Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 1
212. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aukin andstaða við evru KANNANIR í Danmörku gefa til kynna að stuðningur við aðild landsins að evrópska myntbanda- laginu og evrunni fari minnkandi. Stærstu flokkarnir velta fyrir sér að snúa bökum saman í málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 28. september. Ljóst er að margir kjósendur eru ekki enn búnir að gera upp hug sinn. í nýlegri könnun blaðs- ins B0rsen kom fram að gengisfall evrunnar gagnvart dollaranum undanfarna mánuði hafi dregið úr trú Dana á að evran muni styrkja efnahagslíf landsins. ■ íhuga bandalag/27 ------------------ Háu eldsneytisverði áfram mótmælt í Evrópu Víða umferðartafír vegna aðgerðanna Amsterdam, Berlín, Madríd, Varsjá. AP, AFP. MÓTMÆLI vegna verðhækkana á bensíni og olíu hafa fjarað út í Bret- landi og í Belgíu en á hinn bóginn magnast í ýmsum öðrum Evrópu- löndum. í Haag í Hollandi óku vöru- bílstjórar og leigubílstjórar í hringi umhverfis húsakynni ríkisstofnana, þeyttu bílflautur og kröfðust þess að álögur á eldsneyti yrðu lækkað- ar. Leigubílstjórar lokuðu undir- göngum milli Schiphol-flugvallar og miðborgar Amsterdam. Til aðgerða kom einnig í Þýskalandi, á Spáni og írlandi, í Póllandi og Tékklandi. Víða stöðvaðist öll umferð um mikil- vægar samgönguæðar um hríð. Mótmælendur lokuðu allri um- ferð í miðborg Bremen í Þýskalandi í þrjár klukkustundir en stjórn Ger- hards Schröders kanslara neitaði að verða við kröfum um lægri álögur. Þar sem í fleiri Evrópuríkjum eru opinberar álögur meira en helming- ur bensínverðsins. Stjórnin sagðist á hinn bóginn myndu leita leiða til að draga úr áhrifum háa verðsins á kjör þeirra sem minnst mega sín. ítölsk stjórnvöld sömdu við vöru- bílstjóra um tilslakanir til að koma í veg fyrir verkfall þeirra en viðbrögð ráðamanna í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins voru af margvíslegum toga. í Bretlandi var hvergi hvikað en William Hague, leiðtogi stjórnar- andstöðuflokks íhaldsmanna, spáði því, að sögn BBC, að aðgerðimar vegna eldsneytisverðsins væru að- eins undanfari „uppreisnar skatt- greiðenda“ gegn stjórn Tonys Bla- irs. Vörubílstjórar í Svíþjóð hyggjast ásamt bændum hindra í dag aðgang að helstu höfnum og ferjum til að mótmæla verðlagi á dísilolíu. Fyrir- hugaðar eru öflugar aðgerðir í Nor- egi á mánudag til að mótmæla háu eldsneytisverði þar í landi, að sögn blaðsins Aftenposten. Verður að- gangur hindraður að fimm birgða- stöðvum í fjórum borgum. Talsmaður náttúruvemdarsam- taka í Noregi, Gunnar Sander, harmaði í gær að flestir stjórnmála- flokkar virtust reiðubúnir að gleyma því að markmiðið með álög- um á olíu og bensín væri að draga úr mengun og svonefndum gróður- húsaáhrifum. Þess í stað tækju þeir undir með „lýðskrumsbylgjunni sem heimtar lægra verð“. Yfirlýsing Aung Sang Suu Kyi Hyggstheimsækja stuðningsmenn Stj órnarandstað- an í Zimbabwe Skjöl gerð upptæk Harare. AFP. LÖGREGLAN í Zimbabwe réðst í gær inn í aðalskrifstofu helsta flokks stjórnarandstæðinga, MDC. Gerði hún upptæk skjöl og tók afrit af tölvudiskum, að sögn talsmanns flokksins, Learnmore Jongwe. MDC hefur undanfarna daga reynt