Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 84
Cisco Systems P A R T N E R SILVER CERTIFIED Tæknival D0LC + Borðtölvur + Fartölvur + Netþjónar 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ<SMBLJS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. A frímerki * í Uganda FRÍMERKI með mynd af Halldóri Laxness var nýlega gefið út í Afríkuríkinu Uganda en tilefnið var að senn eru eitt hundrað ár liðin síðan Núbelsverðlaunin voru fyrst afhent. Frá þessu er sagt í september-hefti Nordisk Filateli sem gefíð er út af samtökum sænskra frímerkjasafnara. Hall- dór Laxness fékk Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 1955. í frásögn Nordisk Filateli kem- ur fram að undanfarið hafí þrem- ur norrænum Nóbelsrithöfundum hlotnast sá heiður að vera settir á frímerki í afar fjarlægum lönd- um. Auk Halldórs er hér annars vegar um að ræða sænska rithöf- undinn Verner von Heidenstam (1859-1940), sem fékk Nóbels- verðlaunin árið 1916, en and- litsmynd af honum var nýlega sett á frímerki í Grenada. Hins vegar er um að ræða Danann Johannes V. Jensen (1873-1950), sem fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 1944, en mynd af honum var sett á frímerki á Maldíveyjum í N-Indlandshafí. Að sögn Magna Magnússonar í safnaraversluninni Hjá Magna er þetta ekki í fyrsta sinn sem póst- málastofnanir fjarlægra landa heiðra íslendinga með þessum hætti. Þannig mun t.d. hafa verið gefið út frímerki á Kúbu fyrir um 35 árum með mynd eftir lista- manninn Erró í kjölfar þess að hann hafði heimsótt landið. Notkun á bráðaþjónustu Landspítalans jókst um 12,5% í fyrra Þörf á að bæta aðstöðu INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, segir ljóst að bæta þurfi aðstöðu slysa- og bráðadeildar Landspítalans í Foss- v.vogi og færa hana til nútímalegra horfs. Samkvæmt nýrri skýrslu Landspítalans um afleiðingar öldu al- varlegra slysa á rekstur og fjárhag spítalans kemur fram að álag á bráða- deOdirnar hefur aukist mikið í ár og í fyrra. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þessi aukning hafi áhrif á alla starfsemi spítalans. í skýrslunni kemur fram að beinn kostnaður Landspítalans við þau miklu slys sem urðu á íyrrihluta árs- ins var 39,6 mUIjónir króna. Ingibjörg sagði að hún myndi kynna skýrsluna á næsta fundi rfldsstjórnarinnar. Hún sagðist hafa rætt þessi mál í rík- isstjórninni í síðasta mánuði og sagð- ist vita að stjómin hefði skflning á að þessi alvarlegu slys hefðu reynt mikið á rekstur og fjárhag spítalans. „Það er þegar hafin undirbúningsvinna, af hálfu spítalans, að því að bæta að- stöðu slysadeildar í Fossvogi. Það er ljóst að það þarf að koma aðstöðunni þar í nútímalegra horf. Við erum með frábært starfsfólk sem hefur staðið sig einstaklega vel í þessum erfiðu slysum í sumar. Aðstaðan þama er hins vegar ekki nægUega góð og hana þarf að bæta,“ sagði Ingibjörg. Mikilvægum krabba- meinsaðgerðum frestað í skýrslunni kemur fram að inn- lögnum sjúklinga, sem slösuðust í umferðarslysum, á slysa- og bráða- móttökuna í Fossvogi fjölgaði um 31% á síðasta ári. Innlögnum hefur enn fjölgað á þessu ári. Magnús Pét- ursson sagði að þessi aukning í bráða- þjónustu Landspítalans hefði áhrif á aUa starfsemi spítalans. Bráðaþjón- ustan sogaði tU sín bæði fjármuni og mannafla af öðram deildum. Hann sagði að þegar slysaaldan reis sem hæst í sumar hefði spítalinn neyðst tfl að fresta mikflvægum krabbameins- aðgerðum. Magnús sagði umhugsun- araert að komum sjúklinga á bráða- þjónustudeUdir Landspítalans hefði fjölgað um 12,5% í fyrra á sama tíma og