Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 77
morgunblaðið
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 77
FOLKIFRETTUM
MYNDBÖNP
Starfsmenn
hins opinbera
Skattmann
(The Tíixman)
fiamanmynil
★★'A
Leikstjóri: Avi Nesher. Handrit:
Nesher og Roger Berger. Aðal-
hlutverk: Joe Pantoliano, Wade
Dominguez og Elizabeth Berkley.
(104 mín.) Bandaríkin, 1999. Há-
skólabíó. Bönnuð innan 16 ára.
A1 Benjamin er langþreyttur
starfsmaður skattstofunnar í New
York-ríki. Eftir áralanga dygga
þjónustu hefur
hann fyllst óbeit á
starfi sínu en það
sem heldur honum
gangandi er sjálf-
stæð rannsókn
hans á rússnesku
olíufyrirtæki sem
hann grunar um
stórfelld svik. Áður
en A1 veit af er
hann flæktur í
glæpaumsvif rússnesku mafíunnar,
og skemmtir sér konunglega. T0 liðs
við hann gengur seinheppinn lög-
reglumaður sem líkt A1 er í litlu upp-
áhaldi hjá yfirmönnum sínum.
Myndin kemur verulega á óvart og
nýtir sér til fullnustu þá kímni sem
fylgir óvenjulegri aðalpersónu á
borð við möppudýrið Al. Leikstjóri
niyndarinnar, ísraelinn Avi Nesher,
gefur sér nægan tíma til að þróa
samband mannanna tveggja og
dýpka persónuleika þeirra. Styrkur
myndarinnar felst í mannlega þætt-
inum og hlýrri kímnigáfunni.
Heiða Jóhannsdóttir
Enn ferst
heimurinn
Dómsdagur III
(The Prophecy III: The Ascent)
S p e n n u h r o 11 ii r
★%
Leikstjóri: Patrick Lussier.
Handrit: Carl V. Dupré og Joel
Soissan. Aðalhlutverk: Christopher
Walken, Vincent Spano og Brad
Dourif. (91 mín.) Bandaríkin, 2000.
Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
HÉR er á ferðinni þriðja myndin í
myndaröð sem hóf göngu sína árið
1995 og hefur undantekningalaust
sneitt hjá bíóunum
og komið beint út á
myndbandi. í sjálfu
sér þarf það ekki að
vera áfellisdómur
yfir myndinni þar
sem kvikmynda-
húsin sinna ekki
nema broti af þeim
aragrúa áhuga-
verðra mynda sem
gerðar eru á ári
hverju. Fyi-sta myndin í þessari röð
skipar sér hæglega í þann flokk en
með framhaldsköflunum hefur gæð-
um raðarinnar hrakað og er þessi
viðbót sú sísta. Myndunum er best
lýst sem trúfræðilegum hryllingi þar
sem sagt er frá valdabaráttu í
liimnaríki sem berst til jarðar. Undir
forystu Gabríels (Christopher Walk-
en) stríða englar leynt og ljóst gegn
guði og hans helsta sköpunai-verki,
manninum. í þriðju myndinni hafa
ýmis umskipti hins vegar átt sér stað
og Gabríel bæði orðinn mennskur og
manninum hliðhollur í stríðinu gegn
fylkingum uppreisnarenglanna.
Segja má að þar með glatist helsti
styrkleiki fyiri myndanna, en það
var leikur Walkens í hlutverki hins
illskeytta engils. En þrátt fyrir galla
munu þeir sem séð hafa fyrri mynd-
irnar hafa nokkuð gaman af þessari.
Heiða Jóhannsdóttir
Fyrrver-
andi,
núver-
andi og
mamma
EKKI VAÐA allir leikarar
aurana upp að hnjám því
að skammlíf hjónabönd og
hraður lífsstíll Hollywood
taka sinn toll - andlega og
ekki síður íjárhagslega.
James Caan er í öngum
sínum þessa dagana því
karlanginn er staurblank-
Hættiði að betla!
Reuters
ur. Þrjár fyrrverandi eig-
inkonur hans eru svo
þurftafrekar að lítið sem
ekkert er eftir í buddunni
þegar kemur að nýju kon-
unni og tveimur ungum
börnum þeirra. „Ég vinn
nær eingöngu við litlar
bíómyndir sem hljóta ekki
náð fyrir augum stóru
kvikmyndaveranna og er
sjaldnast dreift í mörg
kvikmyndahús. Þess vegna
fæ ég eiginlega aldrei
borgað fyrir vinnuna mína.
Vandamálið er að á þessum
lúsarlaunum sem ég þó fæ
stundum þarf ég að sjá fyr-
ir fyrrverandi og núver-
andi eiginkonum, börnum
og henni möinmu minni
blessaðri. Fjárhagur minn
hangir í rauninni á blá-
þræði,“ segir stjarnan
brjóstumkennanlega sem
þurfti meira að segja að
slá góðan vin sinn um lán
til að geta fest kaup á húsi
fyrir fjölskylduna.
. I. « . m
s Clarifying Shampoo
2 Bvaair á heilbriaði
j