Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 27 ERLENT Stjórnmálaleiðtogar dttast vaxandi andstöðu við evruna fyrir atkvæðagreiðsluna í Danmörku Ihusra bandalas- á lokasprettinum Danir greiða atkvæði um aðild landsins að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, 28. september. Mikil óvissa ríkir um úrslitin, að sögn Helga Þorsteinssonar í Kaupmannahöfn. SKOÐANAKANNANIR síðustu daga benda tU þess að fylgismönnum aðUdar Danmerkur að evrópska myntbandalaginu fari fækkandi. Mest minnkar fylgið meðal kjósenda Jafnaðarmannaflokksins og Vinstri- flokksins, sem báðir berjast fyrii- að- ild. Af stóru flokkunum þremur, sem hlynntir eru evrunni, hefur aðeins Ihaldsflokknum tekist að halda kjós- endum á „réttri“ braut. Flokkamir þrír íhuga nú að hefja sameiginlega áróðursherferð á lokasprettinum íyr- ir atkvæðagreiðsluna 28. september. Afstaðan gagnvart evrunni gengur ekki aðeins þvert á flokkslínur heldur einnig flestar aðrar hefðbundnar póli- tískar skiptingar, enda er hægt að túlka og meta áhrif aðildar að mynt- bandalaginu á ýmsan hátt. Margir andstæðinga evrunnar hafa þannig beitt þjóðemisrökum til stuðnings málstað sínum, en Mogens Glistrup, fyrrum formaður Framfaraflokksins, sem ótvírætt telst til hörðustu þjóð- emissinna, er þó fylgismaður hennar. A stjórnmálafundi á skyndibitastað í Kaupmannahöfn fyn- í vikunni sagði Glistrap að evran myndi hjálpa til við að sameina vestræn lönd í eitt ríki, sem siðan gæti lokað landamæram sínum með rafmagnsgirðingum til að halda innflytjendmn úr suðri og austri úti. Andmælandi hans á fund- inum, þingmaðurinn Kamal Qureshi, var sammála því að evrasamstarfið myndi verða til þess að einangra vest- ræn ríki frá umheiminum, en taldi andstætt Glistrap að það væri lítt eft- irsóknaiTerð framtíðarsýn. Innflytjendur og karlar fylgjandi evrunni Qureshi, sem eins og nafnið geíúr til kynna er af erlendum upprana, er þó undantekning í röðum innflytj- enda. I nýlegri skoðanakönnun, sem birt var í dagblaðinu Jyllands-Posten, kom fram að greinilegur meh'ihluti þehra er íylgjandi evrunni. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 51,4% vera fylgjandi aðild að myntbandalaginu, en aðeins 11% vora á móti. Skoðanakannanir hafa einnig sýnt að hlutfallslega mun fleiri karlar en konur era fylgjandi aðild. í könnun sem birt var i viðskiptablaðinu Bors- en í gær kom fram að 51% karla væri fylgismenn evrannar, en aðeins 38% kvenna. Meira en helmingur kvenna, eða 53%, era samkvæmt könnuninni á móti aðild að myntbandalaginu, en 44% karla. Konur era í meirihluta starfsmanna hins opinbera, og það er í þeim hópi sem andstaðan er mest. Hjá báðum kynjunum hefur and- staðan aukist undanfarnar vikur. Annað sem skoðanakannanir hafa sýnt er að þeir sem standa fjárhags- lega vel era líklegri til að styðja aðild heldur en aðrir. I skoðanakönnuninni i Borsen kom fram að í hópi fjöl- skyldna sem hafa yfír fimm milljónir íslenskra króna í árstekjur er meiri- hluti fylgjandi evrunni. Ef litið er til þeirra sem hafa innan við 1,5 milljónir króna í árstekjur, er afgerandi meiri- hluti andsnúinn aðild að myntbanda- laginu. Segja ellilífeyrinn ekki vera í hættu Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmanna- flokkurinn og Ihaldsflokkurinn íhuga nú að taka höndum saman fyrir at- kvæðagreiðsluna og hefja