Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 77
morgunblaðið LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 77 FOLKIFRETTUM MYNDBÖNP Starfsmenn hins opinbera Skattmann (The Tíixman) fiamanmynil ★★'A Leikstjóri: Avi Nesher. Handrit: Nesher og Roger Berger. Aðal- hlutverk: Joe Pantoliano, Wade Dominguez og Elizabeth Berkley. (104 mín.) Bandaríkin, 1999. Há- skólabíó. Bönnuð innan 16 ára. A1 Benjamin er langþreyttur starfsmaður skattstofunnar í New York-ríki. Eftir áralanga dygga þjónustu hefur hann fyllst óbeit á starfi sínu en það sem heldur honum gangandi er sjálf- stæð rannsókn hans á rússnesku olíufyrirtæki sem hann grunar um stórfelld svik. Áður en A1 veit af er hann flæktur í glæpaumsvif rússnesku mafíunnar, og skemmtir sér konunglega. T0 liðs við hann gengur seinheppinn lög- reglumaður sem líkt A1 er í litlu upp- áhaldi hjá yfirmönnum sínum. Myndin kemur verulega á óvart og nýtir sér til fullnustu þá kímni sem fylgir óvenjulegri aðalpersónu á borð við möppudýrið Al. Leikstjóri niyndarinnar, ísraelinn Avi Nesher, gefur sér nægan tíma til að þróa samband mannanna tveggja og dýpka persónuleika þeirra. Styrkur myndarinnar felst í mannlega þætt- inum og hlýrri kímnigáfunni. Heiða Jóhannsdóttir Enn ferst heimurinn Dómsdagur III (The Prophecy III: The Ascent) S p e n n u h r o 11 ii r ★% Leikstjóri: Patrick Lussier. Handrit: Carl V. Dupré og Joel Soissan. Aðalhlutverk: Christopher Walken, Vincent Spano og Brad Dourif. (91 mín.) Bandaríkin, 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. HÉR er á ferðinni þriðja myndin í myndaröð sem hóf göngu sína árið 1995 og hefur undantekningalaust sneitt hjá bíóunum og komið beint út á myndbandi. í sjálfu sér þarf það ekki að vera áfellisdómur yfir myndinni þar sem kvikmynda- húsin sinna ekki nema broti af þeim aragrúa áhuga- verðra mynda sem gerðar eru á ári hverju. Fyi-sta myndin í þessari röð skipar sér hæglega í þann flokk en með framhaldsköflunum hefur gæð- um raðarinnar hrakað og er þessi viðbót sú sísta. Myndunum er best lýst sem trúfræðilegum hryllingi þar sem sagt er frá valdabaráttu í liimnaríki sem berst til jarðar. Undir forystu Gabríels (Christopher Walk- en) stríða englar leynt og ljóst gegn guði og hans helsta sköpunai-verki, manninum. í þriðju myndinni hafa ýmis umskipti hins vegar átt sér stað og Gabríel bæði orðinn mennskur og manninum hliðhollur í stríðinu gegn fylkingum uppreisnarenglanna. Segja má að þar með glatist helsti styrkleiki fyiri myndanna, en það var leikur Walkens í hlutverki hins illskeytta engils. En þrátt fyrir galla munu þeir sem séð hafa fyrri mynd- irnar hafa nokkuð gaman af þessari. Heiða Jóhannsdóttir Fyrrver- andi, núver- andi og mamma EKKI VAÐA allir leikarar aurana upp að hnjám því að skammlíf hjónabönd og hraður lífsstíll Hollywood taka sinn toll - andlega og ekki síður íjárhagslega. James Caan er í öngum sínum þessa dagana því karlanginn er staurblank- Hættiði að betla! Reuters ur. Þrjár fyrrverandi eig- inkonur hans eru svo þurftafrekar að lítið sem ekkert er eftir í buddunni þegar kemur að nýju kon- unni og tveimur ungum börnum þeirra. „Ég vinn nær eingöngu við litlar bíómyndir sem hljóta ekki náð fyrir augum stóru kvikmyndaveranna og er sjaldnast dreift í mörg kvikmyndahús. Þess vegna fæ ég eiginlega aldrei borgað fyrir vinnuna mína. Vandamálið er að á þessum lúsarlaunum sem ég þó fæ stundum þarf ég að sjá fyr- ir fyrrverandi og núver- andi eiginkonum, börnum og henni möinmu minni blessaðri. Fjárhagur minn hangir í rauninni á blá- þræði,“ segir stjarnan brjóstumkennanlega sem þurfti meira að segja að slá góðan vin sinn um lán til að geta fest kaup á húsi fyrir fjölskylduna. . I. « . m s Clarifying Shampoo 2 Bvaair á heilbriaði j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.