Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Svolítið um Silfrið salta HEIMILDARMYND um síldveiðar Norð- manna við Island var sýnd í sjónvarpinu nýlega og hefur fallið fólki vel í geð. Það er greinilegt í síldarbænum gamla, Siglufirði. Hér man fólk norska, sænska og finnska sfldarsjómenn í þúsundatali í landlegum um hverja helgi um langt skeið. Og enn er talað um tvö landnám Norðmanna á Siglufirði. Hið fyrra er Þormóður rammi nam land um 900 og það seinna sem hófst 1903 þegar Þormóður Bakke- vig og fjöldi annarra norskra útgerð- armanna lögðu grunn að frægasta sfldarbæ í heimi. Norðmannatíminn á Siglufirði stóð í þrjátíu ár og norskt sjómannaheimili var rekið hér í 50 ár. Svona mætti áfram telja. Margir urðu því hai'la kátir yfir þessari nýju heimildarmynd þó svo við söknuðum þess að hinum miklu áhrifum Norðmanna hér á Siglufirði skyldu ekki vera gerð gleggri skil. Rétt er áður en lengra er haldið að lýsa stuttlega mynd- inni og augljósum kostum hennar. Hún hefst á almennri um- fjöllun um aðstæður í Noregi og á íslandi á 19. öid og ástæður þess að Norðmenn hófu sfldveiðar á fjar- lægum miðum. Síðan er siglt af stað og áður en komið er aftur til heimahafnar er störf- um og reynslu sjó- manna lýst og litið til margra átta um leið til að gera umfangsmik- ilh sögu sem best skil. Að lokum er svo sagt frá oíveiðinni og hruni sfld- arstofnsins. Verkið er mjög fjörlegt á köflum, snaggaralegar klippingar fjölbreyti- iegra myndskeiða og framsetning myndefnis og frásagnar einhvern veginn skemmtilegri en við eigum að venjast í íslenskum heimildarmynd- um. Vanir kvikmyndagerðarmenn hafa greinilega staðið að verki þar Síldin í Silfrinu salta er sagan sögð af Norðmönnum, segir Örlygur Kristfínnsson, og séð frá þeirra sjónarhóli. sem mikið hefur verið lagt í mynd- rænar „skreytingar" og hljóðsetning- ar gamalla fflmubúta. Og þarna er hinn mannlegi og dramatíski þáttur einn af meginþráðum verksins. Það minnir óneitanlega á heimildarmynd- ina Svartur sjór af sfld eftir Birgi Sig- urðson þar sem skáldið og sjáandinn laðaði áreynslulaust fram töfra sfld- aráranna og þjóðin hreifst af. Á Silfrinu salta eru nokkrir sagn- fræðilegir gallar, hérumbil allir smáir og skipta litlu sem engu máh í fram- vindu verksins. Ein stór villa er þó þarna sem verður að nefna sérstak- lega. Ami Friðriksson, hinn merki fiskifræðingur, sannaði með rann- Rólandsbrakki, síldarminjasafn í Siglufirði. sóknum sínum seint á 5. áratugnum gamla kenningu sína um að Norður- landssfldin fræga og norska síldin voru af einum og sama síldarstofnin- um. Það var ekki Norðmaðurinn Finn Devold sem var frumkvöðullinn, og með þessu vísiridaafreki Árna Frið- rikssonar hófst fjölþjóðleg samvinna síldveiðiþjóðanna sem Norðmenn höfðu áður ekki sýnt mikinn áhuga. Eftir frumsýningu í Háskólabíói í vor var sem sagt ljóst að í verkinu leyndust hnökrar sem létt væri að Öi'lygur Kristfinnsson laga fyrir sýningu í sjónvarpi. Haft er fyrir satt að fullur vilji framleiðenda hafi verið til þess. Einnig var Ijóst að þessi skemmtilega mynd átti mikið erindi til Islendinga og hún væri kjör- in til sýninga á besta áhorfstíma (stefnt hefur t.d. verið að því að sýna hana í norska sjónvarpinu um jól eða páska). En af einhverjum ástæðum lá mönnum of mikið á og myndin „fór út“ hjá Sjónvarpinu óleiðrétt og á óheppilegum tíma. I Silfrinu salta er sagan sögð af Norðmönnum - og séð frá þeirra sjónarhóli. En þar sem um er að ræða sögu sem skarast við okkar þá ber að fagna þessari mynd þó svo að nokkur atriði kunni að fara í taugarnar á okk- ur. Myndin hefur augljósa kosti, hún fræðir um leið og hún gleður augað og skemmtir. Við fáum innsýn í at- burði sem þúsundir Islendinga voru þátttakendur í og höfðu gífurleg áhrif á þróun samfélags okkar. Þessi mynd er eins og Svartur sjór af sfld til þess fallin að vekja áhuga á atburðum sem eru svo undra skammt undan en til- heyra um leið gjörsamlega liðinni tíð. Hún er til að undirbúa jarðveginn í hugum okkar fyrir þau vönduðu og miklu sagnfræðiverk sem beðið er eftir frá okkar góðu sagnfræðingum. Höí'umlur er myndlistamiaður