Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 65

Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 6^. Húsgögn og hönnun um helgina Tískuhúsgögn sýnd í Perlunni Ráðstefna um grunngögn í kortagerð LISA, samtök um landupplýsingar á Islandi, Félag landfræðinga og Is- lenska kortagerðarfélagið standa sameiginlega að ráðstefnu 21. sept- j ember um grunngögn, aðgengi og gæði gagna. á Grand Hótel, Reykja- j víkkl.13-16.40. Fyrir tveimur árum héldu sömu aðilar ráðstefnuna „Grunnur nýrrar aldar“, sem margir sóttu. Tilefni þessarar ráðstefnu er að staldra við og huga að því hvað hefur áunnist á tveimur árum og hvert stefnir. Agúst Gunnar Gylfason setur ráð- stefnuna og verða svo flutt erindin: Landskrá fasteigna: (Jón Vilberg Guðjónsson, Fasteignamati ríkis- ins:) IS50V (Eydís Líndal Finnboga- j dóttir, Landmælingum íslands) * Staða grunnkorta á íslandi: (Skúlí Víkingsson Orkustofnun) Afhending gagna: (Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, VST Verkfræðistofa). Þá kynna fyr- irtækin ísgraf, Samsýn og Snertill nýja tækni og hugbúnað. í lokin eru umræður sem Geir Þórólfsson stjórnar. Setning ráðstefnunnar: Agúst Gunnar Gylfason. Fundarstjóri er Arni Þór Vésteinsson Skráning á skrifstofu LÍSU, eða i tölvupóstfangi félagsins. Verð: kr. 4.000 fyrir félagsmenn, kr. 8.000 fyr- ir aðra, kr. 1.000 fyrir námsmenn ------------------------- Ráðstefna um upplýsingatækni og hjúkrun RÁÐSTEFNA um upplýsingatækni og hjúkrun verður haldin íimmtu- daginn 21. september kl. 12.45-17 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, á vegum hjúkrunarfræðideildar Háskóla Is- lands. Hjúkrunarfræðingar og ann- að starfsfólk heilbrigðisstofnana er velkomið. Aðgangur kr. 1.000. Skráning er á staðnum frá kl. 12 og ráðstefnugögn verða afhent um leið. Á ráðstefnunni verður fjallað um þær nýju samskiptaleiðir sem skap- ast hafa með Netinu, notkun þess í fjarkennslu, bæði til miðlunar upp- lýsinga fyrir hjúkrunarfræðinga og fræðslu til sjúklinga. Einnig verður fjallað um notkun tölvutækni í hjúkr- un, í rannsóknum, stjórn og skipu- lagi hennar, gagnasöfn, upplýsinga- kerfi og rafræna skráningu hjúkrunar, segir í fréttatilkynningu. -----------UH-------- Hraðnámskeið í spænsku NÝTT hraðnámskeið fyrir byrjend- ur í spænsku hefst hjá Endurmennt- unarstofnun HÍ þriðjudaginn 19. september. Dr. Salvador Ortiz-Car- boneres, ætlar á tveggja vikna nám- skeiði að beita óhefðbundnum að- ferðum í kennslu og byggja á söng, hljóðfæraslætti og ljóðalestri, að því er segir í fréttatilkynningu. Hann leggur mikla áherslu á talað mál og virka þátttöku nemenda. Námskeið- ið miðar ekki síst að því að búa fólk undir ferðalög til spænskumælandi landa. Þetta er í fjórða sinn sem Salvador kennir á námskeiði hjá Endurmenntunarstofnun. Hann er fastráðinn spænskukennari við Warwick-háskólann í Coventry í Englandi. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á nýrri vefsíðu Endurmenntunar- stofnunar og hjá stofnuninni sjálfri. ---------------------- Gönguferö titi- vistar á Reykjanesi ÚTIVIST efnir til gönguferðar á sunnudaginn 17. sept. kl. 10.30 á Eagradalsfjall sem er víðáttumikið fjall, vestast í Reykjanesfjallgarði. Ekið verður austur fyrir Grindavík og gengið um Nátthaga á fjallið. Þetta er áætluð um 6 klst. ganga sem endar með baði í Bláa lóninu. FJÓRTÁN íslensk húsgagna- og bólstrunarfyrirtæki munu um helg- ina sýna almenningi það nýjasta í framleiðslu og hönnun húsgagna á íslandi. Sýningin fer fram í Perlunni á laugardag og sunnudag frá klukk- an H-18. Á sýningunni mun málmsmiður sýna hvemig voldugt hjónarúm með himnasæng og heimabíói að verðmæti um 2 milljónir króna og ýmsum öðr- TRAJET, ný bifreið frá Hyundai, verður kynnt hjá B&L laugardaginn 16. september kl. 10-16. Trajet er ör- lítið styttri og aðeins hærri en venju- leg fólksbifreið af sedan-gerð og sam- einar kosti og eiginleika jafn ólíkra bifreiðategunda og langbaks, smærri flutningabíla og venjulegs fjölskyldu- bíls, segir í fréttatilkynningu. Bílnum er skipt i þrjár sætaraðir. Unnt er að fella saman eða fjarlægja með engri fyrh-höfn miðjuröðina og um nútímaþægindum hefur orðið til. Framleiðendur, fulltrúar verslana og bólstrarar veita upplýsingar. Vel á annan tug sýningargesta mun um helgina, hver um sig, ganga út með seðil upp á 25 þúsunda króna vöru- úttekt frá öllum húsgagnafyrirtækj- unum. Allir sem koma á sýninguna og taka þátt í verðlaunagetraun eiga möguleika, segir í fréttatilkynning- unni. öftustu sætaröðina, auk þess sem framsætunum tveimur má snúa í 180° þannig að þau