernig hann hefur hrifið með sér milljónir lesenda. Það eru ekki atburðirnir sjálfir, það er hvaða augum hann lítur þá. Það eru mörg falleg atriði í mynd- inni, önnur döpur og sum fyndin. Hún er raddlaus á vissan hátt, en samt fannst mér gaman að heyra hana og sjá. Hildur Loftsdóttir Frænka hverfur í París ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „COQ AU VIN“ eftir Charlotte Carter. Warner Books 200.194 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöfund- urinn Charlotte Carter hefur skrifað jirjár skáldsögur á stuttum tíma um áhugamannaspæjarann Nanette Hayes, m.a. „Coq au vin“, sem eins og nafnið bendir til gerist að mestu leyti í París. Bókin kom nýlega út í vasa- broti hjá bókaútgáfu Wamer Bros. kvikmyndaversins. Segir sagan af því þegar Nanette þarf að fara til Parísar að hafa uppi á elskulegri frænku sinni sem hún leit mjög upp til ung stúlka. Frænkan hefur horfið sporlaust og það kostar nokkur átök að hafa uppi á henni. Enn eitt mannshvarf í París Charlotte Carter býr í New York og hefur starfað sem bókmenntarit- stjóri og kennari og segist löngum hafa verið áhugasöm um glæpasögur og það sem Frakkarnir kalla „film noir„. Það kemur svo sem ekki á óvart. „Coq au vin“ er einskonar „film noir„ saga sem gerist á kaffihúsum og jassbúllum í París og segir frá samviskulausum glæpamönnum og saklausum konum í hættu. Þótt hún gerist í nútíðinni á hún rætur í grugg- ugri fortíð vegna þess að hvorki morð né hefnd þekkja tímamörk. Það er vinsælt að láta Bandaríkja- menn hverfa í París („Frantic“ eftir Polanski kemur strax í hugann) enda býður borgin upp á sitthvað skemmtilegt á glæpasviðinu. Og saga bandarískra listamanna í París er margfræg ekki aðeins á þriðja ára- tugnum heldur ekki síst svartra jass- og blús tónlistarmanna um og eftir miðbik aldaiinnar. Charlotte Carter þekkir þá sögu mæta vel og hún þekkir einnig borgina vel og er hvort tveggja krimmanum til framdráttar. Söguhetja hennar, Nanette Hays, er ung svertingjakona um þrítugt. Hún býr í Haríem og dvaldi á sínum tíma í París og á þaðan skemmtilegar minningar. Samvisku sína kallar hún Ernestine en hún fær sjaldan að ráða ferð. Hún neitar því að hún sé smá- borgaraleg þegar það kemur til tals, hún spilar jass mjög prýðilega á saxa- fón og hún segist lifa of mikið í for- tíðinni og að það komi henni oft i vandræði. Saxafónn í farangrinum Eins og núna. Viv, gamla frænkan hennar, var aldrei ræktarleg við sitt fjölskyldufólk en Nanette leit upp til hennar. Hún var heimskonan, vann stundum sem fýrirsæta og ferðaðist. Og kom sér í vandræði. Dularfullt skeyti berst til Nanette frá henni í París þar sem hún biður um aðstoð. Nanette pakkar saxafóninum og heldur á vit ævintýraborgarinnar en kemst fljótlega að því að hvorki finnst tangur né tetur af Viv gömlu þar sem hún sagðist búa. Reynast nú góð ráð dýr en svo vill til að Nanette eignast sálufélaga, annan svartan, bandarískan jassista að nafni Andre, sem hún verður ást- fangin af upp fyrir haus (París mun hafa þessi áhrif) og saman taka þau að leita að frænkunni og komast að ýmsu forvitnilegu í leiðinni. Nanette Hays er skemmtileg pers- óna, galgopaleg og stundum fyndin og alltaf kaldhæðin sem sögumaður. Nokkuð er gaman að vangaveltum hennar um allt milli himins og jarðar í París og svo er hún ástfangin upp fyr- ir haus og það skemmir ekki. Glæpa- málið sem tengist Viv og fortíðinni er hins vegar nokkuð langsótt og það örlar ekki á spennu í kringum það; sagan er fyrst og fremst gaman- krimmi og virkar ekki illa sem slíkur. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.