Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Neskirkja Nýtt fyrir- komulag á guðs- þjónustum í Neskirkju NÚ ER vetrarstarf Neskirkju í vest- urbæ Reykjavíkur að hefjast. Sú breyting verður á guðsþjónustum í etur að þær verða kl. 11, en ekki 14, mk þess sem bömin í sunnudaga- kólanum verða með í guðsþjónust- :ni til að byrja með en hverfa svo til mna verkefna. Vetrarstarfíð hefst ína á sunnudaginn kl. 11 og verður iðsþjónustan með þessu fyrirkomu- igi, bömin byija í kirkjunni en fara /o í safnaðarheimilið í tveimur hóp- i m, sjö ára börn og yngri annars veg- >.r og 8-9 ára börn hins vegar. Annað tarf í Neskirkju verður sem hér seg- ir: Tíu til tólf ára starfið (TTT) verð- r á mánudögum kl. 17 og unglinga- dúbbur er starl'andi á fimmtudögum 1.20. Foreldramorgnar eru í kirkjunni á miðvikudagsmorgnum kl. 10. Fjölskyldu- og hjónastarf Nes- kirkju fer af sunnudagskvöldið 8. október nk. kl. 20.30. Opið hús þar sem boðið er upp á kaffí og meðlæti verður í safnaðarheimilinu sérhvern miðvikudag kl. 16. Annan hvern mið- vikudag verður svo sr. Frank M. Halldórsson með trúfræðslu kl. 17 og kl. 18 hvern miðvikudag verður svo bænamessa. Starf aldraðra hefst laugardaginn 7. október kl. 14. (ath. breyttan tíma) og verður alla laugardaga í október og nóvember og síðan áfram eftir áramót. Kvöldmessur verða einu sinni í mánuði. Fyrsta kvöldmessan verður sunnudagskvöldið 25. september nk. kl. 20. Þess má loks geta að auk þessa er í Neskirkju öflugt AA- og Al-Anon— starf fjórum sinnum í viku. Kvennakirkjan 1 Neskirkju FYRSTA messa Kvennakirkjunnar á þessu hausti verður haldin í Nes- kirkju sunnudaginn 17. september kh 20.30. Séra Yrsa Þórðardóttir prédikar. Dr. Þórunn Guðmunds- dóttir syngur einsöng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kór Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng og syngur m.a. sænsk lög í til- efni af því að sænskar konur sem vilja kynna sér Kvennakirkjuna verða gestir í messunni. Kvenna- kirkjukonur munu gera þessa stund að sérstakri fagnaðarstund þar sem séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur Kvennakirkjunnar, var sæmd heiðursdoktorsnafnbótvið Há- skóla íslands 8. september sl. Fimmtudaginn 21. september kl. 17.30 verður síðdegisboð í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17. Gestir verða frá bókaútgáfunni SÖLKU, sem er nýstofnað kvenna- bókaforlag í eigu Hildar Hermóðs- dóttur og Þóru, Sigríðar Ingólfsdótt- ur. Sagt verður frá útgáfubókum og ieeið upp úr einhverri þeirra. Kaffi og heitar vöfflur verða áboðstóhim. Hátíðarmessa í Breið- holtskirkju Á MORGUN, sunnudag, hefjum við vetrarstarfið í Breiðholtskirkju í Mjódd formlega með barnaguðsþjón; ustu kl. 11 og hátíðarmessu kl. 14. I þessari messu lætur Daníel Jónasson formlega af störfum sem organisti eftir 28 ára þjónustu og Sigrún M. Þórsteinsdóttir tekur við. Inga J. Baekman syngur stólvers. Að messu lokinni verður kaffisamsæti til heið- urs Daníel í safnaðarheimilinu. Þess má geta áð nú hefur verið lok- ið við að leggja norskar steinflísar á gólf kirkjunnar og má því segja að 22 ára byggingarsögu hennar