Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Helga Bergsdótt-
ir fæddist á Hofi í
Öræfum 16. maí 1945.
Hún lést á Landspítal
anum 5. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Berg-
ur Þorsteinsson irá
Hofi og Pála Jónína
Pálsdóttir frá Prest-
bakkakoti á Síðu.
Helga var næstyngst í
hópi níu systkina, þau
eru Sigrún, Páll, Guð-
rún, Jórunn, Stein-
unn, Guðjón, Sig-
þrúður og Þorlákur
Órn.
Helga kynntist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Rúnari Garðars-
syni, f. 14. ágúst 1949, í Reykjavík,
og giftust þau 11. mars 1972, þau
bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu
á heimili foreldra hennar á Hofi
1973 og inn í nýtt hús í Vesturhús-
um á Hofi 1976. Þau eignuðust
fimm börn: 1) Margrét, f. 18.11.
1971, eiginmaður hennar Geir
Guðjónsson, þeirra börn Sindri,
Tumi og Bjartur. 2) Kristinn, f. 6.1.
1973, sambýliskona hans Júlía
Elsku mamma.
Nú sit ég hér í sveitinni þinni,
þar sem þú ættir að vera núna.
Hér í sveitinni var allt þitt líf, þú
fylgdist vel með öllu og sagðir okk-
ur fréttir af öllu sem var að gerast.
Þú varst alltaf svo ánægð þegar
fólk var að hæla sveitinni, hún var
svo stór partur af lífi þínu. Þú
heldur örugglega áfram að fylgjast
með öllu. Allt sem þú gerðir gerðir
þú vel og lést okkur systkinin ekki
"'komast upp með að kasta til hend-
inni heldur.
Pabbi segir að þú hafir verið
listamaður og það er rétt hjá hon-
um, þú tókst margar mjög góðar
myndir, þú heklaðir fallega dúka,
prjónaðir allt sem hægt er að
prjóna, saumaðir myndir, áttir fal-
legan garð og fallegt heimili.
Þegar þú settist niður var það
ekki til að drekka kaffi í rólegheit-
unum og slappa af heldur tókstu
strax upp prjónana og prjónaðir
peysur sem allir dáðust að. A jól-
unum lagðir þú prjónana þó til
hliðar en saumaðir í í staðinn. Þú
gafst þér þó alltaf tíma til að tala
við gesti og tókst vel á móti þeim,
'ÁSllum leið vel í kringum þig, því þó
þú hefðir mikið að gera var ekkert
stress í kringum þig. Þó við vær-
um fimm krakkar öll á líkum aldri,
sagðir þú alltaf að þetta hefði ekki
verið neitt erfitt þegar ég var að
furða mig á hvernig þú hefðir kom-
ist í gegnum allt þetta, þú sagðir
að það gæti vel verið að þetta hefði
verið erfitt en þú værir bara búin
að gleyma því, þú myndir bara eft-
ir góðu tímunum. Þú varst aldrei
að velta þér upp úr erfiðleikunum,
brostir bara og gerðir gott úr hlut-
unum. Þér þótti svo gaman að öllu
nýju, fanst þessi nýja tækni alveg
stórkostleg, varst svo opin fyrir
öllu, sýndir öllu áhuga sem við vor-
um að gera, hvort sem það var
snyrtifræði, jurtatínsla, ferða-
mennska, nám og allt mögulegt
Þorsteinsdóttir. 3)
Þórhildur, f. 11.12.
1973, sambýlismaður
hennar Jón Elias
Gunnlaugsson. 4)
Bima Pála, f. 7.3.
1975.5) Hulda Rún, f.
12.5.1978.
Helga fór snemma
á vertíð í V estmanna-
eyjum, vann í leik-
skólanum Steinahlíð
í Reykjavík, á Loft-
leiðum og á Hrafti-
istu. Helga stundaði
kartöflurækt með
manni sínum í sam-
vinnu við Öm bróður sinn, hún sá
um heimili sitt og einnig um heim-
ili foreldra sinna í Austurhúsum,
hún pijónaði lopapeysur og seldi,
rak veitingasölu f Hofgarði með
Guðbjörgu Magnúsdóttur í nokkur
ár, var með heimagistingu fyrir
ferðamenn og var matráðskona í
Grunnskólanum í Hofgarði, ásamt
því að sinna ýmsum öðmm tilfa.ll-
andi störfum f sveitinni.
