Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 6^. Húsgögn og hönnun um helgina Tískuhúsgögn sýnd í Perlunni Ráðstefna um grunngögn í kortagerð LISA, samtök um landupplýsingar á Islandi, Félag landfræðinga og Is- lenska kortagerðarfélagið standa sameiginlega að ráðstefnu 21. sept- j ember um grunngögn, aðgengi og gæði gagna. á Grand Hótel, Reykja- j víkkl.13-16.40. Fyrir tveimur árum héldu sömu aðilar ráðstefnuna „Grunnur nýrrar aldar“, sem margir sóttu. Tilefni þessarar ráðstefnu er að staldra við og huga að því hvað hefur áunnist á tveimur árum og hvert stefnir. Agúst Gunnar Gylfason setur ráð- stefnuna og verða svo flutt erindin: Landskrá fasteigna: (Jón Vilberg Guðjónsson, Fasteignamati ríkis- ins:) IS50V (Eydís Líndal Finnboga- j dóttir, Landmælingum íslands) * Staða grunnkorta á íslandi: (Skúlí Víkingsson Orkustofnun) Afhending gagna: (Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, VST Verkfræðistofa). Þá kynna fyr- irtækin ísgraf, Samsýn og Snertill nýja tækni og hugbúnað. í lokin eru umræður sem Geir Þórólfsson stjórnar. Setning ráðstefnunnar: Agúst Gunnar Gylfason. Fundarstjóri er Arni Þór Vésteinsson Skráning á skrifstofu LÍSU, eða i tölvupóstfangi félagsins. Verð: kr. 4.000 fyrir félagsmenn, kr. 8.000 fyr- ir aðra, kr. 1.000 fyrir námsmenn ------------------------- Ráðstefna um upplýsingatækni og hjúkrun RÁÐSTEFNA um upplýsingatækni og hjúkrun verður haldin íimmtu- daginn 21. september kl. 12.45-17 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, á vegum hjúkrunarfræðideildar Háskóla Is- lands. Hjúkrunarfræðingar og ann- að starfsfólk heilbrigðisstofnana er velkomið. Aðgangur kr. 1.000. Skráning er á staðnum frá kl. 12 og ráðstefnugögn verða afhent um leið. Á ráðstefnunni verður fjallað um þær nýju samskiptaleiðir sem skap- ast hafa með Netinu, notkun þess í fjarkennslu, bæði til miðlunar upp- lýsinga fyrir hjúkrunarfræðinga og fræðslu til sjúklinga. Einnig verður fjallað um notkun tölvutækni í hjúkr- un, í rannsóknum, stjórn og skipu- lagi hennar, gagnasöfn, upplýsinga- kerfi og rafræna skráningu hjúkrunar, segir í fréttatilkynningu. -----------UH-------- Hraðnámskeið í spænsku NÝTT hraðnámskeið fyrir byrjend- ur í spænsku hefst hjá Endurmennt- unarstofnun HÍ þriðjudaginn 19. september. Dr. Salvador Ortiz-Car- boneres, ætlar á tveggja vikna nám- skeiði að beita óhefðbundnum að- ferðum í kennslu og byggja á söng, hljóðfæraslætti og ljóðalestri, að því er segir í fréttatilkynningu. Hann leggur mikla áherslu á talað mál og virka þátttöku nemenda. Námskeið- ið miðar ekki síst að því að búa fólk undir ferðalög til spænskumælandi landa. Þetta er í fjórða sinn sem Salvador kennir á námskeiði hjá Endurmenntunarstofnun. Hann er fastráðinn spænskukennari við Warwick-háskólann í Coventry í Englandi. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á nýrri vefsíðu Endurmenntunar- stofnunar og hjá stofnuninni sjálfri. ---------------------- Gönguferö titi- vistar á Reykjanesi ÚTIVIST efnir til gönguferðar á sunnudaginn 17. sept. kl. 10.30 á Eagradalsfjall sem er víðáttumikið fjall, vestast í Reykjanesfjallgarði. Ekið verður austur fyrir Grindavík og gengið um Nátthaga á fjallið. Þetta er áætluð um 6 klst. ganga sem endar með baði í Bláa lóninu. FJÓRTÁN íslensk húsgagna- og bólstrunarfyrirtæki munu um helg- ina sýna almenningi það nýjasta í framleiðslu og hönnun húsgagna á íslandi. Sýningin fer fram í Perlunni á laugardag og sunnudag frá klukk- an H-18. Á sýningunni mun málmsmiður sýna hvemig voldugt hjónarúm með himnasæng og heimabíói að verðmæti um 2 milljónir króna og ýmsum öðr- TRAJET, ný bifreið frá Hyundai, verður kynnt hjá B&L laugardaginn 16. september kl. 10-16. Trajet er ör- lítið styttri og aðeins hærri en venju- leg fólksbifreið af sedan-gerð og sam- einar kosti og eiginleika jafn ólíkra bifreiðategunda og langbaks, smærri flutningabíla og venjulegs fjölskyldu- bíls, segir í fréttatilkynningu. Bílnum er skipt i þrjár sætaraðir. Unnt er að fella saman eða fjarlægja með engri fyrh-höfn miðjuröðina og um nútímaþægindum hefur orðið til. Framleiðendur, fulltrúar verslana og bólstrarar veita upplýsingar. Vel á annan tug sýningargesta mun um helgina, hver um sig, ganga út með seðil upp á 25 þúsunda króna vöru- úttekt frá öllum húsgagnafyrirtækj- unum. Allir sem koma á sýninguna og taka þátt í verðlaunagetraun eiga möguleika, segir í fréttatilkynning- unni. öftustu sætaröðina, auk þess sem framsætunum tveimur má snúa í 180° þannig að þau snúa að aftari röðun- um. Hliðar