Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 35 LISTIR Skoða heildar- líf persónanna Sænski rithöfundurínn Kerstin Ekman segist hafa mestan áhuga á því að skoða þá möguleika sem persónur hennar hafa innan þess samfélags sem þær lifa og hrærast í. Súsanna Svavarsdóttir spjallaði við hana um verk hennar og feril. Skanpix Kerstin Ekman EINN af þeim höfundum sem sóttu ísland heim í tilefni af Bókmennta- hátíð 2000 var Kerstin Ekman frá Svíþjóð. Ekman sem gaf út fyrstu bók sína árið 1959 segist ekki hafa tölu á þeim bókum sem hún hefur skrifað og segist vera löngu hætt að telja - en árið 1994 hlaut hún Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Atburðir við vatn sem var þýdd á íslensku af Sverri Hólmarssyni og gefin út hjá Máli og menningu. Fyrstu fimm skáldsögur Kerstinar Ekman voru tryllar og segir hún að á þeim árum hafi verið mjög algengt í Svíþjóð að rithöf- undar skrifuðu slík verk vegna þess að tryll- ar ættu sér langa hefð bæði í Svíþjóð og Noregi. Eftir þessa fimm trylla fóru verk Ekman að þróast í átt að sálfræðilegum skáldsögum, skyldum verkum bresku rithöfundanna Ruth Rendell og P.D. James og segir hún að á þeim tíma, 7. áratugnum, hafi slík verk þótt mjög nýstárleg. A 8. áratugnum skrifaði hún bókaflokk um konur og borg og segir hún það hafa verið upphafið að því að hún fór að skrifa um sam- félagsleg málefni. Konur og borg var í fjór- um bindum og fjallaði um þróun iðnaðar- þjóðfélagsins í Svíþjóð og hvernig konur brugðust við þeirri þróun. „Saga þessara kvenna hefst á 7. tug 19. aldar og nær yfir heila öld af félagslegum breytingum,“ segir Ekman og bætir við: „Eg er rithöfundur sem segir sögur. Það er kannski hægt að segja að þessi eða hin bókin eftir mig fjalli um konur, eða eitthvert annað þema, en ég er hvorki eins og blaðamaður eða vísindamaður sem skrifar um tiltekið málefni, heldur skoða ég tiltekið samfélag." Rómantísk hugsjónamanneskja „I Atburðum við vatn, sem hefur verið þýdd á íslensku, segi ég frá litlu samfélagi í norðurhluta Svíþjóðar. Þessi hluti er meira og minna í eyði í Svíþjóð í dag vegna þess að stöðugt fleiri flytja til borganna, rétt eins og hér á Islandi. Inn í þetta litla samfélag kemur Annie. Henni finnst það mjög sérkennilegt og hún skilur ekki tungumálið, vegna þess að þarna er töluð mállýska sem er mjög skyld norsku. Aðstæður era mjög ólíkar því sem hún hafði séð fyrir sér vegna þess að hún hefur haft mjög rómantíska sýn á það að setjast að á afskekktum stað í kommúnu sem stundar sjálfsþurftarbúskap - eins og svo margir höfðu á þeim tíma sem sagan gerist. Þótt glæpur eigi sér stað í sögunni er hún ekki tryllir heldur fjallar um það hvernig að- komumanneskja tekst á við samfélag sem er allt öðruvísi en hana hefur dreymt um. En hún fellur smám saman inn í þetta samfélag á tveimur áratugum.“ Nú býrð þú sjálf í litlu þorpi í Norðvestur- Svíþjóð. Er þetta eitthvað líkt því sem þú upplifðir þegar þú fluttir þangað fyrir 24 ár- um? „Nei, þetta er ekkert líkt því sem ég upplifði en vissulega hef ég séð svona af- skekkt svæði með augum gestsins. Lands- lagið er líka raunverulegt svo og þögn fólks- ins. Hins vegar er Annie pólitískur hug- sjónamaður til að byrja með, sem ég var ekki, og fólkið kærir sig ekkert um hana, þannig að hún er útilokuð - sem ég var ekki heldur." Á næstu vikum kemur út í íslenskri þýðingu nýjasta skáldsaga Kerstinar Ek- man, Miskunnsemi Guðs. „Hún er vonandi sú fyrsta í seríu þriggja bóka sem verða þýddar eftir mig,“ segir Ekman og þegar hún er spurð um efni þeirrar sögu segir hún: „Sú saga hefst árið 1916 og nær fram að upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir frá ungri konu, ljósmóður, sem kemur til sama þorps og Annie flutti til, er ókunnug þar og fellur ekki inn í samfélagið. Hún veit ekki hvernig hún á að takast á við þjáningar fólksins þar, einkum kvenna og barna, en hún hefur - starfsins vegna - mest samskipti við þann hóp. Það er ýmislegt á seyði í þessu litla samfélagi og þar eru fleiri söguhetjur. Þar er meðal annars ungur maður sem flýr heimilisofbeldi og fer til Noregs. Hann er berklasjúklingur og er svo heppinn að enda á hæli þar sem hann hlýtur menntun og verður myndlistarmaður. Eg er núna að vinna að öðrum hluta þessa skáldverks.