Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Olafur Egilsson sendiherra í Kína um aukin viðskipti Islands og Kína
Smíði físki-
skipa og jarð-
hitasamstarf
ber hæst
Geysileg sóknarfæri eru fyrir íslensk
✓
fyrirtæki á Kínamarkaði, að sögn Qlafs
Egilssonar, sendiherra í Peking, en nk.
mánudag verður efnt til ráðstefnu um við-
skiptatækifæri í Kína.
ÓLAFUR Egilsson hefur verið
sendiherra í Peking í rúm tvö ár, en
hann tók við af Hjálmari W. Hannes-
syni, sem stofnaði þar sendiráð í
byrjun árs 1995.
„Það er annarra en okkar sem sitj-
um undir árum að meta hvernig til
hefur tekist, en tilkoma sendiráðsins
hefur bætt til muna aðstöðuna til að
reka íslenska hagsmuni í Kína. Þetta
hefur haft mjög mikil og jákvæð
áhrif á samskipti þjóðanna," segir
Ólafur, sem nú er staddur hér á
landi. „Kínverjar kunna einnig vel að
meta tilvist þess.“
Samskipti í
jarðhitamálum
Að sögn sendiherrans eru nú
ákveðin tímamót í viðskiptum land-
anna, því augu Kínverja hafa nú opn-
ast fyrir hyggindum þess að auka
mjög notkun jarðhita og beinast
sjónir þeirra mjög að íslandi í því
sambandi. Ljóst sé að íslenskt hug-
vit og reynsla muni koma að málum
þegar jarðhiti verður nú nýttur til
upphitunar tveggja hverfa á Pek-
ingsvæðinu og nánast sé stefnt að
því að taka upp hitaveitukerfi
Reykjavíkurborgar þama hinum
megin á hnettinum.
„Kínverjar eiga geysilega mikinn
jarðhita í iðrum jarðar, það lætur
nærri að þekktir séu 3.000 heitir
staðir víðsvegar í þessu stóra landi.
A síðustu árum hafa Kínverjar í
auknum mæli farið að huga að um-
hverfismálum. Kynding með kolum
eða olíu hefur hingað til verið alls-
ráðandi, en nú vilja þeir umhverfis-
vænni orkugjafa og aðeins það besta
í þeim efnum, eins og þeir segja.“
Ólafur bendir á að borgaryfirvöld í
Peking kosti nú mjög kapps að
minnka mengun yfir borginni og hafi
gert ýmsar ráðstafanir í þá veru.
Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur
og Virkis hf. undirrituðu nýlega fyrir
forgöngu íslenska sendiráðsins
frumsamning við borgaryfirvöld í
Peking um að fyrirtækin aðstoði við
lagningu hitaveitu og fleira í því
sambandi. Síðar í mánuðinum eru
væntanlegar tvær kínverskar sendi-
nefndir til frekari samningavið-
ræðna.
Um er að ræða hitaveitur í tveim-
ur borgarhlutum á Peking-svæðinu,
m.a. þar sem Ólympíuleikarnir verða
haldnir árið 2008, beri umsókn
þeirra um leikana sigur úr býtum í
vali Alþjóða Ólympíunefndarinnar.
Hitt svæðið er norðvestan við mið-
borg Peking, rétt handan við Kína-
múrinn, þar sem er vinsæll áningar-
staður ferðamanna sem milijónum
saman ferðast þangað ái'lega að
berja múrinn augum.
„A báðum þessum svæðum eru
uppi áform um húshitun með jarð-
hita, en norður af borginni er einnig
ætlunin að nýta jarðvarmann fyrir
landbúnað og til fiskiræktar," segir
Ólafur og bætir við: „Kínverjar telja
að átak í umhverfismálum gæti kom-
ið sér vel vegna umsóknarinnar um
Ólympíuleikana og af þeim sökum
leggja þeir mikla áherslu á að þessar
viðræður gangi fljótt og vel fyrir sig
svo unnt sé að hefja framkvæmdir
sem fyrst.“
Margvísleg viðskipti
á liðnum árum
Viðskipti íslands og Kína hafa
verið með margvíslegum hætti á
undanfömum árum og íslensk fyrir-
tæki hafa í auknum mæli sótt fram á
Kínamarkaði. Ólafur bendir á nokk-
ur dæmi: Netverk hafi opnað skrif-
stofu í Hong Kong þar sem unnið sé
að sölu hugbúnaðar sem auðveldi
gervihnattafjarskipti og fyrirtækið
Níu fiskiskip eru nú í smiðum í skipasmiðastöð í borginni Dali-an. Aftast má sjá tvö skip sem eru
því sem næst tilbúin.
Frá undirritun frumsamnings um hitaveitu í Peking. Við borðið sitja f.h. Þorkell Erlingsson og Runólfur Maack
frá Virki hf., fulltrúi borgaryfirvalda í Peking og Þorfinnur Finnsson frá Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir aftan
má m.a. sjá Olaf Egilsson, sendiherra.
