Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 34

Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 34
34 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tungumálið er saklaust Bækur rithöfundarins André Brink voru lengi bann- aðar í heimalandi hans, Suður-Afríku. Ritferill hans, sem hófst á sjöunda áratugnum, spannar langt tímabil pólitískra umbrota og andófs þar sem rithöfundar gegndu lykilhlutverki. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi meðal annars við hann um tungumálið og tengsl þess við flókinn ytri veruleika. Rithöfundurinn André Brink, sem í dag tekur þátt í hádegisspjalli í Norræna húsinu. ANDRÉ Brink er einn þeirra sem unnið hafa markvisst að hugmynda- fræðilegri uppbyggingu og þjóðfélagslegum framförum í heimalandi sínu, Suður-Afríku, allt frá því á sjöunda áratugnum. Hann kemur úr ákaflega flóknu menning- arlegu umhverfi þar sem ólíkir kyn- þættir, tungumál og menning setja svip sinn á umhverfið. í Suður-Afr- íku hélt kynþáttaaðskilnaðarstefn- an lengst velli í heiminum og var rótin að ofbeldi og kúgun sem beindist gegn meirihluta íbúanna. í samtali við André Brink kom fram að bókmenntimar voru áhrifaríkar í baráttunni fyrir jafnrétti og að tengsl tungumálsins við umhverfið og söguna varða hann miklu. Nú hlýtur að hafa veríð ákaflega erfítt fyrir ríthöfund að fmna rödd sinni hljómgrunn í því flókna um- hverfi sem þú hefur lengst af búið viðí Suður-Afríku ? „Já,“ segir André Brink. „Sam- bandið á milli samfélagsins og þess skáldskapar sem verður til í því er aldrei einfalt. Enda snýst slíkt sam- band ekki um orsök og afleiðingu. Á meðan aðskilnaðarstefnan var við lýði í heimalandi mínu var óhjá- kvæmilegt að ritstörf þjónuðu ákveðnu hlutverki. Pótt áhugi minn á því að segja sögur hafi alltaf verið sterkari en löngunin til að taka þátt í stjómmálaumræðu var það samt sem áður svo að ef ég þurfti að velja á milli tveggja sagna sem mig lang- aði til að segja ákvað ég að geyma HÓLAR í HJALTADAL KL 10.00 GUIDE 2000 Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra stendur fyrir málþingi undiryfir- skriftinni GUIDE2000 - Nýsköpun í menningarferðaþjónustu. Umerað ræða samvinnuverkefni íslands, Dan- merkur, írlands og Ítalíu sem styrkt er afLeonardo da Vinci-áætlun Evrópu- sambandsins. Meginmarkmið er að skrá og flokka menningarauðlindir sem nýstgeta við nýsköpun í ferða- þjónustu og útbúa fræðsluefni um þá sögu til seinni tíma sem ekki hafði neina beina pólitíska vísun. Sú sem var brýnni í þessum þjóðfélags- legu kringumstæðum hafði forgang. Það verður að hafa það í huga að aðskilnaðarstefnan var ekki hug- myndafræði sem fólk gat leitt hjá sér, ekki heldur hvítt fólk,“ heldur Brink áfram alvarlegur í bragði. „Þessi stefna var þáttur í hverju einasta augnabliki lífs manna. Hún ákvarðaði hverjum maður mátti verða ástfanginn af og giftast, hvar maður mátti búa, hvar börnin manns fóra í skóla, hverjir voru vin- ir manns og hvert maður ferðaðist. Það var því eðlilegt að kljást við þennan efnivið, ekki vegna þess að einhver neyddi mann til þess, held- ur vegna þess að þörfin til þess spratt innra með manni sjálfum. Tilfinningin fyrir félagslegum skyldum var ríkjandi við þessa að- stæður. í mörgum svonefndum þró- unarríkjum Afríku, Suður-Ameríku og jafnvel Evrópu hefur hlutverk rithöfundarins einnig verið mjög tengt siðferðisumræðunni, fólk tók ekki þátt í bókmenntalífinu vegna þess að því þótti svo gaman að skrifa. Rithöfundur ber siðferðis- lega ábyrgð og hún hvílir alltaf á honum. Það er ekki hægt að víkja sér undan henni.“ Heimurinn er að opnast fólki En nú hafa orðið miklar breyting- ar í Suður-Afríku á undanförnum árum. „Vissulega hafa pólitísku breyt- möguleika menningarferðaþjónustu á tilteknu svæði. LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR- HÚS KL. 14 cafe9.net Meðal viðburða eru Stereo Total, cult pop live - Tónleikar költ-sveitarinnar Stereo total í cafe9.net í Helsinki og Radiolab/E. S. Eide - hljóðlista- menn frá Bergen og Brussel sem spila saman yfir vefinn. Boðið er upp á verkstæði alla laugardaga þarsem fólk vinnur við að búa til efni fyrir fjöl- breytt verkefni. ingarnar haft mikil áhrif. Það má merkja sterka tilfinningu um innri frelsun - heimurinn er að opnast fólki. Núna skrifa ég einfaldlega um það sem hrífur mig hverju sinni og ég hverf iðulega aftur í tímann til þeirra sagna sem mig langaði til að vinna með fyrir tíu, tuttugu árum, þegar ástandið var öðruvísi og tæki- færin takmarkaðri. