Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Smáfólk Einn, tveir, þrír, fjórir, sjáum til hvað gerist að ári! l'0NE,TU)0, TMREE „YALL HEAR"? „Einn, tveir, þrír, sjáum til“. Knnglunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Um umsögn Braga um bókina um Gest Frá Ragnheiði Gestsdóttur heimilisstörfum sem ekki fara hátt og Þorgrími Gestssyni: ... eins og Bragi tekur til orða. Móðir okkar vann alla tíð utan VIÐ UNDIRRITUÐ þökkum skrif Braga Asgeirssonar um bókina Steinsnar - Gestur Þorgrímsson myndhöggvari, sem birtist í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 30. ágúst síðastliðinn. Þegar bók er gagnrýnd virðist á stundum að rýnirinn sé í raun að biðja um allt aðra bók en þá sem prentuð var; þannig er í þessu til- felli þegar Bragi biður um ítarlegri upplýsingar og umfjöllun um ýmsa þætti sem aðeins er fjallað stutt- lega um. Eins og kunnugt er verða menn að sníða sér stakk eftir vexti og í hundrað blaðsíðna bók er ekki svigrúm til að tína til smáatriði eins og þau sem hann lýsir eftir. Við vildum koma á bók frásögn af lífshlaupi drengsins frá Laugar- nesi sem varð myndlistarmaður og völdum - í fullu samráði við hann sjálfan - þá þætti sem mestu skiptu um þroskaferil hans og ævi- starf. I því sambandi er til dæmis mikilvægara að segja frá fyrstu kynnum hans af myndlistinni í æsku og baráttunni við berklaveik- ina en eyða iöngu máli í frásagnir af lífi listnema í Kaupmannahöfn. Þetta er bókin um Gest, föður okkar, og því er megináherslan lögð á störf hans þó vitanlega sé líf og störf foreldra okkar samofln. Vonandi leyfist okkur einhvern tíma að skrifa bókina um Rúnu líka. Hinsvegar getum við ekki lát- ið hjá líða að leiðrétta strax þann misskilning að hún hafi verið ...á afmarkaðra sviði í list sinni, fjöl- hæfni hennar eðlilega meira tengd heimilis, við leirmunagerð, mynd- listarkennslu og myndskreytingar og síðustu áratugina hefur hún eins og flestir þekkja unnið mynd- verk bæði á leirflísar og pappír, auk þess að vinna með föður okkar að mörgum stórum myndverkum. Auðvitað vann hún að heimilis- störfum jafnframt öllu þessu eins og listakonur hafa alla tíð gert og gera enn. Síðast en ekki síst verð- um við að leiðrétta þá ranghug- mynd sem Bragi virðist hafa um vinnu myndhöggvara, sem fram kemur í þessum orðum: „Nú eru og blessunarlega komin fram tæki sem gera steinhöggið til stórra muna auðveldara viðfangs, hægast er að labba inn í steinsmiðju og fá sniðin verk eftir uppdrætti og bæta kannski einhverju smálegu við á eftir.“ Sjálfsagt væri hægt að vinna á þennan hátt og ef til vill er einhver sem gerir það. En þessi lýsing á engan veginn við um vinnubrögð föður okkar. Eini mun- urinn á steinhöggi hans og meist- ara fyrri tíma er sá að hann á loft- knúin verkfæri sem gjarnan eru notuð til að grófmóta formin en þá taka hamar og meitill við og hver sentimetri yfirborðs, hvort sem það er grófhöggvið eða gljáfægt, er árangur þrotlausrar vinnu. Það sem hann hefur fengið sagað eftir máli í steinsmiðju eru stöplarnir undir höggmyndirnar. Með kveðju, RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR, ÞORGRÍMUR GESTSSON. Sigur Austur- ríkismanna Frá Guðmundi Jónasi Kristjánssyni: ÞAÐ ER vert að samgleðjast Austurríkismönnum eftir að Evrópusambandið (ESB) aflétti sjö mánaða pólitískri einangrun þeirra 12. sept. sl. Stjórnin í Vín fagnaði þessari ákvörðun og lýsti henni sem sigri fyrir Austurríkismenn. Sem kunnugt er ákváðu fjórtán ríki ESB í febrúar sl. pólitískar refsi- aðgerðir gegn Austurríki eftir að ný en umdeild ríkisstjórn mið- og hægriflokka tók þar við völdum. Að- gerðunum var nú aflétt að ráði þriggja „vitringa" sem ESB fól að gera úttekt á stöðu mannréttinda- mála í Austurríki. Þeir komust að því, eins og allir vissu reyndar fyrir, að vernd minnihlutahópa, flótta- manna og innflytjenda væri að minnsta kosti eins góð og í öðrum hinna fjórtán ESB-landa, og jafnvel að sumu leyti betri. Allt þetta mál er með ólíkindum og hlýtur að teljast mikill áfellisdómur yfir hinni pólitísku yfirstjórn ESB, sem nær alfarið er skipuð sósíal- demókrötum. Það að hlutast til um innanríkismál aðildarríkis með þeim hætti sem hér hefur verið gert er einsdæmi hér í Vesturheimi í dag. Það að ESB skuli lítilsvirða lýðræð- islega ákvörðun kjósenda aðildarrík- is í lýðræðislegum kosningum segir margt um það lýðræði og það sam- starf þjóða sem Evrópusambandið segist standa fyrir. Því eins og sagði í forystugrein í Morgunblaðinu 13. september sl.: „Refsiaðgerðirnar hafa ekki orðið til að styrkja Evrópu- sambandið heldur grafa undan því.“ Vonandi verður þetta Evrópu- sambandssinnum á íslandi umhugs- unarefni og öðrum enn meiri hvatn- ing til að fara sér hægt í Evrópumálum. GUÐMUNDUR JÓNAS KRISTJÁNSSON, Funafold 36,112 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.