Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Olafur Egilsson sendiherra í Kína um aukin viðskipti Islands og Kína Smíði físki- skipa og jarð- hitasamstarf ber hæst Geysileg sóknarfæri eru fyrir íslensk ✓ fyrirtæki á Kínamarkaði, að sögn Qlafs Egilssonar, sendiherra í Peking, en nk. mánudag verður efnt til ráðstefnu um við- skiptatækifæri í Kína. ÓLAFUR Egilsson hefur verið sendiherra í Peking í rúm tvö ár, en hann tók við af Hjálmari W. Hannes- syni, sem stofnaði þar sendiráð í byrjun árs 1995. „Það er annarra en okkar sem sitj- um undir árum að meta hvernig til hefur tekist, en tilkoma sendiráðsins hefur bætt til muna aðstöðuna til að reka íslenska hagsmuni í Kína. Þetta hefur haft mjög mikil og jákvæð áhrif á samskipti þjóðanna," segir Ólafur, sem nú er staddur hér á landi. „Kínverjar kunna einnig vel að meta tilvist þess.“ Samskipti í jarðhitamálum Að sögn sendiherrans eru nú ákveðin tímamót í viðskiptum land- anna, því augu Kínverja hafa nú opn- ast fyrir hyggindum þess að auka mjög notkun jarðhita og beinast sjónir þeirra mjög að íslandi í því sambandi. Ljóst sé að íslenskt hug- vit og reynsla muni koma að málum þegar jarðhiti verður nú nýttur til upphitunar tveggja hverfa á Pek- ingsvæðinu og nánast sé stefnt að því að taka upp hitaveitukerfi Reykjavíkurborgar þama hinum megin á hnettinum. „Kínverjar eiga geysilega mikinn jarðhita í iðrum jarðar, það lætur nærri að þekktir séu 3.000 heitir staðir víðsvegar í þessu stóra landi. A síðustu árum hafa Kínverjar í auknum mæli farið að huga að um- hverfismálum. Kynding með kolum eða olíu hefur hingað til verið alls- ráðandi, en nú vilja þeir umhverfis- vænni orkugjafa og aðeins það besta í þeim efnum, eins og þeir segja.“ Ólafur bendir á að borgaryfirvöld í Peking kosti nú mjög kapps að minnka mengun yfir borginni og hafi gert ýmsar ráðstafanir í þá veru. Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur og Virkis hf. undirrituðu nýlega fyrir forgöngu íslenska sendiráðsins frumsamning við borgaryfirvöld í Peking um að fyrirtækin aðstoði við lagningu hitaveitu og fleira í því sambandi. Síðar í mánuðinum eru væntanlegar tvær kínverskar sendi- nefndir til frekari samningavið- ræðna. Um er að ræða hitaveitur í tveim- ur borgarhlutum á Peking-svæðinu, m.a. þar sem Ólympíuleikarnir verða haldnir árið 2008, beri umsókn þeirra um leikana sigur úr býtum í vali Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Hitt svæðið er norðvestan við mið- borg Peking, rétt handan við Kína- múrinn, þar sem er vinsæll áningar- staður ferðamanna sem milijónum saman ferðast þangað ái'lega að berja múrinn augum. „A báðum þessum svæðum eru uppi áform um húshitun með jarð- hita, en norður af borginni er einnig ætlunin að nýta jarðvarmann fyrir landbúnað og til fiskiræktar," segir Ólafur og bætir við: „Kínverjar telja að átak í umhverfismálum gæti kom- ið sér vel vegna umsóknarinnar um Ólympíuleikana og af þeim sökum leggja þeir mikla áherslu á að þessar viðræður gangi fljótt og vel fyrir sig svo unnt sé að hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Margvísleg viðskipti á liðnum árum Viðskipti íslands og Kína hafa verið með margvíslegum hætti á undanfömum árum og íslensk fyrir- tæki hafa í auknum mæli sótt fram á Kínamarkaði. Ólafur bendir á nokk- ur dæmi: Netverk hafi opnað skrif- stofu í Hong Kong þar sem unnið sé að sölu hugbúnaðar sem auðveldi gervihnattafjarskipti og fyrirtækið Níu fiskiskip eru nú í smiðum í skipasmiðastöð í borginni Dali-an. Aftast má sjá tvö skip sem eru því sem næst tilbúin. Frá undirritun frumsamnings um hitaveitu í Peking. Við borðið sitja f.h. Þorkell Erlingsson og Runólfur Maack frá Virki hf., fulltrúi borgaryfirvalda í Peking og Þorfinnur Finnsson frá Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir aftan má m.a. sjá