Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fráleitt að bjóða út þjóð-
veginn milli lands og eyja
Af hverju getur þú ekki verið góður eins og hinir þingmenn kjördæmisins, ísólfur minn?
• Sjónvarpssófinn er frábærlega
vel hannaður.
• Sjónvarpssófinn er með innbyggðu
skammeli í báðum endasætum.
Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin
síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum
nútímans um aukin þægindi og góða hönnun. Upplifðu velliðan
• Sjónvarpssófinner með niðurfellanlegu og afslöppun á nýjan hátt.
baki í miðjunni sem breytist í borð með
einu handtaki.
• Sjónvarþssófinn er framteiddur í USA.
• Sjónvarpssófinnfæst hjá okkur.
HÚSGAGNAHÖLUN
Raðgreiðslur i allt að 36 mánuði
Bfldshöfða, 110 Reykjavík, s.510 8000
www.husgagnahollin.is
Ný braut við Tækniskóla Islands
Upplýsinga-
tæknifræði
Guðbrandur Steinþórsson
NÝ NÁMSBRAUT,
upplýsingatækni-
fræði, tók til
starfa nú í haust. „Brautin
er skipulögð í samráði við
þá aðila í atvinnulífi okkar
sem gjörst þekkja til þess-
ara hluta,“ sagði
Guðbrandur Steinþórsson,
rektor Tækniskóla ís-
lands. „Einnig er tekið mið
af þeim menntunarkröfum
sem gerðar eru til að menn
fái starfsheitið tæknifræð-
ingar.“
- Hvað er upplýsinga-
tæknifræði?
„Það er 7 anna nám á há-
skólastigi sem lýkur með
B.Se. gráðu, og er að okkar
mati helsti vaxtarbroddur
í tæknimenntun á íslandi.
Þetta er ekki tengt fjöl-
miðlun. Námið felur í sér almenn-
ar undirstöðugreinar tækni-
fræðináms og lögð mikil áhersla á
greinar sem tengjast upplýsinga-
tækni bæði á sviði vélbúnaðar og
hugbúnaðar, auk greina sem
tengjast rekstri og stjórnun."
- Erþetta nýgrein hérálandP.
„Já, en á sér hliðstæðu við
marga erlenda háskóla. Upplýs-
ingatæknifræðingar stjórna upp-
lýsingakerfum og geta starfað
sem sjálfstæðir ráðgjafar, þeir
hafa þann grunn í tæknigreinum
að þeir geta sinnt þörfum bæði
þeirra sem eru að fást við vélbún-
að og hugbúnað. Þeir hafa líka
þekkingu sem gerir þeim kleift að
fást við stjórnun og rekstur. Þetta
er starfssvið sem er ákaflega vítt.“
- Hvemig hefur gengið að
skipuleggja þetta?
„Það hefur gengið vei, lögð hef-
ur verið mikil vinna í þetta og það
gert í samráði við þá aðila sem
best þekkja til á þessu sviði í at-
vinnulífinu. Má þar nefna t.d.
Tæknifræðingafélagið, Símann og
Tæknival. Teymi er með okkur í
ákveðnu samstai-fi, þeir leggja til
kennara, námsgögn og tæknibún-
að.“
- Er mikil þörf á upplýsinga-
tæknifræðingum hér?
„Já, þörfin er mikil. I Evrópu
vantar þegar nokkra tugi þúsunda
tæknimanna með hliðstæða
menntun og því er spáð að á
næstu fimm til sex árum verði
þessi þörf í kringum hálfa milljón
á Evrópska efnahagssvæðinu.
Það má ráða nokkuð af þessum
tölum hver þörfin er hér á landi.“
- Er mikil ásókn í þetta nám ?
„Hún hefur verið æði mikil. Við
tókum inn á fyrsta ári í haust hátt
í 30 nemendur sem hlýtur að telj-
ast nokkuð því þetta er alveg nýtt
og fyrst byrjað að kynna þetta á
sl. vori.“
- Hvað um aðsókn að öðrum
námsbrautum?
