Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Virðingarleysi gagnvart konum o.fl. við örorkumöt? Umferðaslysahrinan undanfarnar vikur hefur verið mikið í fréttum blaða og sjónvarpsstöðva und- anfarið. En í þessum fjölmiðlum hefur ekk- ert verið skrifað eða talað um hvernig stað- ið er að örorkumötum slasaðra. T.d. lenti ég í umferðarslysi 1993 og er enn óvinnufær vegna aðgerða á hryggsúlu minni vegna þess. Árið 1996 fór ég svo í örorkumat til læknis er lögmaður minn hafði valið. Ekki hafði ég þá hugmynd um hvernig svona örorkumat færi fram. I mat- inu varð ég að fara úr öllum fötum nema nærbuxum og síðan var ég skoðaður af lækninum hátt og lágt. Tekið var mál af örum eftir skurð- aðgerðimar og togað og snúið upp á hendur og fætur til að kanna skerð- ingu á hreyfigetu og einnig fór fram yfirheyrsla um líðan mína o.fl. Þetta var allt gert af varúð og til- litssemi af lækninum. Örorkumati þessa læknis var hafnað af trygg- ingafélaginu og ég fór því fyrir ör- Guðmundur Ingi Kristinsson orkunefnd skipaða af dómsmálaráðherra. Þar fór ég aftur í gegnum sömu skoðun- ina. Sumarið 1999 fór ég fram á dóm- kvaðningu matsmanna fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Enn einu sinni fór ég í örorkum- at og nú fyrir tvo lækna og einn lögfræð- ing. Þetta mat fór fram á læknastofu og enn á nærklæðunum og togað og snúið af varúð og tillitsemi o.fl. Tvö fyrstu mötin voru gerð vegna trygginga- félagsins en það dómkvadda vegna fáránlegs mats örorkunefndarinnar sem ég áður hef sagt frá í blaða- grein. Þá var ég beðin um að undir- rita umboð til dómkvaddra mats- manna um fullan aðgang að sjúkra- skrám mínum. Það er lágmarks- krafa að við örorkumat sé farið með aðgang að sjúkraskrám slasaðra að lögum og reglum. Tryggingafélögin öskruðu úlfur, úlfur og sögðu 5-10% slasaðra svikara. Þetta var gert til að geta meðhöndlað alla slasaða sem svikara og réttlætt það að DY - menning- arsögulegt slys Magnús Guðmundsson I FRETT DV fimmtudaginn 14. september er haldið áfram ófrægingarher- ferð gegn Landmæl- ingum Islands sem hófst á baksíðu blaðs- ins 9. september og fylgt var eftir í rit- stjórnargrein hinn 11. september. í áður- nefndri frétt er bein- línis sagt ósatt um meinta pyðingu „Kortasögu Islands" sem á að hafa átt sér stað fyrir slysni. Stað- reyndin er sú að Kortasögu íslands hefur ekki verið eytt, hún er varð- veitt í húsnæði Landmælinga Is- lands við Stillholt 16-18 á Akranesi. Þar eru einnig varðveitt safneintök af kortum sem stofnunin hefur gefið út og mikið verk er framundan við skráningu þessa safns. Að auki má geta þess að Landsbókasafn Islands varðveitir eintök af öllum prentuð- um kortum sem gefin eru út á Is- landi í samræmi við lög. Því hefur alls ekki orðið neitt „menningar- sögulegt slys“. Staðreyndir málsins eru hinsveg- ar þær að aukaeintökum af úreltum ■» kortum sem ekki hafa selst er eytt undir eftirliti Ríkisendurskoðunar. Stofnunin hefur í samræmi við um- hverfisstefnu stjórnvalda reynt að nýta afgangspappír og var það gert í þessu tilfelli. Það er væntanlega sú fjöður sem varð að hænu hjá DV og fyrrverandi starfsmanni Landmæl- inga Islands sem hætti störfum 1. mars sl. Það er ömurlegt til þess að hugsa ef blaðamennska á íslandi er komin á það stig sem raun ber vitni. Öllum aðferðum er beitt í þeim tilgangi að ^sverta stofnun sem því miður hefur l^orðið að