Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Félagsmálaráðherra opnaði Jafnréttisstofu formlega á Akureyri í gær Sannfærður um að staðsetningin mun reynast vel PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra opnaði Jafnréttisstofu á Akur- eyri formlega síðdegis í gær. Val- gerður Bjarnadóttir veitir Jafn- réttisstofu forstöðu en hún hóf störf í byrjun mánaðarins í húsakynnum við Hvannavelli, þar sem skrifstofur SH voru eitt sinn til húsa. Gert er ráð fyrir að fjórir starfsmenn vinni við Jafnréttisstofu í fyrstu, en ráðið hefur verið í eina stöðu sérfræðings af tveimur sem ráðið verður í nú í upphafi. Katrín Björg Ríkarðsdóttir var ráðinn til að gegna þeirri stöðu og þá var Anna Hallgrímsdóttir ráð- inn í stöðu fulltrúa. Eftir er að ráða í aðra stöðu sér- fræðings, en í þá stöðu verður ráðinn karlmaður. Þá hefur tekist sam- komulag við Ingólf Gíslason um að hann sinni afmörkuðum verkefnum fyrir Jafnréttisstofu en hann starfaði áður hjá skrifstofu Jafnréttismála í Reykjavík og gat ekki flutt með stofnuninni norður. Enn eitt skrefíð stigið í átt til jafnréttis Páll sagði að með opnun Jafnrétt- isstofu væri enn eitt skrefið í átt til jafnréttis stigið. Hann sagði verk- efnasvið félagsmálaráðuneytisins vítt, en sjálfur hefði hann ekki síst haft ánægju af því að vinna að jafn- réttismálum. „Þar hefur verið verk að vinna og augljóslega höfum við náð árangri,“ sagði ráðherra og nefndi m.a. endurskoðun jafnréttis- áætlunar í því sambandi. „Jafnrétti kvenna og karla er málaflokkur sem góðu heilli er í örri þróun. Hann kallar sífellt á nýjung- ar, nýjar aðferðir og nýja sýn á mál- efni. Er það eðli máls samkvæmt þar sem í jafnréttismálum er alla jafna um að ræða aðgerðir til að breyta eða í það minnsta ýta við viðteknum venjum og hefðum samfélagsins," sagði Páll. Staða kynjanna væri sam- ofin samfélagsgerðinni hverju sinni og þess vegna gæti stundum verið flókið að greina hvar skóinn kreppir og hvað geti best orðið að gagni til að auka jafnrétti kynjanna, „svo sjálf- sagt sem okkur finnst að þar ríki fullkomið jafnrétti". Með nýjum lögum um jafnan rétt kvenna og karla væri ljóst að lögð væri áhersla á að styrlqa rannsóknir þannig að menn áttuðu sig betur á hvað best gagnaðist í starfinu. I lög- unum væri einnig kveðið á um að í all- ri opinberri hagsýslugerð verði töl- fræðiupplýsingar greindar eftir kyni, en þar væri um að ræða mikilvæga nýjung og athyglisvert að í sland væri fyrst landa til að binda slfkt í lands- lög. Meðal nýmæla í lögunum væri einnig í fyrsta sinn lagður lagagrunn- ur að rekstri opinberrar stofnunar sem starfa skuli að jafnréttismálum. Rasismi gagnvart landsbyggðarfólki Páll sagði að staðsetning Jafnrétt- isstofu á Akureyri hefði orðið fyrir nokkru aðkasti og það væri sér áhyggjuefni hvaða viðhorf væri að þróast hjá mörgum íbúum höfuð- borgarsvæðisins í garð landsbyggð- arinnar. Við hefðum sem betur fer sloppið við óvild í garð útlendinga en „sá rasismi sem ég óttast og blómstrar hér á landi er fyrst og fremst í garð landsbyggðar og Iands- byggðarfólks. Auðvitað hefur orðið Morgunblaðið/Rúnar þór Við opnun Jafnréttisstofu söng Rósa Kristín Baldursdóttir, en að baki henni má m.a. sjá Steingrím J. Sigfússon, alþingismann, Valgerði Bjarnadóttur, sem veitir Jafnréttisstofu forstöðu, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóra og Pál Pétursson félagsmálaráðherra mikill atgervisflótti af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins en úti á landi er ennþá margt atgervisfólk og starfshæft. Með nútímatækni og samgöngum er staðsetning allra op- inberra stofnana ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið,“ sagði Páll. „Ég er sannfærður um að ákvörðun um að velja Jafnréttisstofu stað á Ak- ureyri á eftir að reynast vel. Hér verð- ur unnið gott starf að jafnréttismálum báðum kynjum til framdráttar.