Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
i
+ Siguröur Eyj-
ólfsson var
fæddur á Suður-
Hvoli í Mýrdal hinn
21. janúar 1915.
Hann lést í dvalar-
heimilinu Hjalla-
túni, Vík í Mýrdal
þann 8. september
síðastliðnn.
Foreldrar hans
voru Eyjólfur Guð-
mundsson, bóndi,
hennari og rithöf-
undur á Suður-
Hvoli, f. 31. ágúst
árið 1870 í Eyjar-
hólum í Mýrdal, d. 16. október
1954 á Suður-Hvoli og kona hans
Arnþrúður Guðjónsdóttir, hús-
freyja, f. 21. desember 1872 á
Þórustöðum í Eyjafirði, d. 3.
október 1962 á Suður-Hvoli.
Systkini hans voru: Anna Rósa,
búsett á Hvoli, f. 30. maí 1905, d.
21. mars 1991; Ingveldur, hús-
Um hugann leggur hlýjan straum,
er hljóðs og stuðla föll
úr fortíð grafa gleymdan draum
. j-oggullmínheilogöll.
Kð spyrjið víst hvað valdi því
aðvöknarmérum brá,
svo skær er bjarminn augum í
umaustur-fjöllin blá.
(Guðm. Guðmundsson.)
Þegar líkaminn er orðinn þreyttur
og heilsuleysi og vanlíðan allsráðandi
hvað er þá betra en sofna frá kvölun-
um og hverfa inn í eilífa dýrð Guðs?
Þú þráðir alltaf svo heim pabbi minn
og nú ertu kominn heim til afa og
ömmu, systkina þinna og allra gömlu
vipanna sem þú minntist svo oft á.
A veggnum í herberginu hennar
ömmu hangir mynd, þar sem amma
situr fyrir miðju með yngsta snáð-
ann, rauðhaerðan og glaðlyndan, hin
fjögur eldri systkinin standa hjá
henni. I dagbókinni hans afa fyrir ár-
ið 1915 stendur þann 21. janúar-
:fæddur sonur og í apríl sama ár
skírður Sigurður í höfuðið á góðvini
mínum Sigurði Eggerz, sýslumanni.
Hann var yngstur systkinanna sem
upp komust, prakkari og skemmti-
legur drengsnáði. Hann ólst upp við
öll hefðbundin sveitastörf og var
snemma liðtækur til allra verka,
hvort sem um var að ræða smala-
mennsku og sjóróðra og allt þar á
milli. Hann stundaði einn vetur nám
víf' íþróttaskóla Sigurðar Greipsson-
ar í Haukadal og oft minntist hann á
veruna þar og þau áhrif sem dvölin
þar hafði á hann. Marga vetur var
hann á vertíð í Vestmannaeyjum og
þar gerðist mörg gamansagan.
Sumarið 1952 kvæntist hann
mömmu, Sigurbjörgu Guðnadóttur
frá Skuggabjörgum í Grýtubakka-
hreppi, og fyrst bjuggu þau í Eyjum-
en fluttust svo að Hvoli árið 1954 með
elsta barnið og bjuggu þar síðan.
Þegar ég var bam þá taldi ég hann
elstan á heimilinu, því hann var jú
stærstur og bestur. Amma var alveg
andaktug á þessari einfeldni og man
ég eftir þrætum okkar um þetta mál.
Það er, að mér finnst svo örstutt
síðan hann pabbi leiddi litlu budduna
sína í fjárhúsin og til annarra verka.
Hversdagleg verk urðu að ævintýri
með honum og návist hans fyllti
mann gleði og öryggi. Hann kenndi
mér að gefast aldrei upp og ekkert
verk væri svo lítilfjörlegt að það
skyldi ekki unnið af fyllstu samvisku-
semi og trúnaði. Það voru margir
vormorgnamir sem við pabbi fórum
til kinda, sólin var að koma upp, fugl-
amir famir að syngja. Pabbi segir
mér ýmis kennileiti og ömefni í land-
areigninni og frá atvikum sem þeim
embundin. Hins vegar finnst honum
a'ífftirin rati í fjármennskunni því
hún geti aldrei lært neitt fjármark
nema gat. Við pabbi finnum borið og
ég er stolt yfír að geta gert gagn.
