Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 32

Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 32
32 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 VIKU m MORGUNBLAÐIÐ Visindavefur Háskóla íslands Er hægf að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðaðgerð? VISINDI Meðat umfjöllunarefnis á Vísindavefn- um að undanförnu má nefna tanna- gníst, munnangur, beinþynningu, forn- leifafræði, dánardægur Hitlers, lág- marksstærð, lanolín, akkeri gull- skipsins, dýrí búrum, heimakomu, skurðaðgerðir við sjóngölium, menn- ingu Inka og Maya, áhrif sjónvarps- gláps á augun, sjö undur veraldar, risaeðlur, minningar og fortíð, vit- und manneskjunnar, hvort allt hafi þegar verið gert, nasista og útrýmingarbúðir, fyrsta bangsann, Ijóshraða, nýja hagkerfið, kjarn- orkuvopnaeign, barnakrossferð, lifrarbólgu, muninn á kiðfættum og hjólbeinóttum, rafgas, andoxunarefni ogafstæði. Netfang Vísinda- vefjarins er ritstjorn@visindavefur.hi.is og símanúmerið 525 4765. Heimildir og tilvitnanir eru birtar á vefsetrinu. Er hægt að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðað- gerð? SVAR: Framfarir í augnlækningum hafa verið gríðarlegar á undanfömum ár- um. Eitt af því nýstárlegasta sem fram hefur komið á síðustu áratugum eru aðgerðir við sjónlagsgöllum, það er að segja nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Þessar aðgerðir voru þróaðar á síðustu áratugum tuttug- ustu aldar og hafa náð gríðarlegum vinsældum, einkum á síðasta áratug. (Þess má þó geta að aðgerðir við sjónskekkju hafa verið að þróast frá öndverðri nítjándu öld.) Þær byggj- ast einkum á því að breyta lagi hom- himnunnar til að breyta þeim geislum sem koma til augans. Með þessu má í mörgum tilfellum komast hjá því að nota gleraugu til að breyta geislun- um. Fyrir nærsýna er hægt að ná þessu takmarki með því að fletja út homhimnuna sem er í framhlið aug- ans. Homhimnan brýtur geislana þá minna en áður, sem er einmitt það sem nærsýnir þurfa, þar eð þeireru með lengra auga en eðlilegt er. Öfugt er farið með fjarsýna, sem era með styttra auga en gengur og gerist. Gera þarf þá homhimnuna kúptari til að hún brjóti geislana í ríkari mæli. Fyrstu homhimnuaðgerðimar til að breyta sjónlagi vom eingöngu framkvæmdar á nærsýnu fólki, og byggðust á því að gerðir voru litlir skurðir á homhimnuna sem höfðu www.opinnhaskoli2000.hi.is Morgunblaðið/Kristinn þau áhrif að hún flattist út. Þær náðu nokkram vinsældum, sérstaklega í Evrópu og þá ekki síst í Rússlandi, þar sem aðgerðin var fundin upp og þróuð. Þessi aðgerð var nokkrum annmörkum háð og þóttu skurðimir veikja homhimnuna og gera hana óstöðuga. Frá sjötta áratugnum voru vísinda- menn iðnir við að þróa margvíslegar aðferðir við að breyta lögun horn- himnunnar. Meðal annars var þróuð aðferð til að skera af kúpu hornhimn- unnar á sérstakan hátt, ekki ósvipað því þegar ostur er skorinn með osta- skera. Þetta þótti þó gefa misjafna raun, þar sem hnífamir gáfu ekki nógu nákvæman skurð. Með þróun leysitækninnar kom í ljós að leysirinn gat skorið mjög nákvæma þykkt af homhimnunni. Arið 1986 var íyrsta mannsaugað meðhöndlað með þess- ari nýju tækni og árið 1988 var fyrsta sjáandi augað meðhöndlað. Þessi leysitækni hefur síðan verið þróuð enn frekar og heíúr nánast al- farið rutt gömlu skurðtækninni úr vegi. Skipta má framföranum í femt: 1. Hægt er að með- höndla meiri nærsýni en áð- ur var hægt, allt niður í -14.00 til-16.00. 2. Nú er unnt að meðhöndla fjar- sýni með því að gera homhimnuna kúptari. 3. Hægt er að meðhöndla sjón- skekkju um leið og nærsýnin eða ijarsýnin er meðhöndluð. 