Olaf Egilsson, sendiherra. Strax framleiði þar og selji aukabún- að fyrir farsíma. Einnig láti skófram- leiðandinn X-18 framleiða fyrir sig í Kína og þannig mætti áfram telja. „Viðskiptin hafa farið vaxandi og orðið fjölbreyttari að undanförnu. Sjávarafurðir eru að sjálfsögðu enn fyrirferðarmestar. Frystur karfi og loðna eru einnig flutt á markað í Kína og seld þaðan áfram á Japans- markað. Ég tel að fiskútflutningur til Kína eigi enn eftir að aukast á næstu árum í kjölfar samningaviðræðna um lækkun tolla,“ segir Ólafur. Hann minnir jafnframt á að færst hafi í vöxt að íslenskir aðilar kaupi fisk á Kínamarkaði og selji gegnum sölukerfi sín. Þetta sé fyrirkomulag til hagsbóta fyrir báða aðila. Samningar um raðsmíði fiskiskipa Ólafur segir að skipasmíði sé risa- vaxin atvinnugrein í Kína og að ný- lega hafi íslenskir aðilar gert samn- inga um raðsmíði á fiskiskipum. „Níu skip eru í smíðum í borginni Dalian í stærsta raðsmíðaverkefni sem ís- lendingar hafa efnt til. Fjórum skipum hefur þegar verið ýtt úr vör, en þau eru hönnuð hér á landi og hafa kínverskir skipasmiðir lagt mikið á sig til að aðlagast vest- rænum kröfum í þessum efnum.“ Skipin eru 21,5 m á lengd og vel búin tækjum. I Suður-Kína, í borginni Gua- nzhou, er svipaður fjöldi skipa í smíðum fyrir íslenska aðila og eitt í Shanghæ. Fyrsta skipið sem samið var um verður senn tilbúið, en það er smíðað fyrir Örn Erlingsson, útgerð- armann og skipstjóra. „Vestrænar þjóðir hafa ekki hing- að til látið kínverskar skipasmíða- stöðvar smíða fyrir sig fískiskip og því er um tímamótasamninga að ræða. Kínveijum er mjög í mun að vel takist til, svo Islendingar, þessi mikla fiskveiðiþjóð, beri þeim vel söguna og opni þannig leiðina að markaði á Vesturlöndum. Samskipti á menningarsviði Ólafur segir einnig aukin samskipi á sviði menningar, þannig hafi á dög- unum verið staðið fyrir listasýningu íslenskra myndlistamanna í borg- inni Dalian og úrval Islendingasagna hafi nýlega komið út á kínversku í tveimur bindum, auk þess sem um þessar mundir sé verið að gefa út Eddukvæði þar í landi. Myndlistar- konan Þórdís Claessen sér um myndskreytingar í þeirri útgáfu. „Það er mikill áhugi á Islandi í Kína um þessar mundir, en kín- verskt þjóðfélag hefur mjög verið að opnast á undanfömum ámm. Vestræn ríki eiga nú samskipti við stjórnvöld í Kína sem aldrei fyrr, enda eru sóknarfærin þar gríðarleg í viðskiptalegu tilliti. Norðurlanda- þjóðirnar hafa verið mjög duglegar að koma sínum fyrirtækjum á fram- færi, t.d. hafa farsímafyrirtækin Nokia og Ericsson gert stóra samn- inga á sviði fjarskipta þar í landi.“ Geðhjálp, Landspftalinn - háskólasjtlkrahús og Landlæknisembættið undirrita samstarfssamning Fræðsla og for- varnir í geðheil- brigðismálum GEÐHJÁLP, geðsvið Landspítala - háskólasjúkrahúss og Land- læknisembættið, hafa undirritað samstarfssamning um Geðrækt; verkefni á sviði fræðslu og for- varna í geðheilbrigðismálum. Eydis Sveinbjarnardóttir, for- maður Geðhjálpar, segir undir- búning þessa verkefnis hafa stað- ið yfir um skeið, en það sé það umfangsmesta á sviði fræðslu og forvama í geðheilbrigðismálum, sem ráðist hafi verið í hér á landi. Eydís segir að með því að vinna að fræðslu og forvörnum á þessu sviði vænti menn þess að bæta geðheilsu landsmanna og draga úr samfélagslegum kostnaði vegna geðraskana. Hún segir Geðrækt mótaða eftir erlendri fyrirmynd, en verkefnið samræm- ist þeirri stefnu Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar að áhersla í heilbrigðismálum færist frá meðferðarmiðuðum úrræðum yfir í forvarnir. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Guðmundsson, landlæknir, Eydís Sveinbjarnardóttir, formaður Geðhjálpar og Hannes Pétursson, for- stöðulæknir geðsviðs Landspítalans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.