Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Evrópudagur Rauða krossins í skyndihjálp haldin í 23 löndum í dag
Kom að rútuslysinu
við Hólsselskíl
Skyndihjálp skiptir
sköpum á slysstað
Evrópudagur Rauða krossins í skyndihjálp er hald-
inn í 23 löndum í dag og er yfírskrift hans Samtaka
gegn umferðarslysum. Tilgangurinn er m.a. að
minna á mikilvægi kunnáttu í skyndihjálp og
hvernig sú kunnátta getur markað skilin milli lífs
og dauða eða varanlegs heilsutjóns þegar komið er
á slysstað. Af þessu tilefni ræddi Morgunblaðið við
Margréti Gunnarsdóttur sem stýrir skyndihjálpar-
námskeiðum hjá Rauða krossi Islands og Jóndísi
Einarsdóttur hjúkrunarfræðing sem hefur reynslu
af því hve góð kunnátta í skyndihjálp skiptir miklu
máli þegar komið er á slysstað.
RAUÐI kross íslands út-
skrifar á hverju ári milli
sex og tíu þúsund manns
í skyndihjálp en sam-
kvæmt samningi við Almannavarn-
ir ríkisins hefur félagið forystu-
hlutverki að gegna í útbreiðslu
skyndihjálparkunnáttu. Margrét
Gunnarsdóttir sem sér um skyndi-
hjálparnámskeiðin hjá Rauða
krossinum telur þó mikilvægt að
enn fleiri leiti sér þekkingar í
skyndihjáip en þessar tölur gefí til
kynna og bætir því við að mikil-
vægt sé að halda kunnáttunni við
með upprifjunamámskeiðum á að
minnsta kosti tveggja ára fresti.
Rauði krossinn vill minna á mik-
ilvægi þessarar kunnáttu með
evrópskum Rauða kross-degi í
skyndihjálp undir yfirskriftinni
Samtaka gegn umferðarslysum
sem haldinn er í 23 löndum í dag.
Bendir Rauði kross íslands á að sá
sem fyrstur kemur á vettvang þar
sem slys hefur orðið getur markað
skilin milli lífs og dauða eða varan-
legs heilsutjóns.
Hefur það m.a. komið fram í
nýlegri skýrslu Rannsóknarnefnd-
ar umferðarslysa að það hafi oft
skipt sköpum að þeir sem fyrstir
komu að slysum hafi kunnað að
bregðast rétt við. Er ennfremur
lögð áhersla á það í skýrslunni að
ráðin verði bót á vankunnáttu al-
mennings í skyndihjálp.
„Þegar menn koma á slysstað
bregður þeim mjög mikið en eftir
því sem þeir vita meira um skyndi-
hjálp því meiri líkur eru á því að
þeir bregðist rétt við,“ segir Mar-
grét Gunnarsdóttir en bætir því þó
við að ekkert óeðlilegt sé við það
þótt menn geri ekki allt sem þeir
viti að þeir eigi að gera þótt þeir
hafi þekkingu í skyndihjálp. Menn
verði alltaf skelkaðir þegar þeir
komi að alvarlegu slysi. Margrét
bendir þó á í þessu sambandi að
mikilvægt sé að hafa fjögur atriði í
huga þegar komið er á slysavett-
vang.
í fyrsta lagi er mikilvægt að
koma í veg fyrir frekari slys til
dæmis með því að setja blikkljós á
bíl þess sem kemur á vettvang,
drepa á bíl þess sem lent hefur í
slysinu og setja viðvörunarþrí-
hyrninga við slysstað en slík merki
ættu að vera í öllum bílum að sögn
Margrétar.
í öðru lagi skal veita slösuðum
neyðarhjálp. í því sambandi skal
fyrst líta til þeirra sem eru mest
slasaðir. Til dæmis stöðva miklar
blæðingar. í þriðja lagi ber að til-
kynna slysið eins fljótt og auðið er.