Útför Helgu fer fram frá Hofs-
kirkju í Öræfum í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
sem svo stór hópur barna tekur
sér fyrir hendur. Minningarnar
eru óteljandi og þær munum við
alltaf geyma í hjarta okkar.
Þórhildur.
Elsku mamma. Aldrei hefði mér
dottið í hug að sú stund myndi
koma að þú værir ekki hér.
Þó að þú værir fárveik á spítala
og ég vissi að hverju stefndi, gat
ég ekki séð fyrir mér heiminn án
þín, þú varst alltaf til staðar fyrir
alla. Heima hjá þér eða bara hvar
sem þú varst, var besti griðastaður
sem ég gat hugsað mér. Alveg
sama hvað gekk á, maður vissi að
allt yrði betra þegar maður kæmi
til þín. Oft var nóg að hringja í þig
og allt varð betra. Ef ég var veik
var nóg að hringja í þig og jafnað-
ist það á við sterkar verkjatöflur.
Núna þessa erfiðu daga er nóg
að hugsa til þín og ég finn þessa
þægilegu öryggistilfinningu aftur.
Þú varst sú duglegasta og jákvæð-
asta manneskja sem ég þekki.
Þegar þú veiktist varstu ákveðin í
því að láta þér batna og gerðir allt
til þess að byggja þig upp eftir erf-
iðar lyfjameðferðir. Þú tókst inn
allskonar vítamín, birkiösku og
lúpínuseyði og mér fannst þú alltaf
vera svo dugleg og trúði því alltaf
að þér myndi batna.
Elsku mamma, ég sagði þér það
aldrei þó þú hefðir átt að heyra
það á hverjum degi,_ þú ert besta
mamma í heimi. Ég veit ekki
hvemig ég á að kveðja þig, ég vil
ekki þurfa að kveðja þig, en ég
ræð víst engu þar um. Takk fýrir
allar yndislegu minningarnar sem
þú skilur eftir.
Birna Pála.
Helga mágkona mín er fallin frá
langt um aldur fram. Fyrir rúmum
tveimur ámm fór hún að kenna
þess sjúkdóms sem síðar lagði
hana að velli. Á haustdögum 1998
var ljóst að batavonir voru litlar.
En þrátt fyrir það að Helga stæði
frammi fyrir örlögum sínum tók
hún því með einstöku æðruleysi og
ákvað að berjast gegn þessum ill-
víga sjúkdómi, hún ætlaði að sigra.
Hún las sér til um sjúkdóminn og
gerði allt sem var í hennar valdi að
gera. Hún kvartaði aldrei og hélt
sinni lífsgleði til hinstu stundar, en
þrátt fyrir þessa hetjulegu baráttu
var ljóst þegar líða tók á sumarið
hvert stefndi.
Helga byrjaði sinn búskap með
Rúnari í Reykjavík. Fljótlega
fluttu þau á æskustöðvar Helgu og
héldu heimili með foreldrum henn-
ar. Þar bjuggu þau fyrstu fjögur
árin. Þá byggðu þau sér nýbýlið
Vesturhús á Hofi. í fimmtán ár
stunduðum við hjónin kartöflurækt
í samstarfi við þau og bar aldrei
neinn skugga á það samstarf. Auk
þess vora þau Helga, Rúnar og
börnin liðtæk og veittu ómetanlega
hjálp við búskapinn hjá okkur.
Rúnar hefur löngum verið burtu
frá heimilinu vegna vinnu sinnar.
Ævistarf Helgu var að annast um
sína fjölskyldu og vinna mörg þau
störf sem til falla á heimili í sveit.
Auk þess að annast sitt heimili þá
sá hún um aldraða foreldra sína
um árabil og eru systkini hennar
ævarandi þakklát fyrir alla þá um-
hyggju og alúð sem hún sýndi
þeim.