Þó að ég hafi dvalið lengstum að
heiman að loknu námi, hefur alltaf
verið gott að koma heim, þá fagnaði
pabbi mér alltaf á sinn hljóðláta hátt.
NAertu kominn til Guðs, pabbi minn,
freyja í Kerlingardal
og Norðurgarði, f. 2.
febrúar 1907, dáin
22. nóvember 1994;
Steinunn, húsfreyja í
Pétursey, f. 1. maí
1910, d. 21. nóvem-
ber 1979 og eftirlif-
andi er Guðmundur,
f. 12. nóvember 1912.
Sigurður ólst upp
á Suður-Hvoli og
stundaði öll algeng
sveitastörf, veturinn
1937-1938 stundaði
hann nám við
Iþróttaskóla Sigurð-
ar Greipssonar í Haukadal og
var þá vertíðum um árabil í
Vestmannaeyjum, frá árinu 1954
var hann bóndi á Suður-Hvoli ás-
amt systkinum sinum Önnu og
Guðmundi.
Árið 1952 kvæntist hann Sig-
urbjörgu Guðnadóttur frá
Skuggabjörgum í Dalsmynni,
þar sem blessaðir hestarnir þínir Glói
og Stóri-Gráni bíða altygjaðir að
bera þig inn í hina nóttlausu voraldar
veröld þar sem engin veikindi og
kvalir eru til. Á heiðríkum vetrar-
kvöldum þegar himinninn er stjörn-
ubjartur, þá skín skærasta stjaman,
stjaman hans pabba og leiðir mig
áfram lífsbrautina eins og höndin
hans leiddi mig forðum.
Arnþrúður.
Elsku afi minn.
Það er svo margt sem ég gæti
skrifað um allt sem þú kenndir mér
og sagðir mér, það mun alltaf eiga
sérhólf í hjarta mínu. Þú ert besti afi
sem hægt er að hugsa sér. En ég veit
að þú vildir hljóta hvfldina því síðustu
dagar og vikur em búnar að vera erf-
iðar hjá okkur öllum þess vegna sam-
gleðst ég þér að hafa fengið hvfldina
langþráðu og læt þessi orð fylgja hér
í síðasta sinn.
Hinlangaþrauterliðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
ogallterorðiðrótt,
núsællersigurunninn
og sólin björt upp runnin
á bakvið dimma dauðans nótt
(V. Briem)
Elsku afi það er sárt að sætta sig
við þetta en vonandi sjáumst við fljótt
aftur á ný í himnaríki. Hvfl í friði
elsku afi.
Þín
Sigurbjörg Magnúsdóttir.
Oft er það látið verða upphaf
merkilegra tíðinda í íslenskum þjóð-
sögum að norðlenskur vinnumaður
hélt suður heiðar til sjóróðra, en
sunnlensk kaupakona norður. Þetta
gerðist líka löngum í raunvemleikan-
um, sem þjóðsögumar em spegil-
mynd af - og gat þá allt eins verið að
kaupakonan færi suður. Nú kemur
mér þetta í hug þegar kvaddur er
Sigurður Eyjólfsson, fyrrverandi
bóndi á Suður-Hvoli í Mýrdal, og upp
rifjast minningar frá liðnum dögum.