pólitísku bitbeini í umræðu um flutninga ríkisstofnana út á land. Neikvæðar fréttir eru búnar til og því hafnað að birta sannleikann. Þannig tók blaðamaður DV á Akra- nesi viðtal við forstjóra Landmæl- inga íslands vegna baksíðufréttar- innar 9. september síðastliðinn. ^ Þetta viðtal hefur ekki verið birt í ■ DV þegar þetta er skrifað, þrátt fyr- Ingimar Sigurðsson Blaðamennska Pað er ömurlegt til þess að hugsa, segja Magnús Guðmundsson og Ingi- mar Sigurðsson, ef blaðamennska á Islandi er komin á það stig sem raun ber vitni. ir að blaðamaðurinn á Akranesi hafi að eigin sögn m.a. rætt við ritstjóra blaðsins tO þess að knýja fram birt- ingu. Hvaða öfl eru hér að verki, því er erfitt að svara! Að lokum skal það endurtekið sem áður er komið fram að starf- semi Landmælinga Islands blómstr- ar sem aldrei fyrr. Samhentur hóp- ur dugmikilla starfsmanna vinnur nú að mörgum þörfum verkefnum sem stofnunin hefur fengið traust yfirvalda til að leysa af hendi. Blaða- menn DV ættu að kynna sér þessi verkefni með jákvæðu hugarfari í stað þess að stunda niðurrifsstarf- semi á stofnun sem frekar þarf að efla, og er þeim velkomið að sækja stofnunin heim hvenær sem er. Magnús er forstjóri Landmælinga ísiands. Ingimar er formaður stjémar Land- mælinga íslands. trúnaðarlæknar þeirra geti beitt öllum löglegum og ólöglegum ráð- um til að lækka mötin. Fullur og ótakmarkaður aðgangur trygginga- félagana að sjúkraskrám án vitund- ar sjúklings og án þess að kvitta fyrir þeim var réttlætt með þessum svikatölum. Þá er ótalað um þann stóra og ódulkóðaða sjúkragagna- Umferðarslys Er ekki kominn tími til, spyr Guðmundur Ingi Krstinsson, að endur- skoða þessar örorkuað- ferðir? grunn er tryggingafélögin hafa án eftirlits? Það er furðulegt og fáránlegt að slasaðir eru sendir í þrjú og jafnvel fleiri möt með tilheyrandi óþægind- um. Eg var í mjög slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega er ég fór í mötin og var í vikur og jafnvel mánuði að ná mér eftir hvert mat. I þau rúm sex ár sem liðin eru frá slysinu hef ég talað við fjölda sla- saðra um hvernig þeim hefur líkað við þessar matsaðferðir og um líðan þeirra eftir mötin. Allir karlar höfðu svipaða sögu um líðan sína að segja og ég. En konur upplifa mötin margfalt verr en við karlmennirnir. Astæðan er sú að í öllum tilfellum eru það karllæknar sem meta fólk eftir slys. Konunum leið því mjög illa á nærklæðunum einum saman fyrir framan þá. Þeim sagðist hafa verið mjög brugðið og liðið illa bæði andlega og líkamlega mjög lengi, jafnvel mánuðum á eftir. Við mötin getur verið frá einum upp í þrjá eða jafnvel fleiri karllæknar og þar af jafnvel einn á vegum tryggingafé- lags og því jafnvel fjandsamlegur hinum slasaða. Þar sem mér leið illa á nærbuxunum fyrir framan karl- læknana við matið þar sem togað og snúið er upp á slasaðan líkamann get ég vel sett mig að hluta til í spor kvenna í sömu aðstöðu. Það má ekki fara á milli mála að í mínu tilfelli voru allir matslæknarn- ir við skoðunina mjög almennilegir og er ég ekki að deila á það, heldur það að þurfa að fara í þrjú eða fleiri möt og að það sé togað og snúið upp á mann í þeim öllum og það bara á nærbuxunum. Eru ekki sjúkra- skýrslur í flestum tilfellum nægi- legar til örorkumats? Svona vinnu- brögð eru fáránleg. Hver fann upp á þessum aðferðum við mötin? Hafa slasaðir verið spurðir um hvernig