Þegar ég rifja upp kynni mín af
Helgu er mér þakklæti efst í huga
í hennar garð og Rúnars og virð-
ing gagnvart þeim góðu eiginleik-
um sem einkenndi hana. Hún var
ákaflega heilsteypt og hreinlynd í
samskiptum og bæði velviljuð og
greiðvikin. Heimili Helgu og Rún-
ars stóð alltaf opið fyrir mér og
börnunum mínum. Margar
ánægjustundir höfum við átt hér
saman gegnum árin. Hlátur henn-
ar og léttleiki gerði það að verkum
að við í fjölskyldunni sóttumst eft-
ir nærveru hennar. Ég átti með
henni óteljandi augnablik sem nú
era dýrmætar perlur í hafi minn-
inganna. Helga var mikil barna-
kona og löðuðust mörg börn að
henni, ekki síst naut hún þess þeg-
ar barnabörnin vora hjá henni.
Einnig naut Halla Tinna, dóttir
mín, þess sérstaklega að vera hjá
henni enda var hún henni sem
besta amma.
Helga var mikil hannyrðakona
hvort sem það var að prjóna, hekla
eða sauma út, það lék allt í hönd-
unum á henni. Vönduð vinnubrögð
og natni einkenndu öll hennar
verk.
Þegar Helga fór í sína hinstu
ferð úr sveitinni sem hún unni svo
mjög og vildi helst vera sem mest
í, 14. ágúst síðastliðinn, þá gerði
hún sér ljóst að orrustan við hinn
illvíga sjúkdóm var að tapast. Það
var um sólsetur þegar við keyrðum
inn að Skaftafelh og sveitin skart-
aði sínu fegursta með fögur litský í
vestri. Þrátt fyrir að Helga væri
sárþjáð spjallaði hún við okkur um
búskapinn. Þegar við komum inn á
Háöldu þá talar hún um það við
okkur að hún hafi aldrei séð Ör-
æfasveitina svona fallega.
Ég sakna Helgu óendanlega
mikið. Það er svo tómlegt til þess
að hugsa að geta ekki heimsótt
hana lengur, spjallað og heyrt
hláturinn. Það er mikill sjónar-
sviptir að þessari sómakonu og
Rúnar og börnin hafa misst mikið.
Þeirra er söknuðurinn mestur.
Megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Um leið og ég kveð Helgu vil ég
þakka henni fyrir allar þær dýr-
mætu minningar sem ég geymi um
hana.
Brynja Kristjánsdóttir.
Elsku vinkona mín er látin. Það
er með miklum söknuði, sem ég
skrifa þessar línur til að kveðja
þig, kæra Helga. Ég kynntist
Helgu árið 1975 þegar ég kom
austur í Öræfi til að passa fyrir
Helgu og Rúnar. Þá vora fjögur af
fimm börnum fædd. Þessi sex
manna fjölskylda bjó inni á for-
eldrum Helgu og bræðram hennar,
Guðjóni og Erni. Einnig var syst-
ursonur Helgu í sveit hjá afa sín-
um og ömmu. Ég skildi ekkert í
því hvernig þau gátu bætt mér inn
á heimilið, þar sem húsið var nú
ekki mjög stórt. Þegar ég steig inn
á heimilið mætti mér hressileg ung
kona og heilsaði með handabandi.
Þetta var Helga. Fyrsti dagurinn
hjá þessari stóra fjöldskyldu var
ekki liðinn þegar mér fannst ég
vera ein af fjölskyldunni. Helga
var einstaklega lagin við að láta
fólk finnast það vera velkomið.
Þessi eiginleiki nýttist henni vel
eftir að börnin voru farin að heim-
an og hún fór að taka ferðafólk inn
á heimilið í gistingu. Þar eignaðist
hún marga vini jafnt innlenda sem
erlenda sem komu ár eftir ár í
gistingu og skrifuðu henni reglu-
lega. Fljótlega eftir að ég kom í
sveitina skrifaði ég heim og er
þetta tekið upp úr því bréfi orð-
rétt: „Helga er mjög skrítin kona,
hún skammar mig aldrei og er allt-
af góð við börnin sín. Þið vitið að
ég get verið dálítið löt stundum en
það er eins og Helga taki ekki eftir
því. Og af því að hún tekur ekki
eftir því þá langar mig að vera
dugleg.“ Eftir því sem ég kynntist
Helgu betur komst ég að því að
svona var hún í raun. Hún leyfði
mér alltaf að vera ég sjálf án þess
að setja út á það. Betra uppeldi
fyrir ungling var ekki hægt að fá.
