Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Nýjustu upplýsingar er að finna á vefsetri FDA Svefn virðist hafa áhrif á hormónabúskapinn ' Alzheimer Börn Nýlega uppgötvað prótín kann að vera aðalorsökin Óleystur ágreiningur hjóna getur skaðað börn Endurbættur bæklingur um brjóstastækkanir Stutt er síðan lcikkonan Pamela Anderson lét ijarlægja sflíkonfyllingu úr bijóstum sínum. Washington. Reuters Hcalth. BANDARÍSKA matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur gefið út nýjan bækling um brjósta- stækkanir fyrir konur sem eru að velta slíkri aðgerð fyrir sér. „I bæklingnum eru nýjustu upplýsingar um brjóstastækk- anir til þess að gera konum auð- veldara um vik að ákveða hvort þær eigi að láta stækka á sér brjóstin eða ekki,“ segir í bækl- ingnum, sem heitir Brjósta- stækkanir, viðbótarupplýsing- ar, 2000 (Breast Implants - An Iníformation Update - 2000). Er þetta endurskoðuð útgáfa neyt- endahandbókar FDA um efnið. Meðal þess sem fjallað er um í bæklingnum eru þær gerðir stækkana sem á boðstólum eru og þær hættur sem kunna að fylgja þeim; svör við algengustu spurningum; fréttir af alvarleg- um vandamálum og upplýsinga- brunnar um brjóstastækkanir. FDA tekur fram að saltvatns- fyllingar, framleiddar af fyrirtækinu Mentor og McGhan Medical, séu nú einu fáanlegu fyllingamar á mark- aðnum. Allar silíkonfyllingar hafa verið teknar af markaðnum, en eru þó enn fáanlegar í tengslum við vís- indalegar tilraunir. „Þótt margar konur telji að brjóstafyllingar valdi hamlandi sjúk- dómum á borð við truflanir á ónæm- iskerfinu hefur slíkt enn ekki verið sannað," segir í bæklingnum. „Engu að síður finna flestar konur, sem gangast undir brjóstastækkun, fyrir staðbundnum kvillum á borð við rof, verki, púðasamdrátt (þ.e. samdrátt í örvefnum eða hylkinu sem líkaminn myndar um brjóstfyllinguna), af- myndun og alvarlega sýkingu,“ segir ennfremur í bæklingnum. „Kann þetta að krefjast læknismeðferðar án skurðaðgerða, eða endurtekinnar aðgerðar." Endast ekki ævilangt „Hvort sem um er að ræða stækk- un eða endurbyggingu," segir í bæklingi FDA, „skal kona vera við- búin því að brjóstafýllingar eru ekki taldar endast ævilangt og vera kann að ein aðgerð dugi ekki.“ Tekur FDA fram að konur sem kjósi að gangast undir brjóstafyllingar muni að öllum líkindum þurfa á að halda frekari að- gerðum og heimsóknum til læknis síðai- á lífsleiðinni. Þá sé einnig lík- legt að þær muni gangast undir aðgerð til þess að fjarlægja fyll- ingamar, og fá aðrar í staðinn eða ekki, einhvemtíma á æv- inni. Auk þess era margar breyt- ingar, sem verða á brjóstum vegna fyllinga, óafturla-æfar, segir FDA. Konur sem ákveða að láta fjarlægja fyllingamar kunna að verða fyrir því að hrakkast, brjóstvefur glatast og annarskonar útlitsbreyting- ar verði á brjóstunum. Þá geta fyllingar einnig valdið því að mjól k urframlei ðsla minnki, en því megi aftur breyta annað- hvort með lyfjagjöf eða með því að fjarlægja fyllingamar. Þá varar FDA við því að fyllingar kimni að hafa áhrif á getuna til að gefa bömum brjóst, og geti gert brjóstaskoðun erfiðari, og því hindrað greiningu á brjóstakrabbameini. „Nú era engar vísindalegar vísbendingar um að sflíkonfyllingar í brjóstum auki hættuna á öðram gerðum krabbameins í konum, en ekki er hægt að útiloka þann mögu- leika vegna þess að rannsóknir þar að lútandi hafa ekki verið gerðar, segir í bæklingi FDA. Asamt bæklingnum hefur eftirlitið birt nokkrar myndir af aukaverkun- um sem hafa orðið af völdum brjóstastækkana. TENGLAR Bæklingurinn og myndimar eru fáanlegar á heimasíðu FDA, www.fda.gov/cdrh/breastim- plants/. Ekkert kemur í staðinn fyrir góðan blund. Reuters Svefnvenjur tengdar hormónabreytingum New York. Reuters. ÞÆR breytingar sem verða með al- drinum á svefni fólks virðast koma af stað breytingum í hormónabú- skap líkamans og efhaskiptum, og segja vísindamenn þetta benda tii þess að góður nætursvefn kunni að vera eins konar hormónameðferð af náttúrunnar hendi þjá eldra fólki. Rannsókn var gerð á 149 körl- um á aldrinum 16 tii 83 ára, og komust vísindamenn að því, að aldurstengdar breytingar á sveíhi tengdust tilteknum breytingum á hormónum er eiga þátt í stjóraun efnaskipta. Upp úr 25 ára aldri og fram á miðjan aldur fá menn minna af djúpum svefni og er breytingin í samræmi við minnkaða fram- leiðslu vaxtarhormóns. Skortur á vaxtarhormóni tengist minni vöðvamassa og styrk, ineiri fitu- myndun, minna ónæmi við sýking- um og öðrum veikindum. Þegar menn eldast kemur nýtt mynstur í ljós. Menn sofa yfirleitt minna og magn hormónsins kortis- óls vex. Aukið magn kortisóls kann að tengjast íjölda sjúkdóma, þ. á m. minnistapi og insúlínmótstöðu, sem er forstig sykursýki. Þessi tengsl hormóna og svefnbreytinga