Það var fyrir meira en hálfri öld
sem Sigurbjörg móðursystir mín,
sem fædd var og uppalin í Fnjóska-
dal og átti heima fyrir norðan, réðst
eitt sumar í kaupavinnu að Suður-
Hvoli. Þau sumur urðu fleiri og þar
tókust góð kynni með henni og syni
bóndans, Sigurði Eyjólfssyni. Fólki
hennar fyrir norðan þótti þetta
reyndar talsvert ferðalag og þá ekki
síður merkilegt, hvaða breytingum
það olli á hennar högum, því að ekki
er að orðlengja það að kaupakonan
og bóndasonurinn gengu í hjónaband
1952. Fyrst vom þau skamma hríð á
Hvoli, en stofnuðu síðan heimili í
Vestmannaeyjum þar sem margur
Skaftfellingurinn hefur íslenst fyrr
og síðar. Þar var Sigurður einkum í
aðgerð hjá Ársæli Sveinssyni og þar
eignuðust þau hjón elsta bam sitt,
Amþrúði, 1954. Fyrir þeim átti þó
ekki að liggja að verða Vestmannaey-
ingar til lengdar, því að þá um haust-
Suður-Þingeyjarsýslu og eignuð-
ust þau fjögur börn: 1) Arnþrúði,
f. 5. mars 1954, bókasafnsfræð-
ing í Reykjavík, 2) Kristínu Ja-
kobfnu, f. 2. júlí 1955, ljósmóður
og hjúkrunarfræðing, búsetta í
Garðabæ, gift Gunnari R. Óla-
syni, húsasmíðameistara, f. 7. ap-
rfl 1954 og eiga þau þrjár dætur,
a) Sigurbjörgu Stellu, f. 29. jan-
úar 1978 og á hún Óla Fannar, f.
9. júlí 2000, b) Önnu Steinunni, f.
22. september 1983 og c) Díönu
Hrund, f. 5. október 1989. 3) Eyj-
ólf, f. 31. ágúst 1956, bifreiðast-
jóra, búsettan í Mosfellsbæ,
kvæntan Ásdísi Gunnarsdóttur
leikskólakennara og eiga þau a)
Emmu Björgu, f. 11. aprfl 1985
og b) Sigurð Örn, f. 4. maí 1987.
4) Guðnýju, f. 20. október 1961
bónda á Hvoli, gifta Kristjáni Ól-
afssyni, f. 27. júlí 1947 og eiga
þau Guðmund Eyjólf, f. 28. sept-
ember 1997, börn Guðnýjar af
fyrra hjónabandi eru a) Sigurður
Magnússon, f. 6. nóvember 1982
og b) Sigurbjörg Magnúsdóttir, f.
13._nóvember 1985.
Utför Sigurðar fer fram frá
Skeiðflatakirkju í Mýrdal í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
ið andaðist faðir Sigurðar, merkis-
maðurinn Eyjólfur Guðmundsson, og
leið þá ekki á löngu uns þau fluttust
að Hvoli og tóku þar við búi ásamt
þeim systkinum Sigurðar sem heima
voru.
Eg man vel þegar Sigurður kom
fyrst norður snögga ferð að hitta til-
vonandi tengdaforeldra sína og ann-
að skyldfólk unnustu sinnar. Okkur
Hreini bróður mínum, sem þá vorum
á þeim aldri sem krakkar eru hvað
forvitnastir um fólk, leist undir eins
vel á þennan hávaxna og handstóra,
eldrauðhærða og ljósbláeyga mann
með stóru ferðatöskuna, sem kom og
fór með Loftleiðavél og okkur þótti
hafa á sér heimsmannsbrag. Það var
stutt í brosið, hann var barngóður og
kíminn, sposkur á svip og hláturmild-
ur og talaði skaftfellsku. Okkur
fannst mikil tilbreyting í skammdeg-
inu að kynnast honum, komnum alla
leið að sunnan! En brátt kynntist ég
honum betur og því umhverfi sem
hann var sprottinn úr.
Sumarið 1955 var frægt rigningar-
sumar á Suðurlandi, en jafnframt
varð það - og kannski meðal annars
þess vegna - eitthvert merkilegasta
og örlagaríkasta sumar ævi minnar.
Ég hafði verið fermdur um vorið.
Afi minn og amma fyrir norðan, sem
ég hafði verið hjá á sumrin, voru hætt
að búa og flutt á mölina, og þess
vegna var ég nú sendur í sveit til
frænku minnar á Hvoli í júníbyrjun -
og kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur
í suðurleiðinni. Þetta var auðvitað
mikið ævintýri fyrir fjórtán ára strák
sem aldrei hafði farið í jafn langt
ferðalag og var nú allt í einu staddur
þar sem sér til Péturseyjar og Eyja-
fjalla í vestri, bungu Mýrdalsjökuls
ber við loft í norðri, Dyrhólaey blasir
við í austri og sævamiðurinn þagnar
aldrei við suðurströndina.