Bendir Margrét mönnum á í því
sambandi að hringja í númer
Neyðarlínunnar, 112, hvar svo sem
þeir eru staddir á landinu. Og í
fjórða lagi, segir Margrét, skal
veita almenna skyndihjálp. „Þá lít-
ur maður fyrst til þeirra sem mað-
ur heyrir minnst í, þ.e. til þeirra
sem eru meðvitundarlausir. Auk
þess ber að stöðva frekari blæð-
ingar, koma í veg fyrir lost,
tryggja öndun með blæstri og
framkvæma hjartahnoð ef ástæða
þykir til.
Morgunblaðið/Golli
Margrét Gunnarsdóttir hjá
Rauða krossi íslands.
Að þessu búnu, segir Margrét,
skal huga að sálrænni skyndihjálp.
Huga að hverjum og einum og
veita þeim hlýju og umhyggju.
„Það skiptir mjög miklu máli að
veita fólki þann andlega stuðning
sem maður hefur möguleika á að
veita,“ ítrekar hún. „Þá er um að
gera að virkja sem flesta til
skyndihjálparinnar og ekki verra
ef einhver getur tekið stjórnina í
sínar hendur og skipt verkum á
milli manna.“
Kennum börnum
að hringja í 112
Margrét segir að allar Rauða
kross-deildir á landinu bjóði
skyndihjálparnámskeið og bendir
þeim á sem áhuga hafa á slíkum
námskeiðum að hafa samband við
Rauða kross-deildina í sínu um-
dæmi. Hvert byrjendanámskeið
tekur samanlagt um sextán tíma
en þeim er jafnan skipt niður á
fjögur kvöld eða eina helgi. Upp-
rifjunarnámskeiðin taka þó
styttri tíma. Þá segir Margrét að
Rauði krossinn hafi á undanförn-
um árum hannað sérnámskeið
fyrir vinnustaði en æ algengara
er að vinnustaðir biðji um slík
námskeið. A þeim námskeiðum er
áhersla lögð á þau slys sem
tengst gætu vinnustaðnum og
starfsmönnum kennt hvernig
veita beri skyndihjálp í þeim til-
vikum.
„Allir geta komið á skyndihjálp-
arnámskeið," ítrekar Margrét og
segir að skyndihjálparkunnáttan
miðist þá við getu hvers og eins.
„Við getum til dæmis kennt litla
barninu að hringja í 112. Þótt það
sé einungis það sem barnið kann
getur það skipt máli.“ Margrét
hvetur því alla til þess að fara á
skyndihjálparnámskeið. „Mér
finnst líka skipta mjög miklu máli
fyrir vinnustaði að starfsmenn
þeirra kunni skyndihjálp."
Dagskrá í fjölskyldu- og
húsdýragarðinum
Margrét segir að landsmenn
hafi áþreifanlega orðið fyrir barð-
inu á alvarlegum umferðarslysum í
ár og sömu sögu megi reyndar
segja af öðrum löndum. Umferðar-
slysum í Evrópu hafi því miður
fjölgað á undanförnum árum. Af
þeim sökum hefur Rauði krossinn
valið að hafa yfirskrift skyndi-
hjálpardagsins Samtaka gegn um-
ferðarslysum. „Þetta er í fyrsta
sinn sem við höldum skyndihjálp-
ardag sem þennan en ætlunin er
að halda hann árlega í framtíð-
inni.“
Rauði krossinn heldur upp á
daginn með fjölskylduhátíð í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í
Laugardalnum í dag milli kl. 13
og 17 og er aðgangur ókeypis.
Gestir í garðinum geta m.a. orðið
vitni að erfiðri björgunaræfingu
auk þess sem þeir geta kynnst
réttum viðbrögðum við aðkomu á
slysstað, fræðst um skyndihjálp
og fundið hvernig er að vera í bíl
sem veltur. Þá geta krakkar próf-
að kunnáttu sína í skyndihjálp
með því að taka þátt í ratleik.
