Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 39 UMRÆÐAN Af afskekkt- um stað Norðausturhorn landsins virðist í mik- illi fjarlægð frá höfðu- borgarsvæðinu. Fáir staðir eru a.m.k. lengra í burtu frá því en Hraunhafnartangi ogLanganes. I ágústmánuði fékk undirritaður tækifæri til að dvelja ásamt fjölskyldu og kunn- ingjafólki nokkra daga í góðu yfirlæti í bændagistingu í Þist- ilfirði. Lagt var af stað að morgni, ekið um Vestur- og Norð- urland, staldrað við í Hrútafirði, við Víð- imýrarkirkju í Skagafirði, góða stund á Akureyri, á Húsavík og í Ás- byrgi. Komið var að Ytra-Álandi í Þistilfirði undir kvöld. Þar var tekið á móti okkur með rjúkandi kaffi og heitum pönnukökum. Okkur var sýnd alúð og íslensk gestrisni eins og hún getur orðið best. Húsráðend- ur að Ytra-Álandi, Bjarnveig Skaft- feld og Skúli Ragnarsson, vísuðu okkur að sumarhúsi sem þar er við bæinn. í húsinu var allt það til staðar er ferðalangar geta haft þörf fyrir. Auk þess hafa þau gott gistirými fyrir ferðalanga í sjálfum bænum. Veður var frábært þá daga sem við dvöldum við Þistilfjörð. Tíminn var m.a. notaður til skoðunarferða á Raufarhöfn og á Þórshöfn. Á síðar- nefnda staðnum er t.d. mjög góð sundlaug og aðstaða öll hin besta. Þingmenn kjördæmisins mættu hins vegar að ósekju leggja meiri áherslur á samgönguúr- bætur en vegirnir voru þó með besta móti. Við fórum um rekafjörur norðan við Höskuldar- nes, áðum á fallegum stað við veg er liggur upp á Melrakkasléttu, skoðuðum okkur um í Viðarvík undir Viðar- Qalli, gengum fram á Rauðanes og börðum Stakka augum en þeir eru ein af merkilegri náttúruperlum Islands. U.þ.b. 40 mínútna greið- fær gangur er niður að Stökkum en gangan er vel þess virði. Þá var tíminn notaður til að skoða Náttúruperlur Stakkar eru ein af merkilegri náttúruperl- ----7-------------3---- um Islands, segir Omar _ Smári Armannsson. sig um á kirkjustöðunum Svalbarði og Sauðanesi, ganga um sendnar fjörumar neðan við Ytra-Lón og um Langanes, Skoruvík, út á Font og um Skála. Allir eiga þessir staðir sér langa og merkilega sögu og hefur hver og einn bara gott af því að rifja hana upp, ekki síst í ljósi byggða- Ómar Smári Ármannsson Stakkar. röskunar sem átt hefur sér stað hér á landi í seinni tíð. Á Skálum bjó t.d. margt manna á fyrri hluta þessarar aldar. Þar var ein helsta verstöð landsins, afskekkt og harðbýl. Eftir misheppnaðar hafnarumbætur og breytta atvinnuhætti, tækni og minni möguleika fólksins til að kom- ast af, fluttist það búferlum og stað- urinn lagðist af. Svo hefur reyndar verið um marga aðra „þéttbýlis- staði“ hér á landi. Á þessum stað er tilvalið að rifja upp aðstæður fólks hér áður fyrr, möguleika þess til lífsbjargar og jafnvel breytingar þær er orðið hafa á eðli refsinga hér á landi. Á síðustu öld var t.a.m. forfaðir sumra íslend- inga, búsettur á Langanesi, staðinn að því að stela ítrekað frá nágrönn- um sínum ýmsum nauðsynjum. Yfir- valdið var víðs fjarri og litið var að- hafst um allnokkurt skeið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fólksins og mikla umleitan prestsins. Þó fór svo að lokum að maðurinn var dreginn fyrii- yfirvaldið er úrskurðaði þegar að skorið skyldi á hásinar beggja fóta hans. Maðurinn var síðan færður aftur í kot sitt á Nesinu. Þar var hann upp á aðra kominn um nauðsynjar það sem eftir var. Nú eru aðrir tímar - sem betur fer fyrir suma. Margir vilja halda því fram að Þistilfjörður