Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 13 FRETTIR Morgunblaðið/Porkell Stofnun hjúkrun- arfræðideildar við HÍ fagnað STOFNUN hjúkrunarfræðideild- ar við Háskóla Islands var fagnað í Skólabæ í gær en fram að þessu hefur hjúkrunarfræðin starfað í tengslum við læknadeild. Meðal þeirra sem fögnuðu áfanganum með forsvarsmönnum hinnar nýju háskóladeilar má nefna Pál Skúla- son háskólarektor, Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og Björn Bjarnason menntamáia- ráðherra. Hjúkrunarfræðiskor lækna- deildar var orðin fimmta stærsta kennslueiningin innan Háskóla íslands síðastliðið skólaár. Sam- þykkti Háskólaráð 25. maí síðast- liðinn að skorin yrði að sérstakri háskóladeild að undangenginni úttekt á kennslu og rannsóknum námsbrautarinnar. Tuttugu og sjö ár eru nú liðin frá innritun fyrstu hjúkrunar- fræðinemanna í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskólann og hafa yfir 1200 hjúkrunarfræðing- ar útskrifast á þessum tíma. Dr. Marga Thome er deildarforseti hinnar nýju deildar og dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir varadeild- arforseti og starfandi deildarfor- seti. Bók um fiskveiði- stjórnun eftir Hannes Hólmstein Gissurar- son kynnt í Bretlandi HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogsbær greiðir 712-732 m.kr. í fé og byggingar- lóðum fyrir 90,5 ha úr Vatnsendalandi Samþykkt skipulags- tillagna forsenda eignarnámssáttar Uppdráttur af Vatnsendalandi. Svæði 1 er það svæði, sem þegar hefur verið tekið til skipulags og byggingar. Svæði 2 er svonefndur F-reitur, þar sem gert er ráð fyrir að reisa 113 íbúðir í fjölbýlis- og raðhúsum. Svæði 3 er og verður í eigu landeigenda en bærinn skipuleggur þar byggð fyrir 32 einbýlishús. Svæði 4 er það væntanlega byggingarland, sem Kópavogsbær tekur eignarnámi með eignarnámssátt, en alls er stefnt að um 5.000 manna byggð á þessu svæði. BRESKA hagfræðistofnunin The Institute of Economic Affairs hefur gefið út bók á ensku eftir Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor um fiskveiðistjórnunarkerfi. Heitir hún á ensku Overfishing: The Ice- landic Solution eða fslenska lausnin á ofveiði. Var bókin kynnt við at- höfn í stofnuninni í London síðast- liðinn þriðjudag að viðstöddum all- mörgum Bretum og Islendingum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson kynnti efni bókar sinnar og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra og sendiherra í London, greindi frá aðdrag- anda þess að kvóta- kerfinu var komið á sem var í ráðherratíð hans. Einnig flutti Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ávarp. Bók Hannesar skiptist í fjóra megin- kafla og fjallar sá fyrsti um þróun kvótakerfisins frá fyrsta sfldarkvótanum sem komið var á árið 1975 til dagsins í dag. I öðrum kaflanum er kvótakerfinu lýst sem heildarkvótakerfi og ljall- að um framsal og í þriðja kafla er Ijallað um árangur. Scgist Hannes hafa komist að þeirri niðurstöðu að smám saman hafi komist á hagræð- ing í sjávarútvegi og að kerfið hafi styrkt atvinnulíf úti á landi. Það sé vegna þess að um 75% hans séu á landsbyggðinni en 25% á suðvestur- horninu en íbúaskiptingin sé öfug. Einnig segist Hannes benda þar á að þótt kvóti hafi færst á hendur færri fyririækja séu eigendur þeirra orðnir mun fleiri með því að gerast almenningshlutafélög. Eig- endur kvótans í dag séu því á bilinu 10-20 þúsund. Telur auðlindagjald óréttlátt í síðasta kaflanum er fjallað um deilur um kvótakerfíð og spurning- una um auðlindagjald. Hcldur Hannes Hólmsteinn því fram að óréttlátt sé að taka upp auðlinda- gjald í dag vegna þess að 81% kvótans sé í dag keyptur kvóti, svo mikið hafi hann skipt um hendur. