Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 57
bóndi á föðurleifð sinni í þrjá áratugi
eða þar um bil og átti þar heimili
áfram þótt hann léti af búskap.
Hjónaband hans og Sigurbjargar
varð meira en 48 ár og þau eignuðust
og ólu upp fjögur dugleg og mann-
vænleg börn, sem öll eru búsett í
Reyjavík nema eitt. Eldri systranna
hefur verið getið, en yngri börnin eru
Eyjólfur, sem þar á heima, og Guðný,
sem nú býr á Suður-Hvoli ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Ekkert líf er laust við áhyggjur.
Þótt Sigurður væri glettinn og gam-
ansamur þegar hann var upp á sitt
besta kynntist hann líka erfíðari dög-
um, enda mörg búmannsraunin, og á
síðari árum tók þrek og heilsa að bila
eftir strangan vinnudag. Þegar
heilsubrestur hans krafðist meiri
umönnunar en veitt varð heima lá
leið hans í Sjúkrahús Suðurlands á
Selfossi að áliðnum júní og þaðan á
dvalarheimilið Hjallatún í Vík rösk-
um mánuði seinna. Þangað var Guð-
mundur bróðir hans kominn á undan
honum, en samvist bræðranna þar
eystra varð ekki löng, því að í Hjalla-
túni andaðist Sigurður 8. þ.m.
Guðmundur, sem er tveimur árum
eldri, er nú einn eftir þeiira Hvols-
systkina. Honum, Sigurbjörgu
frænku minni og frændsystkinum
mínum frá Hvoli og fjölskyldum
þeirra votta ég samúð á kveðjustund
og ber þeim kveðjur frá mínu fólki.
Með Sigurði Eyjólfssyni er horf-
inn gegn bóndi og góður drengur
sem Mýrdælingar kveðja í dag og ég
átti ætíð gott að þakka. Ekki er löng
leið frá Hvoli að Skeiðflöt og sést á
milli. Mér þykir það góð tilhugsun að
þar skýli dufti hans hin skaftfellska
mold, en andi hans sé laus úr viðjum
og orðinn ungur í annað sinn.
Hjörtur Pálsson.
Stundin er runnin upp, afi er dá-
inn. Eftir langvarandi veikindi hefur
hann loksins hlotiðhvíld. Á þessari
stundu renna í gegnum hugann
minningar frá samverustundum lið-
inna ára sem kannski voru alltof fáar.
Afi var mjög þægilegur í umgengni
og eitt af því sem einkenndi hann var
léttlyndi og góður húmor. Þessi húm-
or kom vel fram í veikindum hans,
bæði þegar hann dvaldi heima fyrir
og á sjúkrastofnunum ýmist á Sel-
fossi eða í Reykjavík.
„Ég geymi með sjálfri mér það
sem þú sagðir við mig á Selfossi fyrir
ári síðan, afi minn, og er þakklát fyrir
að eiga svona sterka og góða minn-
ingu um þig“. Afi var mjög trúaður
og ég veit að honum líður betur núna
því sá sem hann trúði á hefur tekið á
mótihonum.
„Ég kveð þig nú afi minn og þakka
þér fýrir allt í hinsta sinn.“
Emma Björg.
Loks ert þú liðinn,
landernúteldð,
höfninni náð bak við helsins flóð.
-Höggviðerrjóður,
hnigin er til jarðar
sú eik, sem lengst og styrkast stóð.
Tápvarþitteðli,
trúrtilgóðsþinnvilji,
stofnsettur varst þú á sterkri rót
Umþigogaðþér
öflogstraumarsóttu,
sem brotsjór félli bjargs við fót.
Orkaþáentist
aldurtveggjamanna
að vinna stórt og vinna rétt.
Viturogvinsæll
varstu til heiðurs
í þinni byggð og þinni stétL
Höfðingi héraðs,
háttþínminningstandi,
ávaxtist hjá oss þitt ævistarf.
Þjóðrækni, manndáð,
þologtiyggðíraunum
þittdæmigefiossíarf.
