Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sterkustu taflfé- ^lög Norðurlanda mætast í dag SKAK icc NORÐURLANDAMÓT TAFLFÉLAGA 16. sept. 2000 NORÐURLANDAMÓT taflfé- _^!aga verður haldið í dag. Það er til marks um breytta tíma, að teflt verð- ur á Netinu og keppendur hvers liðs verða í sínu landi meðan mótið stend- ur yfir. Mikill áhugi reyndist vera á þessari keppni hjá öllum Norður- landaþjóðunum og taka öll sterkustu lið Norðurlanda þátt í henni. Is- lenska liðið, íslandsmeistarar Taflfé- lagsins Hellis, teflir hjá Strik.is, sem er til húsa í hinu nýja og glæsilega húsi Nýherja í Borgartúni. Keppnin hefst klukkan 12 í dag og teflt verður á ICC-skákþjóninum þannig að ská- káhugamenn út um allan heim geta hæglega fylgst með keppninni. Tefldar verða atskákir með 20 mínútna umhugsunartíma, auk þess -^•sem 5 sekúndur bætast við fyrir hvern leik. Til þess að tryggja að allt fari fram samkvæmt settum reglum er skylt að allir liðsmenn tefli á sama stað, auk þess sem óháður skákdóm- ari mun fylgjast með hverju liði fyrir sig. Þrátt fyrir að landsmeistarar allra Norðurlandanna taki þátt í mótinu verður Taflfélagið Hellir að teljast sigurstranglegast, enda eru það eng- ir aukvisar sem skipa liðið: 1. Hannes H. Stefánsson (Stefans- son). 2. Helgi Ólafsson (Helgi). 3. Helgi A. Grétarsson (daggi). 4. Jón L. Arnason (Dumbo). 5. Karl Þorsteins (***). 6. Bjöm Þorfmnsson (Grettir). 1. vm. Kristján Eðvarðsson (Giggo). 2. vm. Davíð Kjartansson (Bpyzone). I sviganum á eftir hveiju nafni er það auðkenni sem viðkomandi skák- maður teflir undir á ICC. Það er Taflfélagið Hellir sem á hugmyndina að þessu móti og sér um framkvæmd þess í samráði við Strik.is og ICC. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Taflfélagsins Hell- is: www.simnet.is/hellir. Lokastaða svæðamótsins Á fimmtudaginn var teflt um loka- röðina á Svæðismóti Norðurlanda í skák. Þeir Hannes Hlífar Stefáns- son, Evgenij Agrest og Sune Berg Hansen höfðu þegar tryggt sér rétt til þátttöku á heimsmeistaramótinu, en tefldu nú innbyrðis til þess að ákvarða verðlaunasætin. Keppni þeirra lauk þannig að hver þeirra Ljósmynd/Daði Jónsson prýðilega. Teflt var í Hellisheimilinu í Þönglabakka. fslandsmótið í atskák 2001 Undanrásir vegna íslandsmótsins í atskák 2001 verða tefldar dagana 16.-17. september í Reykjavík. Teflt verður laugardaginn 16. og sunnu- daginn 17. september og hefst taflið báða dagana kl. 13:00 í húsnæði Tafl- félags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 1.500, en kr. 800 fyrir unglinga 15 ára og yngri. Verð- laun: 1.15.000,2.10.000,3.5.000. Skákmót á næstunni 16.9. Hellir. Norðurlm. taflfélaga 16.9. SÍ. Atskákm. ísl. Undanrásir 17.9. SA. 10 mínútna mót 22.9. Hellir & SA. Félagakeppni 25.9. Hellir. Atkvöld Daði Örn Jónsson hlaut tvo vinninga og deildu því efsta sætinu. Hins vegar var teflt um 4.-6. sæti á mótinu í þeim tilgangi að ákveða röð varamanna á heims- meistaramótinu, ef einhver hinna þriggja efstu gæti ekki tekið þátt í því. Það var Norðmaðurinn Einar Gausel sem sigraði í þeirri keppni og er því fyrsti varamaður. Lokaúrslit mótsins urðu annars þessi: 1.-3. Hannes Hlífar Stefánsson, Evgenij Agrest and Sune Berg Han- sen. 4. Einar Gausel, 1. vm. 5. Lars Schandorff, 2. vm. 6. Margeir Pét- ursson 3. vm. Það skal tekið fram, að Margeir Pétursson sá sér ekki fært að taka þátt í keppninni um 4.