sé loks að ljúka. Við höfum því margt fyrir að þakka í messunni á sunnudag og væntum þess að sóknarbúar og aðrir velunnarar kirkjunnar fjölmenni í til- efni dagsins og taki þátt í þessari þakkarhátíð með okkur. Sr. Gísli Jónasson. Kvenfélag Háteigssóknar gefur flygil VIÐ upphaf vetrarstarfs í Há- teigssöfnuði mun Kvenfélag Há- teigssóknar færa söfnuðinum að gjöf nýjan flygil til notkunar í hátíðarsal safnaðarheimilisins. Afhendingin fer fram eftir messu kl. 14 sunnudaginn 17. september, þá mun Signý Sæ- mundsdóttir sópran syngja við undir- leik organistans Douglas A. Brotchie. Kaffiveitingar verða á eftir í boði sóknarnefndar. Bamaguðsþjónustur verða klukk- an 11 á sunnudagsmorgnum i vetur, í umsjá sr. Helgu Soffiu Konráðsdótt- ur, Péturs Björgvins Þorsteinssonar fræðslufulltrúa, Sólveigar Höllu Kristjánsdóttur guðfræðinema og Guðrúnar Helgu Harðardóttur djáknanema. Þar verður fjölbreytt og skemmti- legt efni við hæfi barna, sungið og leikið, beðið og sögur sagðar. Tómas Sveinsson sóknarprestur. Kvöldmessa í Grensáskirkju ANNAÐ kvöld kl. 20 verður fyrsta kvöldmessa haustsins í Grensás- kirkju. í kvöldmessunum er lagt upp úr því að skapa andrúmsloft næðis og friðar, hlýju og samfélags. Formið er einfalt en mikill, almennur söngur. Töluðu orði er stillt í hóf enda aðal- atriðið að finna nálægð Guðs og mæta honum í orði hans og við al- tarið. Auk kvöldmessunnar er að sjálfsögðu messa kl. 11 árdegis. Á þeim tíma hefst líka barnastarfið eins og í öðrum kirkjum á höfuðborg- arsvæðinu. Bai’nakór Grensáskirkju er að hefja 11. starfsár sitt. í vetur æfir kór yngri barna, 6-9 ára, á sunnudags- morgnum kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson. Æðruleysis- messa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar, tileinkuð fólki í leit að bata eft- ir tólfsporakerfinu, verður í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Þar eru allir vel- komnir til tilbeiðslu og æðruleysis. Lofgjörðinni stýrir söngkonan Anna Sigríður Helgadóttir við undir- leik bræðranna Harðar og Birgis Bragasona. Hinn eini sanni Þorvald- ur Halldórsson syngur einsöng. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir stjómar samkomunni, jafnframt verður reynslusögu deilt með viðstöddum. í lok stundarinnai- verður helg smum- ing í anda frumkirkjunnar og fyrir- bæn. Það verður boðið upp á kaffi eft- ir messu en ekki fyrir messu eins og í fyrravetur. Einnig hefjast messurn- ar hálftíma fyrr en áður. I messukaff- inu verður kynnt tólfsporavinna sem fram fer í safnaðarheimili Dómkir- kjunnar á þriðjudagskvöldum í vetur og er samstarfsverkefni Dómkir- kjunnar og miðbæjarsafns KFUM&K. Æðruleysismessur em innihalds- ríkar og helgar stundir þar sem fólk kemur og leitar eftir samfélagi við guð og meðbræður sína. Allh- vel- komnir. Ray McGraw í Kefas í DAG, laugardaginn 16. september, verður Ray McGraw gestaprédikari í Kefas, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi. Ray McGraw er trúboði, forstöðumaður og kennari frá Kan- ada og hefur verið hér á landi síðustu daga með námskeið um það hvernig hægt er að rjúfa ættarbölvanir, reka út