og þak er búið sérstyrktum bitum. Framstuðari er jafnframt sér- styrktur, sem gerir að verkum að ekki sér á honum við minni háttar nudd, auk þess sem öryggisþættir á borð við líknarbelgi og ABS-hemla- læsingu teljast til staðalbúnaðar, seg- ir í tilkynningunni. Gengið á Hrafna- björg SUNNUDAGINN 17. september, efnir Ferðafélag íslands til tveggja gönguferða. Gengið verður frá Hof- mannaflöt, austan Armannsfells, á Hrafnabjörg og þaðan að Tintron. Þetta er áætluð 5-6 klst. ganga og hæðaraukning um 500 metrar. Brottför er frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10:30. Síðari ganga dagsins er með nokkuð öðru sniði því þá verð- ur farið með Hellarannsóknafélag- inu að skoða hella í Gjábakka- hrauni. Þátttakendur þar þurfa að hafa með sér ljós og gott getur ver- ið að hafa húfu eða hjálm á höfði. Brottför í þessa ferð er kl. 13:00. Næstu tvær helgar verða haust- ferðir í Þórsmörk á vegum félags- ins. í fyrri ferðinni er horft sérstak- lega til haustlitanna og á laugardagskvöldið verður grillað fyrir alla þátttakendur. í þeirri síð- ari, sem er um mánaðamótin, verð- ur mikil dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna en sú ferð er samstarfsverkefni Ferðafélagsins, Landgræðslu ríkisins og Skóg- ræktar ríkisins. Þar verður m.a. hugað að fræsöfnun, farið í leiki, gönguferðir og margt fleira, segir í fréttatilkynningu. ----------------- Fræðsla um endurvinnslu NÚ UM helgina hefst kynning og fræðsla um endurvinnslu á lífrænu sorpi og garðúrgangi í Garðheim- um, grænni verslunarmiðstöð í Mjódd. Gefin verða ráð um flokkun og endurvinnslu lífræns úrgangs úr eldhúsinu og garðinum, ræddir möguleikar sem henta hverjum og einum og sýndar ýmsar lausnir, segir í fréttatilkynningu frá Garð- heimum. Sérfræðingar fyrirtækisins geta miðlað af uppsafnaðari reynslu þar sem endurvinnsluvörur fyrir lífræn- an úrgang hafa verið í boði í fyrir- tækinu í ein sjö ár, segir ennfremur í tilkynningunni. Fyrirlestur um Vatna- jökul NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld, 19. sept. verður síðasti fyr- irlestur sumarsins á Jöklasýning- unni í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði, fluttur í máli og myndum. Þá talar Sverrir Schev- ing Thorsteinsson jarðfræðingur og nefnist fyrirlestur hans Vatna- jökull og jöklarannsóknir. Sverrir nam jarðfræði og dýra- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla í eitt ár og síðan jarðeðlis- fræði, jökla- og steinafræði við Háskólann í Stokkhólmi á árun- um 1950-55. Á þeim tíma og áfram um skeið stundaði hann jöklarannsóknir á Breiðamerkur- jökli og jöklum í Skandinavíu. Sverrir var einn af stofnendum Jöklarannsóknafélags Islands. Fyrirlestur Sverris verður nokk- urs konar annáll um ferðir hans og annarra á Vatnajökul fyrr og síðar, segir í fréttatilkynningu. Jöklasýningin er samstarfs- verkefni Hornafjarðar og Reykja- víkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 --------------- LEIÐRÉTT Lýðræði eða... PRENTVILLUPÚKINN fór á kreik í grein Aðalheiðar Jónsdóttur sem bar ofanskráðan titíl. Þar átti að standa: „Einn heiðursmaður úr stjómarliðinu greiddi atkvæði gegn samningunum, það var Eyjólfur Konráð Jónsson. Þar var maður, sem áreiðanlega lét samvisku og sannfæringu ráða, en ekki flokks- ræði.“ Röngmynd Röng mynd birtist með frétt af ferð landbúnaðamefndar Alþingis um Vesturiand í blaðinu í gær. í fréttinni sagði að nefndarmenn og samgönguráðherra hefðu gætt sér á pönnukökum, en myndin sýnir nefndina að kynna sér atvinnustarf- semi á Miðhrauni. Beðist er velvirðingar á þessu. Amerískir hvfldarstólar Verð frá: 39.900 m/ tauáklœði c I a r i o n Lane M<"»i'L'■ 11■ i■ 1 ■ 108 k’eyþj.ivíþ ?imi: 1500 • 1-.|\:53 4 5510 • ............... Við Btyöjum vlfl baklfl á þirl Á12 vikna námskeiði fera kraftakartar bumbuna upp á kassann og komast í form sem kemur konunni á óvart. Þrír fastir þrektímar í viku og frjáls aðgangur að öllum silfúrstöðvunum. Hressir karlar á öllum aldri taka vel á í þessum tímum. Lögð er áhersla á þrek- og styrktarþjálfun. Hópurinn er lokaður og býður upp á mikið aðhald og skemmtilegan anda. Veitt er fræðsla um þjálfún, mataræði og bætiefna- notkun. Boðið er upp á fitumælingu og myndatöku fyrir og eftir námskeið. Hin frábæra bók Ólafs G. Sæmunds- sonar, Lífeþróttur, er innifalin f námskeiðsgjaldi. Staður: Planet Gym 8o. Skráning í síma 588 1700 Kennari: Kjartan Hjálmarsson Kjartan Hjálmarsson JF*la n*?t JF* n Is: ICELAND Sýning á nýjum Hyundai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.