benda til þess að góður svefn alla ævi kunni að hafa mjög jákvæð áhrif á heilsufar, að mati vísinda- manna við Háskólann í Chicago í Bandaríkjunum. Era niðurstöður rannsóknar þeirra birtar í The Joumal of the American Medical Association 16. ágúst. I leiðara sama tölublaðs segir vísindamaður við Johns Hopkins- háskóla að þessar niðurstöður veiti „nýjar og mikilvægar upp- lýsingar“ inn tengsl aldurs, svefns og hormóna. TENGLAR Upplýsingasíða um svefn: www.supermemo.com/ articles/sleep.htm Afhverju stafar minnimáttarkennd? GYLFIÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég er einn af þeim sem eru að drepast úr minnimáttar- kennd. Hvemig getur staðið á þessu og hvemig er hægt að ráða bót á því? Er ég kannske bara svona ómögulegur og ekkert við því að gera? Svar: Allir hafa sér til ágætis nokk- uð og minnimáttarkennd stafar sjaldnast af því að þeir séu eitthvað verr af guði gerðir en aðrir eða skorti hæfileika og atgervi til að standa sig í lífsbaráttunni. Þvert á móti era þeir oft ágætlega hæfir einstaklingar, en meðvitaðir um vankanta sína, sem allir hafa í ein- hverjum mæli, og kröfuharðir við sjálfa sig. Aðrir, sem hafa af minni efnum að taka, era margir miklu ánægðari með sjálfa sig. Hjá þeim sem era haldnir minni- máttarkennd grefur hún um sig strax í bemsku. Foreldramir gegna veigamestu hlutverki í að móta sjálfsmynd bamsins, en einnig geta systkini, kennarar og félagar haft þar mikil áhrif. Öll börn þurfa upp- örvun og hrós til að styrkja sjálfs- mynd sína og verða ánægð með sjálf sig. Misjafnt er hve foreldrar era örlátir á hrós við böm sín og sumir bregðast oftar við með gagnrýni á það sem miður fer hjá þeim. Það hefur lengi verið landlægt í uppeldi hér á landi að böm eigi ekki að vera alltof ánægð með sjálf sig og það þykir heldur löstur á þeim, ef þau era að „monta sig“. Þeim er kennd hógværð, en oft úr hófi fram þannig að þau sjá fremur galla sína en kosti og fá að því leyti ekki raunhæft sjálfsmat. Þessi afstaða getur orðið að þrálátri minnimáttarkennd. Stundum lendir bam í óhagstæðu hlutverki innan fjölskyldu sinnar. Það verður nokkurs konar blóra- böggull fyrir allt sem miður fer og er sífellt kennt um. Það stendur sig ekki nógu vel í skólanum. Það er alltaf til vandræða á heimilinu og gerir ekkert vel. í skólanum fer það í taugamar á kennaranum og félag- amir leggja það kannske í einelti. Bamið er þá lent í hlutverki sem það á ekki svo auðvelt með að losna úr og það fer að trúa því sjálft að það sé ómögulegt og lítils virði. Það fer að hugsa og hegða sér eins og aðrir búast við af því og festir með því í sessi bæði eigið lélegt sjálfsálit og neikvæð viðbrögð og afstöðu annarra til sín. Engu að síður reynir einstakling- ur með minnimáttarkennd, ekki síst eftir að hann fullorðnast, að bregð- ast við á einhvem þann hátt sem gerir honum lífið bærilegra. Hann reynir að bæta sér upp vanmatið á sjálfum sér með því að standa sig sem best á einhverjum sviðum þar sem honum vegnar betur og gerir þá oft óhæfilegar kröfur til sjálfs sín. Það getur komið fram í sjálfum- gleði þegar vel gengur, en svo hrap- ar hann niður í bölsýni og vonleysi þegar á móti blæs. Mistökin sitja fastar í honum en velgengnin. Undir niðri er hann gramur, ekki aðeins út í sjálfan sig, heldur ekki síður út í aðra, sem hann kennir um mótlæti sitt. Stundum leiðir þetta til per- sónuleikatruflana af svonefndri passive-aggressive gerð, en hún lýs- ir sér einmitt í vanmetakennd sem leitar útrásar annaðhvort í því að upphelja sjálfan sig eða kenna öðr- um um. Samskipti við aðra ein- kennast af innibirgðri gremju, sem leitar annað hvort út á óbeinan hátt með t.d. þrjósku, undirróðri eða álíka hegðun (passive), eða á beinan, ágengan hátt, t.d. í reiðiköstum eða jafnvel ofbeldi (aggressive). Minnimáttarkennd getur verið æði þrálát og tekið tíma að vinna bug á henni. Menn þurfa að læra að hrósa sjálfum sér fyrir það sem þeir gera vel og hver unninn sigur styrk- ir sjálfsálitið. Einnig er mikilvægt að fá speglun frá öðram og upp- götva að álit þeirra er oftar en ekki þveröfugt við það sem maður sjálf- ur heldur. Námskeið eða hópmeð- ferð í sjálfstyrkingu hafa gefið góða raun, en þar er einmitt reynt að efla hina jákvæðu sjálfsmynd og þátt- takendur segja hvaða eiginleika þeir sjá hver hjá öðram. Með því fá þeir skýrari, raunhæfari og oftast jákvæðari mynd að sjálfum sér. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeiin ligg- ur á þjarta. Tekið er á móti spurn- ingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt:Vikulok, Fax:5691222. Einnig get-a lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvu- pósti á netfang Gylfa Asmundssonar: gylfias(a)li.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.