Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 53

Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 53. MINNINGAR BALDVINH.G. NJÁLSSON + Baldvin H.G. Njálsson, Lyng- braut 5, Garði, for- stjóri Nesfisks ehf. fæddist að Holti í Garði, þar sem hann ólst upp og bjó öll sín ár, 30. ágúst 1937. Hann lést á Land- spítalanum 12. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hann eru Njáll Benediktsson, f. 16.7. 1912 og Mál- fríður Baldvinsdótt- ir, f. 8.9. 1915. Þau lifa son sinn. Systkini hans eru Karl, f. 17.3. 1936 og Þóra Sigríður, f. 3.10.1950. Árið 1960 kvæntist Baldvin Þorbjörgu Bergsdóttur, f. 20.12. 1939. Börn þeirra eru: 1) Bergþór, f. 3.5. 1960. Kona hans er Bryndís Arnþórsdóttir, f. 2.5.1961 og eiga Takk fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Þakklæti er efst í huga þegar ég hugsa um tengdaföður minn, Baldvin Njálsson. Ég kom inn í þessa fjölskyldu fyrir 20 árum er ég kynntist Bergþóri. Varla er hægt að tala um Badda ein- an því Bobba konan hans eftirlifandi var honum allt og voru þau sem eitt í öllu; vinnufélagar, vinir, sálufélagar og fleira. Börnin þeirra tvö voru þeim allt, tengdabörn og afabömin fimm. Hjá þeim ólst líka upp að hluta til systursonur Bobbu, og á hann eitt bam. Baddi keyrði vömbfl ungur og einnig var hann ökukennari í mörg ár. Fiskverkun hóf hann 1973 og lagði sig allan í það starf. Hann hlífði sér aldrei, vann rosalega mikið og fannst manni oft nóg um, en frí var varla til hjá Badda nema enginn fiskur væri óunninn. Hann kom, nánast á hverjum degi, heim til okkar Bergþórs, þótt við væram búin að vinna saman frá sjö að morgni. Saman rekur fjölskyldan fiskverkun og útgerð, Nesfisk ehf. Eina áhugamál Badda íyrir utan fjölskylduna og vinnuna var kiwanis- kiúbburinn Hof sem hann sinnti ákaflega vel, var 2. forseti og heiðurs- félagi. Baddi var rosalega hraustur líkamlega og hugsaði vel um heils- una, lét aldrei neinn óþverra inn fyrir sínar varir. En þá ræðst á hann illvíg- ur sjúkdómur. Fyrst árið 1997 og vann hann þá baráttu og fékk að vera með okkur, náði því að horfa á tvö elstu barnabömin sín fermast. Hinn 11. júlí sl. fengum við annað áfall, sjúkdómurinn tekur sig upp aftur, og nú vann Baddi ekki barátt- una. Minningarnar era endalausar og væri það í nokkrar bækur að skrifa um. Fjölskylda sem vann saman á dag- inn, borðaði oft saman á kvöldin og eyddi helgunun saman í Garðinum, á Þingvöllum eða annars staðar. Afa- börnin eiga eftir að sakna afa síns mikið en við verðum dugleg við að segja ófæddu afabarni sögur. Inni- legar þakkir til starfsfólks Land- spítalans, deild 11E, og Jóhönnu læknis og Snorra, þau gerðu mikið íyrir Badda. Elsku Bobba, þú ert búin að standa þig eins og klettur við hlið Badda í gegnum allt. Guð styrki þ'g- Bryndís. Elsku afi minn. Þakka þér fyrir að halda á mér undir skím þegar ég fékk nafnið mitt núna í maí. Eg fékk ekki að kynnast þér í persónu en ég veit að ég kynnist þér á annan hátt, með minningum frá pabba og mömmu. Kveðja. Þín, Berglín Sólbrá. Elsku pabbi, nú er baráttan búin og þú farinn til æðri og léttari starfa. þau þrjú börn; Baldvin Þór, f. 21.11. 1984, Birnu Dögg, f. 29.7. 1986 og Þor- björgu, f. 20.12. 1989. 2) Málfríður, f. 23.4. 1966, maður hennar er Ingiberg- ur Þorgeirsson, f. 2.3.1963 og eiga þau tvö börn; Theodór, f. 26.1.1987 og Sóleyju Björgu, f. 29.3. 1994. 3) Bergur Þór (fóst- ursonur), f. 17.3. 1975, í sambúð með Þórhildi Evu Jóns- dóttur, f. 7.3. 1981 og eiga þau eina dóttur; Berglínu Sólbrá, f. 21.4. 