Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞKltíJUDAGUK 19. SEPTEMBER 2000 Óð KRISTIN LINNET + Kristín Linnet fæddist í Hafnar- firði 4. júní 1933. Hún lést á krabba- meinsdeild Lands- spítalans við Hring- braut mánudaginn 11. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Rósa Linnet, f. 5.6. 1906, d. 26.4. 1956, og Haf- stein Linnet, f. 20.11. 1901, d. 27.2. 1978. Eftirlifandi bróðir Kristínar er Hans Linnet, f. 8.10. 1930, kvæntur Málfríði Linnet, f. 17.5. 1929. Hálfsystir Kristínar var Bergþóra Þorvaldsdóttir, f. 15.9. 1927, d. 22.11. 1995, gift Ólafi Jó- hannessyni, f. 25.3. 1927, d. 31.12. 1994. Hinn 23. apríl 1955 giftist Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum Þórði Einarssyni, f. 29.7. 1931. Foreldrar Þórðar voru Einar Jónsson, f. 16.11. 1903, d. 11.8. 1977, og Jórunn Þórðardóttir, f. 18.11. 1910, d. 5.7. 1995. Börn Þórðar og Kristínar eru: 1) Ein- ar, f. 5.8. 1955, sam- býliskona Lilja Bald- vinsdóttir, f. 5.3.1952. Dóttir Einars írá fyrra sambandi er Kristín, f. 18.5. 1988. Lilja á þrjá syni frá fyrra hjónabandi. 2) Rósa, f. 8.12. 1956, eiginmaður Elfar Helgason, f. 8.2. 1948. Böm þeirra Hera, f. 7.10. 1976, Þórður, f. 3.6. 1979, og Helgi, f. 18.8.1986. Dóttir Elfars frá fyrra hjónabandi er Elsku mamma, amma og tengda- mamma. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar, en við eigum svo margar yndislegar minningar um þig. Það var yndislegt að koma til þín á Álfaskeiðið, alltaf fengum við hlýj- ar og góðar móttökur þótt oft væri mikill gestagangur. Litlu börnin skilja ekki afhverju amma er farin í langt ferðalag en við reynum samt eftir bestu getu að útskýra það fyr- ir þeim. Þau eru svo lítil að þau halda að amma hafi bara skroppið í stutt ferðalag því ömmu bíll er enn heima. Barnabörnin voru þér alltaf mikils virði og-þú varst alltaf svo ánægð þegar þú hafðir nóg af börn- um í kringum þig. Það er yndislegt að hafa fengið að kynnast þér og við höfum lært mikið af þér elsku mamma og amma, hvíl í friði. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn vöm og skjól þar ég finn. (Hallgr. Pét.) Þórður, Anna og börn. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Fyrr á þessu ári fengum við þær höi-mulegu fréttir að þú værir með illvígan sjúkdóm sem tók yfirhöndina þ. 11. september sl. Þrátt fyrir að erfítt sé að horfa á eftir þér erum við samt sem áður þakklát fyrir að spítaladvölin var ekki lengri en raunin var, þú vildir jú alltaf helst vera heima. Þessa helgi þegar við sátum hjá þér var greinilegt að þú varst ekki kvalin og fyi'ir það erum við þakklát. Þeg- ar þú lást banaleguna varst þú, eins og alltaf, fyrst og fremst að hugsa um okkur hin - vildir að við færum heim, hvíldum okkur og hugsuðum um börnin. Það er erfítt að hugsa til þess og sætta sig við að þú sért farin frá okkur og fáir ekki lengur að taka þátt í uppvexti barnanna. Elsku mamma, gleðilegt var að þú skyldir tæpri viku fyrir andlátið bjóða dætrum þínum og tengda- dætrum út að borða. Þú varst svo hress og kát og þetta var yndislegt kvöld. Anton Örn gerir sér grein fyrir því að þú ert dáin og hann eigi enga ömmu - þú ert farin til Guðs, alveg eins og Jóna amma. Nú á hann, eins og hann sjálfur sagði, tvo afa. Kristín Sif bíður eftir að þú kom- ir heim til okkar - amma kemur til okkar þegar hún er búin að vera lasin. Þú vildir helst heyra í okkur eða sjá daglega og það verður erfítt að fá ekki að njóta þeirra samveru- stunda og símtala. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Elsku pabbi og afi, Guð gefi þér styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Guð geymi þig elsku mamma. Hvíl í friði. Jórunn, Þórarinn og börn. Það er sama hversu sumarið er gott, það kemur alltaf haust á eftir og síðan vetur. Þetta upplifum við núna þegar gránað hefur í fjalla- toppa og grösin eru farin að krjúpa og munu brátt deyja. Á sama hátt fjaraði lífsblóm Kristínar, tengda- móður minnar út eftir að hún hafði háð harða baráttu við krabbamein. Á þeim tæpu tíu árum sem liðin eru frá því að ég kom inní fjöl- skylduna hafa kynni mín af Stínu öll verið á einn veg - þau hafa verið góð. Stína var Hafnfirðingur í húð og hár. Hún bjó aðeins í tveimur