Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 74
74 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM RADIOHEAD Spilaglaði bóka- ormurinn Það eru líklegast fáar plötur sem beðið er eftir með jafn mikilli eftirvæntingu og væntanleg skífa hljómsveitarinnar Radio- head. Platan mun bera nafnið Kid A og kemur út 2. október næstkomandi. Birg- — ■ ■ ■ ir Orn Steinarsson hitti Jonny Greenwood, * sem leikur á flesta hluti sem gefa frá sér _________hljóð, eftir vel heppnaða_____ tónleika í Kaupmannahöfn. HANDTAK Jonnys Green- woods er afar vinalegt og kurteislegt. Hann kreist- ir höndina nægilega fast til þess að greina megi viljastyrk í fari hans en passar sig um leið að beita ekki öllum styrk sínum. Bros hans er hálf feimnislegt og það af- hjúpar skakkar og jafnvel útstæðar tennur hans sem fullkomna bóka- ormsyfirbragðið. Þennan laugardag klæddist hann dökkum stuttermabol og gallabux- um. Hárið var styttra og snyrtilegra en venjulega. Hann pantaði sér öl á hótelbamum og greip með sér salthnetuskálina af barborðinu og settist ásamt blaða- manni í dimmasta homið sem þeir gátu fundið. „Ég hef verið að undra mig á þess- ari spurningu," svarar Jonny bryðj- andi salthnetu þegar blaðamaður spurði hann út í þá stórtæku breyt- ingu sem hefur orðið á tónlist sveit- arinnar frá þvi að þeir gáfu út hina margloíúðu OK Computer fyrir þremur árum. „Fólk sem hefur heyrt plötuna hefur verið að spyrja okkur út í þetta en þessi sama spuming var líka algeng þegar við gáfum út OK Computer. Þá miðuðu allir þá plötu við The Bends og spurðu eins. Við er- um eiginlega í sömu stöðu og síðast. Frá mínu sjónarhomi fmnst mér eins og við höfum tekið upp þráðinn þar sem við skildum við hann síðast.“ Finnst þér þá þessiplata ekki vera það frábrugðin þeirri síðustu? „Lokaútkoman var kannski frá- bragðin. En þegar við byrjuðum þá héldum við bara áfram frá síðasta lokapunkti. Það má vel vera að við höfum þá og þegar verið byrjaðir að svipast um eftir nýjum vinnuaðferð- um. Það er ekki eins og við höfum haldið fund og ákveðið: „geram eitt- hvað nýtt núna“ eða „tökum stakka- skiptum". Þegar við byrjuðum að taka upp OK Computer á sínum tíma þá voram við enn með hugann við The Bends, en síðan rekur þig í burt á nýjar slóðir. Maður vill alltaf vera í stöðugri þróun.“ Pannig að hver plata skilur ein- hver blæbrigði eftir sig í tónlistinni sem þið reynið svo að blanda við nýj- arhugmyndir? „Já, nákvæmlega. Síðan verður það vonandi eins með plötuna sem kemur á eftir.“ Gítarinn lagður á hilluna? Það erv lög á nýju plötunni sem hljóma mun meira eins og Aphex Twin en Radiohead nokkurntímann. Þannig að ykkur hlýtur aðhafa fund- ist eins og þið væruð að fara áður ótroðnar slóðir? „Já, en síðan finnur maður hindr- anir á veginum. Maður kynnist ýms- um nýjum tækjum og tólum og nálg- ast þau með þeim væntingum að þau muni gefa manni algjört frelsi. Síðan kemstu að því að allt er takmörkum háð. Þannig að hljóðfærin geta verið takmarkandi líka. Elektrónísk tón- list er oft lík innbjrrðis en hún ætti í raun og vera að vera síbreytileg mið- að við þær kenningar að hún sé án takmarka. Samt era svo margir að gera svipaða tónlist með svipuðum hljóðum. Þeir notast allir við hugbún- að sem ætti að vera ótakmarkanleg- ur en af einhverjum ástæðum verður lokaútkoman alltaf svipuð öðru efni. Þetta er bara eins og með allt annað, þetta er svakalega spennandi fyrst en síðan byrjar maður að reka sig á hindranir. Við hoppuðum ekki út í djúpu laugina í þeirri von að um- breyta tónlist okkai-. Við prófuðum bara nýja hluti og kynntumst kosti þeirra og göllum. Hvort sem um er að ræða tónlistarforrit eða fiðlur.