4. Með nýrri tækni, svokallaðri LASIK, er hægt að fá hraðari bata en áður þekktist, auk þess sem fólk er jafnan nær einkennalaust eftir að- gerðina og getur farið í vinnu daginn eftir. Þrátt fyrir miklar vinsældir þess- ara aðgerða og giíðarlegar framfarir era þær ekki lausar við fylgikvilla. Þeir helstu eru bólga í homhimnu, vöxtur homhimnuþekju undir skurð- flipann (á við um LASIK), sýking í homhimnu og homhimnuör. Þessir fylgikvillar eru þó sjaldgæfir og er jafnan hægt að meðhöndla þá án þess að viðkomandi missi sjón varanlega ef þeir greinast í tæka tíð. Af öðram aðferðum sem þróaðar hafa verið við sjónlagsgöllum má nefna linsur sem settar eru inn í aug- að, annaðhvort fyrir framan eða aftan lithimnu, og sérstaka silikonhringi sem komið er fyrir inni í homhimnu og fletja hana út. Þeir gagnast enn sem komið er einungis þeim sem era með væga nærsýni. Þessar aðferðir era þó komnar allmiklu skemmra á veg. Eftirspurn eftir aðgerðum við sjónlagsgöllum hefur orðið meiri en nokkurn óraði fyrir. Stefnir í að LASIK verði algengasta augnaðgerð sem framkvæmd er í Bandaríkjun- um, en um 700.000 slíkar aðgerðir voru gerðar þar á síðasta ári, sem samsvarar 700 aðgerðum á ári á ís- landi. Sýnt er að margir vilja leggja ýmislegt á sig til að leggja gömlu gleraugun eða linsumar á hilluna. Þó ber að hafa í huga að um er að ræða aðgerð á annars heilbrigðu auga og skyldi fólk kynna sér vel alla þá kosti og galla sem þessi aðgerð hefur í för með sér áður en haldið er af stað. Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir við Duke-háskóla í Bandaríkjunum Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands? SVAR: Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum rit- heimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitimar gögn erlendis þar sem fram kemur ná- kvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips ein- hvers staðar á Skeiðarársandi en hætt er við að það verði h'tið annað en brak eitt. Kannski er ekki vonlaust um að finna megi fallbyssur og akkeri en annars er lítil von um verðmætan farm. Skipið strandaði 19. september 1667 þegar það hrakti undan ofviðri frá Hjaltlandi þar sem það beið fylgd- ar herskipaflota heim til Hollands. Þetta var Austurindíafar sem var á heimleið frá Indónesíu og var siglt norður fyrir Bretlandseyjar af ótta við atlögu enskra herskipa á Ermar- sundi enda stóð stríð Hollendinga og Englendinga sem hæst. Annað hol- lenskt skip, sem beið líka fylgdar við Hjaltland, hi-akti til Færeyja og brotnaði þar. í Desjamýrarannál seg- ir að fyrmefnda skipið hafi strandað við Skeiðarárós og kann annállinn vel að vera sannfróður um þetta. I flest- um annálum öðram, sem segja frá at- burðinum, er einungis nefndur Skeið- arársandur og þeim ber saman um að alllangur vegur hafi verið til byggða frá strandstað en í því sambandi nefna þeir Öræfi sem mun merkja Öræfasveit. Einn annáll nefnir Sól- heimasand og annar tekur það upp eftir honum og er þetta vafalaust brenglun. Skeiðarársandur skiptist í Svína- fellsfjöru, sem er nær Ingólfshöfða, og Skaftafellsfjöra, sem er fjær, og hafa menn lengi trúað að strandið hafi orðið á hinni síðamefndu. Þarna hefur Skeiðará farið víða og oft breytt farvegi sínum og er líklega ekki auð- velt að ákveða hvar ós eða ósar henn- ar muni hafa verið árið 1667. Auk þess er líklegt að fjaran hafi gengið allmikið fram þannig að leifanna væri helst að leita inni á sandinum en óvist er hversu langt upp á hann beri að fara í leitarskyni. I ályktunum um að ströndin hafi gengið fram er miðað við að flök skipa sem strönduðu þama fyrir öld eða svo liggja í sandinum um 30 m uppi í fjörakambinum. Gullskipið nefndist Het Wapen van Amsterdam og tíunda annálar að í því hafi verið gull, perlur, silíúr og kopar, auk annarra verðmæta. í annálunum er frá því greint að margt hafi náðst af hinum verðmæta farmi strax eftir strandið og segir að 50-60 menn hafi bjargast af skipinu og flutt með sér vaming að austan. Fram kemur að yfirvöld hafi tilkynnt að strandgóssið væri vogrek, og ætti því að vera í vörslu embættismanna. Sýslumönn- um var skipað að senda þegar í stað það sem bjargaðist til Bessastaða og er svo að skilja að allan veturinn 1667-8 hafi menn verið að ná ein- hveiju af góssinu og sýslumenn hafi komið því suður á Alftanes. Otte Bjelke, sem vann að því að láta gera skans á Bessastöðum veturinn 1667-8, virðist hafa fylgst vel með heimtum og komið allmiklu í lóg hér- lendis við