Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000
M----------------------
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HJÁLMRÚN GUÐNADÓTTIR
frá Lambhúshóli,
Vestur Eyjafjöllum,
Kríuhólum 2,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn
7. maí.
Jarðarför auglýst síðar.
Magnea Andrésdóttir, Hannes Helgason,
Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Konráðsson,
Guðjón R. Andrésson, Margrét Björgólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför ástkeers eiginmanns míns, föður okkar,
sonar, bróður, tengdasonar, tengdaföður og
afa,
ÓLA J. K. MAGNÚSSONAR,
Álakvísl 64,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 3. maí fer fram frá Há-
teigskirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á Landspítalann í Fossvogi.
Guðný Hrönn Þórðardóttir,
Steinunn Lovísa Óladóttir, Eiríkur Pétur Eiríksson,
Þórður Ólason, Hrefna Sigríður Reynisdóttir,
Ævar Ingi Ólason,
Guðrún Lovísa Guðmundsdóttir,
Friðrik Gunnar Magnússon,
Halldóra Kristín Magnúsdóttir,
Steinunn Guðnadóttir,
Reynir Kristinn Þórðarson og ísak Árni Eiríksson.
+
Ástkær eiginmaður minn, bróðir okkar og
mágur,
BALDUR SIGURÐSSON,
Fellsmúla 22,
Reykjavík,
sem lést á Landakotsspítala mánudaginn
1. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 10. maí kl. 13.30.
Þeim, sem minnast hans, er bent á Krabba-
meinsfélags íslands.
Hulda Þorláksdóttir.
Magnús Sigurðsson,
Ólöf S. Brekkan, Ásmundur Brekkan,
Hólmsteinn Sigurðsson, Guðný Pétursdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, bróðir og mágur,
SVAVAR KRISTINSSON,
Þrúðvangi 24,
Hellu,
lést miðvikudaginn 26. apríl.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför.
Sérstakar þakkir sendum við séra Sigurði Jónssyni, Gísla Stefánssyni og
Kvenfélaginu Unni.
Jóna Helgadóttir,
Þórhallur Svavarsson, Agnes Ólöf Thorarensen,
Sigurveig Þórhallsdóttir,
Einar Kristinsson,
Anna Helga Kristinsdóttir, Knútur Scheving.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR EINARSDÓTTUR,
Stangarholti 6,
Reykjavík.
Jónas M. Lárusson
og fjölskylda.
BALDUR
BALDURSSON
+ Baldur Baldurs-
son fæddist í
Keflavík 9. mars
1961. Hann lést af
slysförum hinn 30.
apríl síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
8. maí.
Hvað er hægt að
segja þegar maður fær
þær fréttir að besti
vinur okkar sé farinn?
Hvað er hægt að segja
við vinkonu sína sem
er orðin ekkja í blóma
lífsins og hefur misst sinn besta vin,
eða dóttur sem er að stíga sín
fyrstu skref inn í unglingsárin og
hefur misst föður sinn? Eða móður
sem hefur misst sinn góða son?
Maður verður orðlaus og missir all-
an mátt.
Yfir okkur hjónin flæða minning-
ar um góðar stundir í gegnum árin.
Um góðan vin sem var alltaf til
staðar fyrir okkur og okkar fjöl-
skyldu. Elsku Iða, Bergný og fjöl-
skylda, megi Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Gunnar, Bergljót og synir.
Það er ekki auðvelt að setjast
niður og skrifa minningargrein um
mann sem kippt er í burtu á svo vo-
veiflegan hátt, mann sem var í fullu
fjöri og hafði svo mörg markmið.
Ég kynntist Baldri fyrst er ég
hóf störf við Tölvuskóla Suður-
nesja, haustið 1997. Maður sá strax
að þar var á ferð maður fullur af
orku og sífellt að stefna að ein-
hverju, alltaf með svo margt á
prjónunum. Fyrir utan fjölskyldu
og vini, skilur hann eftir sig skörð á
svo mörgum stöðum sem erfítt
verður að fylla nema með mörgum
mönnum.
Fyrir aðeins örfáum dögum sát-
um við og spjölluðum um köfun, þar
sem hann lýsti fyrir mér dásemdum
undirdjúpanna. Hann sannfærði
mann um að þetta væri í raun ekki
svo erfitt og það var ekki laust við
að það hvarfiaði að manni að þetta
væri kannski nokkuð sem gaman
væri að reyna.
Þrátt fyrir að Baldur skilji eftir
sig mörg skörð, er án efa dýpst
skarðið sem hann skilur eftir sig
hjá litlu fjölskyldunni sinni, Iðu Brá
Vilhjálmsdóttur, sem hann hefði
fagnað 20 ára brúðkaupsafmæli
með í haust, og Bergnýju, 16 ára
dóttur þeirra. Megi drottinn al-
máttugur leiða þær með styrkri
hendi sinni um vegi sorgarinnar.
Þeim votta ég hina
dýpstu samúð mína.
Lárus Rúnar
Ástvaldsson.
Þegar Hrannar
bróðir kom til mín og
sagði mér og Eygló
minni að þú værir dá-
inn gat ég ekki trúað
því. Þetta gat ekki ver-
ið satt og ég trúi því
varla enn að þú sért
farinn frá okkur, það
getur ekki verið; þú
sem varst ódauðlegur í
mínum augum, Baldurinn sem gat
allt og gerði allt fyrir alla, hvað sem
það var. Baldurinn sem var í
sjúkraflutningum, Baldurinn sem
var í slökkviliðinu og Baldurinn
sem var til í að hjálpa öllum á hvaða
tíma sem var og Balduiinn sem gat
allt, hvort sem það væri við tölvuna
eða smíðarnar. Þú gerðir allt, þú
gast allt og þú varst vinur allra.
