Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR GUNNAR BIRGISSON + Gunnar Birgis- son fæddist, í Reykjavík 20. febr- úar 1974. Hann lést á heimili sínu 5. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 13. september. Jarðsett var í Hafnarfjarðar- kirkjugarði. Elsku Gunnar, mig langar að kveðja þig vinur með nokkrum orðum. Við vorum bestu vinir. Við kynnt- umst þegar þú bjóst fyrir ofan mig í blokkinni á Reynimelnum, við lék- um okkur saman á hverjum degi og um helgar gistum við oft saman. Við stálumst oft inn á spilatækja- salinn hinum megin við götuna og spiluðum packman. Þegar ég flutti í Frostaskjólið hélst þú áfram að koma í heimsókn og ég til þín. Þær eru eftirminnilegar allar sumabú- staðarferðirnar í Þrastaskóg og einnig þegar við fórum til Frakk- lands, ég ellefu og þú tólf ára, þar sem við skemmtum okkur vel sam- ' an ásamt Helga bróður mínum. Árin liðu og smátt og smátt fjar- lægðumst við hvor annan, það er sárt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að geta hist aftur og tal- að saman um æskuárin og hlegið að þeim eins og við gerðum. í dag horfi ég á Kolbrúnu dóttur mína og Ingunni systur þína leika sér saman eins og við gerðum þeg- ar við vorum litlir. Ég votta fjöl- skyldu þinni, Salóme, Þorkeli og Ingunni og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Ragnar Þór. Elsku Gunni. Við sitjum hér saman í kvöld gamlir vinnufélagar, minnumst þín og erum þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast þér. Minningarnar eru svo margar og góðar að erfítt er að koma þeim öll- um á blað. Það fyrsta sem okkur kemur til hugar er brosið þitt og góða skapið. Þú tókst öllu með jafnaðargeði og komst öllum til þess að brosa í kringum þig. Við minnumst þess þegar við fórum í fótbolta eftir kvöldvaktir bara af því að það var gott veður og við nenntum ekki heim að sofa, Þingvallaferðarinnar, grímuballsins þar sem við dressuðum þig upp, árshátíðanna, ferðarinnar í Heið- mörk og alls hins. Það er alltaf sorg- legt þegar ungt fólk hverfur á braut og það hefur stórt skarð verið höggvið í hópinn. Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, Hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti Hann: „Mitt barn,“ Hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var.“ Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð, hvað var mín vörn í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við, að sporin voru aðeins ein. - Gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „Þá varst þú sjúkur, blessað barn, þá bar ég þig á herðum mér.“ (Sigurbj. Ein.) Allt þetta og meira til geymum við og varðveitum. Það er alltaf sárt að kveðja en eftir situr minn- ingin um góðan og ljúfan dreng og brosið - ómótstæðilegt brosið. Gunni, við gleymum þér aldrei. Við vottum fjölskyldu Gunnars og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kær kveðja, Ása Dagný, Ásgerður, Ingibjörg, Guðrún F., Henný, Karl, Hildur Elísabet og Árni Þór. GUÐMUNDUR RUN- AR BJARNLEIFSSON + Guðmundur Rúnar Bjarn- leifsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1945. Hann lést á líknardeild Land- spftalans 6. septem- ber sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 14. september. Haustið 1983 komu nokkrir menn saman til að ræða möguleikana á því, að stofna rótarý- klúbb í Breiðholti í Reykjavík. Meðal þeirra var Guðmundur R. Bjarnleifs- son. Fundarmenn komu úr ýmsum átt- um viðskiptalífs, atvinnu og stjórn- mála, en áttu þó það