Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ný launakönnun kynnt á fulltrúafundi framhaldsskólakennara
Vilja 79%
hærri dag--
vinnulaun
Framhaldsskólakennarar eru reiðubúnir að
mæta viðsemjendum sínum af fullri hörku,
takist ekki að gera nýjan kjarasamning
fyrir 1. nóvember. Kjaramálin voru rædd
á fulltrúafundi Félags framhaldsskólakenn-
ara í gær þar sem formaðurinn bað menn að
hugleiða möguleika á verkfalli. Björn
Jóhann Björnsson fylgdist með um-
ræðum um kjaramálin.
Morgunblaðið/Þorkell ,
Frá fulltrúafundi framhaldsskúlakennara um kjaramál og fleira í gær.
KJARAMÁLIN voru efst á baugi á
fulltrúafundi Félags framhalds-
skólakennara í gær, þeim fyrsta í
sögu félagsins. Formaður þess, Elna
Katrín Jónsdóttir, gerði grein fyrir
stöðu samningaviðræðna við ríkið en
kjarasamningur framhaldsskóla-
kennara rennur út 31. október næst-
komandi. Elna Katrín sagði að eftir
árangurslausar viðræður og þreif-
ingar í á annað ár virtist sem hlutirn-
ir væru fyrst nú að komast á hreyf-
ingu, og meiri skilning mætti skynja
hjá viðsemjendum en áður. Næðekki
árangur úr viðræðunum fyrir 2.
október myndi deilunni umsvifalaust
verða vísað til sáttasemjara. Elna
Katrín sagði það „ósvífni" af ríkinu
að láta koma til verkfalls vegna
launakrafna kennara, sem hún sagði
að væru eðlilegar og sanngjarnar.
193 þúsund kr. byrjunarlaun
Á fundinum voru einnig kynntar
fyrstu niðurstöður nýrrar viðhorfs-
könnunar meðal framhaldsskóla-
kennara. Þegar spurt var um launa-
mál kom í ljós að kennarar telja að
byijunarlaun eigi að vera 193 þús-
und krónur og að meðaldagvinnu-
laun kennara í framhaldsskólum eigi
að vera 242 þúsund krónur. Sam-
kvæmt þessu vilja kennarar að byij-
unarlaunin séu 77% hærri en þau eru
í dag, eða 109 þúsund krónur, og að
meðaldagvinnulaunin, sem eru 135
þúsund krónur í dag, verði um 79%
hærri. Könnuninni svöruðu um 800
af tæplega 1.400 framhaldsskóla-
kennurum í landinu.
f könnuninni kom jafnframt fram
að skiptar skoðanir eru um að taka
upp nýtt launakerfi. Um 38% eru því
andvíg, 36% hlynnt og 26% tóku ekki
afstöðu. Svipuð viðhorf komu fram
þegar spurt var hvort skólarnir væru
í stakk búnir til að taka að sér vinnu-
staðasamninga.
„Þetta verður heitt haust"
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands íslands, ávarpaði
kennara í fundarbyrjun. Hann lagði
áherslu á samtakamátt aðildarfélaga
sambandsins, markmiðin væru þau
sömu, að ná fram betri kjörum í kom-
andi samningum. Hann sagði fram-
haldsskólakennara leiða vagninn þar
sem þeirra samningar væru fyrst
lausir. Horft yrði til árangurs fram-
haldsskólakennara í öðrum viðræð-
um, t.d. fyrir grunnskólakennara.
„Þetta verður heitt haust, ef svo
má að orði komast. Launamálin eru í
algjörum ólestri og mikilla úrbóta er
þörf. Ykkur er fyrst att á foraðið og
ég segi forað af því að við höfum
mætt litlum skilningi á okkar störf-
um,“ sagði Eiríkur og minnti á kjara-
málaráðstefnu Kennarasambandsins
í dag, sem vonandi yrði byrjunin að
öflugri kjarabaráttu.