-6. sætið vegna anna. Það var Taflfélagið Hellir sem sá um framkvæmd mótsins, sem tókst E INNLENT Arsfundur Náttúru- verndar- nefnda sveit- arfélaga NÁTTÚRUVERNDARNEFNDIR sveitarfélaga og héraða halda árs- fund sinn, með Náttúruvernd ríkis- ins, á Hótel Höfn Hornafirði, dag- ana 22. og 23. september næstkomandi. Ársfundurinn er lög- boðinn og ætlað að fræða og veita þátttakendum yfirsýn yfir starf á þessum vettvangi á landinu öllu. Þessi ársfundur er helgaður náttúruverndaráætlun. Forstjóri Náttúruverndar ríkisins mun gera grein fyrir helstu verkefnum liðins árs og þeim sem framundan eru. Kunnir vísindamenn kynna mikil- vægustu vistgerðir íslenskrar nátt- úru. Fulltrúar Náttúruverndar rík- isins segja frá vinnu við náttúruverndaráætlun og gera grein fyrir þætti náttúruverndar- nefnda í garð hennar. Fulltrúum gefst góður tími til að ræða þau málefni sem efst eru á baugi, segir í fréttatilkynningu. Þetta er annar fundurinn sem haldinn er eftir að náttúruverndar- lögin 1999 voru sett, en þau gera ráð fyrir stórauknu hlutverki nátt- úruverndar. Dvergasteinn l - spennandi verkefni Leikskólakennarar eða starfsmenn með aðra menntun og/eða reynslu óskast til starfa við leikskólann Overgastein v/Seljaveg. 1 Dvergasteinn er tveggja deilda Leikskóli með 40 börn samtímis. ‘ Á Dvergasteini er Lögð áhersLa á máLörvun og skapandi starf. Þar er nú unnið að þróunarverkefninu „Samstarf leikskóla og myndlistarskóLa" með MyndlistarskóLanum i Reykjavík. » Við leitum að skapandi og áhugasömu fólki. Nánari uppLýsingar gefur Elín MjöLl Jónasdóttir LeikskóLastjóri í síma 551 6312. Umsóknareyðubtöð má nálgast á ofangreindum leikskótum, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, og á vefsvæðinu www.leikskoiar.is. | rLei Leikskólar Reykjavíkur Amma óskast Er einhver góð kona sem vill koma heim og passa okkur, tvo tíu mánaða stráka, fjóra daga í viku frá kl. 8.00 til kl. 13.00? Vinsamlegast hafið samband við Hrönn, mömmu okkar, í síma 587 7452 eða 698 3486. Baadermaður Baadermaður óskast á frystitogara frá Hafnarfirði. Upplýsingar í símum 555 2605 og 892 2222. Bækur — bækur Nei, þú færð engar bækur á 50 kr. stk. hjá okkur — en við höfum gott úrval góðra bóka á góðu verði. Það er gaman að grúska í bókunum hjá okkur. Gvendur dúllari, Kolaportinu. Hvammstangi - umboðsmaður óskast Umboðsmaður óskast frá og með 1. október. Leitað er að ábyrgðar- fullum einstaklingi til að sjá um dreifingu, akstur og aðra þjónustu- þætti við áskrifendur á svæðinu. Umsóknareyðublöð fást hjá nú- verandi umboðsmanni, Dagbjörtu Jónsdóttur, Hvammstangabraut 28, Hvammstanga, og sendist til skrifstofu Morgunblaðsins, b.t. Bergdísar Eggertsdóttur, Kringlunni 1, 103 Reykjavík, fyrir 20. september. Hjá MorgLinblaðinu starfa rumlega 350 starfsmenn. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins erti í Kringlunni 1 í Reykjavík en einnig er starfrækt skrifstofa í KaLipvangsstrætí 1 á Akureyri. Árvakur lif. er Litgefandi MorgLinblaðsins. Þú ert mikilvæg(-ur) Leitum að áhugasömum einstaklingi til starfa í verslun okkar í Stigahlíð 45—47. Verslunin er rótgróin hverfaverslun. Vinnutími og laun eru samkomulags- atriði. Upplýsingar gefur Guðmundur á staðn- um eða í síma. SPMkRKAUP Suðurveri, sími 553 1077. augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsíngar til birtingar í Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst. JffitergttitMafeib
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.