2000. Þau búa öll í Garðin- um. Baldvin verður jarðsunginn frá títskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég var alltaf lillinn og var fenginn að láni ungur að áram til uppvaxtar. Það albesta sem ég vissi var að koma upp í og undir hlýja sængina hjá þéren stundum svindlaði mamma nú og setti hana á ofninn fyrir okkur áður en baðið var búið þannig að við gæt- um farið að spila lönguvitleysu sem þú kenndir mér og þú ítrekaðh’ þá líka að það mætti ekki svindla. Það stóðst nú ekki alltaf! Síðan var farið á Þingvöll um helgar og lilli var yfir- leitt ekki í rónni fyrr en búið var að fara með hann í árabát, yfirleitt um hádegi á sunnudegi. Alltaf varstu boðinn og búinn að fara, því þín lof- orð stóðust alltaf. Elsku pabbi, nú er ég lít yfir allar góðu og gæfuríku stundimar þá er svo ótal margt sem erfitt er að lýsa með orðum. En öll sú hlýja sem ég fékk með þér notið er ómetanleg. Þú stóðst með mér alveg sama í hvaða glompum ég lenti sem er lýs- andi dæmi fyrir þig því þú spáðir allt- af í það hvemig öðram liði áður en þú spáðir í hvemig þér liði. Hugur þinn og hjarta sögðu ávallt: vandamál era til að leysa þau! En nú er ég sit og þerra tárin oghugsaumöllárin þá sefast sorgin - og ég hugsa hvemig er himnaborgin. Klukkan heldur áfram að tifa en minningin um þig mun lifa. Takk fyrir allt. Þinn lilli, Bergur Þór. Fyrir sérhvert sveitarfélag er mik- ilvægt að þar eigi heima athafna- menn í atvinnulífinu, sem hafa þor og kjark til að byggja upp fyrirtæki sitt tá hagsbóta fyrir íbúana. Baldvin Njálsson í Garði var einn af þessum mönnum. Áhugi hans og atorkusemi í fyrirtækinu var einstak- ur. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki hans og fjölskyldu er stórt og mikil- vægt fyrir sveitarfélag eins og Garð- inn. Fjölskyldan hefur rekið Nesfisk af miklum myndarskap. Ég kynntist Baldvini fljótlega eftir að ég var ráðinn sveitarstjóri í Garð- inum fyrir 10 áram. Baldvin kóm oft til mín á skrifstofu Gerðahrepps. í fyrstu var það fyrst og fremst tfl að reka erindi fyrirtækisins og var hann þá oft harður í hom að taka og rak erindi sín af mikilli hörku. Fljótlega fór þó Baldvin einnig að koma í heim- sóknir til að ræða um daginn og veg- inn og til að fræða mig um gang at- vinnulífsins í Garðinum. Stundum átti hann til að skamma mig hressilega þegar honum þótti illa staðið að málum en einnig kom hann til að hrósa þegar honum þótti vel til takast. Oftar en ekki kom hann til að gefa mér góð ráð varðandi hin ólík- legustu mál. Áhugi Baldvins fyrir öllu mannlífinu í Gai’ðinum var mik- ill. Nú er Baldvin fallinn frá langt um aldur fi-am. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki lengur sest með Baldvini yfir kaffibolla til að ræða málin. Ég kynntist Baldvini einnig sem JOHANNA ÓLAFSDÓTTIR * félaga í Kiwanisklúbbnum Hof í Garði. Þar naut eldmóður hans sín vel. Kraftur hans í klúbbstarfinu var mikill og hann var ólatur við að fórna frístundum sínum til að starfa fyrir Hof. Á fundum var hann ávallt hress og kátur og sagði skemmtilega frá. I starfinu kom einnig gi-einilega fram að hann vildi að klúbburinn léti gott af sér leiða í samfélaginu. Garðurinn hefur misst einn af sín- um góðu drengjum en minningin um einstakan mann mun lifa. Við Ásta sendum Þorbjörgu og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðai’kveðjur. Sigurður Jónsson. Fyrir okkur félaga í Kiwanis- klúbbnum Hofi var það mikið áfall að frétta að Baldvin Njálsson væri fall- inn frá, en hann lést sl. þriðjudag. Balvin eða Baddi eins hann var oft- ast kallaður var einstakur félagi og söknuður okkai’ Hofsfélaga er mikill. Baddi var einn af frumkvöðlum að stofnun Kiwanisklúbbsins Hofs í Garði og var fyrsti forseti Hofs. Hann var einnig fyrsti svæðisstjóri Ægissvæðis. Baddi var alla tíð mjög virkur í starfi fyrir Hof. Hann hafði til að bera þann hæfileika að drífa menn áfram með sér. Hann var skemmti- legur félagi og átti oft frábærar setn- ingar á fundum sem fengu menn til að brosa eða skella upp úr. Hann var einstaklega ósérhlífinn og það vora aldrei nein vandamál í hans augum