Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 55

Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 55 UMRÆÐAN ÆTTLEIÐINGAR samkynhneigðra hafa verið í umræðunni, m.a. vegna lagasetningar sem nú liggur fyrir Al- þingi. A síðustu árum hafa komið fram upplýsing- ar varðandi Nýja testa- mentið (William Countryman), hefðina (John Boswell), vís- indalegar niðurstöður (Dean Hammer) og of- sóknir á hendur sam- kynhneigðum, m.a. í fjölmiðlum, sem kalla á endurmat siðferðisvið- horfa af hálfu kristinna manna gagnvart samkynhneigðum. Siðfræðiprófessorarnir Göran Bexel, við guðfræðideild háskólans í Lundi og Carl Heins Grenholm í Uppsölum, hafa nýverið tekið saman yfirgripsmikla kennslu- bók í guðfræðilegri sið- fræði sem verið er að þýða á íslensku (Theo- logisk Etik. En intro- duktion, Stokkhólmur 1997, bls. 309). Þeir benda á að skipta megi þeim, sem taka afstöðu til samkynhneigðra, í fjóra hópa. Fyrsta hópinn fylla þau sem lýsa siðferði- legri andstöðu bæði gegn samkynhneigð og enn frekar gegn samúð fólks af sama kyni. I öðrum flokki eru þau sem dæma sambúð samkynhneigðra sem siðferðilega ranga, en láta vera að dæma sam- kynhneigð sem slíka. Þriðja flokkinn skipa þau sem meta sambúð samkyn- hneigðra sem siðferðilega réttláta að Lagasetning Réttur samkynhneigðra til ættleiðinga ætti, að mati Ólafs Odds Jóns- sonar, að tengjast þessu skilyrði um ást, tryggð og ábyrgð, þar sem vakað er yfir þörfum barnanna. uppfylltum vissum skilyrðum. Fjórði hópurinn telur þau sem ál- íta sambúð samkynhneigðrarétt- mæta án nokkurra skilyrða. Ég er sammála prófessorunum í því að viðhorf fyrsta og fjórða hóps- ins samrýmist ekki sjónarmiðum kristinnar siðfræði. í fyrsta hópnum eru einstaklingar dæmdir sekir (syndarar) vegna kynhneigðar þeirra. Afstaða fjórða hópsins er ófullnægjandi, þar sem á vantar að skilyrðum um ást, tryggð og ábyrgð í sambúðinni sé fullnægt. í öðrum hópnum er að finna fulltrúa íhalds- samra siðferðisviðhorfa, en sá þriðji á sér málsvara meðal ýmissa hópa sem taka frjálslyndari afstöðu til má- lefna samkynhneigðra og viðurkenna staðfesta samvist að uppfylltum skil- yrðum um ást, tryggð og ábyrgð. Það er mitt viðhorf að réttur samkyn- hneigðra til ættleiðinga tengist þessu skilyrði um ást, tryggð og ábyrgð, þar sem vakað er yfir þörfum barn- anna. Mér sýnist að stjórnvöld á ís- landi séu reiðubúin að fara þá leið. Ættleiðingar samkynhneigðra eiga að mínu mati að snúast um þarfir barna íyrir heimili. Hollendingar tóku inn ákvæði um samskipti barna við bæði kyn, ef ég man rétt. Einhver úr fjölskyldu hinna samkynhneigðu sá fyrir því. í Gallup könnun frá 1978-1979 kemur fram að 84 % fólks sem sækir kirkju í Bandaríkjunum svaraði þeirri spurningu neitandi hvort sam- kynhneigðir ættu að fá leyfi til að ættleiða börn. Sama könnun birti þá staðreynd að 87 % alls almennings í Bandaríkjunum svaraði spurning- unni játandi (Princeton Religious Research Center 1979, bls. 103f). Þessar tölur geta aðeins þýtt að kirkjunnar fólk í Bandaríkjunum trúir fremur að samkynhneigð sé af hinu illa en að það sé slæmt að heim- ilislaus böm eignist ekki heimili og njóti ekki réttinda til jafns við önnur böm. Dr. Tom Driver, sagði um þetta á sínum tíma: „Ef samkynhneigður einstaklingur eignast bam kemur þetta atriði aftur á móti ekki inn4?^" myndina. Það að upphefja fjölskyldu blóðbanda í gagnkynhneigðu sam- bandi hvetur til viðhorfa sem fela í sér kynþáttahatur, kynjamisrétti, fælni (hómófóbíu), eignarréttarhug- myndir og grimmd" (Christ in a Changing World, Crossroad, New York, 1981, bls. 139). Það er himinhrópandi ranglæti að mismuna samkynhneigðum með því að ætla þeim meiri lesti í samskiptum við sína nánustu en gagnkynhneigðu fólki. Maður, líttu þér nær! Það hefur^ verið sýnt fram á það með haldgóð- um rannsóknum að samkynhneigðir misnota ekki börn. Þeim skuggum er varpað yfir þá úr samfélagi hinna gangkynhneigðu. Ætla má að 2/3 hlutar íslensku þjóðarinnar séu fylgjandi því að sam- kynhneigðir ættleiði börn maka síns og mér býður í grun að sá hópur sem sé fylgjandi blessun samkynhneigðra para sé álíka stór, ef ekki stærri. Höfundur er prestur. Ættleiðingar samkynhneig’ðra Ólafur