þeim líka matsaðferðirnar og hafðir með í ráðum? Er þessi aðferð við mötin komin frá tryggingafélögun- um? Svona og fleiri spurningum þarf að svara og síðan þarf að end- urskoða matsaðferðirnar eins og þær leggja sig og koma þeim í mannúðlegra horf á nýrri öld. Að eiginkonur, dætur eða mæður okk- ar finnist þær niðurlægðar við ör- orkumötin nær ekki nokkurri átt. Ég hef talað við konur er hafa farið fyrir trúnaðarlækna tryggingafé- laga og þá séð að það voru sömu læknar og höfðu þær í læknismeð- ferð. Þeirra læknir á sama tíma að vinna fyrir tryggingafélag gegn þeim er fáránlegt, ólöglegt og á ekki að eiga sér stað og á strax að banna. Er ekki kominn tími til að endurskoða þessar örorkuaðferðir? Til dæmis að hafa sérhannað her- bergi til matsgerðar þar sem væri búningsklefi og mannúðlegt um- hverfi. Eitt örorkumat sem á að duga og ef nauðsyn krefur þá eitt aukamat. Þegar mat fer fram þá verði sálfræðingur eða svipað menntaður einstaklingur á staðnum til stuðnings þeim slasaða. Þegar konur eru í örorkumati sé það skil- yrði að kona sé til staðar henni til stuðnings eða kvenlæknir. Þá er spurning um að leggja ör- orkunefnd skipaða af dómsmála- ráðherra niður þar sem hún virðist ekki geta farið að lögum og reglum og hvað þá dæmt um eigið vanhæfi og ber enga ábyrgð á mötum sín- um? Farið sé eftir stjórnsýslulögum og lögum um réttindi sjúklinga og sjúkraskrár ekki teknar án leyfis sjúklinga og þeir fái að vita um all- ar skrár sem matsmenn fá í hendur. Og þá er eftir að tala um eitt ör- orkumat í viðbót sem fer fram með svipuðu sniði. Það er á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Að meðtöldu því er ég búinn að fara í fjögur möt og á eftir að fara senni- lega í jafnmörg aftur vegna umferð- arslyss fyrir tæpu ári og þar í 100% rétti eins og áður. Öryggispúði bif- reiðar minnar bjargaði svo sannar- leg lífi mínu en einkenni frá fyrri áverkum versnuðu. Atta örorkumöt eða jafnvel fleiri á fjórum árum með tilheyrandi óþægindum og svo ekki sé talað um þann mikla kostn- að sem við þau eru er tóm vitleysa. Að framansögðu er nú þegar kom- inn tími til að endurskoða örorku- mötin strax og gera bætur á þeim slösuðum til góða. Er það ekki, þingmenn? Tryggjum sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Berum virð- ingu fyrir slösuðum og virðum rétt þeirra og höfum örorkumöt þannig að allir komi úr þeim með fullri reisn. Trúið mér, það vill enginn vera næstur. Akið varlega. Höfundur er öryrki. Nýbúar á Islandi I NOKKURN tíma hafa málefni innflytj- enda verið til umræðu, bæði í fjölmiðlum og úti í samfélaginu. Það er kominn tími til að ríki og sveitarfélög skoði í sameiningu hvemig þjónustu við þennan hóp er háttað og skipu- leggi hvernig best er að málum staðið. Allt frá árinu 1993 hefur Reykjavíkurborg rekið miðstöð nýbúa sem nú er staðsett í Skerjafirði og rekin er af Iþrótta- og tómstundaráði Reylgavíkur. Þar er veitt fjölþætt þjónusta við útlend- inga, þar fer fram ýmis menningar- starfsemi og reynt er að aðstoða ný- flutta útlendinga á sem bestan hátt. Þörfin fyrir þessa þjónustu fer sífellt vaxandi og hafa allir sem til mið- stöðvarinnar hafa leitað fengið að- stoð án tillits til búsetu þó svo að Reykjavíkurborg beri ein kostnaðinn við reksturinn. Nú er hins vegar svo komið að full ástæða er til uppstokk- unar í þessum málaflokki og þar þarf að koma til samvinna ríkis og sveitar- félaga. Samfélag okkar er að verða æ margbreytilegra en áður með til- komu fólks af ýmsum þjóðernum og sífellt fleiri kjósa nú að flytja til ís- lands. í árslok 1999 vom erlendir rík- isborgarar búsettir á Islandi rúm- lega 7.000 og hafði þá fjölgað jafnt og þétt miðað við árin á undan. 