sé afskekktur. Af- skekktur frá hverju? Frá höfuðborgarsvæðinu? Kannski er nafli alheimsins bara alls ekki þar sem flestir búa þegar upp er staðið? - ekki frekar en að hin almenna skoðun þurfi að vera hin eina rétta. Að athuguðu máli og þegar öllu er á botninn hvolft skiptir kannski mestu máli að vera ekki í of mikilli fjarlægð frá sjálfum sér hvar sem maður er. í þéttbýli höfuðborgarinnar er til fólk sem enn hefur ekki fundið sjálft sig og lifir tiltölulega einangruðu lífi, þrátt fyrir fjöldann. Fólkið við hinn nyrsta fjörð er ekki margt en það fylgist mjög vel með því sem er að gerast, bæði hér á landi og erlendis. Það er vel meðvitað um það sem skiptir máli, það býr yfir mikilli þekkingu á ýmsum sviðum og gerir sér betur en margir aðrir grein fyrir samhengi hlutanna. Fjarlægðin frá nálægðinni við „menningu" höfuð- borgarsvæðisins virðist því vera kostur ef eitthvað er. Hún virðist a.m.k. gefa fólkinu kost á að meta hlutina af meiri skynsemi en gengur og gerist. Hiklaust er hægt að mæla með því að fólk af suðvesturlandi nýti sér náttúru og umhverfi Þistil- fjarðar og gefi sér tíma til að ræða við fólkið sem þar býr. Það verður ríkara á eftir. Eiríkur, bóndi og landpóstur á Borgum í Kollavík i Þistilfirði, er fróður um ýmislegt það er gerst hef- ur við Þistilfjörð. Hann er m.a. vel kunnugur máli er kom upp á Sval- barði og teigði anga sína víðar um sveitina skömmu fyrir síðustu alda- mót. Sólborgarmálið er nátengt sögu Þistilfjarðar og fólkið þar hefur búið yfir ýmissi vitneskju um það er aldrei hefur verið færð í bækur. Þeg- ar við heimsóttum Svalbarð, þar sem Sólborg er sögð jarðsett í suðaustur- homi gamla kirkjugarðsins, var heiðríkja og yfir 20° hiti. Skyndilega dró dökk ský á himin ofan fjalla á Öxarfjarðarheiði og miklar þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið í u.þ.b. klukkustund. Skýin náðu hins vegar ekki að kirkjugarðinum á Svalbarði. Þar skein sólin sem aldrei fyrr. Á heimleið var ekið rólega um Austurland og Suðurland, stöðvað á Vopnafirði, á Egilstöðum, við Djúpa- vog, i Lóni og á Vík. Þrátt fyrir það var komið heim á höfuðborgarsvæð- ið fyrir miðnætti. Þistilfjörður er þvi ekki eins afskekktur í tíma og ætla mætti. Fólk hefur bara almennt ekki enn uppgötvað þær perlur sem hann hefur að geyma. Við kunnum hjónunum að Ytra- Álandi bestu þakkir fyrir góðar mót- tökur og vonum að aðrir landsmenn muni í framtíðinni eiga kost á að njóta bændagestrisni þeirra og fái tækifæri að kynnast merkilegri sögu, frábæru umhverfi og hinum ágætu íbúum Þistilfjarðar. Höfundur er aðstoðaryfirlög- regluþjónn i Reykjavik Ösonlagið er enn að þynnast DAGURINN í dag er helgaður varðveislu ósonlagsins. Árið 1985 fannst gat í ósonlaginu yfir Suðurskauti jarðar. Nú, 15 árum síðar, er þetta gat stærra en nokkni sinni fyrr eða 28,5 ferkílómetrar. Nið- urstöður nýjustu mæl- inga sýna með óyggj- andi hætti að ósonlagið er enn að þynnast í heiðhvolfi jarðar. Yfir Suðurskautinu er óson- lagið til dæmis að þynn- ast á svæði sem sam- svarar þreföldu flatar- máli Bandaríkjanna. Nú gæti einhver spurt hvort þess- ar staðreyndir þýddu að alþjóðlegir samningar um vernd ósonlagsins hefðu ekki skilað neinum árangri. Svo er ekki. Óhætt er að fullyrða að ástandið væri enn verra ef Vínar- samningurinn um vernd ósonlagsins og Montreal-bókunin um takmörkun efna sem valda rýrnun óson- lagsins hefðu ekki verið samþykkt á níunda ára- tugnum. Nýjustu