Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Samnorræn ráðstefna um tækifæri og ógnanir sjálfbærrar ferðaþjonustu í dreifbýli
Við Möðruveili í Skíðadal á ráðstefnu um sjálfbæra ferðaþjónustu. Jorku Parivanen, um-
hverfisráðgjafi á Dalvík, er lengst til hægri á taii við samlanda sína.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Frá ráðstefnu um sjálfbæra ferðaþjónustu í dreifbýli - tækifæri og ógnanir.
Sjálfbær ferðaþjönusta
er aldrei ógnun en
verður ekki sjálfkrafa til
Samnorræn ráðstefna um tækifæri og ógnanir í sjálfbærri ferðaþjónustu - þátttakendur hlýða á erindi.
SJÁLFBÆR ferðaþjónusta getur
aldrei orðið ógnun, sé ferðaþjónusta
einhverjum ógnun er hún ekki sjálf-
bær. Þetta er niðurstaða Stefáns
Gíslasonar umhverfisfræðings í er-
indi sem hann hélt á samnorrænni
ráðstefnu sem fjallaði um tækifæri
og ógnanir sjálfbærrar ferðaþjón-
ustu í dreifbýli. Ráðstefnan var
haldin nýlega í Dalvíkurskóla, en að
henni stóðu Háskóhnn á Akureyri,
Dalvíkurbyggð og Atvinnuþróunar-
félag Eyjafjarðar. Ráðstefnan var
liður í verkefninu „Natural and
Cultural Values in Sustainable Rur-
al Tourism", en það er styrkt af
svokallaðri Northern Peripheiy-
áætlun Evrópusambandsins. Há-
skólinn, Dalvíkurbyggð, Atvinnu-
þróunarfélagið og ferðaþjónendur á
Dalvíkursvæðinu eru þátttakendur í
þessu verkefni. Markmið ráðstefn-
unnar var að kynna aðferðir þeirra
sem stunda ferðaþjónustu á Norður-
Iöndum í sjálfbærri ferðaþjónustu,
stuðla að samstarfi milli þeirra og
efla faglega umræðu um sjálfbæra
ferðamennsku í dreifbýli.
Niðurstaðan í erindi Stefáns var
sú að sjálfbær ferðaþjónusta eins og
hún er skilgreind getur aldrei verið
ógnun við einn eða neinn, sé ferða-
mennska ógnun við einhvem er hún
ekki sjálfbær. Skilgreining á hug-
takinu sem Stefán studdist við er á
þá Ieið að sjálfbær ferðamennska sé
hvert það form í þróun eða athöfn-
um í ferðaþjónustu sem tekur tilliti
til umhverílsins, tryggir langtíma-
vemdun náttúmlegra og menning-
arlegra auðlinda og er félagslega og
efnahagslega viðunandi.
Sjálfbær ferðaþjónusta
byggist á þremur stólpum
Samkvæmt þessari skilgreiningu
sagði Stefán að sjálfbær ferðaþjón-
usta gæti aldrei orðið ógnun, því hún
tæki tillit til þessara þátta, þ.e. nátt-
úmnnar, mannlífsins og fyrirtækj-
anna á svæðinu. Sjálfbær þróun
snerist nefnilega ekki bara um einn
þátt heldur um efnahagslega, vist-
og félagslega þætti. Þannig mætti
segja að sjálfbær þróun byggðist á
þremur stólpum, einn væri hinn
vistfræðilegi, þ.e. náttúran annar fé-
lagslegur, þ.e. sagan og menningin
og sá þriðji væri efnahagurinn eða
hagkerfið.
Stefán heldur því fram að tengsl
milli umhverfis og efnahagslegrar
afkomu í ferðaþjónustu séu hvergi
eins Ijós og greinileg og á norður-
hjara og þar með á Islandi.