„Við erum með í tæknigeira
fjórar aðrar tæknifræðigreinar,
byggingartæknifræði, vél- og
orkutæknifræði, iðnaðartækni-
fræði og svo er rafmagnstækni-
fræði kennd til fyrsta hluta. Að-
sókn í þessar greinar er ekki mjög
mikil en hefur þó verið
á uppleið sl. tvö ár. Við
sáum í ár nokkur merid
um aukningu. I heil-
brigðisdeild eru kennd
meinatækni og rönt-
gentækni sem hvor um
sig er fjögurra ára BS-
nám. Rekstrardeild er
stærsta deild skólans, með hátt í
þrjú hundruð nemendur. Þar er
kennd iðnrekstrarfræði sem er
tveggja ára háskólanám og í fram-
haldi af því geta menn bætt við sig
einu ári og lokið þá BS-prófi ann-
aðhvort í alþjóðaparkaðsfræði
eða vörustjómun. í frumgreina-
► Guðbrandur Steinþórsson
fæddist á Skagnesi í Mýrdal
1943. Hann lauk stúdentsprófl
frá stærðfræðideild Mennta-
skólans í Reykjavík 1964 og
prófi í byggingarverkfræði frá
Danmarks Universitet 1972.
Hann starfaði á verkfræðistof-
unni Hönnun 1972 til 1980 og
var jafnframt stundakennari
við Tækniskólann. Varð
skömmu síðar deildarstjóri við
byggingadeild Tækniskóla fs-
lands og rektor Tækniskólans
frá 1990. Guðbrandur er
kvæntur Ástu Claessen sjókra-
þjálfara og eiga þau þrjó upp-
komin börn.
deild er starfrækt aðfaranám,
tveggja ára undirbúningsnám fyr-
ir þá sem vilja búa sig undir nám á
háskólastigi í þeim greinum sem
kenndar eru við skólann."
- Hvar er aðsóknin mest?
„Hún er mest í rekstrardeild.
Þeir sem útskrifast þaðan hafa
fengið góðan undirbúning íyrir
margs konar störf, en einkum
tengjast þau þó rekstri og stjórn-
un.“
- Er tækninám vaxandi þátturí
skólastarfi hér?
„Við sjáum aðeins merki um að
það sé að aukast aðsókn í slíkt
nám. En eins og ástandið er núna í
þjóðfélaginu er þörfin fyrir tækni-
menntað fólk meiri heldur en
hægt er að fullnægja. Miðað við
þær forsendur sem við sjáum
núna er hæpið að næstu tíu ár t.d.
verði hægt að fullnægja þörf fyrir
tæknimenntað fólki í atvinnulíf-
inu.“
- Hvernig gengur að fá kenn-
ara?
„Það gengur illa eins og er.
Okkur hefur þó tekist að manna
kennsluna en í greinum þar sem
eru mikil umsvif úti á vinnumark-
aðinum getur verið erfitt að ná í
kennara. Þetta gildir fyrst og
fremst á sviði upplýsingatækninn-
ar og rekstrar- og stjórnunar-
greinar, þó svo þetta snerti allar
tæknigreinar líka.“
- Er tækninám að verða mikil-
vægara en áður?
„Já, vegna þess hve
samfélagið er orðið
tæknivætt á öllum svið-
um. Tækniþekking á
sem flestum sviðum er
forsenda þess að hægt
sé að halda ugpi nú-
tímasamfélagi. I þessu
sambandi má nefna að á síðasta
ári var stofnað félag um eflingu
tæknimenntunar á Islandi og að
því standa þeir skólar sem starfa á
þessu sviði og samtök úr atvinnu-
lífinu. Félagið heitir: Hagsmuna-
félag um eflingu tæknimenntunar
á íslandi."
Upplýsinga-
tæknifræði
helsti vaxtar-
broddurí
tæknimennt-
un hér