yfu-leitt sameig- inlegt að hafa fengizt við ýmiss konar skrifstofustörf. í því efni skar Guð- mundur sig óneitanlega nokkuð úr, vegna þess, að hann kom úr allt öðru ^jumhverfi en yið hinir. Hann hafði alla tíð unnið hörðum höndum til lands og sjávar á meðan við félagar hans höfð- um setið við skrifborðin. En það breytti engu um það, að við gengum allir samhentir til verka og hleyptum klúbbnum af stokkunum. Síðan hef- ur fjölgað stórlega í honum, en engu að síður var Guðmundur alltaf einn ^af máttarstólpunum, sem klúbburinn oyggir starfsemi sína á. Hann var maður, sem átti að baki einkar fjölbreyttan starfsferil og fjölþætta lífsreynslu, glaðværð og Ijúímennska var ríkjandi í fari hans og tryggð hans við grund- vallarhugmyndir rót- arý-hreyfingarinnar var ótvíræð. Allt þetta gerði það að verkum, að Guðmundur var afar vel látinn og dýrmætur félagi. Þegar klúbbmál voru til umræðu lét hann þau gjarnan til sín taka, flutti athyglis- verðar tillögur og gerði skýra grein fyrir þeim. Það kom ekki á óvart, því að hann hafði mikla og fjölþætta fé- lagsreynslu að baki, bæði í verka- lýðsmálum og stjórnmálum, auk þess, sem hann öðlaðist smám saman mikla stjórnunar- og sérfræði- reynslu af störfum sínum í atvinnu- lífinu. I persónulegum samskiptum við klúbbfélaga var hann samur og jafn við alla og hirti ekkert um mann- virðingar, góðu heilli. Framkoma hans einkenndist af glaðværð og góð- vild og Ijúfmennskan í fari hans var áberandi einkenni. I því sambandi varð mér oft hugsað til föður hans, Bjarnleifs Bjarnleifssonar, blaða- ljósmyndara (sem ég kynntist á Al- þýðublaðinu, forðum daga), svo líkir sem mér virtust þeir feðgar vera, báðir öndvegismenn. Það var á síðastliðnu ári að dótt- ir mín fór þess á leit við mig að ég leyfði ungum pilti sem væri að leita sér að íverustað að dvelja hjá mér um stuttan tíma. Féllst ég á þetta eftir að hafa rætt við móður Gunn- ars heitins Birgissonar. Lét hún sig þetta varða vegna persónuleika hans. Framkoma Gunnars ein- kenndist af prúðmennsku og hlýju, var falleg og eitthvað mjög sérstök. Þessi stutta dvöl sem átti að vera fáar vikur varð að hálfu ári. Framkoma Gunnars við mig var að öllu leyti til fyrirmyndar, snyrti- mennska, hjálpsemi og tillitssemi í allri umgengni. Við deildum hér bæði geði sem öðru. Á þessu tíma- bili var hann ekki í vinnu né í skóla heldur las Biblíuna spjaldanna milli. Hann hafði mikla þörf fyrir að deila umræðu um trú á Jesú Krist og gat ég stundum ljáð hon- um eyra. Ég skynjaði fljótt, að Gunnar var í mikilli leit að sálarró og sjálfsleit. Ekki var hann að flýja óreglu, því hann var reglumaður. Hann synti, fór í gönguferðir, hjól- aði og horfði á Omega sjónvarps- stöðina, þannig eyddi hann tíman- um. Hann leitaði ekki félagsskapar annarra, var kannske einfari á þessu tímabili, kannske í eðli sínu, átti óhægt með að samlagast þjóð- félaginu í heild. Gunnar átti móður sem var reiðubúin að vera hans styi’kur og hjálparhönd hvenær sem væri. Heimsótti hún hann reglulega. Eins var fósturfaðir hans reiðu- búinn að styrkja hana hvernær sem væri. Þar kom, að Gunnar leit- aði heim og tóku foreldrar hans honum opnum örmum. Nú fór nýtt tímabil í hönd, leitað var sálrænnar hjálpar en í miklum erfiðleikum átti Gunnar með sjálf- an sig og öll ákvarðanataka var honum erfið. Hlýtur þetta að hafa reynt mikið á alla fjölskylduna. Og svo kom að því, að Gunnar gat ekki meir og nú er hann farinn á Guðs vegum til betra lífs. Megi góður Guð