Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Aðfínnsluverð
fréttamennska á DV
EKKI dugði minna en fimm dálka
forsíðufyrirsögn og fjögurra dálka
baksíðufyrirsögn í DV 7. september
sl. til að koma þeim tilbúningi blaða-
manns DV á framfæri að samgöngu-
ráðherra hefði gefið „grænt ljós á
afrískt dauðafar - að sérfræðingum
Flugmálastjómar forspurðum“.
Lesendum Morgunblaðsins til
glöggvunar virtist sem DV væri
með fréttaflutningi sínum að gera
tortryggilegt flug vöruflutninga-
flugvélar á vegum Flugleiða, vélar
sem félagið tók á leigu og þurfti leyfi
flugmálayfirvalda til lendingar hér á
landi. Framsetning sú sem DV við-
hafði við þennan „fréttaflutning“
var með þvílíkum eindæmum, að
ekki er annað hægt en lýsa stað-
reyndum málsins, almenningi, og
kannski ekki síst blaðamanni DV, til
glöggvunar.
Yfirlýsing flugmálastjóra:
Flugmálastjóri sendi frá sér eftir-
farandi yfirlýsingu í kjölfar fréttar
DV:
1. Fullt samráð var milli
Flugmálastjórnar og samgönguráð-
herra varðandi heimild til umrædds
flugs. Allt er varðar flugöryggismál
er á valdsviði Flug-
málastjórnar, en sam-
gönguráðherra veitti
flugréttarlega heimild
til flugsins, enda var
um að ræða flugvél frá
landi, sem hefur ekki
loftferðasamning við
Island.
2. Umrædd flugvél
er á lista yfir flugvélar,
sem hafa sérstaka und-
anþágu frá hávaðaregl-
um Evrópusambands-
ins til að fljúga til
Evrópu. Jafnframt
liggur fyrir, að mörg
Evrópuríki hafa veitt
leyfi til að flugvélin fljúgi til viðkom-
andi landa. Til dæmis hafa Pýska-
land, Belgía og Bretland veitt slík
leyfi. _
3. Uttekt, sem gerð var af eftir-
litsmönnum flugöryggissviðs Flug-
málastjórnar við komu vélarinnar til
íslands leiddi ekkert í ljós, sem gæfi
tilefni til að hefta för hennar eða
benti til að hætta stafaði af því að
hún héldi áfram flugi sínu héðan.
Þessari flugvél hefði ótvírætt ver-
ið heimilað án nokkurra athuga-
semda að hafa við-
komu á íslandi á leið
sinni um Norður-Atl-
antshaf. Því er fráleitt
að tala um að hér hafi
verið um að ræða ein-
hverja „dauðaflugvél".
Hinsvegar er grannt
fylgst með flugvélum
frá löndum utan
Evrópska efnahags-
svæðisins af Flug-
öryggissamtökum
Evrópu (JAA). Úttekt
Flugmálastjórnar á
umræddri flugvél er
liður í þessu eftirlits-
átaki JAA, sem nefnist
Safety Assessment of Foreign
Aircraft (SAFA).
Yfirlýsing Flugleiða:
Flugleiðir sendu jafnframt frá sér
yfirlýsingu vegna fréttaflutnings
DV, þar sem sagði að „í tilefni af
frétt í DV um vöruflutningaflugvél
sem leigð var til flutninga 24. ágúst
sl. vilja Flugleiðir-Frakt hf. taka
eftirfarandi fram:
Flugvélin 3D-AFR hefur leyfi til
flugs í Evrópu, og hefur á undan-
Fréttamennska
Sá málatilbúnaður sem
DV viðhafði í umræddu
máli, segir Sturla Böðv-
arsson, er með algjörum
ólíkindum.
förnum mánuðum einkum flogið fyr-
ir eitt virtasta flugfélag heims, Brit-
ish Airways, í reglubundnu fragt-
áætlunarflugi. Vélin hafði öll leyfi
þegar hún flaug til og frá íslandi á
vegum Flugleiða-Fraktar, og var
skoðuð af flugmálayfirvöldum með-
an hún hafði viðdvöí hér.
Þegar flugvélin 3D-AFR var leigð
til flugs var lagt fram flugrekstrar-
leyfi, gilt lofthæfisskírteini og
tryggingarskírteini fjTÍr vélina.