að fá réttarúrskurð um að lög- reglan mætti ekki gera húsrannsókn á staðnum en að sögn Jongwes feng- ust engin svör hjá dómuram við til- mælunum. Á fimmtudag gerði lög- reglan vopnaleit á skrifstofunum en tveim dögum áður höfðu óþekktir menn varpað handsprengju inn í skrifstofuna. Enginn slasaðist. Jon- gwe sagði lögregluyfirvöld hafa full- yrt að flokkurinn hefði sjálfur verið á bak við tilræðið. ■ Veislan er hafin/B12 Olympíu- leikarnir settir ÍSLENSKI hópurinn gengur inn á ólympíuleikvanginn í Sydney í gær, þegar Ólympíuleikarnir voru settir. Guðrún Arnardóttir var fánaberi hópsins. Ástralar höfðu lofað öllum að bjóða upp á glæsilegustu setn- ingarhátíð sem sést hefði í sögu nú- tíma Ólympíuleika. Og víst er að þeir stóðu við stóru orðin. Lausnin á vinnuaflsskorti 1 Noregi næstu áratugina Hálf milljón innflytjenda NORSKA gildanefndin svokall- aða, sem Kjell Magne Bondevik kom á fót í forsætisráðherratíð sinni, hefur nú varpað sprengju inn á vettvang norskra stjórn- mála, að sögn norska blaðsins Dagsavisen. Reidar Almás, pró- fessor og stjórnarmeðlimur gildanefndarinnar, segir blasa við að á næstu 30 árum þurfi hálf milljón innflytjenda að setjast að í Noregi, svo að heildaríbúatalan verði þá í kringum fimm milljón- ir. Að öðrum kosti bíði skortur á vinnuafli í mörgum greinum, með tilheyrandi vandkvæðum fyrir efnahagslífið í landinu. Gildanefndin hvetur, að sögn Dagsavisen, ríkisstjórnina til að opna fyrir markvissari aðflutning vinnuafls. Almás vísar til orða Teds Han- ischs, forstjóra norsku vinnu- málastofnunarinnar, um að til að mæta þörfum vinnumarkaðarins sé þörf á 40.000 innflytjendum til landsins árlega. Þetta er tvöfalt fleira en flyzt til Noregs árlega eins og er. „Þetta þýðir að við þurfum á 15.000 til 20.000 fleira fólki að halda á ári hverju,“ segir Almás. Hann efast um að frjáls flutn- ingur vinnuafls á Evrópska efna- hagssvæðinu dugi til í þessu sambandi. Til greina komi að láta fara fram alþjóðlegt happ- drætti um atvinnuleyfi í Noregi, að fyrirmynd Bandaríkjamanna. Rangoon. AP, AFP. AUNG San Suu Kyi, helsti leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, hyggur á frekari ferðir um Búrma á vegum Lýðræðisfylkingarinnar að því er greint var frá á fréttamannafundi í gær. Tilkynning Suu Kyi kom aðeins degi eftir að herforingjastjórn Búrma tilkynnti að Suu Kyi væri frjáls ferða sinna eftir tveggja vikna stofufangelsi sem hún var hneppt í eftir síðustu ferð sína út fyrir Rangoon, höfuðborg landsins. „Ég mun ferðast út fyrir Rang- oon á næstu 10 dögum vegna starfa minna fyrir flokkinn," sagði Suu Kyi við fréttamenn. „Þetta verður skipulögð, opinber ferð og það er kominn tími til að herforingjastjórnin hætti að setja hömlur á réttindi okkar.“ Suu Kyi, sem hlaut friðarverð- laun Nóbels árið 1991, sagði Lýð- ræðisfylkinguna enn fremur hafa hug á að kæra stjórnina fyrir ólög- lega húsleit í höfuðstöðvum flokks- ins. Að sögn fréttaritara BBC í Búrma óttast menn nú að herfor- ingjastjórnin reyni að nota skjöl, sem fundist hafa við húsleitina, til að draga úr trúverðugleika flokks- ins og jafnvel leggja bann á starf- semi hans með öllu. MORGUNBLAÐIÐ16. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.