Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 25 ERLENT Erfðavísindin í þjónustu Ólympíuleikanna í Ástralíu DNA gegn föls- un minjagripa ✓ Astralir hafa tekið upp nýstárlega aðferð til að koma í veg fyrir að falsaðir minjagripir verði til sölu á Olympíuleikunum. Ragnhild- ur Sverrisdóttir segir að opinberir minja- gripir séu allir merktir með erfðaefni úr ónafngreindum, áströlskum íþróttamanni og sérstakir eftirlitsmenn muni fara um með skanna til að leita upp falsanir. ÞÆR milljónir áhorfenda, sem flykkjast á Olympíuleikana í Sydney í Astralíu, munu kaupa minjagripi fyrir svimandi upphæðir, allt frá bolum og húfum til tuskudýra, barmnæla og kaffikrúsa. Það hefur löngum loðað við stóratburði af þessu tagi, að ýmsir óprúttnir ná- ungar framleiða sína eigin minja- gripi, sem oftast eru fullkomnar eft- irlíkingar opinberu minjagripanna, og hafa þannig fúlgur fjár af rétthöf- um. Astralir ætla að koma í veg fyrir þetta með því að merkja hvern ein- asta hlut með erfðaefni út ónafn- greindum, áströlskum íþróttamanni. Astalir leituðu til fyrirtækis í Los Angeles, DNA Technologies (heima- síða: www.dnatechnologies.com), en það sérhæfir sig í merkingum af þessu tagi. Má nefna sem dæmi, að fyrirtækið útbýr sérstaka DNA penna með ósýnilegu bleki og þeir eru notaðir til að merkja alla bolta sem notaðir eiu í úrslitakeppni meistaradeildarinnar i hafnabolta í Bandaríkjunum. Síðar meir getur enginn haldið því fram að hann sé með upprunalegan bolta nema sér- stakur skanni nái að greina erfða- efnið á boltanum. Fulltrúar DNA Technologies eru líka til taks við sérstaka atburði, til dæmis þegar íþróttahetjur gefa eiginhandarárit- anir, og merkja þá áritaða hlutinn með ósýnilegu DNA-bleki til frekari staðfestingar á upprunanum. Ymsar aðferðir hafa verið reynd; ar til að koma í veg fyrir falsanir. I byrjun níunda áratugarins var byrj- að að nota heilmyndir, sem eru þrí- viddarmyndir unnar með leysi- geisla, á greiðslukort og ýmis vöru- merki. Upp úr 1995 var hins vegar farið að nota efnafræðilegar sam- setningar og sjálft erfðaefnið. Efna- fræðilegir merkimiðar eru til dæmis notaðir út í bensín og ýmsa aðra vökva til að rekja framleiðslusöguna eða greina hvort vökvinn hefur verið þynntur út eða átt við hann að öðru leyti. En núna er það erfðaefnið. DNA á málverkum og gallabuxum I Kaliforníu býr málarinn Thomas Kinkaid, einn afkastamesti og eftir- sóttasti listamaður Bandaríkjanna. Hann tók upp þann sið árið 1997 að blanda hluta af eigin erfðaefni í blekið sem hann notar þegar hann merkir sér verk og gerir þar með listaverkafölsurum erfitt fyrir. Yms- ir hlutir, sem notaðir voru í kvik- mynd Warner Brothers um Batman, voru merktir með erfðaefni áður en þeir voru seldir á uppboði, svo kaup- endurnir geti ávallt sannað upprun- ann. Og hinn frægi gallabuxnafram- leiðandi Levi’s mun hafa einhverja DNA runu á merkingum fram- leiðsluvöru sinnar, enda hafa marg- oft komið upp mál þar sem gallabux- ur, saumaðar á ódýran hátt einhvers staðar í Asíu, hafa verið markað- ssettar sem hinnar einu, sönnu, am- erísku Levi’s. Slíkt mál kom meðal annars upp á íslandi fyrir nokkrum árum, en nú ætti genaskanni að geta leyst úr meintum fölsunum fljótt og vel. „Vörumerkjalöggur" á sveimi I dagblaðinu San Francisco Chronicle sl. mánudag er haft eftir Catherine McGill, lögfræðingi og verndara vörumerkja Olympíuleik- anna í Astralíu, að mikið sé í húfi, enda er reiknað með að áhorfendur kaupi minjagripi fyrir rúma 32 millj- arða króna. McGill segir að undan- farna mánuði hafi sífellt fleiri