Ennfremur lagði flugrekstraraðil-
inn fram gögn sem sýna fram á að
vélin sé undanþegin hávaðareglum í
Evrópulöndum. Hér var m.a. um að
ræða undanþágur fyrir 3D-AFR til
flugs til allra landa Evrópusam-
Sturla Böðvarsson
bandsins og að auki til Sviss. Enn-
fremur lagði hann fram gögn um að
vélin væri búin árekstrarvara.
Vélin er í eigu félagsins Intavia,
sem hefur aðsetur í Bretlandi og
flugrekstrarleyfi í Swazilandi í Suð-
ur-Afríku. Flugleiðir-Frakt hafa
undir höndum gögn, þar sem fram
kemur að vélin flýgur um þessar
mundir reglubundið áætlunarflug
með frakt fyrir British Airways, til
og frá Stansted-flugvelli í London.
Þá hefur vélin flogið til fjölmargra
Evrópulanda á undanförnum vikum,
m.a. til Noregs, Þýskalands, Belgíu,
Ítalíu, Frakklands, Spánar, Lúxem-
borgar og Sviss, auk Bretlands."
Að lokum
Sá málatilbúnaður sem DV við-
hafði í umræddu máli er með algjör-
um ólíkindum. Allt tal blaðamanns
um „sjóræningjavél" og „dauðafar"
dæmir sig sjálft. Eg ber það traust
til fjölmiðlamanna að skrif sem þau
er DV viðhafði í umræddu máli
hljóti að heyra til algjörrar undan-
tekningar - og lýsi á engan hátt
vinnubrögðum á íslenskum rit-
stjórnum. Engu að síður hafa verið
að birtast lesendabréf og pistlar í
blöðum sem ganga út frá því sem
vísu að „frétt“ DV hafi verið á rök-
um reist. Það veldur mér áhyggjum,
ekki síst vegna þess að jafnframt
var tækifærið notað og veist að
Flugleiðum sem gegna því mikil-
væga hlutverki að halda uppi flugi
yfir Atlantshafið í harðri sam-
keppni.
Höfundur er samgönguráðherra.
Skáldskapur vatna-
mælingamanns
ÞAÐ er kunn aðferð í
stjómmálabaráttu að
gera andstæðingi sínum
upp skoðanir eða hug-
renningar og deila síðan
á skáldskapinn. Þessari
aðferð beitir Snorri
Zóphoníasson, sérfræð-
ingur á Vatnamæling-
um Orkustofnunar, í
grein í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 7. sept-
ember sl. Þar gerir
hann athugasemd við
grein mína í Morgun-
blaðinu frá laugardeg-
inum 2. september sl.
undir heitinu ,Af virkj-
anaslóðum eystra og E1
Grillo“. Snorri nefnir grein sína „At-
hugasemd við skrif Ólafs F. Magnús-
sonar“. Eins og fram kemur hér á eft-
ir væri betra að nefna grein Snorra
„Athugasemd við eigin hug-
renningar", því um þær fjallar grein
hans fyrst og fremst.
í áðumefndri grein minni í
Morgunblaðinu fjallaði ég í stuttu
máli um fyrirhugaða risastíflu við
Kárahnúka og flutning Jökulsár á
Brú úr eigin farvegi um Dimmugljúf-
ur og Jökuldal yfir í Fljótsdalshérað.
í greininni var gerður samanburður á
stærð fyrirhugaðra virkjunarlóna
norðan Vatnajökuls og Blöndulóns
sem oft er nefnt í slíkum samanburði.
Jafnframt var vikið að vatnsmagni og
meðalrennsli þeiira jökulfljóta sem til
stendur að stífla norðan Vatnajökuls
og þau borin saman við Blöndu. Slík-
ur samanburður leiðir vel í ljós hvflíkt
stórfljót Jökulsá á Brú eða Jökla er
en meðalrennsli hennar er margfeldi
af rennsli Jökulsár í Fljótsdal og
Blöndu. Meðalrennsli Jöklu er 120
rúmmetrar á sekúndu (mælt við Brú)
og Jökulsár í Fljótsdal 27 nímmetrar
á sekúndu (mælt við Hól í Norðurdal)
en til Blönduvirkjunar er meðal-
rennslið 39 rúmmetrar á sekúndu.