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra, lýsti sínum þætti í því að koma á kvótakerfinu og síðan voru umræð- ur og fyrirspurnir. Sagði Hannes Hólm- steinn hafa verið fjall- að um þar hvort kvóta- kerfi gæti átt við í ESB. Sagði hann sig og Þorstein hafa bent á að þar væru ekki fyrir hendi nægir möguleikar á framsali og hagræðingu og ekki væri eins gott samstarf milli stjórn- valda og útgerða og hérlendis og reglur því oft brotnar. Kvaðst Hannes Hólmsteinn hafa kynnt þá skoðun sína að sameiginlegt fisk- veiðistjórnunarkerfi sem stjórnað væri frá Brussel væri skref afturá- bak. Undir lok fundarins fiutti Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ávarp og sagði meðal annars að of- veiði og kostnaðarsöm hagnýting fiskistofna væri víða vandamál. Kópavogsbær mun úthluta landeigend- um við Vatnsenda öllum lóðum á því svæði við Elliðavatn sem nú er til skipu- lagsmeðferðar og munu landeigend- urnir annast sölu lóðanna eða byggja á þeim fasteignir, að því er fram kemur í grein Péturs Gunn- arssonar. Vatnsendi AÐ MATI Franz Jezorski, fasteigna- sala, er verðmæti sáttar um eignar- nám 90,5 hektara landspildu úr landi Vatnsenda, sem gerð hefur verið milli Kópavogsbæjar og landeigenda, 712- 732 milljónir króna, þar af 290 m.kr. með útgáfu skuldabréfa og yfirtöku skulda en 422-442 m.kr. með úthlutun byggingarlóða. Þá hefur þó ekki verið lagt mat á hluta þeirra verðmæta sem bærinn lætur af hendi sem endur- gjald fyrir Vatnsendalandið. Sáttin gerir ráð fyrir að umdeildu skipulags- tillögur þær sem nú eru til meðferðar verði samþykktar óbreyttar en jafn- framt fá landeigendur rétt tÚ að byggja sjálfir allar þær íbúðir, sem skipulagstillögumar gera ráð fyrir. Auk fyrrgreindrar fjárhæðar fellur á Kópavogsbæ kostnaður vegna þeÚTa kvaða sem eru á bænum um að leysa til sín mannvirki og gróður sem fyrir eru á landinu og þurfa að víkja fyrir nýrri byggð. Á kynningarfundi á fimmtudag lýsti Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, því yfir að bær- inn gerði ráð fyrir að sá kostnaður næmi einhverjum tugum milljóna. Eignarnámssáttin var gerð 1. ágúst en var lögð fram á bæjarráðs- fundi sl. þriðjudag. Matsnefnd eign- amámsbóta hefur hana til meðferðar en aðeins hvað varðar málskostnað- arþóknun til landeigenda, að sögn Þórðar Þórðarsonar bæjarlögmanns, þar sem samkomulag um verð lands- ins liggur fyrir. Fyrir 90,5 hektai-ana greiðir Kópa- vogsbær 290 miHjónir króna, þar af rúmar 52,5 milljónir króna með yfir- teknum skuldum. Fjárhæðin verður greidd með skuldabréfum með 15 jöfnum árlegum afborgunum, sem em verðtryggð og bera 6% vexti. Landeigendur fá lóðirnar Einnig felst í sáttinni að bærinn skipuleggur byggð á svonefndum F- reit, sem er 5 ha, spilda úr því 90,5 ha landi sem tekið er eignamámi. Gerð þeirrar skipulagstillögu er nú lokið og er til meðferðar í bæjarkerfinu og það er vegna hennar sem hagsmunaaðilar og fleiri hafa gert athugasemdir und- anfama daga og vikur. Tillagan gerir ráð fyrir 113 íbúða byggð í fjölbýlis- húsum og raðhúsum. Eignarnámssáttin felur í sér að lóðum á F-reit verði úthlutað til land- eigenda til frjáls framsals. Landeig- endur greiða ekki yfirtökugjöld né gatnagerðargjöld en sjá um og kosta hönnun gatna, gatnagerð og fram- kvæmdir í samvinnu við bæinn. Landið verður eign bæjarins. Bærinn sér um og kostar gatnagerð vegna breytinga á Elliðahvammsvegi og um tengingu inn á reitinn og hönnun og gerð aðalskolplagnar. Samningurinn gerir ráð fyrir að bærinn skili skipu- laginu samþykktu, landeigendum að kostnaðarlausu, eigi síðar en 1. nóv- ember 2000 og að allur F-reiturinn verði gerður byggingarhæfur í síð- asta lagi í lok árs 2001. Skipulagstillögumar sem nú eru til meðferðar við Elliðavatn em tvær. Hin skipulagstillagan nær yfir 37 