(Einar Ben.)
Elsku afi. Við þökkum þér fyrir þá
elsku og blíðu sem þú sýndir okkur
systrunum. Sérstaklega munum við
minnast tímans sem við eyddum
saman í að spila eða hlusta á þig segja
sögur úr þinni æsku. Við vitum að þú
ert á góðum stað núna og það verður
tekið vel á móti þér. Minningin um
þig mun lifa um ókomna tíð.
Sigurbjörg Stella, Anna
Steinunn og Diana Hrund.
+ Ágústa Sigur-
jónsdóttir fædd-
ist í Holti í Innri-
Njarðvík 16. septem-
ber 1899. Hún lést á
Garðvangi, Garði,
28. ágúst síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Keflavíkur-
kirkju 4. september.
Ágústa Sigurjóns-
dóttir móðursystir mín
hefði orðið 101 árs í
dag ,16. september,
hefði hún staðið við
nokkrum vikum leng-
ur. Ég hefði viljað geta fagnað þeim
áfanga með Gústu frænku sem gat -
„dimmu í dagsljós breytt, sem dropi
breytir veig heillar skálar". Frænka
mín kom mér í raun aldrei á óvart en
nú kom hún mér á óvart. Nærri 101
árs gömul - hvað með það? - elli?
nei, hún Ágústa Sigurjónsdóttir,
þessi stolta sjómannsdóttir á Suður-
nesjunum kveður ekki án ástæðu,
auðvitað vill hún enn hafa frum-
kvæðið.
Hún hafði alltaf frumkvæðið þeg-
ar ég í æsku sótti á hennar vettvang.
Okkur systrunum á Vatnsnesvegin-
um þótti svo vænt um Gústu frænku.
Þessi vorboði tilveru æsku minnar
er nú á kominn á æðri vettvang til að
búa í haginn fyrir okkur hin. Hún
var alltaf að búa í haginn allt sitt líf
fyrir sig og sína.
Já hver samherjast-
und með Ágústu var
óðurinn til lífsins, þá
voru engir afslættir
gefnir og hún kastaði
birtu og yl á allt sviðið
hverja slíka stund svo
stundin var önnur og
betri en stundin sem
var liðin og hún sann-
aði svo sannarlega í
100 ára afmælisfagnaði
sínum að í hverju lífs-
ins spori getur maður
verið manns gaman en
samt Iitið jákvætt til al-
vöru lífsins á sömu stundu. Síðustu
samverustundir á síðustu árum í lífi
systur minnar Böddu gáfu systur
minni mikinn styrk í sárum veikind-
um hennar. Badda sagði alltaf þegar
ég kom, „við verðum að heimsækja
Gústu frænku“.
Árætið er alls staðar, gott og illt.
Að finna sjálfan sig og staðsetja er
ekki auðvelt verk og maður sér illa
sitt næsta spor. En einhvern veginn
er það þannig að ræturnar segja til
sín, sérstaklega þegar maður hefur
yfirgefið æskuslóðir snemma á lífs-
ferlinum. Amma í Holti er mjög skýr
í mínum rótum, svo skýr að mér
finnst hún enn skýrari en hún var
mér á unglingsárum. Svo er einnig
með aðra nána samferðamenn
æskuáranna, þá sérstaklega bróður
og systur móður minnar sem
byggðu um sína lífsgöngu bólstað í
Keflavík.
Keflavík æskuára minna var stað-
ur mikilla hræringa og mannlífs-
breytinga, varnarliðið var að festa
sér búsetu á íslandi til langrar fram-
tíðar við bæjarhlið Keflavíkur. Fólk
flykktist til af öllu landinu í atvinnu-
leit og skapaði ólgu og eftirspurn í
Keflavík sem aldrei fyrr á íslandi. Á
mínum slóðum var því erfitt að fóta
sig í margslungnu mannlífi með tvö-
falt tungutak ensku og íslensku. Það
var því ekki undarlegt séð frá núinu
að við festum ást á því sem hafi verið
án þess að við gerðum okkur grein
fyrir því þá. Amma í Holti var því í
huga mínum fortíðarfestan sem
þekkti það sem var, eins vai' það
með hana Ágústu móðursystur
mína, dóttur hennar ömmu í Holti,
allt var bjargfast í hennar tilveru.
