Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 25

Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 25 ERLENT Erfðavísindin í þjónustu Ólympíuleikanna í Ástralíu DNA gegn föls- un minjagripa ✓ Astralir hafa tekið upp nýstárlega aðferð til að koma í veg fyrir að falsaðir minjagripir verði til sölu á Olympíuleikunum. Ragnhild- ur Sverrisdóttir segir að opinberir minja- gripir séu allir merktir með erfðaefni úr ónafngreindum, áströlskum íþróttamanni og sérstakir eftirlitsmenn muni fara um með skanna til að leita upp falsanir. ÞÆR milljónir áhorfenda, sem flykkjast á Olympíuleikana í Sydney í Astralíu, munu kaupa minjagripi fyrir svimandi upphæðir, allt frá bolum og húfum til tuskudýra, barmnæla og kaffikrúsa. Það hefur löngum loðað við stóratburði af þessu tagi, að ýmsir óprúttnir ná- ungar framleiða sína eigin minja- gripi, sem oftast eru fullkomnar eft- irlíkingar opinberu minjagripanna, og hafa þannig fúlgur fjár af rétthöf- um. Astralir ætla að koma í veg fyrir þetta með því að merkja hvern ein- asta hlut með erfðaefni út ónafn- greindum, áströlskum íþróttamanni. Astalir leituðu til fyrirtækis í Los Angeles, DNA Technologies (heima- síða: www.dnatechnologies.com), en það sérhæfir sig í merkingum af þessu tagi. Má nefna sem dæmi, að fyrirtækið útbýr sérstaka DNA penna með ósýnilegu bleki og þeir eru notaðir til að merkja alla bolta sem notaðir eiu í úrslitakeppni meistaradeildarinnar i hafnabolta í Bandaríkjunum. Síðar meir getur enginn haldið því fram að hann sé með upprunalegan bolta nema sér- stakur skanni nái að greina erfða- efnið á boltanum. Fulltrúar DNA Technologies eru líka til taks við sérstaka atburði, til dæmis þegar íþróttahetjur gefa eiginhandarárit- anir, og merkja þá áritaða hlutinn með ósýnilegu DNA-bleki til frekari staðfestingar á upprunanum. Ymsar aðferðir hafa verið reynd; ar til að koma í veg fyrir falsanir. I byrjun níunda áratugarins var byrj- að að nota heilmyndir, sem eru þrí- viddarmyndir unnar með leysi- geisla, á greiðslukort og ýmis vöru- merki. Upp úr 1995 var hins vegar farið að nota efnafræðilegar sam- setningar og sjálft erfðaefnið. Efna- fræðilegir merkimiðar eru til dæmis notaðir út í bensín og ýmsa aðra vökva til að rekja framleiðslusöguna eða greina hvort vökvinn hefur verið þynntur út eða átt við hann að öðru leyti. En núna er það erfðaefnið. DNA á málverkum og gallabuxum I Kaliforníu býr málarinn Thomas Kinkaid, einn afkastamesti og eftir- sóttasti listamaður Bandaríkjanna. Hann tók upp þann sið árið 1997 að blanda hluta af eigin erfðaefni í blekið sem hann notar þegar hann merkir sér verk og gerir þar með listaverkafölsurum erfitt fyrir. Yms- ir hlutir, sem notaðir voru í kvik- mynd Warner Brothers um Batman, voru merktir með erfðaefni áður en þeir voru seldir á uppboði, svo kaup- endurnir geti ávallt sannað upprun- ann. Og hinn frægi gallabuxnafram- leiðandi Levi’s mun hafa einhverja DNA runu á merkingum fram- leiðsluvöru sinnar, enda hafa marg- oft komið upp mál þar sem gallabux- ur, saumaðar á ódýran hátt einhvers staðar í Asíu, hafa verið markað- ssettar sem hinnar einu, sönnu, am- erísku Levi’s. Slíkt mál kom meðal annars upp á íslandi fyrir nokkrum árum, en nú ætti genaskanni að geta leyst úr meintum fölsunum fljótt og vel. „Vörumerkjalöggur" á sveimi I dagblaðinu San Francisco Chronicle sl. mánudag er haft eftir Catherine McGill, lögfræðingi og verndara vörumerkja Olympíuleik- anna í Astralíu, að mikið sé í húfi, enda er reiknað með að áhorfendur kaupi minjagripi fyrir rúma 32 millj- arða króna. McGill segir að undan- farna