Fulltrúar Heilsubælisins, þau
Edda Björgvinsdóttir og Gísli
Rúnar Jónsson, kynna aukinheld-
ur nýjustu aðferðir í skyndihjálp
eins og þeim einum er lagið og
Gunnar og Felix ætla að skemmta
börnunum.
Samstarfsaðilar Rauða krossins
við framkvæmd Evrópudagsins
eru: íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur, Slökkviliðið á höfuð-
borgarsvæðinu, lögreglan, Slysa-
varnafélagið Landsbjörg, Lands-
samband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna, Umferðar-
ráð, Neyðarlínan, Lyfjaverslun ís-
lands, Blóðbankinn, Öku-
kennarafélag Islands, Vegagerðin,
Sjóvá-almennar, Félag íslenskra
bifreiðaeigenda og Slysavarnafé-
lagið Árvekni.
Morgunblaðið/Golli
Jóndís Einarsdóttir
hjúkrunarfræðingur.
Hefðivilj-
að vera
öruggari
JÓNDÍS Einarsdóttir hjúkrunar-
fræðingur var ein þeirra sem komu
að rútuslysinu mikla við Hólsselskíl
á þjóðveginum skammt frá Gríms-
stöðum á Fjöllum um miðjan júlí sl.
Flestir farþeganna þijátíu slösuð-
ust meira eða minna eftir að rútan
fór út af brúnni við Hólsselskíl og
einn farþeganna beið bana.
„Við, ég og eiginmaður minn,
vorum ekki fyrst á slysstað og var
því búið að ná öllum farþegunum úr
rútinni þegar við komum á vett-
vang,“ segir Jóndís og lýsir því hve
henni hafi þótt hún vanmáttug þeg-
ar hún kom á slysstað vegna þess að
hún hafi ekki búið yfir góðri kunn-
áttu í skyndihjálp. Hún tekur þó
fram að þeir sem komu fyrst á vett-
vang hafi greinilega verið vel þjálf-
aðir og bendir á að vanir björgun-
armenn í þeim hópi hafi strax tekið
yfir stjórnina á slysstaðnum. „Auð-
vitað reyndum við að hjálpa til eftir
bestu getu en mér fannst að ég
hefði getað gengið til verkanna af
meira öryggi,“ segir Jóndís og bæt-
ir við að vegna vankunnáttunnar
hafi hún verið hræddari við að gera
eitthvað vanhugsað á slysstaðnum.
Jóndi's er eins og áður segir
hjúkrunarfræðingur og starfar á
heilsugæslustöð í Reykjavík. Hún
segir að það sé allt annað að starfa
á heilsugæslustöð þar sem allur
búnaður og mannskapur séu fyrir
hendi en að koma á sjálfan vettvang
slyssins. Telur hún að ef hún hefði
verið búin að fara á skyndihjálpar-
námskeið hefði hún ekki verið eins
óörugg á slysstað.
„Ég hef því ákveðið að fara á
skyndihjálparnámskeið sem fyrst
og sömuleiðis eiginmaður minn,“
segir hún og bætir við: „Það eru fá-
ir vel undir það búnir að koma
fyrstir á slysstað. Slys gera ekki
boð á undan sér en þau verða samt.
Því held ég að það sé nauðsynlegt
hverjum og einum að búa yfir þekk-
ingu í skyndihjálp."
Tryggingamál í ferðaþjónustu til umræðu eftir slysahrinu í sumar
FORSVARSMÖNNUM tveggja
stærstu ferðaskrifstofanna hér á
landi, Úrvals-Útsýnar og Samvinnu-
ferða-Landsýnar, ber saman um að
víða séu vandamál í ferðageiranum
hvað varðar tryggingamál, sem
brýnt sé að leysa sem íýrst. Fram
kom á ráðstefnu Samtaka ferðaþjón-
ustunnar í vikunni að ef fyrirtæki
huga ekki betur að þessum málum
eigi þau á hættu að þurfa að greiða
háar skaðabætur til erlendra ferða-
manna, sem verða fyrir slysum.