Þó ég hafi verið 15 ára þegar ég
kom í Öræfin þá finnst mér ég
hafa verið alin upp hjá Rúnari og
Helgu. Helga var alltaf að kenna
okkur hinum, ekki með orðum
heldur framkomu. Leiðir okkar
Helgu skildu í nokkur ár en þegar
við tókum upp samband aftur var
eins og það hefði aldrei rofnað.
Þegar Guðrún, systir Helgu, varð
tengdamóðir mín sagði ég í gríni
við Helgu að nú væri ég löglega
komin í fjölskylduna. Helga var
fljót að segja; vissurðu ekki að þú
varst alltaf hluti af fjölskyldunni?
Hún gat alltaf látið manni líða svo
vel innra með sér. Hlýja Helgu
kom berlega í ljós í návist barna.
Öll börn voru hrifin af Helgu og
áttu hana fyrir vin. Nú er tveggja
ára baráttu Helgu lokið. Við sem
eftir sitjum syrgjum en gleðjumst
jafnframt að hafa þekkt Helgu og
hafa fengið að njóta þessarar ein-
stöku konu sem var svo hlátur-
mild, glaðleg og gefandi. Megi Guð
styrkja ykkur kæru Rúnar,
Magga, Kiddi, Tóta,Birna og
Hulda og einnig litlu barnabörnin,
Sindra, Tuma og Bjart sem Helga
var svo stolt af. Ég kveð með mikl-
um söknuði en jafnframt þeirri
vissu að við sem elskuðum Helgu
berum hana í hjörtum okkar.
Ég þakka þér vinkona samferðarstundir
og sólskins geisla er færðir þú mér
Eg sé þig ganga um himnanna grundir
og móti þér taka englanna her.
Ég sakna þín sárt en minningin lifir
um sérstaka manngæsku þína.
Ég bið þess að Drottinn vaki þér yfir
Og sendi þér bænina mína.
(Rúnar Hartmansson.)
María Rós Newman.
Kæra Helga okkar.
Við viljum kveðja þig og þakka
fyrir allar samverastundirnar.
Takk fyrir bestu pönnukökurnar
og bestu brauðin. Þakka þér líka
fyrir að passa okkur og vera góð
við okkur. Þakka þér fyrir að hafa
verið frænka okkar. Við gleymum
þér aldrei, kæra Helga.
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig,
Guð, í faðmi þínum.
Katrín Líf, Ingimundur
og Elín Helga.
Þegar ég sá Helgu fyrst kom
hún mér fyrir sjónir sem lítil bros-
mild hnáta og þannig mun ég
geyma minninguna um hana. Ég
geri ráð fyrir að hún hafi verið
með krakkaskaranum sem mætti
mér á Grandinni þegar ég kom
fyrst í Öræfin vorið 1954. Síðan
liðu árin og í fyllingu tímans fór
Helga mágkona mín, sem var
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
7’
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
%
■j
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
HELGA
* BERGSDÓTTIR
yngst sex systra, en næstyngst níu
systkina, í verið eins og svo marg-
ar konur og karlar gerðu þegar
vélbátaútgerð stóð enn í blóma og
mikil þörf var fyrir vinnufúsar
hendur við sjávarsíðuna.
Öræfingar voru og eru eftirsótt-
ir í vinnu og algengt var að sömu
sjómennirnir væru hjá sömu út-
gerðunum árum saman. Þær héldu
oft hópinn, stúlkurnar sem komu á
vertíð, tvær til sex í hóp. Þegar
Helga kom til Vestmannaeyja fékk
hún vinnu bæði í flökun og einnig í
mötuneytinu hjá Jónu á Berg sem
var þá á annarri hæð í Drífanda ef
ég man rétt.