sölu en flutt andvirðið og hið óselda til Kaupmannahafnar. Eig- endur Indíafarsins fengu leyfi Dana- konungs til að senda tvö skip til landsins til að bjarga einhveiju af verðmætum þess og eru fallbyssur nefndar sérstaklega. Ovíst er að þessi skip hafi verið send, eins og Marie Simon Thomas getur í bók sinni Onze Ijslansvaarders frá 1935 (bls. 128, 255-9) og er raunar ekki líklegt. Forkólfar þeirra sem leituðu að gullskipinu í nærri þijá áratugi munu hafa haft að leiðarljósi að það hefði sokkið strax á allmiklu dýpi og skrokkur þess væri heill í sandinum (samanber bókina Kristinn í Björgun (1986), 127). En Lúðvík Kristjánsson dró fram heimild sem hefði átt að slá allmikið á þessa sannfæringu. Lúðvík greindi frájiessum heimildaríúndi í verki sínu Islenzkum sjávarháttum, fyrsta bindi, sem kom út árið 1980, og túlkar þannig að svo sé að sjá að enn um 90 áram eftir strandið hafi menn verið að rífa skipið sem bendi til að ekki hafi verið auðvelt að ná viðnum (bls. 279-80). Leitarmenn munu hafa þekkt þessa heimild en litu samt svo á að skrokkurinn hefði varðveist í heilu lagi (Kristinn í Björgun, sama stað). Leitin að skipinu virtist annars bera mikinn árangur 1982 þegar tek- in vora sýni úr flaki á um 10 m dýpi á Svínafellsfjöra, bæði viðarsýni og tjörasýni. Þau vora talin gömul og var hermt að dómbærir menn teldu að þau gætu vel verið frá 17. öld. Ráð- ist var í ótrúlega miklar framkvæmd- ir sumarið eftir, 1983, enda veitti Al- þingi 50 milljóna króna ríkisábyrgð. Meðal annars var farvegi Skeiðarár breytt og mikið stálþU rekið niður. í lok ágúst töldu leitarmenn sig vera að koma að flakinu á um 14 m dýpi og töluðu um að finna mætti kryddlykt af sýnum sem tekin vora. Þótti þetta koma vel heim við það að í farmi Indíafarsins hefði verið allmikið af kryddi. Flaug fyrir að hoUensk yfir- völd teldu skipið vera hoUensk menn- ingarverðmæti en það vakti kurr meðal íslendinga. Allfjölmennur hóp- ur hollenskra fréttamanna kom á staðinn til að segja sem gerst frá fundinum sem reyndist vera þýskur Bakverkinn burt Með slæma stjórn- endur á bakinu? Vinnan getur haft áhrif á heUsufar starfsmanna. Hún getur stuðl- að að þroska og aukinni færni ein- stakUngsins, en getur einnig vald- ið óþægindum og jafnvel heilsutjóni ef ekki er rétt að málum staðið. Und- anfarna laugardaga hafa birst grein- ar í Morgunblaðinu undir slagorðinu Bakverkinn burt! I greinunum hefur verið bent á ýmsa mikilvæga þætti sem hafa ber í huga til að fyrirbyggja bakverk meðal starfsmanna. Bakverkir eiga rót sína að rekja til margvíslegra þátta eins og líkamlegs álags, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs vinnuumhverfis. Samspil líkama og sálar skiptir þama máli. NeUcvætt álag eða streita geta valdið spennu í hálsi, öxlum og bakvöðvum sem leitt getur tU óþæginda eða verkja. Til að fyiirbyggja bakverki þarf því bæði að huga að líkamsbeit- ingu og líkamlegu álagi starfsmanna og skoða þá þætti í vinnuumhverfinu sem geta valdið of miklu andlegu og félagslegu álagi. Einnig þurfa menn að vera opnir fyrir því sem getur stuðlað að vellíðan starfsmanna. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir heilbrigði þannig að það sé ekki einungis um það að ræða að vera laus við sjúkdóma, heldur að einstaklingurinn finni lík- amlega, andlega og félagslega vellíð- an. Rannsóknir sýna að til þess að staifsmönnum líði vel í vinnunni þarf að vera til staðar gott vinnuskipulag og góð innbyrðis tengsl starfsmanna. Talsvert heíúr verið rætt um þá staðreynd að á sama tíma og starfs- umhverfið er að verða öraggara og hættuminna kvarta starísmenn meira en nokkru sinni fyrr undan óþægind- um sem rekja má til vinnustreitu. Hér á landi hefur ekki verið lagt mat á um- fang slíkra vandamála, en danska Vinnueftirlitið telur að þriðjungur danskra launþega eigi við óþægindi að stríða sem rekja megi til andlegra og félagslegra álagsþátta í vinnuum- hverfinu. Innan Evrópusambandsins hafa verið nefndar enn hærri tölur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.