Hún Gústa gerði okkur mögulegt að
tengjast fortíðinni og hlutskipti
bai'nanna hennar ömmu, hún varð
elst allra bama ömmu. Allt var
bjargfast hjá Guðrúnu ömmu í Holti
þrátt fyrir að hún hefði misst tvo
eigimenn frá stórum barnahópi í sjó-
inn. Sigurjón faðir hennar Gústu
drukknaði á sumarvertíð á Seyðis-
firði en síðari maðurinn, afi minn
Kristján, út af Keflavík. Auðvitað
var fastast í hendi Guðrúnar ömmu
að erfiðleikarnir væru til að sigrast á
þeim og gráta aðeins í hljóði, því var
líka best að fá að finna til og leita
engra svara en í hljóðri bæn þakka
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
fylgdar góðs vinar um tíma. Þær
voru lúmskt líkar þær mæðgur
Gústa og Guðrún, þótt af eðlilegum
ástæðum hafi brún verið bjartari hjá
Ágústu frænku minni á mínum
æskuárum. Að fara með fisk í soðið
frá pabba til hennar Gústu var fyrir *
mig nánast helgiathöfn og það brást
ekki að góðgætið var sótt upp á háa-
loftið með sömu orðræðunni í hvert
skiptið og eldhúsborðið hennar
Gústu er mér enn í huga sem veislu-
borð ríkrar andlegrar næringar sem
fyllt var upp með ábót góðgætis af
háa loftinu og einstakri ofgnótt
elskulegs viðmóts. Já manni leið
þannig í návist Ágústu að enginn al-
dursmunur væri til staðar, maður
varð eitthvað svo fullorðin í návist
hennar, hún spurði um aflabrögð hjá
pabba, heilsufar fjölskyldunnar, já
um allt sem bara fullorðnir voru^
spurðir um. En hún sagði mér líka
svo margt frá sinni eigin reynslu og
sínum eigin vettvangi, sögum frá
æsku árum í Holti í Innri-Njarðvík
hjá langömmu og -afa mínum þar
sem hún var alin upp.
Já heimurinn hennar frænku
minnar var verulega vel skilgreind-
ur og hafði sína sögu með sitt upphaf
og sína rótfestu í tilverunni sem var.
Já Gústa frænka gat „dimmu í dags-
ljós breytt, sem dropi breytir veig
heillar skálar" svo sannarlega gaf
hún mér hlutdeild í sinni birtu og
hún gaf mér margt sem verður ekki
vegið með vog eða öðrum mælistik-
um. Nú þegar við kveðjum hana
hinstu kveðju finnum við að hún er,
hluti af okkur öllum enn, hún Ágústa r'
sem gaf okkur öllum svo mikið. Guð
blessi lifandi og fagra minningu
Ágústu Sigurjónsdóttur.
Jóhanna Guðnadóttir,
Hafnarfirði.
AGUSTA
SIGURJÓNSDÓTTIR
+ Sólveig Anna
Leósdóttir fædd-
ist í Reykjavík 2.
október 1946. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands Fnnmtu-
daginn 7. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Herdís Rannveig
Jónsdóttir, f. 3.
ágúst 1909, d. 6.
mars 1996, og Leó
Árnason, f. 27. júní
1912, d. 11. febrúar
1995. Systkini Sól-
veigar: 1) María
Leósdóttir, f. 11. nóvember 1935,
maki Eirfkur Hallgrímsson, f. 20.
aprfl 1935, búsett á Selfossi. 2)
Anna Lilja Leósdóttir, f. 16. jan-
úar 1941, maki Agnar Hermann-
sson, f. 3. september 1933, búsett
á Sauðárkróki. Móðir þeirra var
Valgerður Sigurðardóttir
Austmar. 3) Jón Hólmar Leósson,
f. 1. október 1943, maki Hrefna
Núertuleidd.mínjjúfa,
lystígarðDrottinsí,
þaráttuhvíldaðhafa
hörmunga’ograunafrí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unanogeilífsæla
er þín hjá lambsins stól.