Þetta er ramminn, en fólkið á
myndinni var auk hjónanna og dóttur
þeirra amma hennar og nafna, Am-
þrúður Guðjónsdóttir, ekkja Eyjólfs,
sem var eyfirskrar ættar; Anna og
Guðmundur, systkini Sigurðar; Eyj-
ólfur Högnason frá Sólheimum, sem
heima átti á Hvoli, og svo yngsta
kynslóðin: kaupakonan Lára úr
Reykjavík, Steindór, Jónsi og Sigga,
sem öll vom þaðan, og undirritaður.
Um sumarið fæddist svo ungu hjón-
unum önnur dóttir, Kristín, á afmæl-
isdegi afa síns íyrir norðan.
í tveimur orðum sagt var þetta
skemmtilegt sumar eða er að
minnsta kosti orðið það í minning-
unni. Því að lengi hefur það verið svo,
þótt ég eigi auðvitað að muna best
gráan og þungbúinn himin, raka-
mettað loft og rigningu dag eftir dag
og væl kjóans sem kvað tregaslag
sinn við undirleik dropafallsins í Klif-
andi, þá bregður nú svo við að mér
finnst eiginlega alltaf hafa verið
sólskin! Það stangast á við stað-
reyndir, en svo oft rofaði þó til að út-
sýnið brenndi sig í minnið í línum og
litum og í djúpum hyl minninganna
glitrar enn á gull mannlegra sam-
skipta og andlegrar örvunar sem lyfti
huganum í hversdagsönninni miðri.
Börn Amþrúðar og Eyjólfs á Hvoli
voru fimm og bjuggu öll í Mýrdaln-
um, Steinunn 1 Pétursey og Ingveld-
ur í Kerlingardal, en hin þrjú, sem
nefnd hafa verið, á Hvoli. Þau sem
heima voru sinntu öll útiverkum,
Anna líka, því að hún hafði áreiðan-
lega meira gaman af heyskap en
hefðbundnum inniverkum sem mest
hvfldu á herðum frænku minnar.
Bræðumir gengu báðir til bústarf-
anna úti við af dugnaði, verklagni og
snyrtimennsku, en án alls fyrir-
gangs. Þeir vom þess vegna ágætir
verkstjórar og vel til þess fallnir að
leiðbeina börnum og unglingum um
almenn vinnubrögð með lipurð og
góðu fordæmi og halda þeim hæfi-
lega að verki án allrar vinnuhörku, en
Guðmundur var meira út á við starfa
sinna vegna; hann gegndi fleiri en
einu trúnaðarstarfí og varð síðar
oddviti og þurfti því öðra hverju að
bregða sér af bæ.
Sigurður Eyjólfsson var fertugur
þegar þetta var. Faðir hans lést árið
áður en ég var á Hvoli og ég sá hann
þess vegna aldrei, en eftir mynd af
honum rosknum að dæma sýnist mér
Sigurður hafa verið nokkuð líkur
honum og andlitslagið svipað. Sveit-
ungi þeirra, Stefán Hannesson í
Litla-Hvammi, talaði eitt sinn um
„meðfætt og ræktað góðlyndi og létt-
lyndi“ Eyjólfs í grein um hann, en
þau orð finnst mér vel mega heim-
færa upp á Sigurð son hans eins og
ég kynntist honum sumarið góða. I
því felst ekki að hann hafi ekki verið
alvöramaður í siðferðilegum skiln-
ingi; það var hann, einlægur og hlýr
og mátti ekkert aumt sjá. En hann
hafði frá mörgu að segja og gaman af
að hlýða á frásagnir annarra, sem
glöggt kom t.d. í Ijós þegar gestir
komu, sem var býsna oft, því að
heimilið var vel þekkt og vinmargt og
mátti þar að auki heita í þjóðbraut.