illa anda og lækna sjúka. Samkom- an hefst kl. 14 og em allir hjartanlega velkomnir Kyrrðar- og bænastund í Fella- og Hólakirkju VETRARSAFNAÐARSTARF Fella og Hólakirkju er smátt og smátt að hefjast þessa dagana. Fyrsta kyrrðar- og bænastundin verður í hádeginu miðvikudaginn 20. september. Organisti kirkjunnar, Lenka Matéová, leikur á orgelið frá kl. 12. Klukkan 12.10-12.25 er helgi- stund þar sem meðal annars er beðið fyrir þeim sem eiga við veikindi eða aðra erfiðleika að stríða. Einnig em þakkarefni lögð fram fyrir guð. Bæna- og þakkarefnum má koma til presta, djákna eða annarra starfs- manna kirkjunnar í síma 557-3280. Þriðja miðvikudag hvers mánaðar verður altarisganga í hádeginu. I framhaldi af kyrrðar- og bæna- stundinni í kirkjunni gefst tækifæri til að neyta saman hádegisverðar í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Eftir málsverðinn er áfram opið hús til kl. 15, samvera fyrir fullorðna þar sem spjallið heldur áfram, tekið verð- ur í spil, lesið upp úr góðum bókum og blöðum eða eitthvað annað gert, sem fólki kemur til hugar, til skemmtunar og fróðleiks. Fólki er frjálst að koma og fara þegar því hentar. Koma í kirkjuna en ekki í safnaðarheimilið, eða öfugt, allt eftir því sem það hefur tíma til eða áhuga á. Kirkjan býður þeim akstur til og frá kirkju sem ekki geta komist sjálfir og þeir sem vilja nýta sér það láti vita í síma 557-3280 fyrir kl. 10 á miðvikudagsmorgnum. Umsjón með kyrrðar-, bæna- og samverustundunum á miðvikudögum hefur Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni en sóknarprestamir sr. Hreinn Hjartarson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson taka einnig þátt í helgi- haldinu. Fella- og Hólakirkja. Barna- og unglingastarfið í Hallgríms- kirkju ÞESSI helgi markar upphaf bama- og unglingastarfs Hallgrímskirkju á þessu hausti. Starfið fyrir yngstu börnin tengist guðsþjónustum hvem sunnudagsmorgun kl. 11 og era börnin boðin velkomin í guðsþjónust- una á sunnudag. í guðsþjónustunni mun bama- og unglingakór kirkjunnar syngja undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur. Á þriðjudögum kl. 14.30 er starf fyrir böm á aldrinum 6-8 ára og á fimmtudögum fyrir 9 -10 ára böm kl. 16.30 og fyrir 11-12 ára börn kl. 18- 19. Þá mun æskulýðsfulltrúi kirkjunnar taka á móti leikskóla- börnum í kirkjuna eða heimsækja þau á leikskólana í sókninni eftir nán- ara samkomulagi við leikskólastjór- ana og heilsdagsskóla Austurbæjar- skóla stendur til boða áð koma í heirasókn einu sinni í viku. Æskulýðsstarf kirkjunnar hefst næstkomandi mánudagskvöld kl. 20 í kórkjallaranum og þangað era ungl- ingar 13 ára og eldri velkomnir. