Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 46

Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 <• .—.....-..-..... r Sviðsljós íþrótta- kvenna Bandaríkjamenn sendu fríðan flokk íþróttafólks, sem hefur venju samkvæmt verið hampað verulega affjölmiðlum undanfarið. Umfjöllun sumra þessara fjölmiðla, aðallega tímarita, hefurfarið verulega fyrir brjóstið á mórgum sem þykir Ijósið sem íþróttakonurnar eru þar sýndar í heldur undarlegt. Olympíuleikarnir í Sydney í Ástralíu eru hafnir með pomp og prakt. Hvort sem menn eru á því að ný öld hafi hafist 1. janúar síðastlið- inn eða að hún hefjist 1. janúar næstkomandi er ljóst að Ólympíu- leikamir í Sydney eru aldamóta- leikar. Áhuginn er gífurlegur. í Bandaríkjunum er til dæmis talað um að kosningabarátta for- setaframbjóðendanna skiptist í tvö tímabil; fyrir Ólympíuleikana og eftir. Enginn hafi áhuga á póli- tík meðan íþróttaveislan frá Sydn- ey er í boði. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen Og nú er búið að bjóða til veislunnar. Banda- ríkjamenn sendu fríðan flokk íþróttafólks til leiks, fólk sem hefur venju sam- kvæmt verið hampað verulega af þarlendum fjölmiðlum síðustu vik- ur og mánuði. Umfjöllun sumra þessara fjölmiðla, aðallega tíma- rita, hefur farið verulega fyrir bijóstið á mörgum sem þykir ljós- ið sem íþróttakonumar era þar sýndar í heldur undarlegt. Kvenkyns keppendur á Ólymp- íuleikunum í Sydney era fleiri en nokkra sinni fyrr eða 42% af kepp- endum. Að auki era íþróttagrein- arnar sem þær keppa í fleiri en áð- ur. Meðal nýrra greina sem konum er nú leyft að spreyta sig á má nefna stangarstökk, kraftlyft- ingar, sundknattleik, sjálfsvarnar- listina tæ-kvon-do og þríþraut. I bandaríska ólympíuliðinu era fjölmargar konur sem líklegar þykja til þess að ná góðum árangri fyrir land sitt og í raun era banda- rísku konumar í heild taldar lík- legri til stórafreka en karlamir. Iþróttafólk er almennt metið eftir því hvað líkamar þeirra geta gert, ekki hvemig þau líta út. Af- rekin fleyta þeim á toppinn, ekki útlitið. Með umfjöllun sinni um bandaríska keppendur á Ólympíu- leikunum í Sydney hafa nokkur svokölluð glanstímarit í Banda- ríkjunum hins vegar unnið hörð- um höndum að því að breyta íþróttakeppninni í enn eina feg- urðarkeppnina. En bara íþrótta- keppni kvenna, vel að merkja. Hver afrekskonan á fætur annarri birtist fáklædd á forsíðum þessara blaða, sumar jafnvel naktar með aðeins boltann, hlaupaskóna eða kúluna fyrir sumum líkams- hlutum. Magn og tíðni umfjöllunar þessara tímarita er gjaman í réttu hlutfalli við það hve vel viðkom- andi íþróttakona fellur að viður- kenndri fegurðarímynd, fremur en unnin afrek á íþróttavellinum. Konur, jafnt sem karlar, þurfa að greiða framúrskarandi árangur í íþróttum með táram, blóði og svita. Það vita allir. Hins vegar er það svo að íþróttaafrekum kvenna fylgir ekki alltaf sú frægð og frami sem er sjálfsagður fylgifiskur íþróttaafreka karlanna. Það virð- ist þurfa meira til. Meðal þeirra sem fá nú í fyrsta skipti að keppa í íþrótt sinni á Ólympíuleikum er Staey Dragila, núverandi heims- methafi í stangarstökki. Fyrir heimsmetið, sem hún setti síðasta sumar, fékk hún tæpar 2,5 milljón- ir króna, helming þess sem kolleg- ar hennar af hinu kyninu fá fyrir samsvarandi afrek. En Dragila var reyndar önnur leið fær til fjár- öflunar og fjölmiðlaumfjöllunar. Utgefendur dagatals með kyn- þokkafullum myndum fengu á henni augastað í kjölfar heims- metsins, töldu útlit hennar verð- ugt heiðursins og buðu henni að sitja fyrir á myndum ásamt öðram vel völdum afrekskonum í fijáls- um íþróttum. Tennisstjaman Anna Koumi- kova er annað gott dæmi um þann veraleika sem bandarískar íþróttakonur búa við. Ljóshærð og íturvaxin aflar Koumikova mun meiri auglýsingatekna og styrkja en kollegar hennar og keppinautar Martina Hingis og Monica Seles. Þær tvær síðarnefndu era þó margfaldir sigurvegarar á stóra tennismótunum, en Kournikova er þar enn án sigurs. Reyndar virðist hún eiga langt í land með að ógna þeim bestu, en samt virðist hún hafa það sem þarf til