(H. Pétursson.)
Okkur langar til að minnast með
nokkrum orðum systur okkar Sól-
veigar Önnu Leósdóttur.
Solla var fædd í Golfskálanum í
Öskjuhlíð þar sem foreldrar okkar
bjuggu á þeim tíma.
Hún var fimmta í röð átta systk-
ina. Solla þótti einstaklega fallegt
ungabarn. Fyrstu þrjú ár ævi sinnar
átti hún við mikil veikindi að stríða
og oft þannig að henni var vart hugað
líf. Fljótlega kom í ljós að hún þrosk-
aðist ekki eðlilega hvorki andlega né
líkamlega. Það var erfitt fyrir for-
eldra okkar að þurfa að láta hana frá
sér tæpra sex ára, þegar hún fór í
vist til Sesselju á Sólheimum. Það
átti eftir að koma í ljós að þessi erfíða
ákvörðun var happaspor sem tryggði
Sollu besta umhverfi og umönnum
sem völ var á. Minnisstæð er sú virð-
ing sem við börnin bárum fyrir því
Jónsdóttir, f. 19.
júní 1946, búsett í
Reykjavík. 4) Árni
Leósson, f. 7. aprfl
1945, maki Halldóra
Gunnarsdóttir, f. 1.
júlí 1946, búsett á
Selfossi. 5) Ketill
Leósson, f. 23. októ-
ber 1947, maki Rak-
el Gísladóttir, f. 8.
september 1948,
búsett á Selfossi. 6)
Katla Leósdóttir, f.
18. desember 1948,
maki Sigurjón Páls-
son, f. 24. aprfl
1950, búsett í Reykjavík. 7) Sig-
ríður Herdís Leósdóttir, f. 7. júní
1950, búsett á Selfossi, maki
Kristófer Hauksson, f. 22. júní
1948, d. 17. febrúar 1990.
Sólveig Anna bjó í Steinahlíð á
Sólheimum í Grímsnesi.
Útför Sólveigar Önnu fer fram
frá Selfosskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
samfélagi sem var á Sólheimum.
Þar voru stundum töluð mörg
tungumál vegna veru erlendra
starfsmanna. Allar innréttingar,
húsgögn og rammar utan um myndir
voru öðruvísi en við þekktum og sér-
stök upplifun var að sitja til borðs í
þessum stóra hóp og fara með borð-
bæn með þeim. Solla fékk sérstak-
lega gott uppeldi og hennar um-
gengni var góð fyrirmynd okkur
systkinunum og margt mátti af
henni læra og þeim einstaklingum
sem ólust upp með henni. Sérstak-
lega sá þáttur í fari þeirra að gleðjast
með glöðum og sýna samkennd þeg-
ar aðrir áttu um sárt að binda.
Margt kenndi hún bömum okkar
og sérstaklega það að bera virðingu
fyrir því heilbrigða lífi sem okkur
þykir öllum sjálfgefið og jafnframt
að vernda og bera umhyggju fyrir
einstaklingum eins og Sollu systur
okkar.
Við vijjum færa öllum sem önnuð-
ust Sollu innilegt þakklæti. Ekki
hvað síst bróður okkar Áma og Dóru
Stínu, mágkonu okkar, fyrir alla þá
alúð sem þau sýndu Sollu og umönn-
um, jafnt inn á heimili sínu, sem áv-
allt stóð henni opið, sem upp á Sól-
heimum.
Við viljum með þessum orðum afa
okkar kveðja sólargeislann í okkar
systkinahóp, Sollu litlu systur.
