Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talið að mörg hundruð manns í Reykjavík hafí fengið salmonellu-smit Stöðugt fleiri leita læknis Flugstöðin Um 20 umsóknir UMSÓKNARFRESTUR um stöðu nýs forstjóra yfir Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli rann út í gær. Að sögn Gísla Guðmundssonar, stjórnarformanns Flugstöðvarinnar, bárust um 20 umsóknir. I auglýsingu um starfið var tekið fram að nöfn umsækjenda yi’ðu trúnaðarmál og því sagðist Gísli ekki ætla að gefa neitt upp um umsækjendur. Gísli sagði að stjórn flugstöðvar- innar væri þegar búin að fjalla um nokkrar umsóknir og þeirri vinnu yrði haldið áfram eftir helgi. Til- kynnt yrði um nýjan forstjóra fyrir lok mánaðarins en 1. október mun nýja stjórnin yfir hlutafélagi um rekstur flugstöðvarinnar og fríhafn- arinnar taka formlega til starfa. EKKI er búið að finna orsök salm- onellusýkingarinnar sem valdið hef- ur faraldri á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn Haraldar Briem sóttvarnar- læknis er vitað að meira en 50 manns hafa sýkst og segir hann æ fleiri vera að bætast í þann hóp. „Pað eiga eftir að koma fleiri til- felli um helgina, en það er spurning hve mörg. Svona faraldur rís og svo fellur hann hægt. Spurningin er hvort hann sé búinn að ná toppnum, eða hvort hann sé ennþá á leiðinni upp,“ segir Haraldur. Hann segir að þessir 50 sem hafi verið greindir séu líklega bara topp- urinn á ísjakanum, því líklegt sé að fjöldi fólks til viðbótar hafi smitast, en ekki fengið svo slæm einkenni að það þyrfti að leita læknis. Til að áætla fjölda smitaðra megi að minnsta kosti tífalda tölu þeirra sem greinast og því er ljóst að mörg hundruð manns hafa sýkst. Haraldur segir að þar sem þetta afbrigði salmonellubakteríunnar sé áður óþekkt hérlendis, sé ólíklegt að sýkingin eigi upptök sín hér innan- lands og því séu þau væntanlega í innfluttum matvælum eða fóðri. Orsökina líklega að finna í hráefni Hann segir að unnið sé út frá ýms- um tilgátum við rannsóknina, en ekki sé tímabært að nefna nein mat- væli umfram önnur sem líklegan or- sakavald og mælist hann til þess að fólk borði vel steiktan og vel soðinn mat og hreinsi allt hráefni vandlega. Haraldur segir það kunna að segja ákveðna sögu að langflestir þeirra smituðu séu á aldrinum 20 til 30 ára, en fólk á þessum aldri borði gjarnan á skyndibitastöðum. Margir þeirra sem sýkst hafa borðuðu á skyndibitastöðum, en þó ekki allir og segir Haraldur að ekki sé hægt að bendla sýkinguna við ákveðinn veit- ingastað eða staði. Að öllum líkind- um komi hún frá einhverju hráefni sem hafi farið í umferð í byrjun sept- ember og náð talsverðri útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Haraldur segir að þar sem upp- runi sýkingarinnar virðist ekki bundinn við ákveðinn stað, sé hún sennilega ekki til komin vegna óhreinlætis eða vanrækslu og því megi draga þá ályktun að það hrá- efni sem valdi henni sé líklega eitt- hvað sem ekki sé steikt, soðið eða gegnumhitað. Hann ítrekar að lítið sé enn vitað og að allar hugmyndir sem upp séu komnar séu einungis tilgátur. Unnið er út frá matvælasýnum og upplýs- ingum frá sjúklingum og segir hann það geta tekið nokkurn tíma að kom- ast að niðurstöðu og að stundum tak- ist jafnvel ekki að finna orsök sýk- inga sem þessarar. Haraldur segir afar einkennilegt að þetta afbrigði salmonellu hafi komið upp hér á iandi. Hún sé brynj- uð fyrir