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að einskonar vitsmunalegri frelsun í Suður-Afr- íku og það er ómetanlegt,“ segir Brink. „En jafnframt glatast ýmislegt í þessu ferli. Aðstæðurnar voru svo brýnar áður fyrr, kúgunin var svo stór hluti af daglegu lífi allra, bæði svartra og hvítra rithöfunda, að við áttum okkur allir sama óvininn - við vorum allir í sömu aðstöðunni. Það ríkti mikill samhugur milli manna og við sameinuðumst í þessari bar- áttu án tillits til tungumála, litar- háttar eða uppruna, þrátt fyrir að starf okkar væri hættulegt. Þessar krefjandi kringumstæður gáfu því sem við voram að gera ákveðna þýðingu. Nú erum við á hinn bóginn í sömu aðstöðu og rithöfundar á flestum stöðum í heiminum, fólk þarf ekki að taka okkur alvarlega frekar en það vill. Það kemur af sjálfu sér að manni finnst maður mikilvægari þegar þjóðfélagið hlustar eftir því sem maður hefur að segja, því fylgir bæði spenna og ákveðinn ævintýraljómi," segir Brink og hlær. „Á tímum aðskilnaðarstefnunnar www.cafe9.net NORRÆNA HÚSIÐ KL. 12 Alþjóöleg bókmenntahátíð í Reykjavík Hádegisumræður þar sem Torfi H. Tulinius ræðir við André Brink um bókmenntirog samfélag íAfríku. NORRÆNA HÚSIÐ Kl. 15 Jógvan Isaksen heldur fyrirlestur um William Heinesen, en í anddyri Nor- ræna hússins ersýning á myndum Edward Fuglo við smásögu Heines- ens, Vængjað myrkur. Fyrirlesturinn erádönsku og öllum opinn. Þetta er lokadagur fimmtu Al- þjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík. www.nordice.is TJARNARBÍÓ KL. 20.30 Dóttlr skáldsins - Á mörkunum Á mörkunum eryfirskrift leiklistar- hátíðar sem Bandalag atvinnu- leikhópa - BAAL stendur fyrir. í tengslum við hátíðina verða sett upp a.m.k. sex nýsviðsverk um ísland og íslendinga í september og október. Búið er að frumsýna fyrsta verk há- tíðarinnar, Dóttur skáldsins, eftir Svein Einarsson, sem sett er upp af The lcelandic Take Away Theatre. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is vora dagblöðin í mjög erfiðri að- stöðu, þau gátu ekki greint frá raunverulegri stöðu mála í samfé- laginu vegna aðgerða stjórnvalda. Það gátu hins vegar rithöfundar með skáldverkum sínum og þeir gegndu því mikilvægu hlutverki. Nú starfa dagblöðin hins vegar eðli- lega og sinna skyldum sínum við al- menning með miklum ágætum, rétt eins og fjölmiðlar annars staðar í heiminum. Fyrir rithöfundana hef- ur þetta þá breytingu í för með sér að nú era þeir fyrst og fremst dæmdir fyrir listræn gæði verka sinna fremur en fyrir pólitískt inni- hald þeirra. Það á óhjákvæmilega eftir að koma skáldskapnum til góða því rithöfundar era nú mun áhugasamari um sköpunarferlið sjálft.“ Afríkanska er ekki eingöngu tungumál kúgaranna Nú hlýtur móðurmál þitt, afríkanskan, sem mál þeirra er framfylgdu óréttlætinu, að hafa verið viðsjárvert tæki á þessum tíma. Hvernig tókst þú á við tungu- málið og tengsl þess við hinn ytri veruleika? „Ástæðan fyrir því að maður ger- ist rithöfundur liggur auðvitað bein- línis í tenglum manns við tungumál- ið. Ég ólst upp í einangruðum smábæjum, í samfélagi þar sem nær eingöngu var töluð afríkanska og nærðist vitsmunalega á þann hátt. Ég minnist þess jafnframt að hafa sem lítill drengur gengið um í garðinum heima og talað brotna ensku upphátt fyrir sjálfan mig, eingöngu vegna þess að ég var heill- aður af hljómfallinu. Reynsla af þessu tagi hverfur aldrei frá manni. Það sem gerðist síðar var að móður- mál mitt, afríkanskan, var sífellt meira og meira bendluð við vald kúgaranna og fékk vont orð á sig. Ég varð því að taka ákvörðun um hvar ég vildi standa, hvort ég myndi halda áfram að skrifa á tungumáli kúgaranna eða skipta yfir í ensku,“ útskýrir Brink. „Fram að því að fyrsta bókin mín var bönnuð í byrjun áttunda ára- tugarins hafði ég eingöngu skrifað á afríkönsku en ég tók að lokum með- vitaða ákvörðun um að halda því áfram vegna þess að mér fannst mikilvægt