Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 84

Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 84
Cisco Systems P A R T N E R SILVER CERTIFIED Tæknival D0LC + Borðtölvur + Fartölvur + Netþjónar 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ<SMBLJS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. A frímerki * í Uganda FRÍMERKI með mynd af Halldóri Laxness var nýlega gefið út í Afríkuríkinu Uganda en tilefnið var að senn eru eitt hundrað ár liðin síðan Núbelsverðlaunin voru fyrst afhent. Frá þessu er sagt í september-hefti Nordisk Filateli sem gefíð er út af samtökum sænskra frímerkjasafnara. Hall- dór Laxness fékk Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 1955. í frásögn Nordisk Filateli kem- ur fram að undanfarið hafí þrem- ur norrænum Nóbelsrithöfundum hlotnast sá heiður að vera settir á frímerki í afar fjarlægum lönd- um. Auk Halldórs er hér annars vegar um að ræða sænska rithöf- undinn Verner von Heidenstam (1859-1940), sem fékk Nóbels- verðlaunin árið 1916, en and- litsmynd af honum var nýlega sett á frímerki í Grenada. Hins vegar er um að ræða Danann Johannes V. Jensen (1873-1950), sem fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 1944, en mynd af honum var sett á frímerki á Maldíveyjum í N-Indlandshafí. Að sögn Magna Magnússonar í safnaraversluninni Hjá Magna er þetta ekki í fyrsta sinn sem póst- málastofnanir fjarlægra landa heiðra íslendinga með þessum hætti. Þannig mun t.d. hafa verið gefið út frímerki á Kúbu fyrir um 35 árum með mynd eftir lista- manninn Erró í kjölfar þess að hann hafði heimsótt landið. Notkun á bráðaþjónustu Landspítalans jókst um 12,5% í fyrra Þörf á að bæta aðstöðu INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, segir ljóst að bæta þurfi aðstöðu slysa- og bráðadeildar Landspítalans í Foss- v.vogi og færa hana til nútímalegra horfs. Samkvæmt nýrri skýrslu Landspítalans um afleiðingar öldu al- varlegra slysa á rekstur og fjárhag spítalans kemur fram að álag á bráða- deOdirnar hefur aukist mikið í ár og í fyrra. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þessi aukning hafi áhrif á alla starfsemi spítalans. í skýrslunni kemur fram að beinn kostnaður Landspítalans við þau miklu slys sem urðu á íyrrihluta árs- ins var 39,6 mUIjónir króna. Ingibjörg sagði að hún myndi kynna skýrsluna á næsta fundi rfldsstjórnarinnar. Hún sagðist hafa rætt þessi mál í rík- isstjórninni í síðasta mánuði og sagð- ist vita að stjómin hefði skflning á að þessi alvarlegu slys hefðu reynt mikið á rekstur og fjárhag spítalans. „Það er þegar hafin undirbúningsvinna, af hálfu spítalans, að því að bæta að- stöðu slysadeildar í Fossvogi. Það er ljóst að það þarf að koma aðstöðunni þar í nútímalegra horf. Við erum með frábært starfsfólk sem hefur staðið sig einstaklega vel í þessum erfiðu slysum í sumar. Aðstaðan þama er hins vegar ekki nægUega góð og hana þarf að bæta,“ sagði Ingibjörg. Mikilvægum krabba- meinsaðgerðum frestað í skýrslunni kemur fram að inn- lögnum sjúklinga, sem slösuðust í umferðarslysum, á slysa- og bráða- móttökuna í Fossvogi fjölgaði um 31% á síðasta ári. Innlögnum hefur enn fjölgað á þessu ári. Magnús Pét- ursson sagði að þessi aukning í bráða- þjónustu Landspítalans hefði áhrif á aUa starfsemi spítalans. Bráðaþjón- ustan sogaði tU sín bæði fjármuni og mannafla af öðram deildum. Hann sagði að þegar slysaaldan reis sem hæst í sumar hefði spítalinn neyðst tfl að fresta mikflvægum krabbameins- aðgerðum. Magnús sagði umhugsun- araert að komum sjúklinga á bráða- þjónustudeUdir Landspítalans hefði fjölgað um 