og safnstjóri á Súdarminjasafninu í Siglufirði. Hafnfírðingar: Verjum Hörðuvelli! Á undanförnum vik- um hefur vaskur hóp- ur Hafnfirðinga geng- ið fram og mótmælt fyrirhugaðri eyðileg- gingu Hörðuvalla- og Sólvangssvæða í bæn- um. Gengið hefur ver- ið í hús með undir- skriftarlista gegn framkvæmdunum og einnig liggja listar frammi á ýmsum stöð- um hér í bænum. Ekki er það svo að því sé mótmælt að auka þurfi skólarými í Hafnarfirði. Þær teikningar sem fyrir liggja að nýrri skólabyggingu, þ.e. grunnskóla, íþróttahúsi og sundlaug auk leikskóla eru einfald- lega svo viðamiklar að svæðið ber þær engan veginn. Glæsilegar teikningar sem vafalaust verða að prýðilegu mannvirki, en einfald- lega á kolröngum stað í bænum. Umferðaröngþveiti Engar lausnir liggja fyrir varð- andi umferðaröryggi á Lækjar- götu, sem er eina gatan sem tekur við umferð að og frá þessu skóla- hverfi og einnig að Sólvangi, sem er öldrunarstofnun, sem og heilsu- gæslunni í Hafnarfirði. Þar skapast nú þegar öngþveiti á vissum tímum dagsins, hvað þá þegar 700 barna skóli verður settur þarna niður til viðbótar. Eina lausnin varðandi Lækjargötuna er þá að breikka hana út í Lækinn, en viljum við Hafnfirðingar það? Nei, varla. Um- ferðarteppa með stóraukinni slysa- hættu mun einfaldlega margfaldast á Lækjargötu með tilkomu þeirra mannvirkja sem þarna eiga að rísa. Steinunn Guðnadóttir, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og for- maður skólanefndar Hafnarfjarðar, hefur ítrekað haldið því fram að ekkert sé enn ákveðið um hvort börn úr norðurhluta Setbergshverfis muni sækja þennan skóla. Það er hins vegar deg- inum ljósara að svo verður. Eða, á ef til vill nýr skóli á Hörðu- völlum að standa hálf- tómur næstu árin? Nei við vitum betur. Erum við Hafnfirð- ingar þá tilbúnir að axla þá ábyrgð að börn úr hverfinu þurfi að fara yfir Reykja- nesbrautina til þess að komast í skólann sinn? Friði fyrir aldraða fórnað Hvað með eldra fólkið sem býr á Sólvangi? Öll vitum við að erill fylgir börnum, ekki síst þegar kom- ið er út í frímínútur. Á kvöldin munu þau einnig sækja á skólalóð- ina í þau leiktæki sem þar verður að finna. Friður og ró fyrir eldri borgara í Hafnarfirði, sem njóta eiga ævikvöldsins á Sólvangi, er í húfi. Það dytti engum í hug að reisa öldrunarstofnun nánast inni á skólalóð. Það er jafnvitlaust að setja skóla inn á lóð öldrunarstofn- unar. En hver er þá lausnin í skólamál- unum? Jú, við bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar höfum margbent á að leysa skuli vandann í Setbergi inn- an hverfisins. Það er hægt, en vilj- ann skorti einfaldlega hjá meiri- hlutanum. Þeir eru fastir í farinu - Hörðuvalla- og Sólvangssvæðinu skal fórnað. Lækjarskóla er hægt að stækka, en á þá lausn var aldrei látið reyna. Fjölmargir arkitektar fullyrða Bæjarmálefni Hafnfirðingar ætla hins vegar ekki að láta bjóða sér þennan yfir- gang, segir Jóna Dóra Karlsdóttir, og mótmæla kröftuglega þeirri eyðileggingu sem yfirvofandi er á Hörðuvöllum. að með uppkaupum á nokkrum húsum sé án vandkvæða hægt að byggja upp nýjan og endurbættan Lækjarskóla fyrir þann fjölda barna sem sækja þarf skólann. Þetta eru mun ódýrari leiðir og hagkvæmari að öllu leyti. Það er mikið í húfí Niðurstaðan er hins vegar sú að meirihluti Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar ákváðu í einhverri fljót- færni að byggja á Hörðuvöllum og efndu af því tilefni til hönnunar- samkeppni (sem kostaði bæjarsjóð um 20 milljónir króna) um skóla- byggingar á svæðinu. Aðrar lausnir voru aldrei grannskoðaðar, þótt því sé haldið fram af meirihlutanum. Enginn veit hver kostnaður við þessar byggingarframkvæmdir verður þegar upp er staðið - senni- lega þó á þriðja milljarð króna. Hins vegar hefur meirihlutinn eng- ar áhyggjur af því - einkafram- kvæmd skal það vera; framkvæmd þar sem byggingaraðilar kosta framkvæmdina og bærinn verður leiguliði verktakans í næstu ára- tugi og borgar kostnaðinn við framkvæmdina oftar en einu sinni. Framtíðin, börnin okkar, skal borga. Það er mottó meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hafnfirðingar ætla hins vegar ekki að láta bjóða sér þennan yfir- gang og mótmæla kröftuglega þeirri eyðileggingu sem yfirvofandi er á Hörðuvöllum. Eg hvet alla Hafnfirðinga til að standa saman gegn þessum áformum og stöðva þau. Það er mikið í húfi. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði. Byggingaplatan WötSCSKS® sem allir hafa beðið eftir VIROCbyggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VIROCbyggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROCbyggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROC byggingaplatan er umhverfisvæn VIROCbyggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. ÞP &CO Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: SS3 8640 6 568 6)00 Jóna Dóra Karlsdóttir Hvað kostar að selja mjólkurvörur? í Morgunblaðinu 15. september skrifar Finnur Árnason grein undir yfirskriftinni: „Nýjar áherslur í Bændahöllinni". Þar sakar Finnur Lands- samband kúabænda um breyttar áherslur og að landssambandið sé að reyna að gera Baug að tortryggilegu fyrirtæki. Þessi grein Finns kemur í kjölfar umfjöllunar á síðum Morgunblaðsins, þar sem Jón Ásgeir Jó- hannesson og Finnur Árnason hafa haldið því fram að álag- ning á mjólk dugi ekki fyrir kostnaði hjá Baugi. Ari Teitsson og Snorri Sigurðsson hafa haldið því fram, m.a. með vísan til upplýsinga frá Noregi, að núverandi álagning í verslunum Baugs hljóti að duga vel fyrir kostn- aði og vera viðunandi fyrir fyrirtæk- ið. Fyrst er að taka það fram að engar breytingar hafa verið gerðar varð- andi áherslur hjá Landssambandi kúabænda varðandi samstarf við þá aðila sem vinna úr og selja fram- leiðsluvörur íslenskra kúabænda. Einstaka mannabreytingar Lands- sambands kúabænda hafa þar engin áhrif og hefur landssambandið til að mynda stutt dyggilega við verslanir og afurðastöðvar á þessu ári, bæði við markaðssetningu nauta- og naut- gripakjöts. Landssambandið starfar einnig náið með íslenskum mjólkur- iðnaði við markaðssetningu mjólkur- afurða. Hinsvegar hljóta hagsmuna- samtök íslenskra kúabænda að bregðast við þegar forsvarsmenn stærstu verslunarkeðju landsins segja fyrirtækið tapa á því að selja þýðingarmestu afurðir kúabænda, mj ólkurvörumar. Áður hefur komið fram að lands- sambandið hefur ekki dregið í efa meðalkostnaðartölur varðandi sölu matvara hjá Baugi. Hinsvegar stend- ur óhögguð sú skoðun sem fram hef- ur komið að velta á hvem fermetra og launakostnaður verslunarinnar sem hlutfall af veltu skiptir máli þeg- ar reiknuð er álagningarþörf á ein- staka vömflokka. Einnig er eðlilegt að reikna með hliðaráhrifum af sölu vegna mikillar eftirspumar. Af þessu má ráða að kostnaður af sölu mjólk- urvara hlýtur að vera verulega lægri en meðalkostnaður Baugs og álagn- ingarþörf að sama skapi. Það hlýtur að vera hagsmunamál fyrir stórfyrirtæki eins og Baug að þekkja til hlítar raunkostnað ein- Snorri Sigurðsson Þórólfur Sveinsson Mjólk Af þessu má ráða, segja Snorri Sigurðsson og Þórólfur Sveinsson, að kostnaður af sölu mjólk- urvara hljóti að vera verulega lægri en með- alkostnaður Baugs og álagningarþörf að sama skapi. stakra vömflokka, s.s. mjólkurvara, og geta þannig metið álagningarþörf- ina út frá því, en ekki meðalkostnaði. Hagsmunir Baugs og íslenskra kúa- bænda fara að þessu leyti saman, enda alvarlegt mál fyrir framleiðend- ur ef stærsta verslunarkeðja lands- ins og þar með stærsti einstaki smá- söluaðili mjólkurvara tapar á sölunni. I grein Finns segir: „Staðreyndin er því sú að verslanir Baugs tapa á sölu drykkjarmjólkur." Smásölu- álagning á mjólkurvörur var gefin frjáls fyrir nokkmm ámm, en er í dag lítt breytt frá því sem hún var þegar hún var ákvörðuð af opinber- um aðilum. Nokkm áður en hún var gefin frjáls var hún hækkuð lítillega, en á þeim tíma var allt annars konar uppbygging smásöluverslana en er í dag. Það er því umhugsunarefni ef það er ekki arðbært að selja drykkj- armjólk í dag, þegar smásöluverslun- in er komin á færri hendur og vænt- anlega í hagkvæmari rekstrarein- ingar en áður var. Þórólfur er formaður Landssam- bands kúabænda. Snorri er fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.