upp- lýsingar sanna hins vegar enn og aftur að margir áratugir geta liðið frá því að efnum sem eyða ósonlaginu er sleppt út í andrúmsloft- ið þar til þau verða skaðlaus. Mikilvægt að halda vöku sinni Ósonlagið gegnir eins og kunnugt er mjög mikilvægu hlutverki fyrir lífríki jarðarinnar. Það kemur í veg fyrir að útfjólublá geislun nái yfirborði jarð- ar. Aukin útfjólublá geislun getur hins vegar leitt til aukinnar tíðni húð- krabbameins og jafnvel ákveðinna augnsjúkdóma. Með takmörkun á Þórnnn Sveinbjarnardóttir Óson Fimmtíu ár eru langur tími í einni mannsævi, segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, en til allrar lukku skammur tími í jarðsögunni. framleiðslu og notkun efna sem leitt geta til ósoneyðingar verðum við vonandi vitni að því að ósonlagið fari aftur að þykkna á næstu áratugum. Nú er því spáð að ósonlagið geti náð fyrri þykkt á árinu 2050. Fimmtíu ár eru langur tími í einni mannsævi en til allrar lukku skamm- ur tími í jarðsögunni. Vonandi verður hægt að stöðva rýrnun ósonlagsins á fyrri hluta 21. aldarinnar. En það er mikilvægt að umhverfisvemdarsinnar haldi vöku sinni á þessu sviði sem og öðrum. Hinn sanni árangur umhverfisvernd- ar skilar sér líklega frekar í öldum en árum. Höfundur situr í umhverfísnefnd Alþingis. Jón Steinar Gunnlaugsson: Oheppinn hugsuður ÓSKÖP er hann Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltúi framsókn- armanna, óheppinn, þegar hann velur sér röksemdir í orðaskaki sínu. Hann segir í blaðinu í gær að ég sé pólitískur lögfræðingur sem gæti jafnan hagsmuna Sjálfstæðis- flokksins í lögfræði minni. Greinin er að öðru leyti um mál, sem ég fór með fyrir Heklu hf., þar sem ég m.a. mótmælti afstöðu þáverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins um að hann hefði úr- skurðarvald í því máli. Alfreð hefur meira að segja sagt, að ég hafi þá staðið „þétt við hlið borgaryfir- valda“ gegn ráðherranum. Hvem- ig þetta kemur heim og saman í hugarheimi þessa hugsuðar er mér hulin ráðgáta. I þessum orðræðum við mig hef- ur Álfreð Þorsteinsson opinberað sig sem siðlausan mann í stjórn- málum. Hann hefur hreinlega lýst því, að hann sé tilbúinn til að mis- beita opinbera valdi til jafnvægis við aðra sem hann telur misbeita sínu. Ég tel ekki ástæðu til að ræða þetta við hann frekar, þótt vel megi vera að ég muni, þegar ég hef tíma, rifja upp atvik að því, þegar utan- ríkisráðherra Framsóknar á árinu 1976 veitti honum forstjórastólinn í „Sölunefnd varnarliðseigna". Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. Kanarí- veisla Heimsferða í vetur Irá kr. 39.255 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og stórlækkuðu verði frá því í fyrra. Nú lækkar ferðin um 10-18 þúsund krónur fyrir manninn um leið og við kynnum frábæra nýja gististaði á ensku ströndinni. Beint vikulegt flug alla þriðjudaga í allan vetur. Þú getur valið þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Aldrei lægra verð Bókaðu strax og tryggðu þér 16-21% verðlækkun frá því í fyrra.* Verðkr. 39.255 Vikuferð, 9. janúar, hjón með 2 böm. Verö kr. 44,755 2 vikur, 9. janúar, hjón mcð 2 böm. Verðkr. 59.990 2 í ibúð, 2 vikur, Montercy. * I'róst-ntudænu er miðað viö 3ja vikna ferð f jamiar áriö 2001, m.v. 3ja vikna ferö, áriö 2000. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fasteignir á Netinu ^mbi.is ALL.TAf= GITTH\SA£J A/ÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.