styrkja móður hans sem gaf allt sem hún átti til að hjálpa hon- um, eins fósturfaðir hans sem stóð eins og klettur við hlið hennar. Eins litlu systur Gunnars sem hann talaði stundum um og þótti afar vænt um. Ég kveð þig, Gunnar minn, með söknuði en ekki sorg, því ég veit að þú gast ekki meir og að núna loks- ins líður þér vel. Helga Guðbrandsdóttir. Við Guðmundur höfum búið með fjölskyldum okkar í raðhúsalengju, hlið við hlið, í 10-15 ár. Samskipti okkar fóru þó aðallega fram í rótaiý- klúbbnum Reykjavík-Breiðholt og í nuddpottinum í Breiðholtslauginni! Hann var einn af fastagestunum og þar spjölluðum við margt um líðandi stund, einkum um stjómmál. Guð- mundur var mjög áhugasamur vinstrimaður og var alla tíð virkur á þeim vettvangi. Ég kann lítil sem engin skil á störfum hans fyrir Al- þýðubandalagið, en veit þó, að þar lagði hann fram mikið starf. Þegar R-listinn hóf starfsemi sína var hann mjög áhugasamur fyrir gengi hans og batt miklar vonir við Samfylking- una, allt frá upphafi. Við Guðmundur áttum því góða samleið í stjómmál- unum, seinni árin, og þótti mér feng- ur að því. Ég veitti því oft athygli hve Guðmundur hafði gaman af að spjalla um stjórnmál við suma klúbbfélaga okkar, t.d. þá, sem era frammámenn á hinum kantinum í pólitíkinni, einkum ef hann gat skellt á þá erfiðum spurningum! Fylgdi því gjarnan mikið fjör, enda allt í góðu gert. Það er mikil eftirsjá að þeim góða dreng, Guðmundi R. Bjarnleifssyni. Við andlát hans er okkur, félögum í rótarý-klúbbnum Reykjavík-Breið- holt, efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann að vini og samferða- manni um nær tveggja áratuga skeið. Svo mikið er víst, að minning hans mun lifa með okkur svo lengi sem við endumst. Við vottum Ásu, ekkju hans, börnum þeirra og fjöl- skyldum einlæga samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessunar. Sigurður E. Guðmundsson. ÁGÚST RUNÓLFSSON + Ágúst Runólfs- son fæddist á Höfn í Hornafirði 1. mars 1929. Hann lést 4. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Höfn í Hornafírði 11. sept- ember. Elsku afi. Ég vona að þér líði betur núna. Ég mun alltaf sakna þín og mun aldrei gleyma þér, því lofa ég. Þú verður alltaf í hjarta mínu og huga mínum. Þú varst besti afi í heimi. Amma sagði að ég mætti eiga Kobba, selinn þinn sem lá afturá í bflnum þínum. Vonandi hittir þú Pflu gömlu, þeg- ar Guð tekur á móti þér. Elsku afi, ég lofa að passa ömmu fyrir þig. Nú ætla ég að skrifa sálm fyrir þig- Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hannmighvílast. Leiðirmigaðvötnum þar sem ég má næðis njóta. (23. Dav.sálmur.) Elsku hjartans afí minn. Innilegar þakkir fyrir allar yndis- legu samverastundirnar okkar. Guð geymi þig. Sofðu rótt. Kveðja, þín Nanna Þórey. Elsku Gústi frændi. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það sem ég finn sterkast fyrir núna þegar ég er nýkomin frá kistu- lagningunni þinni er þakklæti og söknuður. Söknuður eftir liðnum stundum sem horfnar era í tímans haf og þakklæti fyrir góðar minning- ar og til þín fyrir að hafa verið hluti af mínu lífi. Það var dýrmætt að fá að alast upp á Höfn í stórfjölskyldu eins og okkar þar sem heimili og hjörtu hverrar kjarnafjölskyldu vora okkur krökkunum öllum opin. Heimili þitt og Nönnu var hluti af þessu þorps- heimili. Ég hitti þig stundum úti í Hátúni en eins og margir pabbar í þorpinu varstu oftast úti á sjó og eru minningar mínar um þig sterkast tengdar bryggjunni þegar þið pabbi vorað