Það má næri geta hvort þetta
geðslag og viðmót Sigurðar féll ekki
vel í kramið hjá kaupafólkinu og
snúningakrökkunum. Það vó upp á
móti veðurdrunganum. og gerði
starfið að leik öðram þræði. Sigurður
hafði gaman af græskulausri stríðni
og gamanyrðin lágu honum létt á
tungu. Kaupakonan var sextán ára
og tiivalið að stríða okkur hvora á
öðra, því að tveggja ára aldursmunur
táninga er óbrúanlegt djúp eins og
flestir vita. Já, það var oft glatt á
hjalla á túninu og ýmislegt við að
vera, sem ekki verður upp talið hér,
en eitthvað svipað frá fólkinu og líf-
inu á Hvoli og heimilisbragnum þar
bæði fyrir og eftir þennan tíma
kynnu margir að geta sagt, því að ófá
vora þau börn og unglingar, einkum
úr Reykjavík og Vestmannaeyjum,
sem þar vora í sveit, sum ár eftir ár.
Einn þeirra, sem áður höfðu verið
þar, en ég hafði þá aldrei séð, var mér
að gefnu tilefni sagt að héti Sveinn
Einarsson, því að mynd af honum
trónaði, ef ég man rétt, í heiðurssæti
uppi á útvarpinu. Nú var hann vaxinn
upp úr því að vera í sveit og eyddi
dögum sínum á öðram slóðum, en
faðir hans, Einar Ólafur, var sem
kunnugt er úr Mýrdalnum og hafði
verið mikill vinur Eyjólfs Guðmun-
dssonar.
í þeim skrifuðum orðum hvarflar
hugurinn að því, sem síst má gleym-
ast, að Hvolsheimilið var þjóðræktar-
og bókmenntaheimili þar sem menn-
ingaráhugi dafnaði og hlúð var að
ýmsum andans gróðri. Eyjólfur á
Hvoli varð á efri áram þjóðkunnur
rithöfundur og hlaut að verðleikum
lof dómbærastu manna fyrir bækur
sínar. I bókaskáp hans gat m.a. að
líta áritaðar bækur vina hans og að-
dáenda, Einars Ólafs, Halldórs Kilj-
ans Laxness og Þórbergs Þórðarson-
ar, svo að nefnd séu fræg nöfn. Böm
Eyjólfs, sem öll vora prýðilega gefin,
ólust því upp við lestur og fróðleik-
sfýsn og lærðu sjálfkrafa að meta það
sem lyft gat huganum og njóta þess,
og vitaskuld setti það svip sinn á
heimilislífið.
Á Hvoli var vel fylgst með fréttum
og því sem hæst bar hverju sinni
manna á meðal. Þangað bárast t.d.
flest eða öll Reykjavíkurblöðin, Suð-
urland og ýmis tímarit, og stundum
lífgaði efni þeirra upp á umræðurnar,
sem mér fannst einkennast af nota-
legri, skaftfellskri hógværð og fijáls-
lyndi, um hvað sem þær snerast. Ég
SIGURÐUR
EYJÓLFSSON
gat þess að Sigurður Eyjólfsson hefði
verið barngóður maður. Það voru
þau öll, systkinin, og kannski var
ekki minnst um það vert að börn og
unglingar vora tekin eins og fullorðið
fólk, virðing borin íyrir skoðunum
þein-a og við þau talað samkvæmt
því. Á því hafði Hvolsfólk bæði lag og
vilja, og núna eftir á finnst mér það
ekki síst hafa einkennt mannleg sam-
skipti á bænum, á hve elskulegan og
yfirlætislausan hátt hinir eldri miðl-
uðu staðgóðum arfi og áhrifum til
yngri kynslóðarinnar.
Það rigndi sem fyrr segir mikið í
Mýrdal þetta sumar. Slíkt var auð-
vitað bændum og búaliði lítið fagnað-
ai'efni og miður gott fyrir töðuna sem
þurrka átti. En fyrir þá sem ekki
bára ábyrgð á neinu nema sjálfum
sér - og varla það - hafði þetta þann
kost að fleiri og lengri frístundir gáf-
ust en ella hefði kannski orðið. Og
þær gat hver notað að vild eftir sín-
um áhugamálum.