Tíminn bak við tjaldið hljótt
taumaslakurrennur.
Lífskvöldvaka líður skjótt
Ijósaðstjakabrennur.
(Jón Pétursson frá Nautabúí.)
Systkini.
Nú er elsku litli þrjóskupúkinn
hún Solla farin til Guðs. Við vorum
orðnar ágætis vinkonur þessi síðustu
ár hennar hér á Sólheimum. Hún var
einn tryggasti meðlimurinn í Sól-
heimakómum og lét veður og færð
ekkert aftra sér frá því að mæta á
æfingar þótt hún ætti allt annað en
gott með gang. Eins og þeir muna
sem þekktu hana þá var málrómur
hennar mjög hás og allt að því hrygl-
ukenndur. Hún náði samt lagi og
sagði oft með bros á vör: „Við emm
duglegaðsyngja.“
Við vomm líka báðar ánægðar
með vinnuna á vefstofunni. Þar óf
Solla smámyndir í ramma úr garna-
fgöngum og valdi alla liti sjálf. Og
það var sama sagan þar þótt hún
væri sárlasin, þá varð hún samt helst
að mæta í vinnuna og vera „dugleg
að vefa“.
Já hún Solla var sko dugleg og
hörð af sér, enda eins gott með þenn-
an líkama sem hún fékk til afnota.
Vonandi líður henni vel.
Helga í Selhamri.
Mín vinkona og nágranni, Sólveig
Leósdóttir, hefur nú kvatt hið jarð-
neska líf. Solla flutti að Sólheimum
sex ára gömul og hefur verið þátttak-
andi í lífi og starfi byggðahverfisins
Sólheima í hartnær hálfa öld. Síð-
ustu árin var hún nokkuð veik á lík-
ama en persónutöfrar hennar ávallt
jafn bjartir.
Oss héðan klukkur kalla,
svokallarGuðossalla
tilsínúrheimihér.
Þá söfnuð hans vér sjáum
ogsamanverafáum
í húsi því, sem eilíft er.
(V. Briem.)
Vinkona okkar skilur eftir sig djúp
spor í samfélaginu á Sólheimum.
Hún var sannur vinur vina sinna.
Minningin um glaðværð hennar og
brosmildi mun ávaUt verma okkur
um hjartarætur. Hún var ljúf mann-
eskja en stóð fast á sínu, sem endur-
speglaði styrk hennar, persónuleika
og skapgerð.
SOLVEIG ANNA
LEÓSDÓTTIR
Fyrst jafnt skal rigna yfir alla,
jafnt akurland sem grýtta jörð, -
skal nokkurt tár þá tapað falla,
skal týna sauði nokkur hjörð?
Hver er að dómi æðsta góður, -
hver er hér smár og hver er stór?
-1 hveiju strái er himingróður,
í hverjum dropa reginsjór.
(EinarBen.)
Allir sem kynntust Sollu báru
virðingu fyrir hæfileikum hennar og
dug. Hún hefur með lífsreynslu sinni
kennt okkur að meta betur sannleika
lífsins og með brosi sínu, krafti og
visku varpað ljósi á fegurð tilverunn-
ar.
Vér treystum þvi, sem hönd Guðs hefur
skráð.
í hverju fræi, er var í kærleik sáð,
býr fyrirheit um himnaríki á jörðu.
Hver heilögbæn ávísa Drottins náð.
Og hví skal þá ei ógn og hatri hafna,
ef hjálp og miskunn blasir öllum við
í trú, sem ein má þúsund þjóðum safna
til þjónustu við sannleik, ást og frið?
(Tómas Guðm.)
Ástvinir Sollu eiga bjarta minn-
ingu um góða konu. Ég votta ætt-
ingjum og vinum samúð og bið Guð
að styrkja þau á erfiðum tímum.
Kærleiksrík móðir jörð og drott-
inn alheims varðveiti mína vinkonu
öllum stundum.
Óðinn Helgi Jónsson.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
mblómaverkstæði I
INNAw|
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.