Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 75
Æ
Morgunblaðið/Gi'ant Gee
Thom York - söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari.
Morgunblaðið/Grant Gee
Ed O’Brian - gítarleikari.
um forðast þetta þá finnst okkur eðli-
legt að gera það. Hver hefur svo sem
raunverulegan áhuga á þessu?“
Mér hefur nú alltaf fundist mynd-
böndin ykkar vera stór hluti af
imyndinni og því mikill hluti af
hljómsveitinni. Þau skapa annan val-
kost fyrir ykkur til þess að tappa af
sköpunargleðinni.
„Myndböndin urðu betri og betri
því minna sem við komum fram í
þeim. Því minna sem við þurftum að
sýna á okkur andlitin eða spila á
hljóðfærin okkar. Paranoid Android
myndbandið var tilfelli þar sem leik-
stjórinn var búinn að vera hlusta á
lagið fram og tilbaka og fékk svo
hugmynd að sögu. Það er allt annað
en að keppast við það að láta sig líta
vel út eða reyna skapa einhverja
falska ímynd um það hvernig lífi þú
eigir að lifa sem rokkstjarna. Þetta
eru bara auglýsingar sem ljúga og
það er í rauninni ekkert listrænt við
þau. Það er líka annað við þau sem
ónáðar mig. Þegar BMW gerir
auglýsingar eyða þeir milljónum í 20
sekúndna myndbrot en hljómsveitir
fá aldrei neinn verulegan fjárhag og
þeirra auglýsingar eru kannski fimm
mínútna langar. Og síðan er tónlistin
kannski leiðinleg líka.“
Er það ástæðan fyrir því að þið er-
uð a<5 gera nokkra sek-
úndna klippur með sýnis-
hornum úrlögunum?
„Að hluta tíl, já. Thom
(YorkJ gerði þær ásamt
Stanley Donald, gömlum
skólafélaga sínum. Þeir
eru aðallega að gera
hreyfimyndir úr málverk-
um eftir þá og það gengur
víst bara upp í um 15-20 sekúndur.
Okkur finnst mun meira skapandi að
gera þetta en að mæta á einhvern
tökustað þar sem þú neyðist til þess
að láta farða þig. Það er bara fáran-
legt og ég er viss um að þér fyndist
það líka. Þessar klippur eru í raun út-
víkkun á plötuumslaginu. Það er í
rauninni það sem við erum að gera.“
Eruð þið að reyna að vera meira
w’ð stjórnvölinn en áður?
„Já, ætli það ekki. Ég held að það
tengist svo því að vilja ekki þurfa að
sjá eftir neinu seinna. Ef við lendum í
því að finnast eitthvað sem við höfum
gert vandræðalegt fimm árum
seinna, eða þess vegna viku seinna,
vitandi að við vorum við stjórnvölinn
þá er það engin spuming um hverj-
um það var að kenna..“
Heldur þú að það sé mögulegt að
breyta markaðslögmálunum?
„Ég veit það ekki. Ég held að hefð-
irnar séu mjög sterkar innan tónlist-
armarkaðsins. Það er mjög íhalds-
amt að vera í hljómsveit. Við tókum
upp lag með Humphrey Lyttelton,
djasstónlistarmanni á níræðisaldri,
og hann var að lýsa því fyrir okkur
hvernig það var að vera á tónleika-
ferðalagi á fimmta áratugnum. Þá fór
spilamennskan eins og í dag aðallega
fram á klúbbum. Og við áttuðum okk-
ur á því að þetta hefur verið í gangi í
rúm 50 ár. Fimmtíu ár af viðtölum og
ljósmyndatökum. Þannig að við erum
ekki að reyna að hreyfa við neinu.
Þetta er allt of fast í skorðunum og
allt of hefðbundið. Maður gerir bara
nokkrar góðar plötur og lætur þar
við sitja.“
Önnur plata fljótlega?
Þið tókuð upp fyrir þessa plötu allt
uppí40 lög er það ekki?
„Jú, en við kláruðum ekki nema
svona 25 - 30 af þeim.“
Sem eru þá alvegfull-
kláruð og tilbúin til út-
gáfu?