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnea Sverrisdótth æsk- ulýðsfulltrúi. Fjölskyldu- guðsþjónusta í Dómkirkjunni FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður haldin í Dómkirkjunni næst- komandi sunnudag, 17. september, kl. 13. Þessi guðsþjónusta markar upphafið á barnastarfi Dómkirkjunn- ar í vetur og era öll börn velkomin með foreldrum sínum. í guðsþjónust- unni verða leiðtogar í bamastarfinu kynntir, lögreglumaður kemur í heimsókn að ógleymdum Konna, sem er bráðsniðugur fugl. Umsjón með athöfninni hefur Bolli Pétur Bolla- son. Njótið uppbyggilegrar stundar með börnunum. Verið velkomin. Bolli Pétur Bollason. Sunnudaga- skólinn í Seltjarnar- neskirkju ÞAÐ ER farið að hausta og náttúran syngur skapara sínum lof með litum sínum og hressandi haustvindi. Nýr svipur færist yfir hvert sem litið er. Með haustvindinum kemur annars konar ferskleiki en ferskleiki vorsins. Skólarnir iða af lífi bamanna okkar brúnna og ferskra af útivera sumar- sins. Kirkjustarfið er einnig hafið og það er mikið um að vera í kirkjum landsins. Þetta er sá tími ársins þeg- ar kirkjan iðar af lífi. Sunnudaginn 17. september hefst sunnudagaskólinn í Seltjarnarnes- kirkju með skemmtilegum og fersk- um blæ. Gott væri ef börnin gætu mætt klukkan 11 þegar guðsþjónust- an hefst því þá geta þau sungið fyrir gestina í kirkjunni. Verið öll hjartanlega velkomin. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Glatt á hjalla í Hjallakirkju VETRARSTARF Hjallakirkju er að hefjast um þessar mundir og sannar- lega mikið framundan. Undanfarna vetur hefur verið lögð áhersla á fjöl- breytni í helgihaldi og eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í kirkjustarfinu. Messur eða guðsþjónustur era hvem sunnudag kl. 11 og er rík áhersla lögð á þátttöku safnaðarins í guðsþjónustunum sem hæfa öllum al- durshópum. Á hverjum þriðjudegi kl. 18 era svo bæna- og kyrrðarstundir í kirkjunni en þær miða fyrst og fremst að því að efla bænalíf einstakl- ingsins. Bama- og æskulýðsstarf Hjalla- kirkju hefst nú um þessa helgi. Bamaguðsþjónustur eru á sunnu- dögum á tveimur stöðum í sókninni, kl. 13 í Hjallakirkju og kl. 11 í Linda- skóla. Kirkjuprakkarar, 7-9 ára starf, era í kirkjunni á fimmtudögum kl. 16.30-17.30 og tíu til tólf ára börn- in, TTT-hópurinn, hittist á miðviku- dögum kl. 17-18. Markmið þessara starfsþátta er að sjálfsögðu að bömin fái að kynnast Jesú Kristi, sem og hvert öðra, og skemmta sér við líf og leik í kirkjunni. Unglingarnir fá einn- ig tækifæri til að gera slíkt hið sama en fundir í Æskulýðsfélagi Hjalla- kirkju eru mánudagskvöld kl. 20.30- 22 fyrir 8. bekk og sunnudagskvöld kl. 20.30 fyrir 9. og 10. bekk. Fjölskyldumorgnar hófu starf- semi nú í september og verða á mið- vikudögum kl. 10-12. Þar gefst for- eldram kostur á að koma með börnin sín til þátttöku í helgihaldi, kynnast öðrum og miðla af reynslu sinni. Hjálparmæður á vegum Barnamála, áhugafélags um brjóstagjöf, starfa árið um kring í Hjallakirkju og era með fundi sína 1. og 3. þríðjudag í mánuði kl. 14-16. Kór Hjallakirkju mun starfa af krafti í vetur og nýir fé- iagar era ætíð velkomnir. Öldrunarstarfið í söfnuðinum er unnið í samvinnu við Digranessöfnuð og fer fram á þriðjudögum í Digra- neskirkju. Eins og sjá má er nóg að gerast í safnaðarlífi Hjallasóknar. Hjalla- kirkja stendur öllum opin og er fólk hvatt til að koma og kynnast kirkju- legu starfi innan hennar. Iris Kristjánsdóttir sóknarprestur. Safnaðar- starfíð í Grafar- vogssókn HINN 17. september nk. hefst vetr- arstarfið í nývígðri Grafarvogs- kirkju. Ánægjulegt