Jökulsá á Brú eða Jökla er aurugasta
jökulá Islands. Framburður hennar
nemur 10 milljónum rúmmetra af
jarðefnum (aur) á ári. Því má vænta
að áhrif þessara vatnaflutninga verði
mikil í Fljótsdalshéraði, jafnvel þó að
um sé að ræða „miðlað og stýrt
rennsli" að baki 8 milljóna rúmmetra
risastíflu við Fremri-Kárahnúk. Þar
sem fyrirhugað Hálslón
nær inn að Vatnajökli
þarf hugsanlega að
reikna með jakaburði
og kælingu vatns í lón-
inu. Þannig gæti mikil
viðbót af köldu og aur-
ugu jökulvatni borist til
Fljótsdalshéraðs frá
fyrirhuguðu stöðvar-
húsi Kárahnúkavirkj-
unar við Teigsbjarg í
mynni Norðurdals en
þaðan er 85 km leið um
Lagarfljót til sjávar.
Alyktanir mínar eru
almenns eðlis og ekki
útfærðar í smáatriðum
enda fjallar grein mín
aðeins að hluta um áðumefnda vatna-
flutninga. Greinin fjallar einnig um
ferð á virkjanaslóðir eystra og um
nauðsynlegar aðgerðir vegna olíu-
mengunar í Seyðisfirði. Rétt er að
Umhverfismál
Snorri Zóphóníasson
beitir þeirri aðferð, seg-
3
ir Olafur F. Magnússon,
að gera andstæðingi
sínum upp skoðanir
og deila síðan á
skáldskapinn.
taka það fram að tölur mínar um
rennsli jökulfljóta norðan Vatnajök-
uls eru fengnar úr árbók Ferðafélags
íslands frá árinu 1987 en í þeirri bók
fjallar Hjörleifur Guttonnsson um
hálendi norðausturlands. Sú ágæta
bók er nærtæk lesning ferðafólks og
náttúruunnenda og fullgild heimild til
að vitna í. Það er mikflvægt að al-
menningur tjái sig og hafi skoðun á
nýtingu landsins, jafnvel þó að sum-
um sérfræðingum Orkustofnunar og
annarra hagsmunaaðila sé það lítt að
skapi og hampi sérþekkingu sinni um
leið og þeir gera lítið úr þekkingu
annarra.
I grein Snorra Zóphóníassonar er
bent á, að Jökulsá í Fljótsdal sé ein
margra áa sem renna í Lagarfljót og
rennsli hennar því aðeins hluti þess
mikla vatns sem nú rennur í Lagar-
fljót. Undirrituðum er fullkunnugt
um þetta og hefur aldrei haldið öðru
fram. En vatnamælingasérfræðing-
urinn heldur áfram og segir: „Miðlað
rennsh Jöklu fellur því ekki út í ár-
farveg sem ber 27 rúmmetra á sek-
úndu, eins og Ólafur gefm- í skyn,
heldur í farveg sem er vanur að bera
tífalt það vatnsmagn." Hér er því
miður um grófar rangfærslur og að-
dróttanir að ræða. Dettur Snorra
Zóphóníassyni það virkilega í hug, að
undirritaður sé svo illa að sér, að hann
haldi að rennsli Jökulsár í Fljótsdal
við Eyjabakkafoss sé það sama og
Lagarfljóts við Lagarfossvirkjun?
Eða að undirritaður haldi að engin
vatnsföll renni í átt til Fljótsdalshér-
aðs á 95 km löngu svæði frá Eyja-
bakkafossi að Lagarfossi? Það getur
varla verið. En með því að snúa út úr
orðum mínum, skrumskæla málflutn-
ing minn og gera eigin hugarburð að
skoðunum mínum lætur hann að því
liggja.
Það tekur því varla að svara öðrum
hugarburði Snori-a Zóphóníassonar,
eins og þegar hann segir: „Þá minnist
Ólafur á aurburð Jöklu. Virðist hann
sjá fyrir fyrir sér að aurburður henn-
ar muni allur berast út í Fljótsdal.“
UndiiTÍtuðum er ljóst að mikill hluti
aurburðar Jöklu mun setjast fyrir í
fyrirhuguðu uppistöðulóni ofan við
Fremri-Kárahnúk og smám saman
fylla lónið nema gripið verði til sér-
stakra ráðstafana. Hluti af framburði
aurugasta jökulíljóts landsins mun
engu að síður berast út í Löginn og
vatnasvæði Lagarfljóts. Undirrituð-
um og væntanlega flestum lands-
mönnum er einnig ljóst, að Blanda er
tiltölulega tær neðan Blönduvirkjun-
ar vegna þess að aur fellur til botns í
Blöndulóni. Vanmat vatnamælinga-
sérfræðingsins á almennri þekkingu
fólks er slíkt að jaðrar við hroka!