“ Kerstin talar um samfélagslýsingu og víst er að í verkum hennar er gildismat þess samfélags sem sagan gerist í mjög skýrt. Persónur hafa sterk og afgerandi einkenni - hver á sinn hátt, það er þagað yfir ofbeldi, mönnum er ekkert um að upplýsa glæpi og svo aftur sé vísað í Atburði við vatn er sagan hlaðin erótík. „Já, kannski sú saga, en þegar ég var að skrifa um konur í borg á 7. áratugnum var mér legið á hálsi fyrir að sýna engan áhuga á kynlífi þeirra kvenna sem ég var að fjalla um. Mér fannst það mjög heimskulegt vegna þess að þær konur sem ég var að fjalla um litu ekki á kynlíf sem neitt sérstaklega ánægjulegan þátt. Þær þræluðu og strituðu og voru endalaust að eignast börn. Ég varð að líta á hverja konu sem einstakling og ég get alveg lofað þér því að lífið sem þær lifðu var ekki mjög erótískt. Það er dálítið annað þegar maður er að fjalla um konur sem upp- lifa ekki matarskort og hafa nægan frítíma. Þær konur sem ég var að fjalla um höfðu það ekki. Orka þeirra fór í að brauðfæða börnin. Karlar að einangrast í litlum samfélögum „Ég legg áherslu á að líta á heildarmynd þess samfélagslega veruleika sem persónur mínar lifa í. Ég reyni að horfa á allt líf þeirra, en ekki á persónurnar sem afmarkað viðfangsefni án samhengis við eitt eða neitt. Ég hef mikinn áhuga á félagslegum þáttum og því hvernig hvert og eitt samfélag þróast. Eg er samt ekki pólitískur rithöfundur, held- ur skoða ég hvaða möguleika einstakling- urinn á innan tiltekins samfélags; hvernig hann þróast, hvaða möguleika hann á ef hann fer og hvaða möguleika hann á ef hann verður kyrr.“ En hvers vegna fjallarðu fremur um lítil og afskekkt samfélög í dag en ekki borgar- samfélagið? „Sem rithöfundi finnst mér áhugavert að skoða þessi litlu afskekktu samfélög. Það sem við sjáum gerast í þeim í dag er að karl- menn sem búa þar eiga ekki mikið val hvað konur snertir. Það er skortur á konum þar vegna þess að þær flytja fremur til borganna til þess að afla sér menntunar og skapa sér starfsgrundvöll. Það er því mikið af pipar- sveinum á þessum stöðum. Áður fyrr var lífið á þessum slóðum mjög gott fyi-ir karlmenn en það er það ekki leng- ur. Þeir unnu að jarðyrkju og stunduðu veið- ar og það er eins og þeir hafi ekki sjálfir náð því að samfélagið hafi breyst. Kannski eru konur líka mun sveigjanlegri og tilbúnari til þess að reyna fyrir sér annars staðar. Afleiðingin er sú að karlmenn á þessum stöðum eru mjög ráðvilltir." Kannski getum við þar séð efnið sem hugsanlega verður í þriðju bók Ekman í þeirri þriggja bóka seríu sem hún er núna að skrifa. Sjálf gefur hún ekkert upp um það - svo við bíðum bara spennt. Fiðrildi og- fortíð- ardraugar LEIKLIST Leikfélag Iteykja- víkur EINHVER íDYRUNUM Höfundur: Sigurður Pálsson. Leik- stjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Sig- urður Pálsson, Björn Ingi Her- mannsson, Edda Björgvinsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð- mynd: Ólafur Örn Thoroddsen. Borgarleikhúsið, litla sviðið, 15. september. FYRSTA Frumsýning Borgarleik- hússins á þessu leikári fór fram í gærkvöldi á litla sviðinu. Hér er um að ræða nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson, Einhver í dyrunum, en forsýning á verkinu var í vor í til- efni menningarborgarársins. Ein- hver í dyrunum er athyglisvert leikverk, flókið og nokkuð brota- kennt að byggingu og efnivið, sér- staklega framan af, gerir kröfur til áhorfenda en skilar sér heilt í höfn áður en yfir lýkur. í miðju verksins er Kolbrún (Kristbjörg Kjeld), fyrrverandi leikkona sem hefur lokað sig af inni á heimili sínu og eiginmannsins Baldurs (Sigurður Karlsson) þar sem þau þjást saman og takast á yfir fortíðardraugum og fjarlægð- inni sem setur svip sinn á samband þeirra. Baldur vinnur á skrifstofu á daginn og er ástríðufullur fiðrilda- safnari og áhugamálið veldur tíðum fjarverum hans af heimilinu á kvöldin (eða er notað sem átylla til þess að fara út), þannig að