Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Menntun til framtíðar - athafnir í stað orða SKÓLINN er þátttakandi í sí- breytilegu samfélagi nútímans, tækninni fleygir fram og stefnur og straumar í kennslufræðum taka á sig nýjar myndir. Samt snýst umræða um skólamál um lítið ann- að en kennaraekluna, bág kjör kennara og virðingarleysi fyrir kennarastarfinu. Ég þarf vart að endurtaka orð ráðamanna á hátíð- arstundu um mikilvægi þess að efla menntun í landinu og þess vegna er ekki óeðlilegt að spyrja hvenær athafnir fylgi orðum? Um það verður fjallað á kjaramála- ráðstefnu Kennarasambands Is- lands og aðildarfélaga þess laugar- daginn 16. september nk. undir yfirskriftinni MENNT- UN TIL FRAMTÍÐ- AR - ATHAFNIR í STAÐ ORÐA. Margbreytilejft hlutverk kennara Fyrir nokkrum árum fólst starf kennarans nær eingöngu í kennsl- unni sjálfri því að lítið var um önnur störf í skólanum nema þá helst kennarafundi. Þetta hefur mikið breyst því að nú er til dæmis bundið í lög fyr- ir bæði grunn- og Guðrún Ebba Ólafsdóttir framhaldsskóla að allir skólar skuli setja sér skóla- námskrá og innleiða kerfisbundið mat á skólastarfi og að kennarar skuli taka þátt í þeirri vinnu. Nýjar aðalnámskrár fyrir öll skólastigin ásamt tónlistarskóla hafa tekið gildi og þær kalla einnig á ný og breytt störf innan skólanna. Kennarar og samtök þeirra hafa í kröfugerð sinni komið með til- ÍSLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1075.þáttur Jakob Björnsson fv. orkumála- stjóri hefur nú eftir langt hlé skrifað mér bréf um íslenskt mál, og er mér ljúft að birta það hér, með smávegis svörum á eftir. Til Gísla Jónssonar, umsjón- armanns þáttanna „Islenskt mál“ í Morgunblaðinu. „Kæri Gísli! Eg fylgist enn með þáttum þínum um íslenskt mál enda þótt langt sé síðan að ég hef lát- ið frá mér heyra. En nú hef ég athugasemdir sem ég tölvu- pósta hér með til þín og bið þig að birta við tækifæri fljótlega. Með bestu kveðjum og þökk- um fyrir þætti þína. Fyrri athugasemd: í 1069. þætti, hinn 5. ágúst sl. segir þú: „Þá er ótækt að auglýsa 300 vörur í staðinn fyrir vöruteg- undir.“ Æskilegt væri að þú útskýrð- ir hvers vegna þetta er ótækt. Merkir orðið „vörur“ (fleirtalan af vara) ekki einmitt vöruteg- undir? Hvers vegna þá að nota lengra orðið? Hver er munur- inn á að tala um 300 vörur og að tala um 39 vötn á Gnitaheiði (tilbúið nafn)? Ætti fremur að segja að það væru 39 vatnsfyll- ur í lægðum á Gnitaheiði? Síðari athugasemd: í 1071. þætti, hinn 19. ágúst sl. segir svo: „Nú, nú, ég ætlaði að þakka Einari Ólafssyni bréfið hér í blaðinu og styðja tillögu hans um rafpóst. Mér skilst að tölvupóstur sé hið sama, en hitt er styttra og að því leyti betra.