Sigríður Gunnarsdóttir, annar
tveggja yfirmanna innanlandsdeild-
ar Samvinnuferða-Landsýnar (SL),
segir fyrirtækið vera með allar sín-
ar tryggingar á tæru í gegnum Vá-
tryggingafélag Islands, sem er einn
aðaleigenda ferðaskrifstofunnar.
Að hennar mati er vandinn mestur
hjá minni fyrirtækjum sem bjóða
upp á afþreyingu í ferðaþjónustu,
samanber snjósleðaferðir, fljóta-
siglingar, hestaferðir og fleira.
„Við tryggjum ekki snjósleða fyr-
Mestar áhyggjur af
minni fyrirtækjum
ir fyrirtæki sem er sjálfstætt. Það
þarf að vera með sínar tryggingar á
hreinu," segir Sigríður.
Fram kom á ráðstefnunni að mik-
ilvægt er fyrir ferðaskrifstofur að
ganga úr skugga um að þjónustu-
fyrirtæki sem þær skipta við séu vel
tryggð. Sigríður segir SL vinna eft-
ir ákveðnu gæðakerfi og að trygg-
ingar séu hluti af því. Eingöngu sé
skipt við lögleg fyrirtæki og slík
fyrirtæki geti ekki fengið starf-
sleyfi frá samgönguráðuneytinu
nema þau séu með tryggingamál
sín í lagi. Treysta verði eftirliti hins
opinbera með þessu, ferðaskrifstof-
ur geti ekki farið að draga leyfi und-
irverktaka sinna í efa.
Aðspurð segir Sigríður það óhjá-
kvæmilegt að aukin trygginga-
vemd í ferðaþjónustu skili sér í
hærri fargjöldum. Þjónustan ætti
að vera dýrari hjá þeim fyrirtækj-
um sem eru lögleg og með öll sín
mál á hreinu. Því stærri sem fyrir-
tækin séu ættu auknar tryggingar
ekki að skila sér eins mikið út í far-
gjöldin.
Á eigin ábyrgð á hálendinu
Úlfar Antonsson, yfirmaður inn-
anlandsdeildar Úrvals-Útsýnar,
segir fyrirtækið vera tryggt í bak
og fyrir. Tryggingaferlið í ferða-
þjónustu sé margbreytilegt, ekki
síst eftir löndum og mörg vandamál
geti komið upp. Úlfar nefnir sem
dæmi bílaleigubíla, ferðamenn séu
aðeins tryggðir á meðan þeir aka á
þjóðvegum, fari þeir t.d. upp á há-
lendið nái tryggingar bílsins ekki
yfir það, heldur sé fólk þar á eigin
ábyrgð. Úlfar veit um mörg vanda-
mál vegna þessa, þrátt fyrir aukna
kynningu ferðaþjónustuaðila á
tryggingaskilmálum.
Úlfar segir brýnast fyrir ferða-
þjónustuna að taka á málum þar
sem um stórslys er að ræða og
meiriháttar óhöpp sem ferðamenn
lenda í, jafnt innlendir sem erlend-
ir. Til dæmis séu íslendingar svolít-
ið kaldir að eðlisfari og vaði út í að-
stæður sem þeir hefðu betur látið
ógert.
Úlfar telur að flest ferðaþjón-
ustufyrirtæki séu farin að taka
tryggingamálin af meiri festu en áð-
ur. Vandinn geti verið meiri hjá
minni fyrirtækjum sem eru ekkert
of vel stæð. Því reyni menn að spara
við sig kostnað, s.s. í tryggingum.
„Margir hugsa sem svo að það
gerist ekkert hjá sér, en síðan gerist
eitthvað daginn eftir,“ segir Úlfar.
Aðspurður segir Úlfar að aukin
tryggingavemd ferðaskrifstofa eigi
ekki að skila sér út í verðlagið.
Ferðaskrifstofur beri ákveðna
ábyrgð gagnvart farþegum og þær
verði að tryggja öryggi þeirra.
„Tryggingar eiga að vera inni í
verðlaginu eins og það er í dag,“
segir Úlfar Antonsson.