Síðar lá leiðin til Reykjavíkur
eins og hjá svo mörgum Öræfing-
um, en í Reykjavík er stæsta sam-
félag Öræfinga á landinu utan
sveitar. I borginni við sundin hitti
Helga manninn sem vildi ganga
með henni í gegnum lífið. Þau kusu
að búa í Öræfasveit. Fyrst í stað
bjuggu þau heima hjá foreldram
Helgu, Pálu og Bergi, í miklum
þrengslum.
Á Hofi í Öræfum eru jarðir smá-
ar og það féll ekki í hlut Helgu að
taka við jörð foreldra sinna, en
þrátt fyrir það reistu þau Helga og
Rúnar Garðarsson sér hús í tún-
fætinum ef svo mætti segja og
komu sér þar vel fyrir.
Þau eignuðust hvert barnið af
öðra. Margrét fæddist 1971 og síð-
an þórhildur, Kristinn, Birna Pála
og síðast Hulda Rún 1978. Auð-
vitað er það erfitt fyrir ungt og
efnalítið fólk að vera með fullt hús
af börnum en hvað er betra í þessu
lífi en að vera umkringdur af hópi
yndislegra barna og barnabarna,
sem lífga uppá tilverana þegar ár-
in færast yfir eða erfiðleikar steðja
að? Þegar börnin era komin blasir
við endalaus bleiuþvottur og
barnauppeldi svo árum skiptir, en
ég held að konurnar í Öræfunum
kunni því mætavel að stussa við
sitt bú, börn, matargerð og köku-
bakstur.
Þess ber að geta að það féll að-
allega í hlut Helgu að annast for-
eldra sína, þau Pálu og Berg, á efri
áram þegar heilsuleysi steðjaði að
og er til þess tekið hve vel Helga
annaðist foreldra sína af mikilli al-
úð og fórnfýsi.
Öræfingar hafa bætt sér það
upp hve búskapurinn er rýr með
því að vera duglegir að koma sér í
vinnu hér og þar. Þau Helga og
Rúnar framfleyttu fjölskyldu sinni
með kartöflurækt, véla- og vega-
vinnu og í seinni tíð með bænda-
gistingu. Vel var látið af því að
gista hjá þeim Helgu og Rúnari og
komu sumir gestir ár eftir ár.
Fyrir tveimur áram veiktist
Helga af alvarlegum sjúkdómi.
Með lyfjameðferð var mögulegt að
halda aftur af sjúdómnum um
skeið, en svo fór að lokum að sjúk-
dómurinn varð óviðráðanlegur og
endalokin blöstu við.
Mér hefur verið sagt að Helga
hafi verið mjög jákvæð í veikind-
um sínum og tekist á við sjúkdóm-
inn af skynsemi og mætt örlögum
sínum af æðraleysi og verið and-
lega hress til hins síðasta.
Ég vil votta Rúnari og bömun-
um, Margréti, Kristni, Þórhildi,
Birnu Pálu og Huldu Rún og dótt-
ursonunum, Sindra, Tuma og
Bjarti, og öllum öðram vinum og
vandamönnum mína dýpstu samúð
á erfiðum tímum.
Bjarni Jónasson.
Nú, þegar haustlitirnir eru að
færast yfir landslagið í Öræfum,
skiptir tilveran í okkar litla skóla
einnig um lit. Við eigum ekki fram-
ar von á henni Helgu í eldhúsið til
að dekra við okkur í hádeginu, hún
hafði verið ráðskona í skólamötun-
eytinu um árabil, þegar hún veikt-
ist af erfiðum sjúkdómi sem hún
hefur glímt við í tvö ár. Hún bar
sig þó ótrúlega vel og kom öðra
hverju í skólann þegar aðstæður
leyfðu, stundum til að grípa í fyrri
störf, eða bara til að heilsa upp á
okkur. Lengi vel leyfðum við okk-
ur að vona, að þetta væri bara
tímabundið ástand, og hún myndi
koma til okkar aftur. Annað kom
þó á daginn, og Helga kvaddi