Það kemur til að því að íslending-
ar era fyrst og fremst að selja menn-
ingu, náttúm og sögu en þessir
þættir séu allir viðkvæmir. „Við bú-
um á jaðarsvæði og það er mjög auð-
velt að eyðileggja samfélög á jaðar-
svæðum, þau búa yfir ákveðinni
þekkingu og hafa ákveðna menningu
sem menn finna ekki í París. Þetta
er auðlind sem þrýtur sé hún of mik-
ið notuð. Þetta emm við að selja og á
þessu byggir afkoman í ferðaþjón-
ustunni, ef við nýtum þessar auð-
lindir of mikið mun fjárhagsleg af-
koma ferðaþjónustunnar bíða tjón á
sama hátt og náttúran. Tengslin hér
á norðurhjara em því að mínu mati
mjög skýr, það er ekkert um það að
ræða að einhver einn þessara þátta,
náttúran, samfélagið eða atvinnulíf-
ið séu í hættu eitt og sér, þetta hang-
ir allt saman. Þannig að ógnun við
einn er ógnun við alla,“ sagði Stefán.
Hann sagði að ferðaþjónusta í
sjálfu sér gæti verið ógnun. Ferða-
menn héldu áfram að koma á sömu
staðina og ef mönnum mistækist að
stjóma ásókninni gætum við séð
fram á óbætanlegt tjón á umhverf-
inu, afkomu fyrirtækjanna og sam-
félögunum.
„Þannig getur ferðaþjónusta ver-
ið ógnun ef við aðhöfumst ekkert, en
sjálfbær ferðamennska er aldrei
ógnun, hún verður hins vegar ekki
sjálfkrafa til,“ sagði Stefán.
Fjögur vel heppnuð dæmi
kynnt til sögunnar
Á ráðstefnunni vora einnig haldin
erindi um fjögur einstök verkefni
sem valin vora sem góð dæmi um
sjálfbæra ferðaþjónustu í dreifbýli á
norðurslóðum. Þannig fjallaði Jouko
Parviainen, umhverfisráðgjafi á
Dalvík, um framkvæmdir við nýtt
hótel sem hafist var handa við í sum-
ar. Hótelið er eitt hið fyrsta í heim-
inum sem byggt er frá granni með
forsendur og staðla norræna um-
hverfismerkisins Svansins í huga.
Hótelið hefur fengið heitið Pól-
stjaman, en þeir þættir er lúta að
umhverfi þess eru samvinnuverk-
efni Islendinga og Finna.
Ritva Okkonen sagði frá ferða-
þjónustu sem byggð hefur verið upp
í þjóðgarðinum í Rokua í Finnlandi,
en þar þykir landslag með sérstæð-
um hætti, tær smávötn og friðsælir
skógar. Svæðið er inni í landinu
miðju og lýtur það ströngum um-
hverfisvemdarlögum. Þar hefur á
síðustu áram verið byggð upp ferða-
þjónusta sem m.a. miðar að heilsu-
þáttum og umhverfisvemd.
Þá sagði Stein Malkenes frá upp-
byggingu sjálfbærrar ferðaþjónustu
í Noregi, en fyrirtæki hans býður
upp á siglingu frá Trömsö til Spits-
bergen, stærstu eyjarinnar á Sval-
barða. Hann sagði fólk í vaxandi
mæli vilja upplifa eitthvað á ferða-
lögum sínum og taka þátt í ævintýr-
um, þannig að sífellt er á vegum fyr-
irtækisins verið að finna upp á
einhverju nýju. Þau fyrirtæki sem
stunda ferðaþjónustu á Svalbarða
þurfa að uppfylla fjölmörg ströng
skilyrði áður en þau fá að hefja
starfsemi.
Loks sagði Per Ake Nilsson frá
verkefni sem hófst árið 1995 á svæði
sem nefnist Arjeplog og er í Norður-
Svíþjóð, en það þykir hafa gengið
með ágætum síðustu ár. Á þessum
slóðum hefur verið erfitt að byggja
upp ferðaþjónustu af ýmsum ástæð-
um, svæðið er afskekkt, skortur er á
fjarskiptum og eins lá ekki áður fyrr
ljóst fyrir að hvaða markhópum
menn vildu beina sér. Nú hefur tek-
ist að snúa þróuninni við og fjöldi
manns sækir svæðið heim árlega.
