Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 76

Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 76
76 LAUGAKDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM tmmmm Gn»Lnuin:fr Allir velkomnir „ÞJÓÐAREIGNIN verður sextug" segir Hemmi Gunn og er að tala um að sjálfur Ómar Ragnarsson á afmæli í dag. Að því tilefni verðu haldið tvöfalt afmæli fyrir þennan mikla heiðursmann á skemmtistaðnum Broadway á morgun, sunnudag. „Ómar ætlaði ekki að halda upp á þetta en það var auðvitað tekið fram fyrir hendurnar á honum,“ segir Hemmi. „Á morgun tekur hann því á móti öllum sem kæra sig um að heiðra þennan ljúfling og listamann milli klukkan 14 og 16 og á þeirri fallegu samverustund verður boðið upp á te og tertur. Það er óskandi að sem flestir sjái ástæðu til á heilsa upp á hann.“ - Allir Islendingarþess vegna? „Já, já, Ómar er þjóðareign og það ber að líta á hann sem slíkan. Það eru allir velkomn- ir.“ Margir eiga honum margt að þakka „Síðan um kvöldið heldur Broadway stór- skemmtun til heiðurs snillingnum og þá stíga vinir og velunnarar á svið í verulega vandaðri dagskrá. Meðal atriða má nefna hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, Rúnar Júl. úr Hljóm- um, Sumargleðina og Ragga Bjama, Diddú og Bergþór Pálsson, Karlakór Reykjavíkur og Bubba Morthens. Þetta verður fyrir hlé en eft- ir hlé mun þessi mikli gleðigjafi sjálfur trylla fólkið. Skemmtunin sjálf hefst kl. 21.30, hún er á vægu verði og við vonumst til að sjá sem allra flesta því þetta verður stórskemmtun í hæsta gæðaflokki." - Fékkstþú þessa hugmynd? „Já, mér fannst alveg ófært að hann væri sjálfur að hamast á afmælisdaginn sinn,“ út- skýrir Hemmi. „Það eru svo margir sem eiga honum mikið að þakka. Hann hefur verið hálf- gerður fóstri minn í áratugi og mér fínnst tími til kominn að hann sé metinn að verðleikum. Það er enginn listamaður sem hefur gefíð þjóðinni jafnmikið og hann held ég. Hann er búinn að standa á sviði í yfir fjörutíu ár auk þess að gera sjónvarpsþættina sína sem eru á heimsmælikvarða og allir þekkja. Já, það er svo sannarlega kominn tími til að heiðra hann.“ - Var auðvelt að fá fólk ílið með þér? „Já, það þarf eiginlega að halda aftur að fólki. Það eru allir boðnir og búnir að taka þátt. Menn hafa jú verið verðlaunaðir af minna tilefni en þessu," segir Hemmi Gunn að sönnu. Ómar með Frúnni frægu. Sotheby’s býður upp Hendrix-jakka Tíu dala kvenjakki JAKKI nokkur, sem rokkgoðsögnin Jimi Hendrix átti, er nú til sýnis í Hard Rock Cafe-veitingastaðnum í Covent Garden í London. Þessi austurlenski jakki verður boðinn upp á þriðjudaginn sem „stjörnu- hluturinn" á rokkuppboði hjá Sotheby’s. Búist er við að boð muni streyma frá söfnurum um allan heim. Seinasta ár var Gallotine „Champion" gítarinn hans John Lennon á uppboðinu og seldist hann fyrir um tæpar 28 milljónir króna. Græni silkijakkinn sem er með litríkum prentunum af drekum, trjám og blómum verður seldur ás- amt mynd af Jimi og bréfi sem sann- ar að þetta sé rétti jakkinn, undirrit- að af vinkonu hans Judith Vernon, en gítaristinn gaf henni jakkann árið 1967. Hann er seldur fyi-ir hönd einkasafnara og er metinn á um þrjár og hálfa milljón króna. Sotheby’s segir það sérstaklega gott við jakkann að til eru margar myndir af Jimi í jakkanum sem á sín- um tlma var hannaður fyrir konu og kostaði þá tíu dollara, eða tæpar þús- und krónur. Fleiri Hendrix-hlutir verða á upp- boðinu, þ.á m dagskrá að Jimi Hendrix Experience-tónleikunum í Róm með eiginhandaráritun goðs- ins, sem mun líklega fara á um 350 þúsund krónur. Einnig kynningarsnepill að tón- leikum í Lancashire að andvirði um 15 til 20 þúsund króna. Uppboðið á jakkanum er bara ein af mörgun uppákomum sem haldnar eru til að minnast þess að 30 ár eru liðin frá dauða gítaristans goðsagna- kennda sem lést af ofneysla eitur; lyfja þegar hann var 27 ára gamall. í rauninni stóð frami hans einungis yf- ir í fjögur ár, eða frá því að hann kom til London árið 1966 og þar til hann dó árið 1970. Boston’s Museum of Fine Arts ætlar að hengja upp Gibson Flying V-gítarinn hans frá 1967 sem er með hippalegu blóma- mynstri á sem Jimi hannaði sjálfur. Fjögur geisladiskabox hafa verið gefin út og sérstök sýning helguð gítaristanum er hafin í Rokk- og frægðarsafninu í Cleveland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.