höfuðborgarbúum fjölgaði um 2%. Spítalinn benti á þetta í skýrslunni og óskaði eftir að stjórnvöld létu athuga sérstaklega hverju þetta sætti og hvemig væri skynsamlegast að bregðast við. Það væri augljóst að þetta væri ekki eðlileg aukning. ■ Beinn kostnaðarauki/42 Morgunblaðið/RAX A réttar- veggnum Umsagnaraðilar lýsa áhyggjum af frárennslismálum og hættu á grunnvatnsmengun vegna fyrirhugaðrar byggðar við Elliðavatn Landeigendur fá lóðirnar RÉTTAÐ var í Skaftholtsrétt í Gnúpveijahreppi í gær, en unnið hefur verið að því undanfarið að endurhlaða þessa gömlu rétt sem skemmdistíjarðskjálftanum 17. júní. íbúar sveitarinnar og aðrir velviljaðir unnu sjálfboðavinnu við að endurreisa réttina og var lagt kapp á að almenningurinn yrði til- búinn fyrir réttir í haust. Það tókst og voru menn að vonum ánægðir er þeir tylltu sér á réttar- vegginn að loknu dagsverki í gær. MITSUBISHI CRRI5MR LANDEIGE NDUM við Vatnsenda verður úthlutað öllum þeim bygg- ingarlóðum sem gert er ráð fyrir í þeim skipulagstillögum um byggð við Elliðavatn, sem nú eru til með- ferðar í Kópavogi. Gengið er út frá samþykkt óbreyttra skipulagstil- lagna í eignarnámssátt milli aðil- anna og er lóðaúthlutunin hluti endurgjalds bæjarins til þeirra fyrir eignarnám 90,5 ha spildu úr Vatnsendalandi. Franz Jezorski fasteignasali tel- ur að verðmæti byggingalóðanna sem um ræðir sé 422-442 m.kr. Að auki greiðir bærinn 290 m.kr. með yfirtöku skulda og útgáfu skuldabréfa, afsalar til landeig- enda um 32,5 hektörum lands í Vatnsendakrókum og Miðmun- darmýri og veitir þeim heimild til byggingar 8 hesthúsalengna í Heimsenda án endurgjalds. Fráveitumál í brennidepli Frestur til að skila athugasemd- um til Kópavogsbæjar vegna hinna umdeildu skipulagstillagna við Ell- iðavatn rann út í gær. Ekki feng- ust upplýsingar um fjölda inn- sendra athugasemda í gær en auk fjölmargra eigenda sumarhúsa og íbúðarhúsa og annarra hagsmuna- aðila hafa ýmsar stofnanir og sam- tök gert athugasemdir. Margir þessara aðila láta í ljós áhyggjur af áhrifum þess að yfir- borðsvatni frá byggðinni verði veitt út í Elliðavatn og umhverfis- nefnd borgarinnar og Stangveiðifé- lag Reykjavíkur telja t.d. þörf á frekari rannsóknum á áhrifum byggðar á vatnasviðið, en það er á náttúruverndarskrá. Sprungusvæði með hættu á grunnvatnsmengun Náttúruvernd ríkisins er meðal þeirra aðila, sem sendu inn athuga- semdir, samkvæmt lagaskyldu, og sagði Árni Bragason, forstjóri stofnunarinnar, umhugsunarvert hvort menn vilji fara að stíga þau skref á þessu svæði að reisa sex hæða hús, sem eru í hróplegu ósamræmi við svæðið að öðru leyti. I ítarlegri umsögn Landverndar kemur m.a. fram að Elliðavatns- svæðið sé á virku sprangusvæði sem ástæða sé til að ætla að sé miklu sprungnara en virðist við fyrstu sýn eða lauslega könnun. „Það hefði í för með sér aukna hættu fyrir stöðugleika bygginga, einkum stórra og hárra. Auk þess greiða sprungurnar leið menguðu vatni frá yfirborði niður til grunn- vatns. Talið er að grunnvatn undan svæðinu renni í átt til svæðisins umhverfis Vífilsstaðavatn, en við það eru m.a. núverandi vatnsból Garðabæjar,“ segir í umsögninni. Jafnframt lýsir Landvernd, eins og fleiri umsagnaraðilar, áhyggjum af því að mengað yfirborðsvatn frá svæðinu, ásamt lekum frá fráveit- um, gæti einnig borist til Elliða- vatns og haft skaðleg áhrif á lífríki þess nema nauðsynlegar ráðstaf- anir verði gerðar hvað varðar söfn- un og fráveitu slíks vatns af veg- um, lóðum og bílastæðum. ■ Samþykkt/13 ■ Áhyggjur/14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.