að verða stjarna. Hún er ekki fremst í íþróttinni, en hún myndast vel og hikar ekki við að kasta tennisfót- unum fyrir kynþokkafyllri klæðn- að. Það dugar henni til að hafa helmingi hærri auglýsingatekjur en Seles, sem hefur 43 sigra á stórmótum að baki. Konur sækja sífellt á í íþróttum og hasla sér völl í greinum sem áð- ur vora eingöngu taldar „karla- greinar". Fyrmefndri Stacy Drag- ila var tíl dæmis sagt að konur gætu ekki stundað stangarstökk, því þær væru ekki nógu sterkar. Sú kenning hefur verið afsönnuð fyrir löngu og meðal þeirra sem nýttu sér það að ráðamenn Ól- ympíuleikanna sáu Ijósið era Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elís- dóttir sem munu keppa í Sydney fyrir hönd Islands í stangarstökki. Það er hins vegar óþolandi að konum sé enn talin trú um að það sé ekki kvenlegt - og þarmeð ekki eftirsóknarlegt í sjálfu sér - að stunda íþróttir. Aðrir eiginleikar þurfa líka að koma til, segja skila- boðin sem glanstímaritin senda frá sér. Þau eru tilbúin að hampa afrekskonunum ef þær falla að viðurkenndum fegurðar- mælikvörðum, era tilbúnar til þess að kasta íþróttagallanum og vefja sig blúndum, eða helst alls ekki neinu. Þá fyrst geti þær orðið stjömur. UMRÆÐAN Heggur sá er hlifa skyldi í Morgunblaðinu miðvikudaginn 13. september sl. ritar framkvæmdastj óri World Class (WC) op- ið bréf til starfsmanna Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri (FSA). í bréfinu hefur bréf- ritari slík endaskipti á samskiptum sínum við undirritaðan að undr- un sætir. Eins og Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, fram- kvæmdastjóri WC, gerir grein fyrir í bréfi sínu óskaði FSA eftir tilboðum frá heilsuræktarstöðvum á Akureyri í líkams- og heilsurækt fyrir starfs- menn sína. Óskað var eftir þvi að fyrirtækin veittu starfsmönnum afslátt gegn eingreiðslu frá FSA í upphafi samnings. Auk þess var boðið upp á að kanna grundvöll að samstarfi aðila um mælingar og prófanir í tengslum við heilsurækt- ina fyrir starfsmennina og aðra viðskiptamenn þeirrar stöðvar sem samið yrði við. Að útboði gengnu var að sjálfsögðu gengið útfrá því að það væri val hvers og eins starfsmanns hvort hann nýtti sér tilboðið eða ekki. Ásta Hrönn rekur réttilega í bréfi sín helstu þætti þeirra upp- lýsinga sem óskað var eftir í út- boðsgögnunum og í samtali við undirritaðan áður en niðurstaða lá fyrir, þakkaði hún sérstaklega fyr- ir vel unnin gögn sem hefðu orðið til þess að hún tók sér tíma til þess að setja niður á blað „hvað ég er að gera, hvaða og hverskonar þjónustu ég er að veita“, eins og hún orðaði það svo ágætlega. I útboðsgögnunum var tekið fram að „auk þess að meta tilboð út frá þeim afslætti sem veittur er, þ.e. lægsta heildarverði á hverjum þjónustulið (ráðandi þáttur), er áskilinn réttur til þess að láta þjónustuframboð og gæði ráða niðurstöðu matsins að hluta.“ Skýrt var því tekið fram að það væri verðið sem réði mestu um niðurstöðuna en að heimilt væri einnig að líta til annarra þátta. Eftir að niðurstaða útboðsins lá fyrir kom framkvæmdastj óri WC að máli við undir- ritaðan og var mjög ósáttur við að FSA ætlaði að leita samn- inga við Vaxtarrækt- ina - Fimi sem átti lægsta tilboðið. Taldi hún að matið á tilboðunum væri rangt þar sem augljóst væri að fyrirtæki hennar væri með „bestu þjónustuna, bestu tækin og bestu starfsmennina" auk þess sem starfsemi Vaxtar- ræktarinnar væri niðurgreidd af Akureyrarbæ með því að þeir borguðu svo lága húsaleigu. Ég benti henni á að við matið á tilboð- unum hefði fyrst og fremst verið litið til verðsins enda skýrt tekið fram að það væri „ráðandi þáttur". Um þá skoðun hennar að starfsemi Vaxtarræktarinnar væri niður- greidd af Akureyrarbæ sagði ég henni að FSA gæti ekki gerst dómari í þeirri sök, til þess væru aðrir bærri. Þá lýsti framkvæmdastjóri WC því yfir að FSA gæti ekki verið þekkt fyrir að semja við Vaxtar- ræktina, „tækin hjá þeim væru meira og minna ónýt, heimasmíðað drasl auk þess sem öll aðstaða þar væri vægast sagt ófullnægjandi". Taldi ég að þessi gagnrýni gæti tæplega staðist þótt ég viður- kenndi