60% er- lendra ríkisborgara búa á höfuðborg- arsvæðinu og hefur einstaklingum sem fá íslenskan ríkisborgararétt einnig fjölgað. Árið 1998 fengu 352 erlendir ríkisborgarar íslenskan rík- isborgararétt en á árunum 1991- 1995 vora að meðaltali 184 einstakl- ingar sem fengu íslenskan ríkis- borgararétt á ári. Hér er oft um að ræða fjölskyldur með börn á leikskóla og skólaaldri og sam- kvæmt mínum upplýs- ingum er á tæplega 10% heimila barna í grunnskólum landsins talað annað tungumál en íslenska, auk ís- lenskunnar. Gegn rasisma Það era ýmis teikn á lofti um að ef ekki verði brugðist við í tíma gæt- Steinunn V. um við lent í samskon- Óskarsdóttir ar vandamálum og þekkt era t.d. frá Norð- urlöndunum. Æ oftar berast fréttir af atvikum, líkamsárásum og öðra sem vekja upp spumingar hvort ras- ismi sé að festa rætur í íslensku sam- Innflytjendur Æ oftar berast fréttir af atvikum, líkamsárásum og öðru sem vekja upp spurningar, segir Stein- unn Valdís Óskarsdótt- ir, hvort rasismi sé að festa rætur í íslensku samfélagi. félagi. Fréttir af stofnun einhvers konar þjóðernissamtaka eru einnig angi af sama meiði. Við svona löguðu verður að bregðast með öllum tiltækum ráð- um enda hafa flest illvirki sögunnar verið framin undir merkjum slíkrar hugmyndafræði. Það á að bregðast við í tíma, t.d. með fræðslu inni í skól- um og opinni umræðu um hve mikill samfélagslegur hagnaður það er að búa í fjölmenningarlegu samfélagi. Hefur einhver t.d. velt því fyrir sér hversu þjóðhagslega hagkvæmt það er fyrir okkur að hafa fólk af erlend- um uppruna hér við störf? Mannlíf okkar væri fátækara ef ekki væri fyr- ir „alla þessa útlendinga" í veitinga- húsarekstri, ýmiss konar menning- arstarfsemi ofl.ofl. Þvi miður byggist oft neikvætt viðhorf til útlendinga á vanþekkingu sem hægt er að draga úr með fyrirbyggjandi starfi. Alþjóðahús Að undanförnu hefur verið í gangi vinna á vegum Reykjavíkurborgar um stefnumótun í málefnum nýbúa og hefur verið haft samstarf við önn- ur sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu varðandi fyrirkomulag að sam- starfi sveitarfélaganna í málefnum nýbúa. Nú liggja fyrir tillögur sem byggja m.a. á þátttöku ríksivaldsins og tel ég mjög brýnt að þær fái hljómgrann meðal sveitarstjórnar- manna svo og í ríkisstjórn Islands. Þessar tillögur gera ráð fyrir stofnun Alþjóðahúss á höfuðborgarsvæðinu. Meginviðfangsefni Alþjóðahúss verði fjölmenningarlegt starf, for- varnir og bætt og samræmd þjón- usta við nýbúa. Á þessu stigi liggur afstaða ríkisins ekki fyrir varðandi samstarf um rekstur slíkrar starf- semi en ég tel að mikið hagræði skapist af samvinnu ríkis og sveitar- félaga í þessum málaflokki. Næstu skref skipta miklu máli og það er afar mikilvægt að okkur takist í samein- ingu að móta samfélag sem byggist á gagnkvæmri virðingu og víðsýni fólks af ólíkum upprana. Eg vonast til að ríkisstjóm Islands láti ekki sitt eftir liggja og komi með afgerandi hætti að þeim tillögum sem sveitar- félögin hafa mótað. Höfundur er borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.