“ Mörg mikilvæg verkefni framundan Valgerður Bjarnadóttir sagði að mörg verkefni væru framundan á sviði jafnréttismála sem í sínum huga væru mikilvæg fyrir þróun til framtíðar. Hún sagði formlega hluti, þá sem sneru að lögum og reglum komna í lag. „Það liggur fyrir að lög og reglur brjóta ekki lengur jafnréttislög, en við þurfum að snúa okkur að því nú að vinna að því að breyta gömlum forritum og aðlaga þau að breyttum tímum. Það eru enn ótal hlutir sem hafa áhrif og halda okkur í gamla farinu," sagði Valgerður. Þannig þýddi til að mynda lítið að kenna börnum að jafnrétti væri með körl- um og konum, en láta samt að því Iiggja að karlinn væri meira virði, sem hann m.a. nyti í launum. Valgerður nefndi einnig að það væri margt í málskyni manna sem flestir hugsuðu ekki út í, en algengt væri að talað væri í karlkyni m.a. þeg- ar átt væri við hóp fólks, bæði karla og konur. Þannig stýrði tungumálið okkur í þessum efnum og það á for- sendum karla. Vissulega yrði þrautin þyngri að gera þama breytingar á. „Það er vitað mál að þetta kostar mikla vinnu en ef ekki verður farið í hana verður þetta ójafnvægi enn til staðar á nýrri öld og það viljum við ekki,“ sagði Valgerður. „Það er mikið verk óunnið, en við þurfum að vinna að því öll saman." Námskrá Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri komin út Um 40 námskeið í boði í vetur Morgunblaðið/Kristján Formenn Verslunar oj? þjónustu, Kaupmannafélags Akureyrar og Kaupmannasamtaka Islands undirrita samstarfssamninginn. F.v. Tryggvi Jónsson, Ragnar Sverrisson og Benedikt Kristjánsson. Samtök verslunar og þjónustu og Kaupmannafelag Akureyrar Samstarfssamning- ur endurnýjaður NÁMSKRÁ Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) er komin út og verður dreift á næstunni í þéttbýli frá Húsavík til Sauðár- króks. Einnig verður hún aðgengileg á Netinu en slóðin þar er www.rha.is. Námskeið á vegum RHA eru al- mennt öllum aðgengileg en oft með áherslu á sérstaka markhópa. I námskránni er að finna um 40 námskeið sem dreifast á veturinn. Þrír meginflokkar námskeiða eru í skránni sem eru heilbrigðismál, upp- eldis- og kennslumál og stjórnun og rekstur. Þá er nokkur fjöldi nám- skeiða sem ekki fellur undir sérstakt svið og má þar nefna jarðfræðinám- skeið sem hefst 3. október, námskeið til aukinnar færni í ritun íslensks máls, námskeið um lestrarerfiðleika Aglow- fundur AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í félagsmið- stöðinni Víðilundi 22 á Ákur- eyri næstkomandi mánudag- skvöld, 18. september, kl. 20. Dögg Harðardóttir flytur ræðu kvöldsins. Á dagskrá er söngur, iofgjörð og fyrirbænaþjónusta auk þess sem kaffihlaðborð er í boði. Þátttökugjald er 450 krónur og eru allar konur vel- komnar. og kennsla í tækni við upplýsingaleit á Netinu svo nokkuð sé nefnt. Fyrsta námskeið vetrarins er Ex- el námskeið í umsjón Guðmundar Ól- afssonar hagfræðings og lektors sem hefst föstudaginn 29. september. Boðið verður upp á nám í verð- bréfamiðlun sem hefst í næstu viku og þriggja anna nám í rekstri og stjórnun í heilbrigðisþjónustu í sam- vinnu við Endurmenntunarstofnun HÍ og Norræna heilbrigðisháskól- ann í Gautaborg og hefst það í jan- úar. Upplýsingar um námskeið og skráning er á skrifstofu RHA í Þing- vallastræti 23, sími 463-0570. Fólki er bent á að skrá sig tímanlega því á sum námskeið er takmörkuð þátt- taka. Miðstöð verðiá Akureyri AÐALFUNDUR Eyþings, sem haldinn var á Stóru-Tjörnum nýlega, leggur þunga áherslu á að staðið verði við yfirlýsingar stjómvalda um að miðstöð sjúkraflugs á Islandi verði á Akureyri. