Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri um gagnrýni ráðherra ? Skil ekki að upp- w -g~2ooo 0 — , A-HA, ertu kannski búin að svindla oftar en ég ???? Tvær orðabækur í einni í fyrsta sinn á íslandi er komin út ensk-íslensk/íslensk-ensk veltiorðabók. Bókin er tvískipt í kilju og er henni velt við til aö sko&a hvorn hluta fyrir sig þannig a& hún er afar handhæg í notkun. Hún er einnig með hraðvirku uppflettikerfi og inniheldur 72.000 uppflettior& þannig a& au&velt er a& finna þa& sem leita& er a&. Kynningarverb: 5800 kr. O Neitun um afhendingu vinnugagna Vegagerðin vísar til upplýs- ingalaga AÐ sögn Jóns Rögnvaldssonar að- stoðarvegamálastjóra var útboðið á ferjusiglingum meðhöndlað eins og hver önnur útboð á vegum stofnunarinnar. Venjan til áratuga sé sú að láta aðeins niðurstöðutöl- ur áætlana og tilboða frá sér en vinnugögn ekki í neinum útboðum. Eins og fram hefur komið í blað- inu hefur Vegagerðin neitað Herj- ólfi hf. um gögn sem sýna út- reikninga Vegagerðarinnar í kostnaðaráætluninni sem var langt undir tilboði Herjólfs eða sem munaði 105 milljónum króna. „Okkar lögfræðingar hafa sagt að samkvæmt upplýsingalögum sé þetta kórrétt, að ekki sé skylt að afhenda vinnugögn heldur einung- is niðurstöðurnar sem eru opinber- ar. Þetta er almenna reglan. Ann- ars munum við ráðfæra okkur við samgönguráðuneytið um hvort það sé sammála okkar túlkun,“ segir Jón. Jón segir tilboðin og skilmálana aðalatriðið í málinu, ekki áætlun- ina. í skilmálum sé t.d. öll þjón- usta Herjólfs skilgreind mjög vel. Þjónustan sé ekki minni en sú sem hafi verið veitt. ....... Kápur ORÐABÓKAÚTGÁFAN MEÐGÖNGUFATNAÐUR meðgöngubelti - brjóstahöld Þumalína, Pósthússtræti 13 HÁRLOS Það er óþarfi - fáðu hjálp Þumalína, Pósthússtræti 13 ÍT\LL Neðst á Skólavörðustíg Vetrarstarf Reykjavíkurprófastsdæma Blómlegt kirjustarf Vigfús Þór Árnason VETRARSTARF allra safnaða í Reykjavíkurpróf- astsdæmum er að hefjast sem og allt vetrarstarf í söfnuðum landsins. Séra Vigíús Þór Ámason er í kynningamefnd á vegum Reykj avíkurprófastdæma. Hann var spm-ður hvort áherslur í starfinu með nýju móti að þessu sinni? „Safnaðarstarf í kirkjum landsins hefur tekið mikl- um breytingum, ekki síst á sl. tíu ámm, þar sem starfið fer nú fram alla virka daga vikunnar. Eins og ávallt áð- ur er guðsþjónusta sunnu- dagsins ávallt í brennidepli, bæði almennar guðsþjón- ustur og bamaguðsþjón- ustur. En þar fyrir utan má nefna mjög marga þætti sem kalla fólk til safnaðarstarfs.“ - Hvaða þættireru það? „Það má nefna eins og foreldra- morgna sem áður hétu mömmu- morgnar. Nú hlýtur það nafn að breytast með breyttum reglum um fæðingarorlof körlum til handa. A slíkum stundum er boðið upp á skemmtilegt samfélag, fyrirlestra og helgihald. Þá má nefna að í flestum kirkjum borgarinnar em kyrrðarstundir og fyrirbæna- stundir. Hefst stundin á að gengið er til altaris og síðan víða boðið upp á súpu og brauð.“ - Hvað með bama- og unglinga- starf? „Það er mjög fjölþætt. Æsku- lýðsfélög em mörg í hverri kirkju og aldursbundin. Víða er t.d. boðið upp á starf sem nefnist kirkjukrakkar. Það er aðallega ætlað bömum frá 7 til 9 ára. Sér- stök æskulýðsfélög em fyrir ungl- inga í 8 til 10 bekk. KFUM & K er með æskulýðsstarf fyrir stúlkur og drengi frá 9 til 12 ára.