Strax framleiði þar og selji aukabún-
að fyrir farsíma. Einnig láti skófram-
leiðandinn X-18 framleiða fyrir sig í
Kína og þannig mætti áfram telja.
„Viðskiptin hafa farið vaxandi og
orðið fjölbreyttari að undanförnu.
Sjávarafurðir eru að sjálfsögðu enn
fyrirferðarmestar. Frystur karfi og
loðna eru einnig flutt á markað í
Kína og seld þaðan áfram á Japans-
markað. Ég tel að fiskútflutningur til
Kína eigi enn eftir að aukast á næstu
árum í kjölfar samningaviðræðna
um lækkun tolla,“ segir Ólafur.
Hann minnir jafnframt á að færst
hafi í vöxt að íslenskir aðilar kaupi
fisk á Kínamarkaði og selji gegnum
sölukerfi sín. Þetta sé fyrirkomulag
til hagsbóta fyrir báða aðila.
Samningar um
raðsmíði fiskiskipa
Ólafur segir að skipasmíði sé risa-
vaxin atvinnugrein í Kína og að ný-
lega hafi íslenskir aðilar gert samn-
inga um raðsmíði á fiskiskipum. „Níu
skip eru í smíðum í borginni Dalian í
stærsta raðsmíðaverkefni sem ís-
lendingar hafa efnt til.
Fjórum skipum hefur þegar verið
ýtt úr vör, en þau eru hönnuð hér á
landi og hafa kínverskir skipasmiðir
lagt mikið á sig til að aðlagast vest-
rænum kröfum í þessum efnum.“
Skipin eru 21,5 m á lengd og vel búin
tækjum.
I Suður-Kína, í borginni Gua-
nzhou, er svipaður fjöldi skipa í
smíðum fyrir íslenska aðila og eitt í
Shanghæ. Fyrsta skipið sem samið
var um verður senn tilbúið, en það er
smíðað fyrir Örn Erlingsson, útgerð-
armann og skipstjóra.
„Vestrænar þjóðir hafa ekki hing-
að til látið kínverskar skipasmíða-
stöðvar smíða fyrir sig fískiskip og
því er um tímamótasamninga að
ræða. Kínveijum er mjög í mun að
vel takist til, svo Islendingar, þessi
mikla fiskveiðiþjóð, beri þeim vel
söguna og opni þannig leiðina að
markaði á Vesturlöndum.
Samskipti á menningarsviði
Ólafur segir einnig aukin samskipi
á sviði menningar, þannig hafi á dög-
unum verið staðið fyrir listasýningu
íslenskra myndlistamanna í borg-
inni Dalian og úrval Islendingasagna
hafi nýlega komið út á kínversku í
tveimur bindum, auk þess sem um
þessar mundir sé verið að gefa út
Eddukvæði þar í landi. Myndlistar-
konan Þórdís Claessen sér um
myndskreytingar í þeirri útgáfu.
„Það er mikill áhugi á Islandi í
Kína um þessar mundir, en kín-
verskt þjóðfélag hefur mjög verið að
opnast á undanfömum ámm.
Vestræn ríki eiga nú samskipti við
stjórnvöld í Kína sem aldrei fyrr,
enda eru sóknarfærin þar gríðarleg í
viðskiptalegu tilliti. Norðurlanda-
þjóðirnar hafa verið mjög duglegar
að koma sínum fyrirtækjum á fram-
færi, t.d. hafa farsímafyrirtækin
Nokia og Ericsson gert stóra samn-
inga á sviði fjarskipta þar í landi.“
Geðhjálp, Landspftalinn - háskólasjtlkrahús og Landlæknisembættið undirrita samstarfssamning
Fræðsla og for-
varnir í geðheil-
brigðismálum
GEÐHJÁLP, geðsvið Landspítala
- háskólasjúkrahúss og Land-
læknisembættið, hafa undirritað
samstarfssamning um Geðrækt;
verkefni á sviði fræðslu og for-
varna í geðheilbrigðismálum.
Eydis Sveinbjarnardóttir, for-
maður Geðhjálpar, segir undir-
búning þessa verkefnis hafa stað-
ið yfir um skeið, en það sé það
umfangsmesta á sviði fræðslu og
forvama í geðheilbrigðismálum,
sem ráðist hafi verið í hér á landi.
Eydís segir að með því að vinna
að fræðslu og forvörnum á þessu
sviði vænti menn þess að bæta
geðheilsu landsmanna og draga
úr samfélagslegum kostnaði
vegna geðraskana. Hún segir
Geðrækt mótaða eftir erlendri
fyrirmynd, en verkefnið samræm-
ist þeirri stefnu Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar að
áhersla í heilbrigðismálum færist
frá meðferðarmiðuðum úrræðum
yfir í forvarnir.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Guðmundsson, landlæknir, Eydís Sveinbjarnardóttir, formaður Geðhjálpar og Hannes Pétursson, for-
stöðulæknir geðsviðs Landspítalans.