mánuði hafi sífellt fleiri falsað- ir minjagi-ipir skotið upp kollinum, þar sem líkt sé nákvæmlega eftir allri gerð, merkingum og umbúðum. „Erfðaefnið, DNA, er algjörlega pottþétt aðferð til að sjá hvort eitt- hvað er ósvikið," hefur blaðið eftir henni. Þess vegna hefur verið ráðist í að merkja 50 milljónir hluta með erfðaefni, en aldrei áður hefur þessi aðferð verið notuð í eins umfangs- miklum merkingum. Catherine McGill hefur 60 „vöru- merkjalöggur“ á sínum snærum, en hlutverk þeirra verður að ganga á milli sölubása í Sydney og renna skanna yfir minjagripi, til að kanna hvort þeir eru ósviknir. Tollgæslan í Ástralíu hefur þegar lagt hald á 120 þúsund minjagripi, sem reynt var að flytja til landsins frá Asíu og reynd- ust svikin vara. Forstjóri DNA Technologies, Chris Outwater, segir í samtali við San Francisco Chronicle að erfða- efnið sé tekið úr blóðsýni, örlítill hluti þess einangraður og honum blandað út í ósýnilegt blek. í blekið eru líka settir bútar af öðru erfða- efni, svona rétt til að villa um fyrir fölsurum, ætli þeir að reyna að leysa gátuna. Forstjórinn segir reyndar algjörlega ómögulegt að finna erfða- efnið og ætla sér að fjölfalda það. „Það er svona svipað og að standa fyrir framan almenningsbókasafnið í New York og segja falsara að þú hafir notað eina setningu í einni bók í safninu sem lykilorð og nú sé hon- um velkomið að finna þá setningu," segir Outwater, sem vill gjarnan færa út kvíarnar og horfir meðal annars til möguleikanna á að merkja verðbréf, greiðslukort, vegabréf og önnur skilríki. Hann heldur hins vegar að mest sé upp úr því að hafa að merkja fatnað eða aðra vöru sem framleidd er í miklu magni. Merk- ingarnar ættu ekki að hækka vöru- verðið svo nokkru nemur, því það kostar aðeins um 4 krónur að merkja hvern hlut. Verður greint ef nógu mikið er í húfí Ekki eru allir á því að þetta sé mjög snjallt. Susan Lindee, höfund- ur bókarinnar „Genið sem menning- arlegt teikn“, (The Gene as a Cultur- al Icon, 1995), segir þetta fáránlega notkun erfðaefnisins, en hins vegar alveg í takt við góðan árangur for- göngumanna erfðafræði við að telja fólki trú um að í erfðaefninu sé sjálf- ur sannleikurinn fólginn. Lindee segir einnig fáránlegt að halda að ekki sé hægt að greina erfðaefnið og falsa það. Það verði áreiðanlega gert ef nógu miklir hagsmunir verði í húfi, til dæmis ef dýrasti hátískufatnaður yrði allur merktur á þennan hátt. Það er ekki að furða að ýmsir framleiðendur líti vonaraugum til DNA Technologies, enda er giskað á að árlega séu seldar sviknar vörur á markaði í Bandaríkjunum fyrir um 16 billjónir króna, eða 16 þúsund milljarða. um allt Borgarnes Bílasala Vesturlands - Borgarbraut 58 Sími 43*7 1577 Akranes Bjöm Lárusson - Bjarkargrund 12 Sími 431 1650 ísafjörður Bílasalan ísafjarðarflugvelli Sími 456 4712 Sauðárkrókur Bifreiðaverkstæðið Áki Sæmundargötu 16 - Sími 453 5141 Akureyri Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar Óseyri 5a - Simi 461 2960 Reyóarfjöróur Bílasalan Fjarðarbyqgð - Búðareyri 25 Sími 474 1 199 % Egiisstaðir Bílasala Austurlands - Fagradalsbraut 21 Sími 471 3005 Höfn í Hornafirói Bílverk - Víkurbraut 4 Sími 478 1990 Selfoss Betri Bílasalan - Hrísmýri 2a Sími 482 3100 Keflavík Bílasala Reykjaness - Brekkustíg 38 Sími 421 6560 , Stor utsala á notuðum bílum Opið til kl. 21 alla virka daga þessa viku án útborgunar við afhendingu lánum í allt að 60 mánuði íyrsta afborgun í mars 2001 (I húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 ^OH©á\ÍiBÍLASALAN - SM 588 5300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.