“ Við þetta vil ég gera athuga- semd. Eg er sammála þér um að stutt orð eru betri en löng en aðeins að öllu öðru jöfnu. Svo er ekki hér. Lengdarmunurinn er aðeins eitt atkvæði og mjög langt er frá að hann vegi upp ókosti rafpóstsins, sem er langtum verra orð eins og nú skal rökstutt. Svo er að sjá að Einar haldi að enska skammstöfunin „e- mail“ standi fyrir „electric mail“, rafpóstur. Svo er ekki. Hún stendur fyrir „electronic mail“, rafeindapóstur. A „el- ectric" og „electronic“ er gerð- ur mikill greinarmunur í tækn- inni. Allur „e-mail“ er sendur frá tölvum og það er tekið á móti honum í tölvum. Tölvur eru rafeindatæki en ekki eru öll rafeindatæki tölvur. „Tölvu- póstur“ er því nákvæmara og hnitmiðaðra og að því leyti betra orð en enska heitið „el- ectronic mail“ eða „e-mail“. „Electric mail“ væri þó langt- um verra enda notar það eng- inn. Látum það því fyrir alla muni vera að róta í nýgræð- ingnum „tölvupóstur“ sem er að festa rætur í málinu. Góðir plönturæktendur róta ekki í ný-gróðursettum plöntum því að það getur spillt fyrir þvi að þær festi rætur. Góðir mál- ræktendur, eins og þú, ættu því heldur ekki að róta í ágætum, ný-gróðursettum nýyrðum. Ef mönnum þykir orðið „tölvupóstur“ of langt mætti skammstafa það eins og gert er í enskunni og segja „t-póstur“. Það er einu atkvæði stytta í framburði. En ekki mæli ég með því. Þig vantar sögn sem samsv- arar orðinu tölvupóstur. Mig minnir að það sé oft kallað að „pósta“ að setja bréf eða aðra póstsendingu í póst. „Póstaðu þetta fyrir mig, Kalli.“ Þessar athugasemdir voru „tölvu- póstaðar“ til þín. Eg vona að þú birtir þær við tækifæri. Bestu kveðjur!“ Frá umsjónarmanni: Vegna fyrri athugasemda J.B. er svar- ið það, að vara er svo mikið hugtak að mönnum hefur fund- ist nauðsynlegt að búa til orðið vörutegund. Tilvist þess orðs svarar J.B. að nokkru leyti, Fram skal tekið að í fornu máli gat vara merkt ákveðnu vöru- tegund, sjá t.d. Orðabók Menn- ingarsjóðs, og er þá orðið hlut- ur fremur en hugtak. Vatn er bæði til í huglægri og hlutlægri merkingu, svo að samanburðurinn við „vötnin“ á Gnitaheiði dugar ekki (Gnita- heiði er oft npfnd í fornum bók- menntum). Eg segi: Ótækt er að auglýsa 300 bensín í staðinn fyrir 300 bensíntegundir (ef þær eru þá svo margar til, sem ég stórefa.) Vegna síðari athugasemdar J.B. treysti ég Einari Ólafssyni mæta vel til að svara fyrir sig, en áður en ég mælti með nýyrði hans, rafpóstur, bar ég það undir sprenglærða menn í fjarskiptafræðum og fékk orðið þá hin bestu meðmæli. Sömu- leiðis var mér tjáð að rafpóstur og tölvupóstur væri hið sama. A tæknilegum efnum hef ég sjálfur ekki vit fremur en kött- urinn á sjöstjörnunni. Gerum ráð fyrir að tölvu- póstur sé annað en rafpóstur og þá hefur J.B. gert heiðar- lega tilraun til sagnmyndunar: að tölvupósta. Umsjónarmaður heyrir afar sjaldan sögnina að pósta, en vissulega er hún til. Samsetningin tölvupósta þykir umsjónarmanni hvorki lipur né lagleg, en kannski ekki svo gal- in, enda ekki margra kosta völ. Að svo mæltu þakka ég gömlum skólabróður vinsamleg orð, þolinmæði að lesa þættina mína og góð bréf fyrr og síðar. Umsjónarmanni hefur borist bréf frá Ragnari Árnasyni í Reykjavík, og fer það hér á eft- ir. í þætti 1069 sagði ég að í fréttum hefði verið sagt að maður hæfði (með skoti) annan mann í fótlegginn. Ég sagði mér fyndist þetta kyndugt tal og sagði að á íslensku skytu menn sig í fótinn (ekki fótlegg- inn). Mér finnst að skot í fótlegginn komist illa til skila nema það, sem utan um hann er, skaddist líka. Ef þetta er „útlend hugsun", þykir mér hún eðlileg og læt þess jafnframt getið, sem flest- ir vita, að ýmis orðatiltæki okk- ar eru komin um langan veg og fyrir löngu, sbr. þrekvirki próf. Jóns G. Friðjónssonar Rætur málsins. Ég kippi mér ekki upp við meinlaust skens, og hér kemur bréf Ragnars: „Gísli minn kær. Hjálpaðu mér nú! í 1069. þætti þínum 5. ágúst sl. skrifar þú svo: „Á ís- lensku skjóta menn sig í fót- inn.