Handverk og ferðaþjónusta
Síðasti liður ráðstefnunnar var er-
indi sem Guðrún H. Bjarnadóttir,
Hadda, flutti og naut við það aðstoð-
ar Lene Zachariassen, en það var
haldið á Möðravöllum í Skíðadal. í
erindi sínu ræddi Hadda um hand-
verk og ferðaþjónustu og þá þróun
sem orðið hefur á síðustu tíu áram í
þeim efnum. Fyrir áratug fékkst
styrkur upp á nokkrar milljónir til
að efla handverk og sagði Hadda að
áhugi hefði í kjölfarið vaxið mikið.
Hins vegar hefði menntunin gleymst
og enginn skóli væri til þar sem fólk
gæti lært handverk. Staðan væri því
sú að þeir sem fást við handverk
væra að reyna að gera eins vel og
þeir geta án þess að njóta tilsagnar.
Bækur sem til eru um þessi efni sem
og blöð era frá útlöndum og leitaði
fólk í töluverðum mæli í þessi blöð
og bækur. Þetta efni væri að stærst-
um hluta frá Bandaríkjunum, en þó
svo að mikið væri til um handverk
frá Norðurlöndum bæði í bóka- og
blaðaformi fengist það ekki hér á
landi.
Þetta hefði í för með sér að ís-
lenskt handverk bæri keim af því
bandaríska og það væri orðið nokk-
uð einlitt. Vissulega væri þetta auð-
veldasta leiðin fyrir fólk til að nálg-
ast fræðslu á ódýran hátt. Ekki væri
nægilega mikið um námskeið og oft
áttaði fólk sig ekki á að þau gætu
gagnast sér.
Benti Hadda á að víða væri fólk að
útbúa fallegt handverk, sem það ým-
ist hannaði sjálft eða byggði á ís-
lenskum granni, en það væri miklu
dýrara, það seldist ekki og væri bara
alls ekkert í tísku. „Þetta er ein-
hvers konar minnimáttar kennd,
það er eins og það viðhorf sé ríkj-
andi að við eigum ekkert handverk
sem er þess virði að halda utan um,“
sagði Hadda.
Hún nefndi að fátítt væri að fólk
sækti söfn til að sækja sér þangað
efnivið, ljósmynda eða teikna upp
gamla muni. Auðveldara væri að
kaupa fallegt blað úti í búð, skoða
það heima og búa til eitthvað upp úr
því.
Að mati Höddu þarf að leggja
meira fé í Heimilisiðnaðarfélagið og
ýta við því að það félag standi undir
nafni, það yrði virt og hefði til um-
ráða fé þannig að hægt yrði að bjóða
upp á námskeið eða skóla. Slík væri
staða heimilisiðnaðarfélaga á öðram
Norðurlöndum. Þá telur hún að ekki
sé fyrir hendi nægur skilningur á
mikilvægi handverks í menningu
landsins innan skólans hér á landi.
Handverk ætti að vera stór þáttur í
uppeldi fólks en það hefði í för með
sér fyrirbyggjandi aðgerðir. Fólk
sem lært hefði einhverja listsköpun
gæti síðar á lífsleiðinni, til að mynda
þegar erfiðleikar steðja að, sótt sér
svölun í handverkið. Þeir sem aldrei
hefðu lært handverk gætu ekki sótt
sér í það viðfangsefni.
Virkar sem segull
Handverk segir Hadda virka sem
segul á ferðaþjónustu, en hvarvetna
sem efnt hefur verið til sýninga á
handverki hafa þær dregið að sér
fjölda fólks. Svæðið fær til sín mik-
inn mannfjölda, þó svo að ekki séu
allir að kaupa mikið. Ferðaþjónusta
og handverk ættu því afar vel sam-
an. „ísland er sérkennilegt land og
útlendir ferðamenn vilja taka með
sér einhvem minjagrip heim sem er
sérkennandi fyrir svæðið og þá ætti
íslenskt handverk að koma þar
sterklega til greina, hvort sem um er
að ræða nýjung eða hlut sem byggir
á gamalli hefð,“ sagði Hadda.
þakgluggar-reyklosunarlúgur
> SINDRI
Borgartúni 31 • s. 575 0000 • wwwLSindrus^^^J