Þegar ég sagði að sumarið 1955
hefði orðið eitt merkilegasta og ör-
lagaríkasta sumar ævi minnar átti ég
ekki fyrst og fremst við það að ferm-
ingarstrákur, sem fannst hann þurfa
að standa sig í kaupamennskunni,
hefði lært margt og lifað síðasta
sumarið sitt í sveit og orðið fyrir örv-
andi áhrifum við að fara jafn langt að
heiman og hann gerði og skoða sig
um í nýjum landshluta. Ég átti frem-
ur við hitt að þá tók ég ekki síður út
andlegan en líkamlegan þroska fyrir
áhrif frá umhverfinu og þóttist sjá
það seinna að andlegu áhrifin sem ég
varð fyrir hefðu átt drjúgan þátt í að
glæða hjá mér bókmennta- og fræða-
hneigð og beina huga mínum að hlut-
um sem í senn hafa orðið áhugamál
mitt og viðfangsefni.
Bókasakáparnir á Hvoli geymdu
ýmsar gersemar sem ég komst í
kynni við og hafa sumar orðið ævifé-
lagar mínir, af því að þær víkkuðu
sjóndeildarhringinn og opnuðu mér
nýja sýn inn í heim bókmenntanna.
Ekki spilltu ábendingar annarra eða
það að geta talað við þá um reynslu
sína; ég man t.d. að ég spjallaði ekki
síst við Önnu um það sem ég var að
uppgötva, enda gaf hún sér kannski
betri tíma til þess konar umræðna en
aðrir og var mikill lestrarhestur þeg-
ar hún var ekki með hrífuna í hend-
inni. Þarna las ég margar og ólíkar
bækur, en allar góðar, og nú hlýtur
að vera óhætt að ljóstra því upp að
æði oft lásum við Steindór heitinn
Gíslason verkfræðingur, sem þá var
ellefu ára og herbergisnautur minn í
norðurherberginu, töluvert lengur
en tfl var ætlast eftir að við voram
háttaðir og farið var að skyggja.
Svo tók þetta ævintýri enda og
leiðin lá aftur norður með rútunni
þegar komið var fram í september.
Áður brá þó til betri tíðar, því að eftir
höfuðdag kom þurrkur. Þá fékk
kaupamaðurinn að aka Ferguson-
dráttarvélinni með ljósum úti í Mið-
eyjum, því að keppst var við að hirða
þar þurrhey af engjum fram yfir mið-
nætti með öldunið Atlantshafsins
fyrir eyram úti í myrkrinu, en Mýr-
dalsjökul baðaðan tunglsljósi í gagn-
stæðri átt. Yfir þeim kvöldum var
rómantískur rökkurblær.
Langur tími leið þangað til ég kom
aftur að Hvoli og síst get ég hælt mér
af því að hafa verið þar tíður gestur
eða sýnt staðnum, frænku minni og
fólkinu þar þá ræktarsemi sem það
hefði átt skilið af mér, þótt stöku
sinnum hafi verið rennt þar í hlað.
Ekki þýðir nú um það að fást, en
þetta löngu liðna sumar lifir í hug-
skotinu, og því era bundnar þær
minningar um Sigurð Eyjólfsson,
fólk hans og þátt þess í lífi mínu, sem
leita nú á þegar hann er allur.
Þá stóð hann á fertugu, svo að ævi
hans var varla hálfnuð, og hann átti
drýgstan hluta ævistarfs síns óunn-
inn. Það hefur löngum krafist krafta
og þreks og ekki alltaf gert menn
ríka að vera bóndi á Islandi, rækta,
bæta og nýta landið og halda því
byggilegu, koma bömum sínum til
manns, og sjá sér og sínum farborða
með því að framleiða ofan í okkur
kjötið og mjólkina og skila okkur
nýrri og betri landbúnaðarafurðum
en við ættum kost á með öðra móti,
hvað sem hver segir. Ekki er alltaf að
sjá að starf slíkra manna njóti skiln-
ings í þéttbýlinu, en Sigurður Eyj-
ólfsson var einn þeirra. Hann var