er að geta greint frá því að safnaðarfólki, sem og öðr- um er hafa sótt kirkjuna heim, finnst að sérstaklega hafi vel tekist til með alla hönnun kirkjunnar. Nú sem endranær er þó mikilvægast að nýta hana sem best fyrir fjölþætt safnað- arstarf. Nýbreytni: Almennar guðsþjón- ustur verða í vetur kl. 11. Barnaguðs- þjónustur verða einnig kl. 11. Guðs- þjónustumar fara því fram samtímis, hvor á sinni hæð kirkjunnar. Barnaguðsþjónustur í Engjaskóla verða nú kl. 13. Þær annast prestar safnaðarins og barnastarfsmenn. Foreldramorgnar. Starf þeirra hefst fimmtudaginn 20. september kl. 10-12 í Grafarvogskirkju og era þeir vikulega. Dagskráin er fjöl- breytt. Áhugaverðir fyrirlestrar verða haldnir og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla og Engjaskóla. Fyrir börn á aldrinum 7-9 ára verða fiindir á þriðjudögum í Rimaskóla kl. 18-19 og í Engjaskóla á miðvikudögum kl. 18-19. Starf KFUM og K verður áfram í vetur íyrir drengi á aldrinum 9-12 ára á þriðjudögum kl. 17.30-18.30 og hefjast fundimir 26. september nk., og fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára er starfið á miðvikudögum kl. 18-19 og hefjast fundirnir 27. september nk. Æskulýðsfulltrúi: Helga Stur- laugsdóttir guðfræðingur hefur verið ráðin æskulýðsfulltrúi kirkjunnar og mun hún hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfinu ásamt prestum, æskulýðsleiðtogum og starfsmönn- um barnastarfsins. Æskulýðsfélög. Fyiir unglinga í 8. og 9. bekk í Engjaskóla á miðviku- dögum kl. 20-22. Fyrir unglinga í 8. og 9. bekk í Grafarvogskirkju á fimmtudögum kl. 20-22. Eldri borgarar. Þátttakendum í þessu starfi fer fjölgandi og er það von okkar að enn bætist í þennan góða hóp. Eldri borgarar hittast í kirkjunni á hverjum þriðjudegi kl. 13.30, en starfið hefst með því að far- ið verður í haustferð um Suðurland, þriðjudaginn 26. september kl. 11, og er mæting við Grafarvogskirkju. Skráning í ferðina er í síma 587-9070 á milli kl. 9 og 17 alla virka daga. Á næstunni verður opnuð mynd- listarsýning á verkum Bryndísar Bjömsdóttur. Bryndís tekur virkan þátt í starfi eldri borgara í Grafarvogskirkju. Kirkjukór. Kirkjukórinn hefur þegar hafið vetrarstarfið undir stjórn Harðar Bragasonar, organista og kórstjóra. Kórinn, sem er orðinn fjöl- mennur, getur enn bætt við góðum karlaröddum. Fermingarböm. Væntanleg fenn- ingarbörn era beðin að koma til inn- ritunar í Grafarvogskirkju sem hér segir: Fermingarbörn í Engjaskóla, þriðjudaginn 19. sept. kl. 16. Ferm- ingarböm í Hamraskóla, miðviku- daginn 20. sept. kl. 13.30. Fermingar- böm í Húsaskóla, miðvikudaginn 20. sept. kl. 15. Fermingarbörn í Rima- skóla, fimmtudaginn 21. sept. kl. 15. Fermingarböm í Foldaskóla, fimmtudaginn 21. sept. kl. 16.30. Fermingarfræðslan hefst svo viku seinna samkvæmt stundaskrá og verður hún afhent við innritun. Bamakórar. Innritun í undirbún- ingsdeild 7-9 ára verður föstudaginn 15. sept. kl. 15 í kirkjunni. Innritun- argjald er kr.J .000. Æfingar verða á þriðjudögum kl. 18-18.45. Innritun og raddprófun íyrir nýja félaga í eldri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.