Þegar ég kynntist þér var það í
gegnum Hólmar frænda þinn, nú
var kominn tími til að gera átak í
því að halda snókerstofunni gang-
andi. Hólmar kom til mín og spurði
hvort ég vildi vera með í hópi sem
ætlaði að gera allt til þess að snók-
erinn mætti lifa áfram, og sagði
mér einnig að Baldur frændi sinn
ætlaði að vera með. „Hvaða Bald-
ur?“ spurði ég. „Það þekkja allir
Baldur í Aðstoð," sagði hann á
móti.
Fyrstu kynni mín af þér, kæri
Baldur, voru góð, ég sá fram á góða
tíma fyrir snókerinn, þú varst svo
ákveðinn að gera þetta vel og þú
varst svo skipulagður, allt bókað og
við gerðum þetta vel. Fengum hrós
frá spilurum fyrir skipulagningu og
mótin okkar voru einstök, það segir
bara fyrsta Tölvuskólamótið sem
við héldum, öll úrslit eftir hvern
ramma skráð í tölvu sem allir gátu
fylgst með á skjá sem var á stof-
unni og spilarar og áhorfendur gátu
fylgst með. Þetta gerðir þú af þinni
alkunnu snilld.
Vinátta okkar var mér svo mikils
virði Baldur. Þegar ég fór að vinna
hjá þér og kynntist þér ennþá betur
sá ég hvernig maður þú varst. Þú
varst svo ábyggilegur og mjög
traustur vinur. Það voru góðir tím-
ar þegar við fluttum í nýja húsnæð-
ið sem þú keyptir á Hafnargötu 34,
þá var unnið mikið og vel. Aðstoð í
nýju og í eigin húsnæði var nokkuð
sem þig hafði dreymt um lengi, nú
var það orðið að veruleika.
Þú átt dásamlega konu, hana Iðu,
og dótturina Bergnýju sem er svo
mikill sólargeisli. Ég veit það, elsku
Baldur, að þú munt fylgjast með
þeim og það munum við gera líka.
Sumarbústaðaferðunum sem við
fórum saman ásamt Iðu, Eygló og
börnunum, öllum ferðunum með
vinum og kunningjum hvort sem
það var innanlands eða til útlanda
mun ég aldrei gleyma. Þá skemmt-
um við okkur heldur betur.
Spinning var þitt uppáhald und-
anfarið og Eygló mín, sem var hjá
þér í tímum, saknar þín mikið og
hún mun alltaf minnast lagsins ykk-
ar sem þú spilaðir svo mikið fyrir
hana.
Þú hjálpaðir mér svo mikið,
Baldur, og það var aldrei neitt mál
með það sem ég bað þig um, hvort
sem það var fyrir mig persónulega
eða þegar ég stofnaði stuðnings-
mannaklúbb á mínum vegum 1997.
Þú bjóst til lög og reglur fyrir
klúbbinn og vannst alla aðra vinnu
sem tilheyrði honum.
Eitt er víst að við eigum eftir að
hittast aftur og þá klárum við ein-
vígið sem við vorum byrjaðir á í
snókernum og getum rifjað upp alla
góðu dagana sem við og fjölskyldur
okkar áttum saman.
Þú hugsaðir vel um alla sem í
kringum þig voru, hvort sem það
var móðir þín sem þú annaðist mjög
vel alla tíð, systkini þín eða ættingj-
ar og vinir. Þú máttir aldrei neitt
aumt sjá og varðst alltaf fyrstur að
fara af stað ef eitthvað var að ger-
ast hjá fólkinu þínu og fólkið þitt,
það vorum við öll.
Að kynnast þér, elsku Baldur,
voru viss forréttindi, að vinna með
þér og öllu samstarfsfólki okkar,
kringum þig, alla ættingja og vini
var nokkuð sem ég mun búa að alla
tíð.
Að endingu vil ég votta Iðu,
Bergnýju og Önnu móður Baldurs
mína dýpstu samúð og öllum ætt-
ingjum og vinum.
Minning um góðan dreng mun
lifa.
Jón Orvar.
Elsku Baddi minn. Þú varst, ert
og verður alltaf hetjan mín. Þessi
stutta tíð sem við áttum saman var
skemmtileg og mun ég aldrei
gleyma því. Ég sakna þín.
Guð vill greinilega þá skemmti-
legu, fyndnu, stöðugu, þreinhjört-
uðu og klárustu fyrst. Ég vildi nú
samt ekki að hann hefði náð í þig
svona fljótt. En ég fæ engu ráðið
um það.
Bless, Baddi minn, og takk fyrir
allt sem þú hefur gefíð mér. Ég
mun aldrei gleyma þér. Taktu frá
pláss fyrir mig þarna uppi. Sé þig
seinna.
Ég vill biðja Guð um að senda
fjölskyldu Baldurs sína bestu
verndarengla.
Arne Kristinn Arneson.
+
Hjartkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði
laugardaginn 6. maí.
Anna verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 16. maí kl. 13.30.
Ingibjörg Þorkelsdóttir, Guðni Þorgeirsson,
Salome Þorkelsdóttir, Jóel Kr. Jóelsson,
Sigurður Þorkelsson, Jóhanna Guðbrandsdóttir,
Kristín Þorkelsdóttir, Hörður Daníelsson,
barnabörn og langömmubörn.
Lokað
Lokað verður eftir hádegi í dag vegna útfarar GUNNLAUGS
KRISTJÁNSSONAR, kerfisfræðings.
GSS Tölvur og net,
Bíldshöfða 14.
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.