“ Vitið þið þá á endanum hvað ber að forðast og ýkið svo athyglisverðu hlutina? „Við leyfum okkur bara frekar að verða spenntir yfir hlutunum. Maður kynnist einhveiju nýju og þá finnst manni það stórkostlegt. Svo þegar maður hefur fiktað nægilega lengi þá er maður búinn að læra á hlutinn og þá hverfur spennan. Þetta gerist allt- af þegar maður kynnist nýjum hlutum svo verða þeir bara að verkfæram eins og allt annað.“ Þannig að þér finnst vinnuaðferðin við gerð þessarar plötu ekki vera ólík þeirri sem þið notuð- ust við á plötunni á und- an? „Þetta var sama ferlið. Að semja lög sem okkur líkaði öllum við og kom- ast síðan að því hvemig við viljum útsetja þau. Þegar lögin era samin er grannur þeirra mjög mótaður en við eram ekki búnir að ákveða hvort við ættum að spila þau með hörpum, gítörum eða einhveiju öðra.“ Svo þið þreifíð ykkur bara áfram þegarþiðeruðað taka upplögin? „Já. Við prófum líka þær hug- myndir sem við höfum fengið eða reynum að líkja eftir tónlist annarra. Þetta er eins og að vera sífellt að leita að einhverju. Þetta er svipuð hug- myndafræði og útsetjararnir notuð- ust við í gamla daga. Ég reyni þó að forðast að bera mig saman við alvöra tónlistarmenn, alvöra snillinga. En sem dæmi á sjötta og sjöunda ára- tugnum þegar fólk var að flytja klassísk lög eftir t.d. mann eins og Cole Porter þá var alltaf sérstakur útsetjari ráðinn og þess vegna eru til ótal margar útsetningar á sömu lög- unum. Og engar tvær er eins. Mis- munandi hraði, notuð mismunandi hljóðfæri o.s.fr. og það er alveg frá- bært. Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á þessu. Það er mikilvægt fyr- ir okkur að aðskilja lög frá útsetning- um. Það er ekki eins og einhver segi: „Hei, tökum þetta lag“, svo tekur hver upp sitt hljóðfæri og spilar. Við reynum frekar að velta fyrir okkur nokkram möguleikum til þess að spila lagið og hver þeirra virki best.“ Það sem sló mig ef til vill mest við Morgunblaðið/Tom Sheenhan Jonny var búinn að klippa síðu Iokkana þegar hann kom til Danmerkur. fyrstu hlustun plötunar var það að það heyrast ekki gítarar né spilaðar trommur fyrr en á þriðja lagi. Eruð þið ekkert smeykir við að valda aðdá- endum vonbrígðum? „Við viljum að sjálfsögðu að fólki sem líkar vel við hljómsveitina líki vel við þessa plötu. Ef við væram aðeins að gera tónlist fyrir okkur sjálfa og okkur væri alveg sama hvað öðrum fyndist þá sæjum við líklegast enga ástæðu til þess að gefa hana út. Ég legg aldrei traust mitt á hljóm- sveitir sem segjast aðeins vera að gera tónlist sjálfra síns vegna. En á sama tíma veltum við okkur ekkert upp úr því hvað fólki komi til með að finn- ast fyrr en upptökunum er lokið. Þá fer maður að velta því fyrir sér hvemig viðbrögð almennings verða.“ Gítarleikur hefur alltaf verið eitt af höfuðeinkennum hljómsveitarinnar hingað til, það eru nú ekki mörg lög á fyrri plötum sem eru án hans. „Ég held að þetta sé bara tilviljun. Mér verður flökurt við þá tilhugsun að það sé einhver þarna úti sem spóli alltaf til baka þegar hann hlustar á lögin okkar bara til þess að heyra eitthvert gítarsóló aftur. Það væri al- veg hræðilegt. Þó að það þyki eðlileg- ur hlutur að gera ef þú hefur gaman af rokktónlist.“ Engar smáskífur, engin myndbönd Það hefur vakið mikla athygli að þið haSð ákveðið aðgefa ekki út nein- ar smáskífur eða tónlistarmyndbönd með lögunum af þessari plötu. Hvað eruð þið að reyna að gera með því? Eruð þið að reyna að breyta mark- aðslögmálunum? „Nei, þetta er í rauninni bara eins- konar uppreisn. Þú þekkir það að fletta tónlistartímariti og á blaðsíð- unum era myndir af hljómsveitum horfandi upp á þig, haldandi á gítur- um. Eða þegar hljómsveitir búa til myndbönd og ráða til sín fallegar konur í einn dag til þess að fegra það. Okkur finnst þetta bara svo augljós- lega viðurstyggilegt og fyrst við get- „Mér verður flökurt við þá tilhugsun að það sé einhver þarna úti sem spóli alltaf til baka þegar hann hlustar á lögin okkar bara til þess að heyra eitt- hvert gítarsóló aftur.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.