Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimamarkaður eða Norðurlönd nægja ekki framsæknum finnskum fyrirtækjum Milljarður farsíma í notkun eft- ir þrjú ár Allmörg fínnsk fyrirtæki eru orðin þekkt sem alþjóðasamsteypur en þau standa mörg hver á gömlum merg. Hafa þau nýtt sóknar- færi og leggja mikið upp úr rannsóknum og öróun. Jóhannes Tómasson heimsótti nokk- ur slík á dögunum. Forseti Finnlands, Tarja Halonen, kemur til landsins í dag og dvelur hér í opinberri heimsókn fram á fímmtu- dagseftirmiðdag. GERT er ráð fyrir að fjöldi farsíma í heiminum verði orðinn einn millja- rður eftir þrjú ár en í dag eru þeir rétt innan við hálfúr milljarður. Arið 1992 spáðu forráðamenn Nokia- símafyrirtækisins, sem á rætur í Finnlandi en er með starfsemi um allan heim, því að í árslok 1999 yrðu um 40 milljón farsímar í notkun í heiminum og þóttu þeir yfírmáta bjartsýnir. Þeir voru sem sagt orðnir tíu sinnum fleiri um síðustu áramót. Þetta kom fram í spjalli við Tapani Kaskinen, upplýsingastjóra Nokia. Nokia-fyrirtækið stendur á göml- um merg, var stofnað árið 1865 og fékkst í fyrstunni við timbur- og síð- ar gúmmíframleiðslu og var það á ár- um áður einkum þekkt fyrir stígvél, hjólbarða og salemispappír. Nafnið er frá samnefndum bæ í miðju Finn- landi en þar er þó ekkert í dag sem tengist fyrirtækinu. Fyrirtækið tók miklum breytingum á níunda ára- tugnum og árið 1992 var ákveðið að fyrirtækið yrði alheimsfjarskiptafyr- irtæki og voru aðrir rekstrarþættir seldir. En af hverju var sú ákvörðun tekin? Eftirsóknarverður markaður „Til þess lágu meðal annars þær ytri ástæður að fijálsræði var að aukast mjög í fjarskiptum á Norður- löndum og Finnar eru mjög fljótir að tileinka sér nýjungar þannig að Farsíminn er þarfaþing hvar sem menn eru staddir og eru til fjölmargar gerðir. Morgunblaðið/jt Fyrsti farsi'minn frá Nokia vó nærri 10 kg en í dag er sá léttasti 146 grömm. markaðurinn þótti nokkuð eftirsókn- arverður á þessu sviði,“ segir Tapani Kaskinen og segir að Nokia hafi jafn- an verið tilbúið til að bjóða fjar- skiptaíyrirtækjum hvers kyns búnað til að hefja rekstur og þjóna þeim eft- ir því sem fijálsræði hefur verið að aukast í hverju landinu á fætur öðru undanfarin ár. Söluaukning frá 1998 til 1999 var 48% og hagnaður jókst á sama tíma um 57% og í ár er stefnt að því að þessar tölur verði 25 til 35%. I fyrstunni voru einkum framleiddir NMT-símar og en þegar séð varð hvert stefndi með GSM-síma ákvað fyrirtækið að hasla sér eingöngu völl á fjarskiptasviðinu. Um og eftir 1980 var um helmingur sölu fyrirtækisins innan Finnlands en í dag koma þaðan aðeins 2,5% teknanna. Starfsmenn eru nú kringum 60 þúsund og eru um 40% þeirra í Finnlandi. Framleiðslan fer fram í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu og símar frá Nokia eru nú seldir í um 130 löndum. Vegna þenslunnar sið- ustu tvö til þrjú árin hefur verið bætt við um 10 þúsund starfsmönnum á ári. Meðalaldur þeirra er 32-33 ár og helmingur starfsmanna hefur unnið skemur en fjögur ár hjá fyrirtækinu. Nái fyrirtækið ákveðnum hagnaði fá allir starfsmenn 5% kaupauka og Tapani Kaskinen segir næsta auðvelt að fá nýja starfsmenn. í Finnlandi hefur Nokia starfsemi í Oulu, Tampere, Turku og Helsinki og eru nokkur hundruð háskólastúd- entar í þessum borgum á styrk frá fyrirtækinu vegna lokaverkefna sinna og eru síðan ráðnir í vinnu. Upplýsingafulltrúinn segir þó að laun segi ekki allt varðandi vinsældir Nokia frekar en önnur fyrirtæki, þar komi einnig til álita hvort mönnum þyki verkefnin áhugaverð og hvetj- andi, það verði lfka að vera gaman í vinnunni. Um 31% veltunnar í rannsóknir og þróun Mikið er lagt í rannsóknir og þró- un og segir Kaskinen um 31% af velt- unni snúast um langtímarannsóknir þar sem menn eru að horfa um tíu ár fram í tímann og um markaðsrann- sóknir þar sem menn reyna að segja fyrir um þróun næstu tveggja til þriggja ára. Hann er bjartsýnn á að lengi enn verði hægt að selja farsíma og að 100% takmarkið, þ. e. að allir eigi farsíma, sé ekki endirinn. „Menn eiga tvö eða fleiri úr? Af hveiju ekki tvo eða þijá farsíma, einn fyrir vinn- una, annan fyrir tómstundir og svo framvegis?" segir upplýsingafull- trúinn. Hann bætir við að lokum að í Kína seljist í dag kringum ein milljón far- síma á mánuði og mikið land sé enn óunnið í Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi. Lækkandi raforku- verð á Norðurlöndum VERÐ á raforku hefur farið lækkandi í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi síðsumars vegna mikillar úrkomu og góðrar stöðu í vatnsbúskap raforku- framleiðenda landanna. Nóg framboð hefur leitt til lækk- andi verðs á raforku sem framleidd er með vatnsafli en löndin þrjú má að miklu leyti telja eitt orkusölusvæði. Kata- rina Koivisto, upplýsingastjóri finnska orkufyrirtækisins Fortum, segir að verðlækkun- in nemi allt að 50% og segir hún mikið offramboð á raforku um þessar mundir. Fortum var stofnað fyrir tveimur árum en starfssvið þess er tvenns konar, raforku- framleiðsla og olíuvinnsla og -sala. Fyrirtækið er að 70% í eigu ríkisins og var það stofn- að á grunni olíufyrirtækisins Neste, sem tók til starfa eftir síðari heimsstyijöldina, og Imatra-raforkufyrirtækisins, en bæði voni þau ríkisfyrir- tæki. Starfsmenn eru alls um 15.000 og segir Koivisto að þrátt fyrir að fyrirtækin hafi verið ólík, starfsemi þeirra misjöfn og bakgrunnur, þá hafi gengið þokkalega vel að sameina þau í ársbyrjun 1998. Hún segir að starfsmönnum hafi í raun lítið fækkað en þó hafi það gerst þannig að ein- staka rekstrareiningar hafa verið seldar, svo sem efna- vörufyrirtæki Neste, sem framleiðir m.a. h'm og fleira, og fyrirtæki sem framleiðir mæla og annan búnað vegna raf- orkusölu. Katarina Koivisto er spurð nánar um raforkumar- kaðinn á Norðurlöndunum. Líta á Norðurlönd sem heimamarkað „Við lítum á Norðurlöndin sem heimamarkað okkar, þ.e. auk Finnlands eru það Svíþjóð og Noregur þar sem frjálsræði ríkir að mestu í raforkusölu. I Danmörku stendur til að gefa raforkusöluna alveg frjálsa, í dag eru það aðeins stórnot- endur sem geta ráðið sér en eftir árið 2003 má gera ráð fyr- ir að frjálsræði verði að fullu komið á þar,“ segir hún og bætir við að áhugaverður markaður sé einnig í Þýska- landi en nokkuð er misjafnt frá einu landi til annars hvernig Fortum háttar rafmagnssölu sinni. í Svíþjóð á Fortum stóran hlut í tveimur raforkufyrir- tækjum og er annað þeiiTa Birka Energi sem er stór raf- orkusali sem einkum hefur selt í Stokkhólmi. Viðskipta- vinir þess eru um ein milljón Morgunbiaðið/jt bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Katarina Koivisto er upplýsingastjóri Fortum. Um 50% finnskra bænda í sam- bandi um N etið PARTEK er finnskt véla- og tækja- fyrirtæki á alþjóðlegum markaði sem sérhæfir sig í framleiðslu á tækjum fyrir skógarhögg, hvers kyns meðhöndlun gáma, hleðslu- tæki og síðan traktorum. Starfs- menn eru alls 11 þúsund og starfa 60% þeirra utan Finnlands. Fram- leiðslan er í 12 löndum og aðal- markaðir í 30 löndum en þeir dreif- ast þó alls í' ein 100 lönd. Fyrir gámastarfsemi framleiðir Partek gámalyftara, gaffallyftara, dráttartæki og hvers kyns krana sem þarf til að annast um út- og uppskipun gáma og meðferð þeirra á hafnarsvæðum og eru vörumerk- in í þcssum tækjum Kalmar, Sisu og Ottawa. Framleiðsla þeirra fer fram í Finnlandi, Svíþjóð, Eistlandi og Bandaríkjunum. Þá framleiðir Partek Hiab moksturs- og hleðslu- tækin. Tækin fyrir skógarhögg eru framleidd í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Brasih'u og síð- an snýst stór hluti starfseminnar um framleiðslu á traktorura og öðrum landbúnaðartækjum undir merkjunum Valtra og Valmet. Bændur viðstaddir traktorsafhendingu Elina Puonti, yfirmaður upp- lýsingamála hjá Partek, segir að stefna fyrirtækisins sé að tækin á öllum þessum sviðum séu i' senn sérhönnuð fyrir starfsemi hvers viðskiptavinar og að mikil áhcrsla sé lögð á að hafa sem beinast sam- band við viðskiptavini. Þannig er mikið um að þeir heimsæki fyrir- tækið og hefur t.d. myndast sá sið- ur að bændur sem eru að fá nýja traktora taka gjarnan við þeim sjálfír af færibandinu og fá mynd af sér við það tækifæri. Þar er ekki aðeins átt við bændur heima fyrir heldur líka frá nágrannalöndunum ef svo ber undir. Upplýsinga- fulltrúinn segir að Partek nýti sér Netið mjög í sambandi við sölustarfsemi og sé þannig í beinu sambandi við viðskiptavinina. Seg- ir hún kringum helming bænda í Finnlandi komna í' netsamband sem nýtist þeim vel, ekki síst þeim sem búa Ijærst sölustöðunum, bæði til að kaupa og selja notaða traktora og til að fá upplýsingar um það nýj- asta frá fyrirtækinu og hvernig fjármagna megi endurnýjun vél- anna. Á si'ðasta ári seldi Partek- samsteypan fyrir 2,4 milljarða doll- ara sem eru nærri 170 milljarðar króna og var þriðjungur hennar í Finnlandi og Svíþjóð, þriðjungur í öðrum löndum Evrópusambandsins og restin í öðrum heimshlutum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.