snúa að aftari röðun- um. Hliðar og þak er búið sérstyrktum bitum. Framstuðari er jafnframt sér- styrktur, sem gerir að verkum að ekki sér á honum við minni háttar nudd, auk þess sem öryggisþættir á borð við líknarbelgi og ABS-hemla- læsingu teljast til staðalbúnaðar, seg- ir í tilkynningunni. Gengið á Hrafna- björg SUNNUDAGINN 17. september, efnir Ferðafélag íslands til tveggja gönguferða. Gengið verður frá Hof- mannaflöt, austan Armannsfells, á Hrafnabjörg og þaðan að Tintron. Þetta er áætluð 5-6 klst. ganga og hæðaraukning um 500 metrar. Brottför er frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10:30. Síðari ganga dagsins er með nokkuð öðru sniði því þá verð- ur farið með Hellarannsóknafélag- inu að skoða hella í Gjábakka- hrauni. Þátttakendur þar þurfa að hafa með sér ljós og gott getur ver- ið að hafa húfu eða hjálm á höfði. Brottför í þessa ferð er kl. 13:00. Næstu tvær helgar verða haust- ferðir í Þórsmörk á vegum félags- ins. í fyrri ferðinni er horft sérstak- lega til haustlitanna og á laugardagskvöldið verður grillað fyrir alla þátttakendur. í þeirri síð- ari, sem er um mánaðamótin, verð- ur mikil dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna en sú ferð er samstarfsverkefni Ferðafélagsins, Landgræðslu ríkisins og Skóg- ræktar ríkisins. Þar verður m.a. hugað að fræsöfnun, farið í leiki, gönguferðir og margt fleira, segir í fréttatilkynningu. ----------------- Fræðsla um endurvinnslu NÚ UM helgina hefst kynning og fræðsla um endurvinnslu á lífrænu sorpi og garðúrgangi í Garðheim- um, grænni verslunarmiðstöð í Mjódd. Gefin verða ráð um flokkun og endurvinnslu lífræns úrgangs úr eldhúsinu og garðinum, ræddir möguleikar sem henta hverjum og einum og sýndar ýmsar lausnir, segir í fréttatilkynningu frá Garð- heimum. Sérfræðingar fyrirtækisins geta miðlað af uppsafnaðari reynslu þar sem endurvinnsluvörur fyrir lífræn- an úrgang hafa verið í boði í fyrir- tækinu í ein sjö ár, segir ennfremur í tilkynningunni. Fyrirlestur um Vatna- jökul NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld, 19. sept. verður síðasti fyr- irlestur sumarsins á Jöklasýning- unni í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði, fluttur í máli og myndum. Þá talar Sverrir Schev- ing Thorsteinsson jarðfræðingur og nefnist fyrirlestur hans Vatna- jökull og jöklarannsóknir. Sverrir nam jarðfræði og dýra- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla í eitt ár og síðan jarðeðlis- fræði, jökla- og steinafræði við Háskólann í Stokkhólmi á árun- um 1950-55. Á þeim tíma og áfram um skeið stundaði hann jöklarannsóknir á Breiðamerkur- jökli og jöklum í Skandinavíu. Sverrir var einn af stofnendum Jöklarannsóknafélags Islands. Fyrirlestur Sverris verður nokk- urs konar annáll um ferðir hans og annarra á Vatnajökul fyrr og síðar, segir í fréttatilkynningu. Jöklasýningin er samstarfs- verkefni Hornafjarðar og Reykja- víkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 --------------- LEIÐRÉTT Lýðræði eða... PRENTVILLUPÚKINN fór á kreik í grein Aðalheiðar Jónsdóttur sem bar ofanskráðan titíl. Þar átti að standa: „Einn heiðursmaður úr stjómarliðinu greiddi atkvæði gegn samningunum, það var Eyjólfur Konráð Jónsson. Þar var maður, sem áreiðanlega lét samvisku og sannfæringu ráða, en ekki flokks- ræði.“ Röngmynd Röng mynd birtist með frétt af ferð landbúnaðamefndar Alþingis um Vesturiand í blaðinu í gær. í fréttinni sagði að nefndarmenn og samgönguráðherra hefðu gætt sér á pönnukökum, en myndin sýnir nefndina að kynna sér atvinnustarf- semi á Miðhrauni. Beðist er velvirðingar á þessu. Amerískir hvfldarstólar Verð frá: 39.900 m/ tauáklœði c I a r i o n Lane M<"»i'L'■ 11■ i■ 1 ■ 108 k’eyþj.ivíþ ?imi: 1500 • 1-.|\:53 4 5510 • ............... Við Btyöjum vlfl baklfl á þirl Á12 vikna námskeiði fera kraftakartar bumbuna upp á kassann og komast í form sem kemur konunni á óvart. Þrír fastir þrektímar í viku og frjáls aðgangur að öllum silfúrstöðvunum. Hressir karlar á öllum aldri taka vel á í þessum tímum. Lögð er áhersla á þrek- og styrktarþjálfun. Hópurinn er lokaður og býður upp á mikið aðhald og skemmtilegan anda. Veitt er fræðsla um þjálfún, mataræði og bætiefna- notkun. Boðið er upp á fitumælingu og myndatöku fyrir og eftir námskeið. Hin frábæra bók Ólafs G. Sæmunds- sonar, Lífeþróttur, er innifalin f námskeiðsgjaldi. Staður: Planet Gym 8o. Skráning í síma 588 1700 Kennari: Kjartan Hjálmarsson Kjartan Hjálmarsson JF*la n*?t JF* n Is: ICELAND Sýning á nýjum Hyundai

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.