Kolbrún þarf að kljást að mestu leyti ein við óþolandi einsemd sína og brostna drauma. Vaxandi örvænting henn- ar og heift bitnar á Baldri í þau fáu skipti sem hann er heima við, en vanmáttur hans til þess að takast á við ástandið birtist í hans sífellda flótta. Þessu heimilismunstri er raskað þegar inn á heimilið koma tvær ólíkar persónur. Önnur er ung fyrirsæta (Guðmundur Ingi Þor- valdsson) en hitt er ungur karlmað- ur, Vilmar (Björn Ingi Hilmar- sson), sem er heitur aðdáandi leikkonunnar sem hefur helgað líf sitt sjúklegri dýrkun á sviðs- og kvikmyndapersónu hennar. Við sögu kemur einnig móðir Vilmars, hjúkrunarkonan Vigdís (Edda Björgvinsdóttir) sem hefur fengið taugaáfall eftir að hafa tekið þátt í hjálparstarfi á stríðsátakasvæði í Evrópu. Innan þessa ramma bregður leikskáldið Sigurður Pálsson á margvíslegan leik. Dregnar eru upp andstæður og hliðstæður í lífi persónanna, leikið er með tungu- málið, kynhlutverk og kynjaskil- greiningar. Speglanir og draumar er ráðandi í táknmáli verksins, sem í fyrstunni virðist sundurlaust en myndar smám saman þéttofinn vef margra þráða. Leikverkinu má lýsa með skilgreiningunni „póst-mó- dernískt" og er þá bæði vísað til byggingar þess, efnis og efnistaka. Það er greinilegt að Kristín Jó- hannesdóttir leikstjóri þekkir inn- viði leikritsins eins og lófann á sér, hún hefur unnið á fallegan og áhrif- aríkan hátt úr verki sem gæti virst óárennilegt við fyrstu skoðun. Á margan hátt er hér um mjög fal- lega leikhúsvinnu að ræða; Svið- mynd Stígs Steinþórssonar er ein- föld og smekkleg og myndar mjög góða umgjörð um verkið; búningar Stefaníu Ádolfsdóttur era að sama skapi mjög viðeigandi, ýta undir þau áhrif sem leikverkið sjálft kall- ar á og á þeim er sterkur heildar- svipur. Síðast en ekki síst kallast þeir á við táknmál leikverksins; lýs- ing Lárasar Björnssonar vann vel með sviðsmyndinni og var skemmtilegt að sjá hversu miklum breytingum sviðið tók eftir því hvort lýst var fyrir framan eða aft- an þann vegg sem myndar aðal- umgjörðina um leikinn; hljóðmynd Ólafs Thoroddsen er mjög skemmtilega samsett og eykur dramatískan undirtón sýningarinn- ar þegar það á við en léttir and- rúmsloftið á öðram stundum. En það sem kannski skiptir höf- uðmáli er að Kristín hefur náð því besta fram hjá öllum leikuranum. Allir þurfa þeir að glíma við per- sónur sem hver og ein rambar á mörkum þess sem við teljum „normalt" í mannlegri hegðun og það var gaman að fylgjast með þeim „brillera", hverjum á fætur öðrum. Kristbjörg vann ákaflega vel og fagmannlega úr erfiðu hlut- verki, hún tók umbreytingum á sviðinu, enda í ætt við hið við- kvæma fiðrildi sem er grundvallar- tákn verksins og myndbreytist frá púpustigi til fagurrar vængjaðrar vera sem á stuttan líftíma áður en það fölnar og deyr. Áhorfendur hylltu Kristbjörgu (og samverka- fólk hennar) með langvinnu lófa- taki og bravó-hrópum þegar sýn- ingu lauk. Sigurð Karlsson hef ég sjaldan séð gera betur en hér, hann var í ákaflega skemmtilega hönnuðu gervi og naut sín í hlutverki hins ráðvillta eiginmanns og aðdáanda fiðrilda. Bjöm Ingi Hilmarsson vai- frábær í hlutverki hins unga aðdá- anda leikkonunnar, svipbrigði hans, hreyfingar og textaflutningur var af hæsta gæðaflokki. Guð- mundur Ingi Þorvaldsson var í því erfiða hlutverki að leika hina ungu fyrirsætu, sem er n.k. „alter ego“ leikkonunnar, hennar yngra sjálf (púpustigið) og túlkun hans vó hárfínt jafnvægi milli hins kómíska og íroníska sem hlutverkið býður upp á. Edda Björgvinsdóttir kom vel til skila örvæntingu manneskju sem hefur horfst í augu við óbæri- lega grimmd og mannlega þjáningu og brotnað, en er staðráðin í að rísa upp aftur og takast á við það hlut- verk sem hún hefur valið sér. Einhver í dyrunum er verk sem krefst þolinmæði og innlifunar áhorfenda; þeir verða að vera til- búnir til þess að taka þátt í þeim vandamálum og þeim tilfinningum sem þar eru bomar á borð. Sá sem gerir það mun áður en yfir lýkur bæði hlæja og gráta með persónun- um og slík reynsla er bæði þeim og leikhúsinu dýrmæt. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.