„Já.“
Ég tók einmitt eftir
því á tónleikunum að þið
voruð að taka 2 eða 3 ný
lög sem eru ekki á Kid
A
„Við veltum því fyrir
okkur hvort við ættum að gefa út
tvöfalda plötu. En það er svo margar
sveitir sem komast á þriðju eða
fjórðu plötu sem fer að finnast sem
þær séu sérstakar og að tónlist
þeirra sé það listræn að hún verði að
fylla tvöfalda plötu. Og þær trúa því
virkilega að það verði ekki leiðigj-
arnt. A löngum plötum beinir þú at-
hygli þinni á eitt og eitt lag en ef þú
gefur bara út tíu laga plötu þá er ekki
hægt að hunsa lagið í miðjunni, jafn-
vel þó að ekki sé sungið í því. Þegar
hljómsveitir gefa út fleiri en 20 lög í
„Við vorum
mjög hrifnir af
hversu ójarð-
bundin
tónlist Sigur
Rósar er.“
Morgunblaðið/Grant Gee
Colin Greenwood - stóri bróðir Jonny’s spilar á bassa.
Morgunblaðið/Grant Gee
Jonny Greenwood - ef það heyrist í því, þá spiiar hann á það.
einu þá fær hlustandinn það á tilfinn-
inguna að mörg laganna séu bara
uppfyllingarlög þannig að hann miss-
ir í rauninni af þeim. Hann neyðist
ekki til þess að rannsaka hvert lag
fyrir sig.“
Er það þá satt að þið ættíð að gefa
út aðra snemma á næsta ári?
„Fólk er alltaf að halda því fram,
en við höfum ekki ákveðið hvaða lög
ættu að vera á henni, hve löng hún
ætti að vera eða hvenær hún ætti að
koma út. Svo það er í rauninni ekki
satt. Við erum þó með fullt af lögum
sem okkur langar til að gefa út ein-
hvernveginn, svo mikið er satt.“
Eru þessi óútgefnu lög eitthvað
minna tilraunakennd en þau sem eru
á KidA?
„Vonandi erum við bara að nota
þau hljóðfæri sem virka best hverju
sinni í stað þess að hunsa einhver
hljóðfæri bara af því þau eru hefð-
bundin. Það er t.d. eitt lag á nýju
plötunni sem heitir How To Dis-
appear Completely þar sem okkur
vantaði hljóðfæri til þess að spila
hljómagang. Við prófuðum fullt af
hljómborðum en enduðum á því að
nota gítar. Við áttuðum okkur á því
hve gítarinn er gott verkfæri til þess
að koma hrynjanda og hljómagangi
til skila þannig að við notuðum hann
bara og hugsuðum ekkert meira út í
það. Það hefði verið afar auðvelt fyrir
okkur þar að falla í þá gildru að neita
að nota gítarinn með þeim einu rök-
um að notast frekar við frumlegra
hljóðfæri. Maður verður bara að átta
sig á því hvaða hlutir virka best við
hvað. Það er eins með tölvur, sam-
plera eða orgel."
Það sem á best
við hverju sinni
Þú notast við eitthvert undratæki
sem kallast Caos-pedal, er það ekki?
Ég sá að þú spilaðir á það með því að
renna fíngri eftir fletinum á því.
„ Jú, það er bara eitthvert tæki sem
ég nota á tónleikum til þess að reyna
að herma eftir þeim hljóðum sem við
framkölluðum í hljóðverinu með öðr-
um tækjum. Maður notast bara við
það sem reynist best hveiju sinni.“
Lítur þú þá frekar á þig sem
„hljóðfæraleikara“ Radiohead en
„gítarleikara“, aðþú spilir bara á þau
hljóðfæri sem þarf að spila á hverju
sinni?
„Já, það er satt, en það gefur þó í
skyn að ég spili vel á þau sem ég geri
ekki. Ég fylgi bara þeirri hvöt sem
myndast við að hafa fúllt af hljóðfær-
um í kringum sig. Maður nálgast
bara hvert og eitt þeirra í þeim til-
gangi að reyna að ná hljóði úr því og
gítarinn er einungis eitt af þessum
hljóðfærum. Mér finnst mjög gaman
að spila á klukkuspilið á tónleikum.