mörgum sýklalyfjum, en til séu tvö lyf sem vinni á henni. „Einkenni hennar eru samt í sjálfu sér ekkert öðruvísi en hjá salmonellu yfirleitt, en salmonella er alltaf al- varlegur sjúkdómur," segir Har- aldur að lokum. Sýknaður af ákæru um að raska arnarvarpi með sinueldi 3.600 tonn af járnitil Spánar SKIPAÐ var út 3.600 tonnum af brotajárni í Hafnarfjarðarhöfn í gær, í norska flutningaskipið Northem Linanes, á vegum Furu hf. Haraldur Þdr Ólason, eigandi Fum, segir að farmurinn fari til Sevilla á Spáni. Þetta er fimmti farmurinn á þessu ári og samtals hafa verið flutt út um 17 þúsund tonn af brotajárni á vegum fyrir- tækisins það sem af er árinu. HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sýkn- aði í gær mann af að hafa með sinu- bruna raskað hreiðurstað arna i hólma í Miðhúsaeyjum í Reykhóla- hreppi. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa stundað minkaveiðar án veiðikorts með eldfærum og dísil- menguðu bensíni og um að kveikja sinuelda án leyfis. Ákvörðun um refsingu var hins vegar frestað í tvö ár og fellur hún niður að þeim lokn- um haldi maðurinn almennt skilorð. Það var Fuglaverndarfélag ís- lands sem kærði manninn í maí í fyrra. Tveir liðsmenn félagsins höfðu þá orðið þess varir að sina hafði verið brennd í Arnarstapa í Miðhúsaeyj- um og ráða hafði mátt af ummerkj- um að sinan hefði sennilega verið brennd í síðari hluta apríl. Gekkst maðurinn við því síðar að hafa brennt sinu í Hrúthólmunum í þeim tilgangi að auka æðarvarp. í kæru Fuglavemdarfélagsins er það hins vegar ekki talið neinum vafa undir- orpið að maðurinn hafi brennt sin- una til að koma í veg fyrir að ernir hreiðruðu þar uni sig og til að fæla þá burtu af svæðinu. í dómnum kemur fram að lög- reglurannsókn í málinu hafi lokið í júlí 1999 en ákæra var ekki gefin út fyrr en í júlí árið 2000. Þessi dráttur á ákæru sé andstæður lögum um meðferð opinberra mála og ákvæð- um Mannréttindasáttmála Evrópu. Fagnaði 100 ára afmæli í Gimli VESTUR-Islendingurinn Þór- unn Traustadóttir Vigfússon varð í gær hundrað ára gömul og var haldið upp á afmæli hennar á Dvalar- og clliheimilinu Betel í Gimli í Manitoba. Þórunn talaði lýta- lausa ís- lensku er náðist í liana skömmu fyrir afmælishófið í gær og kvaðst hún hugsa til vina og vandamanna á þessum degi. Þórunn er fædd í Mani- toba í Kanada, en foreldrar hennar voru báðir íslenskir. I afmæli Þórunnar komu meðal annarra Svavar Gests- son, aðalræðismaður Islands í Kanada, Neil Bardal, ræðis- maður í Gimli, og vinir Þór- unnar frá Árborgarsvæðinu, sem er í kringum Gimli. í Bet- el hafði verið komið fyrir blómaskreytingum í tilefni dagsins. F’oreldrar Þórunnar voru Trausti, sonur Vigfúsar Guð- mundssonar, sem um skeið var bóndi í Syðra-Langholti í Ár- nessýslu, og Rósa, dóttir séra Odds Gíslasonar frá Kirkju- vogi í Höfnum og prests við ís- lendingafljót. I bókinni Islendingar í Vest- urheimi kemur fram að Þór- unn sé draumspök kona og viti oft lengra inn í framtíðina en almenningi sé Ijóst á líðandi stund. I gær fagnaði hún hins vegar 100 ára farsælli ævi í vesturheimi. í dag ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• lÍjaDun ÁLAUGARDÖGUM — ———;—Tj| Með Morgun- bladinu í dag fylgir blað frá versluninní Epal. Sjö möguleikar í spennandi fallbaráttu ■ efstu deild/Bll Þróttarar björguðu sér frá falli með sigri á Höf n/BlO Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.