Hækkun grunnlauna
meginkrafan
Elna Katrín kynnti meginkröfur
framhaldsskólakennara fyrir nýjan
samning. Hún sagðist ekki vilja
nefna neinar tölur yfir launakröfur í
hópi kollega sinná, það væri ekki góð
reynsla af því úr fyrri samningavið-
ræðum. Hún vildi aðeins leggja meg-
ináherslu á aðalkröfuna, að hækka
grunnlaun framhaldsskólakennara
til samræmis við aðra hópa ríkis-
starfsmanna með sambærilega
menntun og ábyrgð í starfi. Elna
Katrín minnti á að fyrir nærri tveim-
ur árum hefði legið fyrir launasam-
anburður frá kjararannsóknanefnd
opinberra starfsmanna. Miðað við
þær tölur væru framhaldsskólakenn-
arar að tapa um 46 þúsund krónum á
mánuði, miðað við aðra háskóla-
menn, eða nærri hálfri milljón á ári.
Fyrir þá upphæð mætti gera heil-
mikið.
Elna Katrín lagði einnig áherslu á
mikilvægi krafna vegna nýrrar aðal-
námski-ár. Samningsaðilar, ásamt
menntamálaráðuneytinu, þyrftu að
endurskoða störf og starfsaðstæður
kennara, námsráðgjafa og stjóm-
enda í framhaldsskólum með tilliti til
breyttra kennslu- og samfélagshátta
og vegna nýrra ákvæða í framhalds-
skólalögum og nýrrar aðalnámskrár.
Af öðrum meginkröfum má nefna
að vinnuaðstaða kennara verði færð
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að
breyta lögum í kjölfar þess að Hæsti-
réttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur um að hafna kröfum
réttargæslumanns ungrar stúlku um
að teknar yrðu skýrslur af henni í
Bamahúsi en ekki í húsakynnum
Héraðsdóms Reykjavíkur. Nýbúið
sé að breyta lögum til að treysta enn
frekar réttarstöðu brotaþola, ekki
síst í kynferðisbrotamálum, og að-
staðan til skýrslutöku í héraðsdómi
Reykjavíkur sé aukinheldur afar
góð.
Sólveig sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þau Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra myndu eiga fund í
næstu viku þar sem ræða ætti fyrir-
komulag skýrslutöku af börnum,
sem orðið hafa fómarlömb kynferð-
isbrota. Hefur Sólveig lagt til við fé-
lagsmálaráðherra að þau heimsæki í
sameiningu bæði Bamahúsið og hina
sérútbúnu aðstöðu í Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Akveðinn misskilningur hefur hins
vegar verið í gangi í umræðunni um
skýrslutökur af ungum þolendum
kynferðisbrota, að mati dómsmála-
ráðherra. „Þannig er að það hefur
lengi verið kappsmál að koma upp
til nútímahorfs og ætíð verði miðað
við að kennslubúnaður og vinnutæki
verði kennurum að kostnaðarlausu.
Endurmenntun og þjálfun í notkun
upplýsingatækni, sem krafa sé gerð
um í starfi, fari fram innan árlegs
starfstíma skóla og á dagvinnutíma.
Teikn á lofti í viðræðunum
Um samningaviðræðumar al-
mennt sagði Elna Katrín að þær
hefðu gengið illa til þessa. Allt hefði
verið reynt til að ná samningum en
án árangurs.
Nú fyrst væm hins vegar jákvæð
teikn á lofti um ákveðna vinnu í
menntamálaráðuneytinu. Þar væm
komnir til starfa nýir menn sem
þekktu vel til aðstæðna framhalds-
skólakennara. Því mætti eiga von á
betri samvinnu á lokaspretti við-
ræðna. Hún sagði að á næstunni yrði
kröfugerðin kynnt nánar í fram-
haldsskólum landsins og þótt hún
vonaði að ekki kæmi til verkfalls bað
svona sérstakri yfirheyrsluaðstöðu
hjá héraðsdómi Reykjavíkur og dóm-
stólum almennt. Markmiðið hefur
verið að tryggja að hægt sé að halda
mjög vandaðar yfirheyrslur, sérstak-
lega hvað snertir börn í þessum erf-
iðu og viðkvæmu málum,“ sagði hún.