“ - Hvað með starf fyrir eldri borgara? „Eldri borgarar hittast vikulega í flestum kirkjum Reykjavíkur- prófastsdæma. Þar er föndrað, málað, spilað og boðið upp á helgi- stundir. Sums staðar er jafnvel boðið upp á leikfimi fyrir eldri borgarana. Samveran hefst hveiju sinni með helgistund sem prestar og djáknar annast. Hauststarfið hjá eldri borguram í Grafarvogs- sókn hefst t.d. í þetta sinn með ferð um Suðurland. Þess má geta að einnig em víða helgistundir á elli- og hjúkmnarheimilinum." - Eru kveníelög enn mikilvægur þáttur í kirkjustaríi? „Starf kvenfélaganna er ómet- anlegt í öllu kirkjustarfinu. Sums staðar hefur þeim verið breytt í svonefnd safnaðarfélög þar sem báðum kynjum er boðin þátttaka í takt við tímann." - Er sálusorgun mikill þáttur? „Þar ber fyrst að nefna að allt starf prestsins á hverjum degi tengist á einhvem hátt sálusorgun. Viðtöl presta við fólk í sorg eða vegna heimiliserfiðleika era fjöl- mörg á hverjum degi. Boðið er upp á sorgarhópa og nám- skeiðið í að búa einn/ ein. Stai-f prestsins er oft líkt við ísjakann, 1/9 sést, 9/10 sést ekki. Við- tölin era orðin það um- fangsmikill liður í starfi presta að það tekur stundum nokkum tíma að komast að með viðtal. Þessum málaflokki tengist starf fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar þar sem fjölskyldumál eru til meðhöndlunar af sérfræðingum á því sviði.“ -Er mikið um að fólk leiti til presta t.d. til þess að reyna að bjarga hjónaböndum ? ► Vigfús Þór Árnason fæddist 6. apríl 1946. Hann lauk stúdents- prófi og kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands 1969 og 1970. Guðfræðiprófi lauk hann frá Há- skóla íslands 1975. Að loknu guð- fræðiprófi stundaði Vigfús fram- haldsnám í trúfræði og siðfræði við háskólann í Munchen. Hann vígðist til Siglufjaröarpresta- kalls 1976. Því prestakalli gegndi hann til 1989. Eitt ár var hann við framhaldsnám við Berkeley í sálusorgun, predikunarfræði og trúfræði. Árið 1989 varð hann prestur í nýstofnuðu Grafar- vogsprestakalli sem hann gegnir enn. Hann hefur setið í sfjóm Prestafélags Islands og var for- maður þess félags um skeið. Vig- fús er kvæntur Eh'nu Pálsdóttur deildarstjóra í félagsmálaráðun- eytinu og eiga þau þrjú börn. „Já mjög mörg hjón leita til prestanna til að fá aðstoð við að byggja upp hjónaband sem stend- ur höllum fæti. Oft tekst að breyta stöðunni og eiga þá prestar og við- komandi hjón gjarnan góða sam- vinnu við fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hjónanámskeið era haldin á vegum kirkjunnar og einnig era svokallaðaðar lúthersk- ar hjónahelgar haldnar sem tengj- ast mjög störfum kirkjunnar.“ - Hvað með fólk sem á í erfíð- leikum vegna áfengisneyslu og annarra vímuefna, á það hauk í homi hjá kirkjunni? „Það er óhætt að segja að mjög margir sem eiga við slíka erfiðleika að stríða leita til kirkjunnar og víða era í kirkjunum haldnir AA-fundir og Alanon-fundir." - Tónlistin hefur jafnan verið ríkur þáttur í starfí kirkjunnar, er hann vaxandi? „Já, þar sem ég þekki best til, í eigin sókn, þar vora sl. vetur starf- andi fjórir kórar, tveir barnakórai- aldursskiptir, einn unglingakór og svo sjálfur kirkjukórinn. Vöxtur í kirkjukórastarfi er gríðarlega mikill. Þetta stafar m.a. af því að kirkjuorganistarnir era leiðandi menn í tónlistarlífi þjóðarinnai- og kirkjurnar eru okkai- bestu tónlistarhús á landsvísu. Eitt gott tónlistarhús hefur bæst við síðan í sumar, það er Grafarvogskirkja sem var vígð 18. júní sl.“ - Er þátttaka í kirkjustarfí mikil í Reykjavíkurprófastdæmum ? „Eg hef starfað sem pestur í ald- arfjórðung og ég held að það séu engar ýkjur að kirkjustarfið hefur aldrei verið blómlegra frá því ég man eftir en einmitt nú. Það er ánægjulegt nú þegar við minnumst þess að þúsund ár eru liðin frá því kristin trú var lögtekin á íslandi. Starf kven- og safnaðar- félaga er ómetanlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.