Oddur Jónsson Skynmat sem skref í markaðs- setningu matvöru Þyrí Ása Valdimarsdóttir Þorkelsdóttir ÞEGAR ætlunin er að þróa matvöru er nauðsynlegt að vita eft- fr hverju neytandinn sækist. Hluti af vænt- ingum neytandans tengist skynrænum eiginleikum þ.e. útliti, lykt, bragði og áferð vöru. Strax þegar við veljum og kaupum vöru notum við skyn- færin til að meta ein- kennandi eiginleika vörunnar. Við notum sjónina til að meta út- lit, hendurnar til að meta áferð og lyktum jafnvel af vörunni. Þegar við neytum hennar notum við bragðlaukana í tungunni til að meta bragð, tungu og tennur til að meta áferð og nef til að meta lykt. Ef skyn- rænu eiginleikar matvörurnar upp- fylla þær væntingai’ sem við gerum Vöruþróun Möguleikar matvæla- framleiðenda eru miklir, segja Þyrí Valdimars- ddttir og Ása Þorkels- ddttir, við að markaðs- setja afurð með aðstoð skynmats. til hennar eða að þær eru enn betri en við mátti búast, munum við eflaust kaupa hana aftur. Vara sem stenst ekki þær væntingar mun eflaust þurfa að víkja fyrir annarri sambæri- legri vöru næst þegar keypt er inn. Skynmat og vöruþróun Skynmat er mikið notað við vöru- þróun matvæla. Ein skynmatsaðferð sem hentar einkar vel við vöruþróun heitir myndræn aðferð en hún bygg- ist á því að gera fullkomna lýsingu á skynrænum eiginleikum vörunnar. Myndræn próf eni framkvæmd af þjálfuðum hópi manna sem hefur reynslu af að meta með mikilli næmni skynræna eiginleika matvöru. Hóp- urinn ásamt hópstjóra finna þau hug- tök og orð sem lýsa eiginleikum af- urða og æfa sig í að meta styrkleika þeirra. Hver þátttakandi metur vör- una algjörlega óháð öðrum þátttak- endum og síðan er meðaltal hópsins notað. Á þennan hátt er hægt að magngreina hvern eiginleika fyrir sig og vinna úr niðurstöðum á tölfræði- legan hátt. Stærstu kostir þessarar aðferðar eru mikil endurtekningar- hæfni og það að fram kemur mat á öllum eiginleikum sem lýsa vörunni. Spumingum er svarað eins og: Er varan sambærileg annarri vöru á markaði? Hefur breyting á hráefni áhrif á vöruna? Hefur breyting á vinnsluferli áhrif á vöruna? Hvaða áhrif hefur geymsla á vör- una? Er matvaran nógu bragðmikil? Sætuefni er bætt í vöru. Hefur það einungis áhrif á það hversu sæt fólki finnst varan? Hefur það einnig áhrif á súra bragðið? Kemur fram eftir- bragð? Þetta eru aðeins dæmi um nokkrar spumingar sem framleiðandi getur spurt sjálfan sig áður en hann setur nýja eða endurbætta matvöm á markað. Dæmi um vöruþróun með skynmati Dæmi um myndræn próf á mat- vöra má sjá á mynd 1 sem sýnir á skemmtilegan hátt muninn á Ijósum og dökkum pilsner. Fram kemur í myndinni að dökkur pilsner hefur fleiri sterka bragðþætti heldur en ljós pilsner enda era þessar vörar frekar ólíkar þó að þær eigi það sam- eiginlegt að heita pilsner. Ef við tök- um dæmi um matvörar sem era mjög líkar getur niðurstaðan sýnt fram á hvað það er sem gerir þær ólíkar. í mynd 2 sjáum við niðurstöður sam- anburðar á kjöti A og B með mynd- rænu prófi og fram kemur að kjöt- gerðimar era mjög líkar nema hvað varðar mýkt og grófleika trefja. Möguleikar matvælaframleiðanda eru miklir við að markaðssetja afurð Skynrænir eiginleikar tveggja Skynrænir eiginleikar kjöts ólíkra með aðstoð skynmats. Hér hefur ein- ungis verið minnst á eina aðferð, myndræna aðferð en aðrar aðferðir era til sem henta við markaðssetn- ingu vöra. Þar má nefna könnun á viðhorfum neytenda til ákveðinnar vöra, neytendapróf og samanburðar- próf sem mæla með mikilli næmi mun milli matvæla (þríhymingspróf og dúó tríó próf). Nánari umfjöllun um þessar aðferðir era á heimasíðu Rf www.rfisk.is (Rf-lausnir/skynmat) og hjá sérfræðingum Rf. Markaðs- setning vöra er langt og dýrt ferli. Til að ná sem bestum árangri er þekking á vöru, markaði og neytendum nauð- synleg. Skynmat er ein aðferð til að afla þeirra þekkingar. Höfundar eru sérfræðingar og starfsmenn hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Notaðar vinnuvélar á kostakjörum Mikil verðlækkun Mikið úrval Ingvar W Helgason hf. Véladeild - Sævarhöfba 2 - Sítni 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is - E-mail: veladeild@ih.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.