„En þessari aðstöðu er einnig ætlað
að sinna þolendum í öðmm viðkvæm-
um málum, svo sem nauðgunarmál-
um og líkamsárásarmálum. Þetta er
mikilvægt að hafa í huga.“
Sagði Sólveig að aðstaðan í
Héraðsdómi Reykjavíkur væri mjög
vel útbúin tæknilega og að hún hefði
reynst mjög vel, að því er henni væri
tjáð. Hins vegar væri búið að gefa út
ákveðnar leiðbeiningarreglur til
dómara vegna þessara mála og þar
kæmi m.a. fram að einn af þeim
möguleikum, sem bjóðist til yfir-
heyrslna, sé Bamahúsið.
Kvaðst ráðherrann líta þannig á að
með Barnahúsi og aðstöðunni í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur hefði úrræðum
í þessu málum verið fjölgað, sem
væri mikið ánægjuefni.
„Nú má vera að við sérstakar
kringumstæður þegar bamið er
mjög ungt, og fram þarf að fara
læknisrannsókn samtímis, þá sé
heppilegt að þetta eigi sér stað í
hún fundarmenn að hugleiða þann
möguleika.
530 milljónir í verkfallssjóðum.
Á fulltrúafundinum var kynnt fjár-
hagsstaða verkfallssjóða kennara.
Þar kom fram að með iðgjöldum
þessa árs ætti inneignin í árslok að
vera um 530 milljónir króna. Þar af á
HIK um 85 milljónir króna og KI
tæpar 400 milljónir. Upplýst var að
5.450 kennarar í landinu ættu rétt á
greiðslum úr verkfallssjóðum, sem
þýddi að miðað við 530 milljóna inn-
eign væm um 100 þúsund krónur til
skiptanna á mann.
Ami Heimir Jónsson kynnti stöðu
sjóðanna og sagði að ekki væri á vís-
an að róa með stuðning kennara-
sambanda á Norðurlöndum, ef til
verkfalls kæmi í nóvember. Hann
bað viðstadda að koma því til leiðar
hjá kollegum sínum að spara notkun
greiðslukortanna og leiða auglýsing-
ar um nýtt kortatímabil hjá sér!
Bamahúsi,“ sagði hún. Einungis
takmarkaður fjöldi af þeim málum
sem kæmu upp í Bamahúsi snertu
hins vegar sérstaklega yfirheyrslur
yfir börnum í kynferðisbrotamálum.
Hins vegar fari þar fram mikilvægt
bamavemdarstarf og engin ástæða
sé til að draga úr þýðingu þess.
Er ekki þess umkomin að segja
dómurum fyrir verkum
Aðspurð hvemig henni litist á þá
hugmynd félagsmálaráðherra að
skýrslutökur af bömum yngri en
fjórtán ára fari allar fram í Barna-
húsi sagðist hún í sjálfu sér ekki þess
umkomin að segja dómumm fyrir
verkum í þeim efnum.
„Þeir verða auðvitað að vega og
meta hvað þeir telja best í þessum
málum. Mér finnst hins vegar sjálf-
sagt að hlusta á þær skoðanir sem
koma fram á þessum fundi og mér
finnst það skipta miklu máli að það
ríki ró og spekt í þessum efnum. Það
þjónar best hagsmunum barnanna
og þeirra aðstandenda og sömuleiðis
er mikilvægt að fólk sé ekki hrætt við
að bera fram kærur vegna kynferðis-
brota, og að bömunum líði vel,“ sagði
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra.
(2) Landslagsráðgj öf
_ __ ---- - a Landslagsarkitekt hjálpar þér að
BlW'VAlLA útfæra hugmyndimar. Kynntu
Söludeild í Fomalundi Þér ókeypis landslagsráðgjöf
á www.bmvalla.is
Brciðhöfða 3 • Sfmi 585 5050
www.bmvalla.is
Dómsmálaráðherra á fund með félagsmálaráðherra
í næstu viku um málefni Barnahúss
Telur ekki ástæðu
til lagabr eytinga