Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þú býrð ævilangt að góðum kennara ÞESSI orð voru ein- kunnarorð stofnþings nýrra kennarasam- taka, Kennarasam- bands íslands, sem haldið var í nóvember 1999. Þau hafa leitað á huga minn undanfarn- ar vikur, sérstaklega þegar ég hef lesið at- vinnuauglýsingar eða hlustað á fréttir um yf- irvofandi kennara- skort. Eru þetta ekki augljós sannindi öllum sem á annað borð hafa gengið í skóla? Getur verið að ráðamenn kjósi að gleyma af því að það hentar þeim? I þessum hugleiðingum mínum hafa rifjast upp minningar um skólagöngu mína. Ég efast ekki um að ég bý ævilangt að því að hafa haft sama góða kennarann alla mína barnaskólagöngu. Hún hét El- ín Thorarensen og kenndi okkur frá 7 til 12 ára. Það var ómetanlegt ör- yggi sem fólst í því að hafa sama góða kennarann ár eftir ár. Hún bar umhyggju fyrir okkur, agaði og örvaði. Eftir barnaskólann lá leiðin í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla. Þá minnist ég sérstaklega eins atviks úr fyrsta dönskutímanum hjá Herði Bergmann. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna viðbragða hans. Hann bað mig um að lesa nokkrar setningar úr kennslubók- inni og reyna svo að þýða þær. Ég er ekki dómbær á það í dag hversu góð frammistaðan var en ég krafsaði mig í gegnum verkefnið þrátt fyrir kjarkleysið og hræðsluna. Hver voru svo viðbrögðin? Jú, ég fékk hrós en ekki skammir. Hann sagði að ég ætti örugg- lega eftir að verða góð- ur nemandi í dönsku. Hvernig er hægt ann- að en að leggja sig fram hjá kennara sem sýnir manni svona mikið traust? Sóma míns vegna varð ég að standa undir hrósinu og væntingunum. Mörgum árum seinna þegar ég var að læra kennslufræði í Kennara- skólanum skildi ég að hann notaði þarna ákveðna kennsluaðferð sem var útskýrð með mörgum og flókn- um orðum í námsbókinni. Ætli það sé algjör tilviljun að ég er dönsku- kennari í dag? Af hverju er ég að rifja upp þess- ar minningar mínar hér í dag? Jú, mig langar að hreyfa við ykkur les- endur góðir. Hvort sem þið eruð ömmur og afar, foreldrar, nemend- ur, ráðamenn eða aðrir íslendingar. Okkur kemur öllum við hvernig búið er að íslenskum skólum. Við álítum að Islendingar séu vel menntuð þjóð í dag. En hvað með framtíðina? I dag erum við að leggja grunninn að menntun kom- andi kynslóða. Er okkur sama hver kennir börnunum okkar? Ég get bara svarað fyrir mig og ég segi nei. Ásdís Óskarsdóttir Kennsla Það skiptir máli hver kennir börnunum okk- ar, segir Ásdís Óskars- dóttir. Það þarf að vera fólk sem hefur kunnáttu og menntun til að kenna. Það skiptir máli hver kennir börn- unum okkar. Það þarf að vera fólk sem hefur kunnáttu og menntun til að kenna. Starfíð þarf að vera svo eftirsóknarvert að skólastjórnend- ur geti valið hæfasta fólkið úr. Þið vitið það jafn-vel og ég að sú er ekki raunin. Höfundur er formaður Kennarafé- lags Kópavogs, Seltjarnarness og Kjósarsýslu og grunnskólakennari í Kópavogsskóla. >0 Z 'W >5 # o ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR KOSTABOÐ ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR ♦Fríform | HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SÍMI: 552 4420 Afmælisveisla og sýning á nýju og glæsilegu húsnæði að Stórhöfða 31 í dag milli kl. 15.00 og 18.00. Félagar í Rafiðnaðarsambandi Islands, Matvís og sjóðsfélagar Lífiðnar komið og fagnið þessum tímamótum með okkur! RAFIDNADARSAMBAND ISLANDS Aðalstyrktaraðili landsliðs kvenna í handbolta Lf*KTKUS)Ó»01ttKN Lífiðn Matva.ii ogvei LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 41 ^ á uppleið ■fe-stendur í stað »>» 5 Stf ‘ ^ " 0> || * “ . V ’ '■7 á ntðurleið -é? nýtt á lísta Vikan 13.09 - 20,09 t1 Falling Away From Me Korn JL 2 Take a Look Around Limp Bizkit j 3 Rock DJ Robbie Williams t4 Real Slim Shady Eminem 4£>*5 Make me bad Korn bb^ 6 1 Disappear Metallica ■X- 7 Lucky Britney Spears J 8 Lets Get Loud Jennifer Lopez 9 Carmen Queasy Maxim I 10 Try Again Aaliyah 11 Jumpin Jumpin Destinys Child 12 Music Madonna 13 Could I Have This Kiss Forever Whitney & Enrique 14 The Way I Am Eminem 15 Come 0n Over Christina Aguilera t16 Change Deftones B 17 Big in Japan Guano Apes B 18 Rock Superstar Cypress Hill JL 19 Shackles Mary Mary I 20 The One Backstreet Boys Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. ® mbl.is TSPP5Ð SKJ AtltílNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.