varðandi starfið. Það var bara að drífa í hlutunum. Baddi tók að sér hin margvísleg- ustu trúnaðarstörf fyrir klúbbinn og leysti þau af einstakri samviskusemi. Fyi-ir tveimur áram kom sá mögu- leiki upp að okkur bauðst möguleiki á að eignast húsnæði að Heiðartúni 4 í Garði. Aðalhvatamaður að því að gera það húsnæði að samastað Hofs var Baddi. Hann vann ófáar klukku- stundimar til að skapa okkur góða aðstöðu. Baddi barðist fyrir því að við myndum samhliða því að fá okkar eigið húsnæði geta stuðlað að því að skátastarf í Garðinum fengi húsnæði til að stunda sína starfsemi. Þannig ynnum við að aðalmarkmiði Kiwanis, bömin fyrst og fremst. Við Hofsfélagar þökkum sam- fylgdina og minningin um góðan fé- laga lifir með okkur. Við sendum Þorbjörgu og fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Kiwanisklúbburinn Hof í Garði, Garðar Steinþórsson forseti. + Jóhanna Ólafs- dóttir fæddist í Butru í Fljótshlíð 19. júlí 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið í Kópa- vogi 6. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 12. september. Ekkert getur komið í staðinn fyrir þá ást, sem aðeins móðir veit hvernig hún á að gefa barni sínu. Sú ást fylgir þér það sem eftir er lífsins. Hún er þinn hluti samferðarmaður, sem gefur þér styrk, kjark, skiln- ing, og ást til þinna eigin barna og til sérhvers þess, sem kann að tengjast lífi þínu. Þín dóttir, Júlía. Fögur og hnarreist kona með sólsetrið í vesturbænum á vang- ann, svona minnist ég hennar ömmu minnar. Amma fæddist í Butru í Fljóts- hlíð, þar sem hún ólst upp þar til Ólafur faðir hennar dó. Þá fluttist hún með móður sinni og systkinum til Vestmannaeyja. Hún var elst sinna systkina. Amma talaði oft við mig um þessa tíma, um það hvernig lífið gekk fyrir sig, og hve hún saknaði Halldórs yngri bróður síns sem dó ungur. Eg og systir mín áttum því láni að fagna að alast upp á stóru heim- ili heima hjá henni ömmu okkar. Það var oft glatt á hjalla vestur- frá, sérstaklega þegar allir komu saman og gerðu sér glaðan dag á hinum ýmsu tímamótum. Amma skemmti sér alltaf manna best að hafa allt sitt fólk, börn og barna- börn, í kringum sig, þá sagði hún oft: „Ég er svo rík, ég er svo rík.“ Það var ósjaldan að við krakk- arnir vorum að leika okkur í fjör- unni við Ánanaust, innan um steina og kletta, Krummastein og þá fé- laga. Krummasteinn var uppá- haldssteinninn okkar ömmu þar sem hann stóð fyrir sínu hvort sem var á blíðviðrisdegi eða í brimróti, þá stóð hann alltaf upp úr, rétt eins og þú amma mín. Hann hafði ákveðna lögun sem heillaði ömmu, enda hafði hún ótrú- lega næmt auga fyrir náttúrunni, sem kom meðal annars fram í áráttu hennar að safna fallegum blóm- um og varðveita þau í einhverjum af þeim fjölmörgu bókum sem til voru á heimilinu. Það var ósjaldan að ef hún amma fór eitt- hvað, hvort sem var í stutta göngu- túra eða í lengri ferðalög, að hún kom heim með alla vasa fulla af fal- legum steinum sem hún hafði safn- að á leiðinni. Þegar heim var komið settist hún við eldhúsborðið og skoðaði steinana sína með stækk- unarglerinu sínu og dáðist að fal- legu formi og litum þeirra. Oft voru kaldar og dimmar vetr- arnætur hjá okkur á Vesturgöt- unni, þegar norðangarrinn gerði sína skyldu, þá var gott að skríða upp í kotið hálsa og hjúfra sig ömmu sinni hjá. Hlusta á róandi sögur, sem hún kunni ógrynni af, og vera umluktur hlýju og um- hyggju ömmu minnar. Við hjónin áttum því láni að fagna að amma passaði hann Sig- \ urjón okkar. Þó að hann hafi verið mjög ungur að áram man hann vel eftir þessum tíma, hann hafði hundinn hann Krumma að leika sér j við og ekki má gleyma þinni marg- frægu klukku þar sem fuglinn í klukkunni kom út á hálftíma fresti og gaf frá sér kú-kú-hljóð. Þessi ágæta klukka gekk víst aldrei rétt, " þar sem þú lagðir meira upp úr því að börnin sem komu til þín væra ánægð en að hún sýndi réttan tíma. Oft talaði ég um það amma mín að ég ætti að taka upp á segulband ; eitthvað af þeim vísum og sögum sem þú kunnir en það varð víst ekkert úr því. Eftir á að hyggja þá ” heyri ég þig segja: „Iss Maggi minn, við gerum þetta bara seinna.