að sýna fram á að afrík- anska væri ekki eingöngu tungumál kúgaranna. Á sama tíma fór ég þó að skrifa bækurnar mínar á ensku samhliða afríkönskunni. Þýska hélt áfram að vera tunga Goethe, Mann og Brecht, þótt nasistarnir hefðu talað þýsku og komið óorði á málið. Af sömu ástæðu fannst mér mikil- vægt að halda í afríkönskuna á þessu tímabili erfiðleikanna. Ég sá það sem hlutverk mitt að opna þetta tungumál fyrir möguleikum tján- ingarinnar." Brink segir afríkönsku vera tungumál sem var mótað og sniðið að þörfum þeirra sem fyrstir numu land. Málið endurspegli því lands- lagið, árstíðirnar og þann raunvera- leika sem tilheyrir Afríku á máta sem önnur mál gera ekki. „Þetta er ungt mál,“ segir hann. „Það er ákaf- lega spennandi sem tjáningarmáti því það er enn hægt að laga það að nýjum aðstæðum. Þess vegna tel ég það besta verkfærið í landi þar sem allt er að breytast. Það voru þrælar og verkamenn sem upphaflega lög- uðu hollensku að sínum þörfum og mynduðu gi’unninn að afríkönsku. Þá var málið fyrirlitið, það var kall- að „eldhúsmál". Það var svo ekki fyrr en miklu seinna, í lok nítjándu aldar, að ríkjandi pólitísk öfl lyftu því upp á stig ritmáls og gerðu það að hinu opinbera tungumáli. Á seinni hluta tuttugustu aldar risu hinir lituðu gegn þessu máli vegna þess að það tengdist hugmynda- fræði aðskilnaðarstefnunnar. En sem betur fer sáu flestir að sér hvað þetta varðaði. Litað fólk gerði sér allt í einu grein fyrir því að þeirra eigin forfeður höfðu skapað þetta mál, og að málið var saklaust." Endurmet söguna frá sjönar- hóli þeirra sem þjáðust Á seinni árum hefur þú í auknum mæli sótt efnivið þinn í gömul munnmæli og ævintýrí. Eru suður- afrískir ríthöfundar farnir að líta meira til fortíðarinnar til að henda reiður á samtímanum? „Já, þannig hefur þróunin orðið,“ svarar Brink, „því við bjuggum ávallt við aðeins eina túlkun á mannkynssögunni, og það var túlk- un hvíta mannsins. Nú hefur hafist mikil vakning við að brjóta niður svona staðlaðar hugmyndir. Ég reyni nú að endurmeta söguna frá sjónarhóli þeirra sem þjáðust af hennar völdum, eins og t.d. svarta fólkið. Fólk tengir kynþáttamisrétti við Suður-Afríku og því hættir til að gleyma því að þar þreifst einnig annars konar kúgun, svo sem kúgun kvenna. Ég hef því gert tilraun til þess í einni bóka minna að endur- skrifa söguna úr frá reynslu kvenna. Það er ótrúlegt hversu mik- ið ólíkir sjónarhólar breyta sögunni, sem sannar bara fyrir mér að þær sögur sem á eftir að segja era óend- anlega margar.“ „Sjálfur horfi ég nú meira til fornrar munnlegrar sagnahefðar en áður,“ segir Brink. „Sem afríkansk- ur rithöfundur get ég leitað á náðir tveggja hefða, munnlegi’ar sagna- hefðar svarta fólksins sem á sér langa sögu og einkennist af því sem kalla mætti töfraraunsæi. Svo er einnig sagnahefð landnemanna, frá þeim tíma þegar þeir bjuggu langt inni í landi í mikilli einangrun. Eg veit að þessar tvær hefðir næra skáldskap minn, því ég ólst annars vegar upp við sögur gamla fólksins í kringum mig og hins vegar við sög- ur fóstru minnar sem var svört. Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hef ég haft meiri og meiri þörf fyrir að kanna rætur þessara gömlu æv- intýra og munnmæla. Hinn pólitíski undirtónn verður þó alltaf til staðar í verkum mínum því að ég skil- greindi mig út frá slíkum sjónar- miðum sem ungur maður.“ André Brink verður gestur Torfa H. Tulinius í hádegisspjalli í Nor- ræna húsinu í dag kl 12. Þeir munu spjalla saman um bókmenntir og samfélag í Afríku, en hádegisspjall- ið er liður í bókmenntahátíðinni. y< M-2000 Laugardagur 16. september l LANDSBÓKASAFN - HÁSKÓLA- BÓKASAFN Forn fslandskort ítilefni afalþjóðlegri ráð- stefnu félags kortasafnara, sem haldin verður í Reykja- vík 15.-18. septembermun Landsbókasafn - Háskóla- bókasafn setja upp kor- tasýningu sem standa mun út árið. Sýnd verða gömul íslandskort, þau elstu frá um 1540 og þau yngstu frá miðri 19. öld. Á sýningunni munu einnig verða myndir af kortagerðarmönnunum og nokkrar kortabækur þeirra sem eru íeigu Lands- bókasafnsins. Morgunblaðið/Ásdís Atriði úr leikritinu Dóttir skáldsins eftir Svein Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.