“ Og brá mér ekki lítið í brún. I fávisku minni hafði ég álit- ið, að þetta hvimleiða orðtak, sem drýpur nú úr hvers manns tölvu og túla, væri alls ekki ís- lenskt, heldur léleg þýðing úr útlensku, ekki íslensk hugsun, þó orðin séu að sönnu íslensk. Eða minnist þú þess að hafa heyrt þetta orðtak notað í tíð vors meistara Sigurðar Guð- mundssonar? Og voru skot- vopn á þeirri tíð ekki síður í brúki en nú er. En úr því þú hefur skrifað (svo sem Pílatus forðum), gæt- irðu nú ekki bent mér á sönnun eða dæmi þess, að orðtakið (fari það fjandans til) sé íslensk hugsun en ekki léleg eftiröpun? Og bætt þannig úr fávisku minni, þó seint sé.“ ★ Hlymrekur handan kvað: Kútter Jago var sendur á sardínu; sagði Páll maður Jóhönnu gardínu: „Pað veiðist. _ Mér leiðist. Ó, ég lægi og þjóraði á bardýnu." Skólinn Menntunarhlutverk skólans hefur borið lægri hlut fyrir gæslu- hlutverkinu, segir Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, og er það miður. lögur að útfærslu í þeim efnum og bent á að rýma þurfi fyrir þessum nýju störfum. Breytingar á vinnutíma kenn- ara - nauðsyn eða klisja? Vinnutímaskilgreining kennara er flókin, svo flókin að fáir gefa sér tíma til að setja sig inn í hana, jafnvel ekki kennararnir sjálfir. I eðli sínu er kennarastarfið samt ekki svona margslungið og með einföldum hætti má segja að það skiptist í þrennt: í fyrsta lagi kennslu, öðru lagi undirbúning og úrvinnslu og í þriðja lagi önnur störf, s.s. skólanámskrárgerð og samskipti við heimilin. Kjarasamn- ingurinn skiptir vinnutímanum þó nákvæmlega í klukkustundir og mínútur, jafnvel mínútubrot, yfir árið, mánuði, vikur og daga. Starf- ið í skólunum hefur stigið sín fyrstu skref inn í nýja öld. En er vinnutími kennara ennþá fastur í viðjum gamalla tíma? Eru kennar- ar bundnir af úreltum, margstög- uðum ákvæðum frá fyrri tímum vegna þess að samningsaðilar hafa ekki haft dug til þess að rífa kerfið upp með rótum og skapa kennur- um þá umgjörð sem skólinn þarfn- ast? Eða er það ef til vill gömul klisja viðsemjandans að tala um nauðsynlegar breytingar á vinnu- tíma þegar hinn raunverulegi til- gangur er að leysa kennaraskort- inn með því að fá kennarana til að kenna meira en hámarkið segir til um án þess að greiða fyrir það með yfirvinnu? Þetta verður ekki síður brennandi umræðuefni kenn- ara og stjórnenda í grunn-, fram- halds- og tónlistarskólum á ráð- stefnunni MENNTUN TIL FRAMTÍÐAR - ATHAFNIR í STAÐ ORÐA. Tengsl launa við árangur í starfi Laun kennara ákvarðast annars vegar af menntun þeirra en hins vegar prófaldri. Framamöguleikar kennara í starfi innan skólanna eru ekki miklir og sú gæti verið ein af ástæðum þess hve margir leita í önnur störf. Þó hafa bæst við ný starfsheiti, jafnvel fleiri en kjarasamningar kveða á um, en þar liggur