“ Já amma mín, við gerum þetta bara seinna! Þakka þér fyrir allt amma mín. Guð blessi þig og varðveiti. Magnús, Ragna og börn. HERMANN ST. BJÖRGVINSSON + Hermann St. Björgvinsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1919. Hann lést á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Hermann Björg- vinsson vinur okkar er látinn tæplega 79 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 23. ágúst sl. Hann hafði háð langt og erfitt sjúkdómsstríð, sem hann bar með einstakri karimennsku. Kynni okkar við Hermann Björg- vinsson og konu hans, Fjólu, eru löng og góð. Sem ungur stúdent var ég afleysingarmaður í slökkviliði Reykjavíkur, þar sem Hermann Björgvinsson starfaði um áratuga- skeið. Fljótlega urðum við Hermann góðir félagar og síðar miklir vinir. Hermann Björgvinsson var um margt mjög óvenjulegur maður. Hann var einstaklega hlýr, en jafn- framt ákveðinn og einarður í allri framkomu. Ég minnist þess þegar við voram að vinna saman í slökkvi- liðinu, hve ljúft það var að leita til Hermanns um aðstoð. Síðar átti ég eftir að kynnast greiðasemi hans og vináttu mun meira er árin liðu. Um skeið starfaði ég sem heimilislæknir í Reykjavík og var þá m.a. læknii’ foreldra Hermanns, sæmdar- hjónanna Sigurrósar Böðvarsdóttm’ og Björgvins Hermanns- sonar, hins dverghaga húsgagnasmiðs. Ekki fór fram hjá mér hversu annt Hermann lét sér um foreldra sína. Iðulega þegar ég þurfti að vitja þeirra, en þau vora orðin fullorðin um þess- ar mundir, sat Hermann og hlúði að þeim með ýmsum hætti. Sagt er að það lýsi manni vel hversu annt hann lætur sér um foreldra sína og þó einkum móður sína. Þetta sannaðist svo eftirminnilega hvað Hermann Björgvinsson varðar. Hermann mátti ekkert aumt sjá. Hann vildi allra manna mest stuðla að góðu lífi þeirra sem minna máttu sín. Það eitt lýsir skapgerð hans mjög vel. Þá er velvild og greiða- semi Hermanns viðbragðið. Ef leit- að var til hans var hann ávallt til- búinn til hjálpar. Vinum sínum var hann einstakur og getum við hjón borið um það. Oft leitaði ég á náðir Hermanns Björgvinssonar þegar eitthvað var að bílnum mínum. Konan mín sagðic*" eitt sinn við mig; þú misnotar vin- áttu Hermanns, en ég hafði varia hringt er Hermann var kominn mér til aðstoðar. Þannig var Hermann einstakur vinur vina sinna, en hann var ekki allra vinur. Hermann og Fjóla, kona hans, vora einstakar manneskjur. Gest- risni þeirra og góðvild var viðbrugð- ið og ekki ofsögum sagt. Oft áttum við hjón góðar stundir á heimili þeirra bæði í Hólmgarðinum og einnig eftir að þau fluttust í Kópa- voginn. En nú er þessi kæri vinur okkar horfinn yfir móðuna miklu. Þetta er leiðin okkar allra, en sár er söknuð- ur og tregi allra þeii-ra er þekktu Hermann Björgvinsson þó að vissu- lega ylji minningarnar um góðan dreng um hjai’ta. Ég veit, að sá sem öllu ræður, Drottinn allsherjar, hefur tekið vel á móti vini okkar, Hermanni Björgvinssyni, enda vart annað hægt með okkar mannlegu augu séð. Við fráfall Hermanns Björg- vinssonar er mikið skarð fyrir skildi í vinahópi. Sár er harmur sá er kveðinn er nú að Fjólu vinkonu okkar og börn- um þeirra hjóna svo og öðram ætt- ■ mennum við fráfall þessa mætal* drengs. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau öll í sorginni og vitum að vinur okkar Hermann er nú hjá Guði á landi Ijóss og dýrðar. Guð blessi Hermann Björgvins- son, konu hans, börn, barnabörn og öll ættmenni um alla ókomna tíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.