Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 FUJITSU Fujitsu Siemens sameinar kosti glæsilegrar hönnunar, áreiðanleika og vinnsluhraða. Veldu Fujitsu Siemens ef gæði, hraði og öryggi gagna skiptir máli. Það er ekki að ástæðulausu að Fujitsu Siemens eru einhveijar mest seldu tölvur í heiminum í dag og þær eru á ótrúlega hagstæðu verði. Fujitsu Siemens - óbeislað afl sem stendur uppúr! Tæknival Skeifunni 17 • Reykjavík • Sími 550 4000 Furuvöllum 5 • Akureyri • Sími 461 5000 FRÉTTIR Arsfundur * Háskóla Islands ÁRSFUNDUR Háskóla íslands verður haldinn í hátíðasal á 2. hæð í aðalbyggingu í dag, föstudaginn 16. júní kl. 10.30-12. Dagskrá ársfundarins verður sem hér segir: Páll Skúlason, há- skólarektor, setur fundinn, fer yfir starfsemi síðasta árs og fjallar um meginatriði í starfi skólans. Ingj- aldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar Háskóla Islands, gerir grein fyrir reikningum ársins 1999 og fjárhag Háskólans. Rektor svarar fyrirspurnum. Að loknum ársfundi verður boð- ið upp á kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opinn. Frá afhendingu tölvubúnaðar til Krabbameinsfélagsins. Bjarni Krist- jánsson frá Softu, Pétur Bauer frá Opnum kerfum, Guðrún Agnarsdótt- ir, forstjóri Krabbameinsfélags íslands, Hólmfríður Einarsdóttir frá Kaupþingi, Sigurður Friðriksson frá Tölvuskóla Suðurnesja og Sigurð- ur Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Islands. Krabbameinsfélaginii gefínn tölvubúnaður SEX fyrirtæki hafa gefið Krabba- meinsfélaginu fullkominn Hitachi- skjávarpa, HP-fartölvu, litaprent- ara og stafræna myndavél ásamt námskeiði í notkun búnaðarins. Gjöfin var afhent á aðalfundi fé- lagsins 6. maí og er metin á um 800 þúsund krónur. Gefendur eru Kaupþing, Opin kerfi, Softa, Spari- sjóðurinn í Keflavík og Tölvuskóli Suðurnesja. Gjöf þessi kemur sér mjög vel í fjölþættu starfi Krabbameinsfé- lagsins. Mikið er um fræðslufundi, ekki síst fyrir stuðningshópa sjúkl- inga og vísindamenn, og brýn þörf á að geta sett myndefni fram á skýran hátt. Krabbameinsfélagið kann gefendum bestu þakkir fyrir mjög gagnlega og rausnarlega gjöf, segir í frétt frá félaginu. Göngudagur Ferðafélags Islands GLYMUR, hæsti foss landsins, er áfangastaður á göngudegi Ferðafé- lags Islands 2000, sem að þessu sinni er haldinn sunnudaginn 18. júní. „Glymur er í Botnsá í Hvalfirði og gljúfrið utan og neðan við fossinn er hrikafagurt. Peim, sem vilja leggja meira á sig er boðið upp á göngu yfir Leggjabrjót, gamla leið frá Þingvöll- um til Hvalfjarðar. Þessi forna leið var fyrrum fjölfarin og þar má víða sjá vörðubrot. Enn á hún miklum vin- sældum að fagna, nú hjá þeim, sem vilja rækta líkama og sál og njóta náttúruskoðunar og fersks útilofts, segir í fréttatilkynningu. Brottfor í Leggjabrjótsgöngu er kl. 10:30 á sunnudagsmorgun frá BSÍ og Mörkinni 6 en þeir sem ætla að líta á Glym leggja af stað kl. 13 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Hópamir tveir hittast í Botnsdal að göngu lokinni og þar verða léttar veitingar í boði F.í. Þátttökugjald í þessum göngum er 1.200 krónur og allir eru velkomnir. Skonnortur til sýnis SKONNORTUR franska sjóhers- ins „Bella Poule“ og „Etoile" koma til Reykjavíkur laugardaginn 17. júní kl. 9. Þær verða í Reykjavík- urhöfn, Faxagarði, til 24. júní. Þessar skonnortur eru smíðaðar árið 1932 og eru nákvæmar eftir- líkingar frönsku dugganna sem voru á veiðum við íslandsstrendur fram til ársins 1935. Skonnorturn- ar verða opnar almenningi til sýnis frá sunnudegi til föstudags. Kaffisala Hjálpræðis- hersins HJÁLPRÆÐISHERINN verður með sína árlegu kaffisölu á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní, í Herkasta- lanum, Kirkjustræti 2. Kaffisalan verður frá kl. 12-18. Stutt söng- og hugvekjustund verður kl. 17. Allir eru velkomnir. ^Cí ðkaupsveislur — Crtisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl. -X ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veárið þegar á eftirminnilegan viðburð - jið ykkur og leigið stórt tjald Inn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m2 Einnig: Borð, stólar, lialdgólf og tjalahitarar. sfml 5621390 • fax 552 6377 • bis@scou».ls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.