falsað- ir minjagi-ipir skotið upp kollinum, þar sem líkt sé nákvæmlega eftir allri gerð, merkingum og umbúðum. „Erfðaefnið, DNA, er algjörlega pottþétt aðferð til að sjá hvort eitt- hvað er ósvikið," hefur blaðið eftir henni. Þess vegna hefur verið ráðist í að merkja 50 milljónir hluta með erfðaefni, en aldrei áður hefur þessi aðferð verið notuð í eins umfangs- miklum merkingum. Catherine McGill hefur 60 „vöru- merkjalöggur“ á sínum snærum, en hlutverk þeirra verður að ganga á milli sölubása í Sydney og renna skanna yfir minjagripi, til að kanna hvort þeir eru ósviknir. Tollgæslan í Ástralíu hefur þegar lagt hald á 120 þúsund minjagripi, sem reynt var að flytja til landsins frá Asíu og reynd- ust svikin vara. Forstjóri DNA Technologies, Chris Outwater, segir í samtali við San Francisco Chronicle að erfða- efnið sé tekið úr blóðsýni, örlítill hluti þess einangraður og honum blandað út í ósýnilegt blek. í blekið eru líka settir bútar af öðru erfða- efni, svona rétt til að villa um fyrir fölsurum, ætli þeir að reyna að leysa gátuna. Forstjórinn segir reyndar algjörlega ómögulegt að finna erfða- efnið og ætla sér að fjölfalda það. „Það er svona svipað og að standa fyrir framan almenningsbókasafnið í New York og segja falsara að þú hafir notað eina setningu í einni bók í safninu sem lykilorð og nú sé hon- um velkomið að finna þá setningu," segir Outwater, sem vill gjarnan færa út kvíarnar og horfir meðal annars til möguleikanna á að merkja verðbréf, greiðslukort, vegabréf og önnur skilríki. Hann heldur hins vegar að mest sé upp úr því að hafa að merkja fatnað eða aðra vöru sem framleidd er í miklu magni. Merk- ingarnar ættu ekki að hækka vöru- verðið svo nokkru nemur, því það kostar aðeins um 4 krónur að merkja hvern hlut. Verður greint ef nógu mikið er í húfí Ekki eru allir á því að þetta sé mjög snjallt. Susan Lindee, höfund- ur bókarinnar „Genið sem menning- arlegt teikn“, (The Gene as a Cultur- al Icon, 1995), segir þetta fáránlega notkun erfðaefnisins, en hins vegar alveg í takt við góðan árangur for- göngumanna erfðafræði við að telja fólki trú um að í erfðaefninu sé sjálf- ur sannleikurinn fólginn. Lindee segir einnig fáránlegt að halda að ekki sé hægt að greina erfðaefnið og falsa það. Það verði áreiðanlega gert ef nógu miklir hagsmunir verði í húfi, til dæmis ef dýrasti hátískufatnaður yrði allur merktur á þennan hátt. Það er ekki að furða að ýmsir framleiðendur líti vonaraugum til DNA Technologies, enda er giskað á að árlega séu seldar sviknar vörur á markaði í Bandaríkjunum fyrir um 16 billjónir króna, eða 16 þúsund milljarða. um allt Borgarnes Bílasala Vesturlands - Borgarbraut 58 Sími 43*7 1577 Akranes Bjöm Lárusson - Bjarkargrund 12 Sími 431 1650 ísafjörður Bílasalan ísafjarðarflugvelli Sími 456 4712 Sauðárkrókur Bifreiðaverkstæðið Áki Sæmundargötu 16 - Sími 453 5141 Akureyri Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar Óseyri 5a - Simi 461 2960 Reyóarfjöróur Bílasalan Fjarðarbyqgð - Búðareyri 25 Sími 474 1 199 % Egiisstaðir Bílasala Austurlands - Fagradalsbraut 21 Sími 471 3005 Höfn í Hornafirói Bílverk - Víkurbraut 4 Sími 478 1990 Selfoss Betri Bílasalan - Hrísmýri 2a Sími 482 3100 Keflavík Bílasala Reykjaness - Brekkustíg 38 Sími 421 6560 , Stor utsala á notuðum bílum Opið til kl. 21 alla virka daga þessa viku án útborgunar við afhendingu lánum í allt að 60 mánuði íyrsta afborgun í mars 2001 (I húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 ^OH©á\ÍiBÍLASALAN - SM 588 5300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.