sameigin- lega áróðursherferð. Með þessum hætti hyggjast þeir meðal annars sannfæra kjósendur um að evran stefni danska ellilífeyriskerfínu, „folkepensionen", ekki í hættu, eins og andstæðingarnir hafa haldið fram. Georg Poulsen, fymim formaður Danska jámiðnaðarsambandsins, sem jafnframt er áhrifamaður innan Jafnaðarmannaflokksins, flokks Poul Nyrap Rasmussens forsætisráð- herra, hefur lagt fram tillögu um samstarf flokkanna. Vinstriflokkur- inn hefur þegar lýst yfir stuðningi við hana. Varaformaðurinn, Lars Lokke Rasmussen, segir í samtali við dag- blaðið Berlingske Tidende, að and- stæðingum evrannar hafi tekist að koma því inn hjá fólki að hún stefni ellilífeyrinum í hættu, þrátt fyrir að milli hans og evrannar séu í raun og vera engin tengsl. Jafnaðarmenn hafa hingað til hafn- að öllum tillögum um samstarf við hina flokkana í tengslum við at- kvæðagreiðsluna, en hafa enn ekki tekið afstöðu til tillögu Poulsens. Að- altalsmaður þeirra í evramálefnum segist þó vera fylgjandi tillögunni í grandvallaratriðum. íhaldsmenn eiga einnig eftir að taka afstöðu í mál- inu. Forystumenn ESB óttast niðurstöðuna Greinilegt er að forystumenn innan Evrópusambandsins era farnir að óttast að niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar verði þeim h'tt að skapi. Niðurstaðan er ekki aðeins mikilvæg vegna stöðu Danmerkur gagnvart ESB, heldur einnig vegna þess að tal- ið er að hún muni hafa mikil áhrif á af- stöðu Svía og Breta. Forystumenn Evi-ópusambandsins, og stjórnmála- leiðtogar í öðrum aðildarríkjum ESB, hafa yfirleitt forðast að tjá sig um málið af ótta við að styggja Dani. Wim Duisenberg, aðalbankastjóri Evrópska seðlabankans, brá út af þeirri reglu í vikunni og veitti fimm dönskum dagblöðum viðtöl. Duisen- berg spáir miklum hagvexti, yfir 3%, á evrasvæðinu á þessu og næstu tveimur áram, en segir að vöxturinn í Danmörku verði töluvert minni ef Danir ákveða að ganga ekki í mynt- bandalagið. I einu viðtalinu gekk hann svo langt að segja, að ef hann væri Dani, myndi hann greiða at- kvæði með myntbandalaginu. Þrátt fyrir bjartsýni Duisenbergs hefur efnahagsþróunin á evrasvæð- inu hingað til fremur orðið til að draga úr stuðningi við aðild Dan- merkur. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun sem birt var í Borsen, hefur gengisfall evrannar gagnvart doll- amum að undanfömu dregið úr trú Dana á að myntbandalagið yrði dönsku efnahagslífí til góðs. Stefnir í tvísýna atkvæðagreiðslu I viðtölunum við Duisenberg kom einnig fram annað sem gæti orðið til þess að draga úr vilja Dana til að ganga til liðs við evrasvæðið. Poul Nyrap Rasmussen forsætisráðherra hefur sagt að Danir muni geta gengið úr myntbandalaginu síðar, líki þeim ekki árangurinn. Duisenberg sagði á hinn bóginn að það væri nánast úti- lokað. Margir stjórnmálaleiðtogar viður- kenna að þeir viti í raun ekki ná- kvæmlega hvaða áhrif úrslit at- kvæðagreiðslunnar muni hafa. Poul Nyrap Rasmussen forsætis- ráðherra segir að atkvæðagreiðslan verði líklega mjög spennandi, og geti farið á hvom veginn sem er, og flestir stjómmálaskýrendur era sammála. Margir kjósendur eru enn óákveðnir, eða gætu auðveldlega skipt um skoð- un. Krafturinn liggur í vatninu! Landóvirkjun cskar Olympiulandsliðinu í sundi gcðs gengis í Sidney c Landsvirldun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.