Eg hvet hér með Snorra Zóphón-
íasson til að miðla af þekkingu sinni
með málefnalegum skrifum en gera
öðrum ekki upp hugsanir eða skoðan-
ir. Eg hafna því að menn taki sér slíkt
skáldaleyfi á kostnað annarra.
Hötundur er læknir og stofnandi
Umhverfísvina.
ÓlafurF.
Magnússon
Markaður fá-
tæktarinnar
NOKKUÐ hefur
borið á umræðu upp á
síðkastið um fátækt-
ina í alsnægtinni hér
á Islandi, m.a. stofnað
félag gegn fátækt.
Það er vel því langt er
frá að allir búi við góð
kjör hér á landi. Um
það getum við vitnað
sem vinnum með
fólki, að gæðunum er
misskipt og margir
hafa á tilfinningunni
að bilið milli ríkra og
fátækra sé að aukast.
Það hefur komið
sjálfum mér á óvart
hér hversu margir hafa leitað til
okkar í Neskirkju í vesturbæ
Reykjavíkur með beiðni um að-
stoð, ekki síst vegna þess að þetta
hverfi hefur frekar verið orðað við
auð en fátækt. Flestir þeirra sem
hér um ræðir eru einstæðar mæð-
ur með 2-4 börn á framfæri sínu
og kann ein skýringin á því af
hverju þær leita eftir aðstoð á
þessum tíma að vera sú að skólar
eru að byrja. Það vita allir for-
eldrar að skólagöngunni og vetrar-
komunni fylgja ýmiskonar útgjöld.
Okkur með meðaltekjur þykir
þessi tími ansi útgjaldafrekur,
hvað þá þeim sem framfleyta 2-4
börnum á örorkubótum og kannski
rúmlega það.
Því miður virðist velferðarþjóð-
félagið ekki halda neitt sérstak-
lega vel utan um þennan hóp, þ.e.
einstæða foreldra með börn á
framfæri sínu, a.m.k. ef marka má
mína eigin reynslu af þessum mál-
um. Sóknarkirkjurnar reyna eftir
ástæðum að aðstoða, svo og Hjálp-
arstarf kirkjunnar og Rauði kross-
inn þegar velferðin þrýtur, en sú
hugsun læðist að mér að eitthvað
sé hún götótt, þegar þessar stofn-
anir þurfa jafnvel að hjálpa bjarg-
arlitlum barnafjölskyldum um mat.
Við sjáum líka að börn frá fjöl-
skyldum sem kljást við fátækt eru
í meiri áhættu að lenda út af spor-
inu. Þessi börn eiga erfiðara með
að vera „normal" þegar kemur að
neyslunni, þau hafa síður efni á
hinni dýru fataflóru sem markað-
urinn hellir yfir ungt fólk sem og
þeim tækjum og tól-
um sem þau þurfa að
eiga (tölvum og far-
símum) til að tolla
inni, eins og stundum
er sagt. Þá virðast
þau bæta sér upp lak-
ari „samkeppnis-
stöðu“ á unglinga-
markaðnum með því
að grípa til óhollari
meðala.
Þá vinnur hækk-
andi markaðsverð á
húsnæði líka gegn
barnafjölskyldum eins
og fram hefur komið.
Hærra fasteignamat
þýðir minni barnabætur.
Að mínu viti er fátækt og aðbún-
aður barnafjölskyldna pólitískt
mál. Ætlum við sem þjóð að
Fátækt
Þurfum við ekki að setja
betur niður fyrir okkur,
spyr Hallddr Reynis-
son, á hvaða gildismati
við byggjum þjóðfélags-
gerð okkar?
tryggja þeim sem lakast standa
sæmileg lífskjör? Ætlum við að
verja barnafjölskyldur (og aðra)
gegn fátæktinni og fylgifiskum
hennar? Ætlum við að reyna með
tiltækum ráðum að rjúfa vítahring
bági’a lífskjara og félagslegra
vandamála?
Um daginn var ég á norrænni
ráðstefnu um framtíð velferðar-
þjóðfélagsins. Þar kom fram að
menn á Norðurlöndum hafa
áhyggjur af samhjálpinni í mark-
aðssamfélaginu. Er ekki ástæða
fyrir okkur hér á landi að hafa
slíkar áhyggjur? Og þurfum við
ekki að setja betur niður fyrir okk-
ur á hvaða gildismati við byggjum
þjóðfélagsgerð okkar?
Höfundur er prestur í Neskirkju í
Reykjavík.
Halldór Reynisson