12,5% í fyrra á sama tíma og höfuðborgarbúum fjölgaði um 2%. Spítalinn benti á þetta í skýrslunni og óskaði eftir að stjórnvöld létu athuga sérstaklega hverju þetta sætti og hvemig væri skynsamlegast að bregðast við. Það væri augljóst að þetta væri ekki eðlileg aukning. ■ Beinn kostnaðarauki/42 Morgunblaðið/RAX A réttar- veggnum Umsagnaraðilar lýsa áhyggjum af frárennslismálum og hættu á grunnvatnsmengun vegna fyrirhugaðrar byggðar við Elliðavatn Landeigendur fá lóðirnar RÉTTAÐ var í Skaftholtsrétt í Gnúpveijahreppi í gær, en unnið hefur verið að því undanfarið að endurhlaða þessa gömlu rétt sem skemmdistíjarðskjálftanum 17. júní. íbúar sveitarinnar og aðrir velviljaðir unnu sjálfboðavinnu við að endurreisa réttina og var lagt kapp á að almenningurinn yrði til- búinn fyrir réttir í haust. Það tókst og voru menn að vonum ánægðir er þeir tylltu sér á réttar- vegginn að loknu dagsverki í gær. MITSUBISHI CRRI5MR LANDEIGE NDUM við Vatnsenda verður úthlutað öllum þeim bygg- ingarlóðum sem gert er ráð fyrir í þeim skipulagstillögum um byggð við Elliðavatn, sem nú eru til með- ferðar í Kópavogi. Gengið er út frá samþykkt óbreyttra skipulagstil- lagna í eignarnámssátt milli aðil- anna og er lóðaúthlutunin hluti endurgjalds bæjarins til þeirra fyrir eignarnám 90,5 ha spildu úr Vatnsendalandi. Franz Jezorski fasteignasali tel- ur að verðmæti byggingalóðanna sem um ræðir sé 422-442 m.kr. Að auki greiðir bærinn 290 m.kr. með yfirtöku skulda og útgáfu skuldabréfa, afsalar til landeig- enda um 32,5 hektörum lands í Vatnsendakrókum og Miðmun- darmýri og veitir þeim heimild til byggingar 8 hesthúsalengna í Heimsenda án endurgjalds. Fráveitumál í brennidepli Frestur til að skila athugasemd- um til Kópavogsbæjar vegna hinna umdeildu skipulagstillagna við Ell- iðavatn rann út í gær. Ekki feng- ust upplýsingar um fjölda inn- sendra athugasemda í gær en auk fjölmargra eigenda sumarhúsa og íbúðarhúsa og annarra hagsmuna- aðila hafa ýmsar stofnanir og sam- tök gert athugasemdir. Margir þessara aðila láta í ljós áhyggjur af áhrifum þess að yfir- borðsvatni frá byggðinni verði veitt út í Elliðavatn og umhverfis- nefnd borgarinnar og Stangveiðifé- lag Reykjavíkur telja t.d. þörf á frekari rannsóknum á áhrifum byggðar á vatnasviðið, en það er á náttúruverndarskrá. Sprungusvæði með hættu á grunnvatnsmengun Náttúruvernd ríkisins er meðal þeirra aðila, sem sendu inn athuga- semdir, samkvæmt lagaskyldu, og sagði Árni Bragason, forstjóri stofnunarinnar, umhugsunarvert hvort menn vilji fara að stíga þau skref á þessu svæði að reisa sex hæða hús, sem eru í hróplegu ósamræmi við svæðið að öðru leyti. I ítarlegri umsögn Landverndar kemur m.a. fram að Elliðavatns- svæðið sé á virku sprangusvæði sem ástæða sé til að ætla að sé miklu sprungnara en virðist við fyrstu sýn eða lauslega könnun. „Það hefði í för með sér aukna hættu fyrir stöðugleika bygginga, einkum stórra og hárra. Auk þess greiða sprungurnar leið menguðu vatni frá yfirborði niður til grunn- vatns. Talið er að grunnvatn undan svæðinu renni í átt til svæðisins umhverfis Vífilsstaðavatn, en við það eru m.a. núverandi vatnsból Garðabæjar,“ segir í umsögninni. Jafnframt lýsir Landvernd, eins og fleiri umsagnaraðilar, áhyggjum af því að mengað yfirborðsvatn frá svæðinu, ásamt lekum frá fráveit- um, gæti einnig borist til Elliða- vatns og haft skaðleg áhrif á lífríki þess nema nauðsynlegar ráðstaf- anir verði gerðar hvað varðar söfn- un og fráveitu slíks vatns af veg- um, lóðum og bílastæðum. ■ Samþykkt/13 ■ Áhyggjur/14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.