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á að sá flugrekstraraðili sem verkið hlýtur hafi yfir að ráða flugvél búinni jafnþrýstibúnaði. SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa endurnýjað samstarfs- samning við Kaupmannafélag Akur- eyrar, sem áður var í gildi á milli Kaupmannafélagsins og Kaup- mannasamtaka íslands, KÍ. Ekki kemur því til þess að Kaupmannafé- lag Akureyrar gangi úr Samtökum verslunar og þjónustu um næstu áramót eins og til stóð. Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtaka Islands, KI, sagði eftir undirskrift samningins, að til þess væri litið að Kaupmanna- félag Akureyrar væri stór hlekkur í samtökunum og að innan félagsins væri unnið mikið og öflugt starf. Hann sagði að samningurinn tryggði að því starfi yrði haldið áfram. Yfir 80 verslanir eru í Kaup- mannafélagi Akureyrar, eða yfir 95% verslunareigenda á starfssvæði félagsins. Benedikt sagði þetta óvenjuhátt hlutfall, sem styrkti fé- lagið enn frekar í starfi sínu. Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, sagði að félagið væri það stærsta innan KÍ. Samningurinn sem undirritaður var væri því mikilvægur fyrir báða aðila og því ánægjulegt að hann væri í höfn. Snurða hljóp á þráðinn í samskipt- um Kaupmannafélags Akureyrar og Samtaka verslunar og þjónustu í byrjun árs vegna ágreinings um inn- heimtu félagsgjalda á Akureyri og skil á þeim til SVÞ. í kjölfarið sagði Kaupmannafélagið sig úr SVÞ. Með endurnýjun samstarfssamningsins hafa hins vegar fullar sættir tekist með aðilum málsins. Kirkju- starf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun, sunnudag. Séra Svavar A. Jónsson. Morgun- söngur í kirkjunni kl. 9 á þriðju- dagsmorgnum. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á miðvikudagsmorgn- um. Frjálst, kaffi og spjall. Allir verðandi og núverandi foreldrar velkomnir. Kyrrðar- og fyrirbæn- astund á fimmtudag kl. 12. Bæna- efnum má koma til prestanna. Hægt er að fá léttan hádegisverð í Safnaðarheimilinu eftir stundina. Inntökupróf fyrir Barna- og ungl- ingakór kirkjunnar verður í kap- ellunni kl. 15.30 á fimmtudag. Allir 9 til 16 ára velkomnir. Æfing hjá kórnum verður í kapellunni kl. 16.30 á fimmtudag. Stjórnandi er Sveinn Ai-nar Sæmundsson. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta verður í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. Opið hús fyrir mæður og börn verður frá kl. 10 til 12 næsta fimmtudag. Karólína Stefánsdóttir félagsráðgjafi ræðir um „Nýja barnið". Heitt á könn- unni og svali fyrir börnin. HJALPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Bæn kl. 19.30 sama dag og al- menn samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. HVÍTASUNNUKIRK JAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laugardagskvöld. G. Theodór Birgisson predikar. Sunnudaga- skóli fjölskyldunnar verður kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Jó- hann Pálsson sér um kennsluna. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Almenn vakningasam- koma verður kl. 16.30 sama dag þar sem G. Theódór Birgisson predikar. Fyrirbænaþjónusta og barnapössun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.