meinið að margra mati, þ.e.a.s. að kjarasamningar kennara eru ekki árangurshvetjandi. Skóla- stjórnendur og ráðamenn segja þá ekki veita svigrúm til að meta góða kennara til launa sem skyldi. Ríkisstjórnin í Englandi er að taka upp nýtt árangurstengt launakerfi fyrir kennara og rökin fyrir því eru m.a. gífurlegur kennaraskort- ur, sérstaklega í tilteknum grein- um, s.s. náttúrufræðum, stærð- fræði, erlendum tungumálum og tónlist. í öðru lagi eiga skólar und- ir krefjandi kringumstæðum erfitt með nýliðun og að halda í kennara. í þriðja lagi nefnir ríkisstjórnin skort á góðum umsækjendum í stjórnunarstörf, sérstaklega í yngri bekkjum grunnskólans. Og í fjórða lagi er kennaraskorturinn hvað mest aðkallandi í London og í suðausturhluta landsins þar sem dýrara er að lifa en annars staðar í Englandi. Af þessu tilefni hefur Kennarasamband íslands fengið á ráðstefnuna MENNTUN TIL FRAMTÍÐAR - ATHAFNIR í STAÐ ORÐA fulltrúa frá National Union of Teachers til að kynna þetta nýja kerfi. Þjönustustofnun eða menntastofnun Framlög til menntamála eru minni á Islandi en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Sé stjórnmálamönnum alvara með því að setja skólamálin á oddinn og veita þeim forgang verður að auka fjárveitingar til skólanna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki nýtt betur þá fjár- muni sem þegar renna til skól- anna. En þá verðum við að gera upp við okkur hvers konar skóla við viljum og hvert eigi að vera markmiðið með skólastarfinu. Kröfur til skólanna um alhliða uppeldi barna og ungmenna eru háværar en að sjálfsögðu eiga skólarnir að sinna því meginhlut- verki sínu að uppfræða þau og gera þau fær um að taka við þjóð- félaginu þegar við sem nú erum á besta aldri drögum okkur í hlé. Menntunarhlutverk skólans hefur borið lægri hlut fyrir gæsluhlut- verkinu og er það miður. Skólaárið 2000-2001 Hvers munum við minnast eftir nokkur ár þegar við eftir hverfum í huganum til skólaársins 2000 til 2001? Úrræðaleysis ríkis og sveit- arfélaga vegna þess að kennarar fást ekki til starfa? Omanneskju- legs álags á þann harða kjarna dugmikilla kennara sem enn þraukar í kennarastarfinu? Margra vikna verkfalls til að snúa við þeirri öfugþróun sem orðið hef- ur á launamálum kennara? Margra vikna verkfalls vegna þjarks um vinnutímaskilgreiningu kennara? Ef einkunnarorð skólaársins 2000- 2001 verða í líkingu við þessar spurningar erum við í mjög vond- um málum. Abyrgð okkar sem sitj- um við samningaborðið er mikil. Saman verðum við, ásamt pólitískt kjörnum fulltrúum, að vinna að lausnum sem tryggja nemendum okkar þá bestu menntun sem völ er á. Takist okkur það er engu að kvíða. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara í Kennarasamb- andi Islands. Full búð af nýjum bátasaumsefnum ! M.a. jólaefni, handlituð ejni, Thimbleberries- efni og efiii frá Debbie Mumm. V/RKA Mánud.-föstud. kl. 10-18, Mörkin 3, sími 568 7477. lauSard' frá 1' sePc'-31- maí - frá U. 10-14. XcviéMyv - Gœðavara Gjafavaid — matar- og kafíislell Allir verðílokkar. . Heimsfrægir hönniióir in.a. Gianni Versace. c«-/r/x VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.