Það er svo indælt hljóðfæri, það
syngur svo vel og það er afar andleg
upplifun að spila á það.“
Eru hinir meðlimimir jafn dugleg-
ir við að flakka á milli hljóðfæra og s
þú eða er þetta sérstaða þín innan '
hljómsveitarinnar?
„Þegar við erum að taka upp og við
teljum að lagið sé fullunnið, þá er það
fullunnið. Það skiptir ekki öllu máli
hvort allir meðlimimir hafi spilað á
því eða ekki. Það er ekki nauðsynlegt
að allir „geri það sem þeir eigi að
gera“. Ef það sem flæðir út úr hátöl-
urunum er flott þá er það fullnægj-
andi. Fyrsta lagið á plötunni, Everyt-
hing in iís right place, er bara Thom
og forritaður hljómborðsleikur og
það virkar."
Ójarðbundin Signr Rós
Segðu okkur frá því af hverju þið
völduð Sigur Rós til þess að hita upp w
fyrirykkur.
„Við vorum bara virkilega hrifnir
af plötunni og þeirri tilfinningu sem
hún býr yfir. Við vorum mjög hrifnir
af hversu ójarðbundin tónlist þeirra
er. Mér líður eins og ég sé gegnheill
þegar ég hlusta á hana, sem er mjög
indælt. Jónsi hefur líka sérstaklega
áhugaverðar skoðanir á tónlist og
hvaða áhrif hún getur haft á mann.
Mjög ástríðufullar og athyglisverðar
skoðanir."
Fiimst þér tónlist þeirra eitthvað
svipa tiiykkar?
„Nei, þeir eru frekar eins og mun
betri útgáfa af hljómsveitum sem ég
hlustaði á þegar ég var í háskólanum.
Hljómsveitir eins og Slowdive, nema,
eins og ég sagði, mun betri. Mun
betri söngur með mun fallegri meló-
díum. Auk þess sem það eru afbragðs
strengjaútsetningar á plötunni. Mig
dauðlangar til þess að sjá þá spila á
tónleikum með strengjakvartett."
Hvað hefur þú náð að sjá marga af
þessum femum tónleikum sem þeir
hafanú leikið á meðykkur?
„Ég hef séð þrenna af tónleikun-
um. Eg hef samt alltaf misst af fyrstu
10 mínútunum þeirra, en það ætti
bara að vera rétt rúmlega eitt lag eða
svo.“
Thom York söng nýlega dúett með
Björk, hefur þú heyrt það?
„Já, ég hef heyrt það einu sinni í
útvarpinu."
Og hvemig fannst þér?
„Ég veit það ekki alveg. Ég þyrfti
að fá að heyra það aftur. Eg er vana-
lega ekkert það hrifinn af sinfóníuút-
setningum. Þetta er náttúrulega
kvikmyndatónlist. Ég væri alveg til í
að komast í þessi hljóðfæri en ég ef-
ast um að ég myndi nota þau á þenn-
an hátt svo ég er í rauninni ekki dóm-
bær.“
Að lokum kemur þessi týpíska
spurning. Á ekkert að fara að koma
úl íslands að spila?
„Við vorum einhverntímann beðn-
ir um að spila á íslandi ásamt Björk, < •
fyrir löngu síðan. Ég bara veit það
ekki. Við erum í rauninni hættir að
taka langtíma ákvarðanir. Eftir að
við klárum þessa tónleikaferð í næsta
mánuði er ekkert á dagskránni og við
höfum ekkert á prjónunum. Þá ætl-
um við bara að gefa okkur tíma til
þess að hugsa okkur um í smástund,
hvað við viljum gera næst. Vanalega
höfum við haft það stranga tímaáætl-
un að við höfum vitað upp á dag hvað
við verðum að gera eftir eitt ár. En
við ákváðum að hætta að skipuleggja
hlutina til langs tíma.“
Erþetta tilraun til þess að fá meiri
ánægju úr því sem þið emð að gera ?
„Já, en bara út af því að það þýðir
að við munum spila meira, semja
meira og taka upp meira. Við höfum
mest gaman af því. Það er ekki það
að við séum að reyna aðnjóta frítím-
ans betur til þess að slaka almenni-
lega á. Því það sem við gerum er í
rauninni ekki vinna.“