fúslega að ég væri ekki sérfræðingur í því að meta gæði tækjanna. Ég benti henni á að samkvæmt þeim gögnum sem send voru inn yrði ekki annað séð en allar stöðvarnar uppfylltu þær Heilsurækt Það þykir ekki góð lat- ína að markaðssetja sig með því að ata keppi- nautinn auri, segir Bald- ur Dýrfjörð, hvað þá viðskiptavini hans. grannkröfur sem gera þyrfti og að við hefðum lagt gögnin til grund- vallar matinu, þar hefðu allir notið sama trausts. Þá sagði ég henni að mér þætti ólíklegt að stöðin nyti þeirra vinsælda sem hún virðist njóta ef ástandið væri eins og hún lýsti, en m.a. lægi fyrir að fjöl- margir íþróttamenn (þ.m.t. vaxtar- ræktar- og þolfimifólk) stunduðu þar æfingar. Þá gerði ég Ástu Hrönn grein fyrir því að við hefð- um litið til þjónustuþátta og þá m.a. þess að Vaxtarræktin byði upp á lokaða kvennatíma og að það gæti hentað starfsmönnum okkar vel, ekki síst þar sem 85% þeirra væru konur og að rámlega 50% af þeim væra á aldrinum 40-60 ára. Enn vék framkvæmdastjórinn talinu að óréttmætri samkeppnis- stöðu og flaggaði nú leigusamningi Vaxtarræktarinnar og bæjarins og spurði hvort ég hefði gert samn- inginn. Ég taldi ekki ólíklegt að ég hefði komið að uppsetningu samn- ingsins sem starfandi lögmaður hjá Akureyrarbæ á þeim tíma þó að ég myndi það nú ekki nákvæm- lega, hvað þá efnisatriði einstakra samninga. Að öðru leyti sagði ég Ástu að þennan slag gæti hún eðli málsins samkvæmt ekki tekið við FSA og órökrétt væri að per- sónugera þetta mál við mig þar sem ákvörðun um leiguna á sínum tíma lægi að sjálfsögðu hjá Iþrótta- og tómstundaráði. Baldur Dýrfjörð Bann við neyslu ávaxtasafa í skólum, ný manneldisstefna? Tannverndarráð ís- lands og Manneldisráð hafa sent skólastjór- um bréf þar sem óskað er eftir því að einungis verði boðið upp á létt- mjólk og vatn í skól- um. í ljósi þess langar mig að koma eftirfar- andi á framfæri. Hvatningu um aukna vatnsdrykkju ber að þakka, en það er of langt gengið ef hætta á að selja ávaxtasafa í skólum og jafnvel banna neyslu hans, eins og mun gerast 20. september næstkom- andi í skóla einum í Reykjavík. Tannheilsa mikilvægari en almenn lieilsa Ekki ætti að taka safa úr matar- æði barna vegna þeirrar staðhæf- ingar að safi skemmi tennur. Holl- usta safa vegur upp á móti öllum hugsanlegum tannskemmdum. Safi inniheldur frá náttúrunnar hendi ávaxtasykur, en engan viðbættan sykur. Venjulegur sykur skemmir tennur meira en ávaxtasykur í safa eða mjólkursykur í mjólk. Öll mat- væli sem eru súr geta eytt tönnum fái súrinn að liggja á tönnunum. Því er nauðsynlegt að vera ekki með súr matvæli eins og ávexti og ávaxtasafa í munn- inum allan daginn, heldur borða vel á matmálstímum og hreinsa munninn á eft- ir. í stað þess að setja boð og bönn um holla drykki eins og safa í skólum hefði verið nær að manneldisráð og tannverndarráð hefðu beint þeim til- mælum til skóla að börn drykkju vatn eftir máltíðir og þeim væri jafnvel boðið upp á að bursta tennur sínar, sem og að fræðsla um gildi fjölbreytts fæðis yrði efld. Hollusta ávaxta- og grænmetissafa Hreinir ávaxta- og grænmetis- safar eru afurðir pressaðar úr grænmeti og ávöxtum, drykkir full- ir af bætiefnum, trefjum og efnum sem talin eru verja okkur fyrir sjúkdómum eins og krabbameini og Ávaxtadrykkir Ef safi verður fjarlægð- ur úr skólum er hættan sú, segir Ólöf Hafsteins- dóttir, að mataræði ís- lenskra skólabarna verði rýrara að bæti- efnum. hjarta- og æðasjúkdómum. Kannanir manneldisráðs hafa leitt í ljós að Islendingar neyta al- mennt ríflega af mjólkurvörum, kjöti og físki, en neysla á grænmeti og ávöxtum er mun minni en æski- legt getur talist (Rit manneldisráðs 1994, Manneldismarkmið fyrir Is- lendinga). Börn eru mörg hver illa fáanleg til að taka með sér græn- meti og ávexti í skólann þar sem þau ráða ekki alltaf við að flysja eða að þeim finnst hrámetið ekki nógu girnilegt í nestisboxinu. Því er safi þægileg og handhæg lausn, bæði fyrir nemendur og kennara. Viss hluti nemenda þolir ekki mjólk Ólöf Hafsteinsddttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.