að koma í land, fyrst á Akur- eynni og síðar á Skógey. Minni mitt nær ekki aftur til gömlu Akureyjar- innar og þaðan af síður til annarra báta sem þú rerir á. Það var svo spennandi að taka á móti ykkur þeg- ar þið komuð í land. Þú varst oft frammá og kastaðir landfestunum upp á bryggju. Um leið og búið var að binda hopp- aði ég um borð, upp í brú til pabba, niður í messa að stela mér matarkexi en aldrei þorði ég niður í vélarrúm þar sem þú réðir ríkjum. Stundum fannst mér þú vera svolítið dularfull- ur þegar ég sá þig koma upp úr vél- arrúminu, mér fannst þú eins og hálfgerður galdrakarl. Þá mynd held ég ég hafi búið mér til eftir að heyra pabba tala um allt það sem þú gast gert við og smíðað um borð. Þú varst einstak- lega hagur maður og ég var viss um að það væri ekki til sá hlutur sem þú gætir ekki gert við. Það var alltaf gott að hitta þig, elsku Gústi, hvort sem var í miðri löndun eða við önnur störf um borð. I hugan- um sé ég þig við spilið á Akureynni þegar verið var að landa, þó að með mörgu þyrfti að fylgj- ast varst þú alltaf til- búinn til að klappa mér á kollinn og spjalla. Stundum leyfðir þú mér að toga í þessar spennandi stangir sem stýrðu spilinu. Ég held að börnum hafi liðið vel nálægt þér af því þú gafst okkur af tíma þínum og virtir okkur sem einstaklinga. Ekki skemmdu sögurnar þínar heldur fyr- ir. Það var einstaklega gaman að heyra þig segja frá og mest hafði ég gaman af að heyra þig segja frá þinni upplifun og skynjun af sömu æsku- uppákomunum og pabbi var búinn að segja mér frá, því alltaf vorað þið bræðurnir saman. Hvort sem um óteljandi veiðiferð- ir úti um allan fjörð var að ræða, kríueggjaleiðangra, sleðaferðir á sjóísunum eða hvað annað sem þið tókuð ykkur fyrir hendur þegar þið voruð strákar. í mínum huga varst þú líka dýr- mætur af því þú varst eini bróðir hans pabba sem ég fékk tækifæri til að kynnast, sjórinn hafði tekið alla hina. Stundum var ég hrædd um ykkur pabba, að sjórinn vildi fá ykk- ur tvíburana líka. Ekki urðu það þó örlög þín, Gústi minn, að hvíla í votri gröf. Þú laukst löngum og giftusam- legum sjómannsferli árið 1992. Þú hafðir þá verið á sjó frá 14 ára aldri, starfað sem háseti, formaður, stýri- maður og sem vélstjóri. Nú gastu snúið þér aftur að veiðum í firðinum. Þar hófstu veiðiferðirnar þínar og þangað snerir þú aftur eftir að eigin- legri starfsævi var lokið. Eftir nokkurra mánaða baráttu við krabbamein verður þú nú lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Höfn, nálægt minningarreitnum um drakknaða sjómenn þar sem nöfn bræðra þinna, bróðursonar, mágs og vina eru rituð. Kæri frændi, þú virtist taka fregn- inni um sjúkdóm þinn með miklu æðruleysi og þú hélst þínu striki á meðan þróttur leyfði, stundaðir m.a. silungsveiðarnar þínar í firðinum fram undir það síðasta en sú iðja held ég að hafi verið þér afskaplega gefandi og nærandi. Einhvern veg- inn finnst mér eins og þú hafir ekki verið ósáttur við það að þinn tími var kominn. Kannski ertu hvfldinni feginn. Sáttur við að hverfa aftur til ljóssins, til þíns Guðs sem sendi þig til að lifa þessu lífi sem nú er lokið. Elsku Gústi, vertu velkominn í heimahöfn. Elsku Nanna, frændsystkini mín, Bogga, Ásgeir, Bjai-tmar og fjöl- skyldur. Elskulegur pabbi minn, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið Guð og hlýjar minningar um góðan dreng að ylja ykkur og styrkja á þessari kveðju- stundu. Hukla. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.