ha svæði frá Elliðavatni og ánni Dimmu, hlíðinni austan Vatnsenda- vegarins, þar sem svæði F tekur við, að Elliðahvammsvegi og vatnsvernd- arlínu. Bæði er breytt landnotkun samkvæmt aðalskipulagi og um leið sett fram deiliskipulagstillaga sem gerir ráð fyrir 32 einbýlishúsum á einni og tveimur hæðum. í eignamámssáttinni er einnig fjallað um þetta land, sem þó er ekki tekið eignarnámi heldur er áfram í eigu landeigenda. Samkvæmt sátt- inni er það hluti af endurgjaldi bæjar- ins fyrir þá 90,5 hektara spildu sem tekin er eignamámi að skipuleggja þessa 32 einbýlishúsa byggð. Land- eigendur fá lóðarleigusamninga til frjáls framsals án greiðslu gatna- gerðargjalda. Samþykkt skipulag og byggingarskilmálar skulu tilbúin fyr- ir 1. febrúar næstkomandi. Einnig felur sáttin í sér að landeig- endur fá að byggja án greiðslu gatna- gerðargjalda a.m.k. 8 hesthúsalengj- ur við Heimsenda en kosta sjálfir gatnagerð þar. Þá afsalar bærinn sér til þeirra 14,5 ha landsspildum, svo- nefndum Vatnsendakrókum, og 17,9 ha landsspildu, Miðmundarmýri. Einnig greiðir bærinn allan kostn- að eignamámsþola vegna málsins, svo og þinglýsingargjöld. Fellur niður ef skipulag breytist Þórður Þórðarson, bæjarlögmað- ur, sagði í samtali við Morgunblaðið að við gerð sáttarinnar hefði verið gengið út frá því að skipulagstillög- urnar tvær, sem nú em til meðferðar, yrðu samþykktar óbreyttai-. Fari skipulagið ekki óbreytt í gegn verði aðilar að taka upp viðræður aftur enda gert ráð fyrir að lóðaúthlutunin til þeirra sé stór hluti endurgjalds fyrir landið sem tekið er eignamámi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er sáttin að nokkm leyti hlið- stæð þeim samningum sem áður hafa verið gerðir milli bæjarins og land- eigenda um eignamám lands, m.a. vegna landsins þar sem nú er hluti Hvarfahverfis. Þar fengu landeigend- ur lóðir til úthlutunar og hefur fyrii-- tækið Jámabending, sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar heitins Hjalte- sted, bónda á Vatnsenda, staðið að byggingu hluta þeirra húsa, sem risið hafa í Hvarfahverfi undanfarin ár. Morgunblaðið leitaði álits Franz Jezorski fasteignasala á því hvemig eðlilegt væri að áætla verðmæti þeirra byggingarlóða, sem landeig- endur fá skipulagðar og til úthlutun- ar, við samningsgerðina. Á F-reit er gert ráð fyrir 113 íbúð- um, þar af 28 í raðhúsum en öðram í 2-6 hæða fjölbýlishúsum. Franz sagðist telja eðlilegt að áætla verð- mæti hverrar raðhúsalóðar 3-4 millj- ónir króna, miðað við mai’kaðsverð, t.d. í Grafarholti, en verð lóðarhluta í fjölbýlishúsum að meðaltali 1.300- 1.400 þúsund krónur. Samkvæmt því væri verðmæti lóðanna á F-reit 230- 250 m.kr. Nýtt Arnarneshverfi? Þá er gert ráð fyrir byggingu 32 einbýlishúsa á einni og tveimur hæð- um á fyrmefndu svæði milli vatns og vegar. Franz sagði að meðalverð á einbýlishúsalóðum á höfuðborgar- svæðinu væri nú 4-6 m.kr. og hann teldi rétt að miða við efri mörkin í þessu tilviku. „Landið við Elliðavatn- ið hefur mikla möguleika og gæti orð- ið nýtt Amarneshverfi," sagði hann. Sé miðað við þá áætlun er verð- mæti lóðanna 32 um 192 m.kr. Samtals er þá endurgjaldið fyrir 90,5 ha landspildu út Vatnsendalandi áætlað 712-733 milljónir króna þegar lögð er saman sú tala sem greidd er með yfirtöku skulda og útgáfu skuldabréfa, og úthlutun lóða á skipu- lögðu svæðunum. Þá hefur ekki verið reynt að verð- meta landið, sem bærinn afsalar til landeigenda í Vatnsendakrókum og Miðmundarmýri, samtals um 32,5 ha, né verðmæti heimildar til að reisa 8 hesthúsalengjurvið Heimsenda. Ekki hefur heldur verið tekið tillit til kostnaðar sem þátttaka landeig- enda í gatnagerð felur í sér. Hanncs Hólmsteinn Gissurarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.