húsum um ævina, fyrst á Linnet- stígnum og síðan við Álfaskeiðið. Þegar Þórður og Stína réðust í byggingu húss síns við Álfaskeið hafa eflaust margir hugsað hvað í ósköpunum þau ætluðu að gera við svona stórt hús. Það kom svo smám saman í ljós því börnin urðu sex og ekki liðu nema þrjú ár frá því að þau eignuðust sitt yngsta bam þar til fyrsta barnabarnið kom í heim- inn. Börn voru líf og yndi Stínu. Hún eyddi allri ævinni í uppeldi barna, fyrst sinna eigin og síðan í að gæta barnabarna sinna. Aldrei var annað en sjálfsagt af hennar hálfu að líta eftir þeim heilu og hálfu dagana. Nútíma barnagæsla, þ.e. að setja spólu í tækið og planta börnunum fyrir framan sjónvarpið, var eitthvað sem henni hefði aldrei dottið í hug. Þess í stað var hún að leika við þau allan daginn, kenndi þeim söngva, púslaði með þeim, fór í boltaleiki og ég held að flest barnabörnin hafi þekkt mannspilin á öðru ári. Alls þessa fékk Þórarinn Leví sonur okkar Hafdísar að njóta í rikum mæli og mun búa lengi að. Á fyrsta ári Þórarins þegar hann átti í erfiðum veikindum og við for- eldrarnir vorum stundum illa á okkur komin sökum þreytu og svefnleysis voru engin takmörk fyrir fórnfýsi hennar til að létta á okkur álaginu. Fyrir allt þetta verðum við ævinlega þakklát. Stína hafði alltaf síðast áhyggjur af sjálfri sér. Umhyggja hennar fyrir öðrum var ótakmörkuð. Börn- in hennar voru öll háð henni og hún vildi hafa þau nálægt sér, enda flugu þau ekki langt þegar þau yfir- gáfu hreiðrið. Oft bað hún mig um að vera nú góður við Hafdísi. Sér- staklega gerði hún það þegar við Hafdís vorum á leið í fjallgöngur. Þegar við sátum eitt skipti í eld- húskróknum á Álfaskeiðinu, ég og Stína, sagði ég henni frá því að við Hafdís ætluðum í næstu viku að ganga yfir Fimmvörðuháls, þá horfði hún á mig smá stund og sagði síðan: „Þú mátt nú ekki Berglind. 3) Þórður, f. 3.5. 1961, sambýliskona Anna Sigrún Hreinsdóttir, f. 5.12. 1958. Böm þeirra em Þórður, f. 6.3. 1997, og Kristel, f. 28.11. 1998. Börn Önnu frá fyrra hjónabandi em Sigrún og Ingvar. 4) Jómnn, f. 23.7. 1970, eiginmaður Þórarinn Eldjárnsson, f. 6.5.1956. Böra þeirra em Anton Öm, f. 28.12. 1993, Kristín Sif, f. 26.1. 1998, og Hafdís Jóna, f. 29.3. 1999. Sonur Þórarins fi'á fyrra sambandi er Danival. 5) Hafdís, f. 29.3. 1972, sambýlismaður Jónas Trausti Magnússon, f. 28.9. 1964. Bam þeirra er Þórarinn Leví, f. 17.2. 1997. 6) Gunnar, f. 1.7. 1973, sambýliskona Dagbjört Margrét Pálsdóttir, f. 21.3.1979. Kristín bjó í Hafnarfirði alla tíð. Hún hóf sambúð sína með Þórði í foreldrahúsum á Linnetsstíg og nokkru síðar hófu þau byggingu húss síns við Álfaskeið og hafa þau búið þar síðan. Kristín verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Ilafnarfjaröar- kirkjugarði. ganga alveg frá henni dóttur minni“ - svo hló hún. Aðeins rúmum þremur dögum fyrir andlátið var Stína í heimsókn hjá okkur í Trönuhjallanum. Þar sagði hún mér stolt frá því að Þórð- ur hefði daginn áður landað 19 punda laxi og síðan öðmm 15 punda í morgun bætti hún við. Stoltið leyndi sér ekki. Þó hún hafi ekki haft áhuga á að taka þátt í veiðiferðum okkar strákanna þá fylgdist hún alltaf með eftir hverja vakt hvernig gengi og samgladdist okkur þegar vel gekk. Elsku Stína, nú að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir yndislegar samverustundir. Minningin um þig mun lifa um ókomna tíð. Missir Þórðar er mikill, elsku Þórður, ég bið góðan Guð að veita þér styrk á þessum erfiðu tímum. Öðmm að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. J. Trausti Magnússon. Elsku hjartans amma. Ég trúi varla að þú sért farin frá okkur, jafnvel þó það hefði ekki átt að koma mikið á óvart. Ég vissi um sjúkdóm þinn í um það bil sjö mán- uði, en sú vitneskja hjálpar mér ekki núna. Ég hefði haldið að mað- ur væri betur undirbúinn til að horfast í augu við það að missa þig, en svo er alls ekki. Söknuðurinn er gífurlegur og ég hef aldrei upplifað eins mikinn andlegan sársauka. Ég reyni að vera hörð af mér þegar ég er í návist annarra, en þegar ég er orðin ein þá fá tárin að streyma óhikað. Aldrei áður hef ég misst svona náinn ástvin og það er erfitt að hugsa til þess að ég eigi líklega eftir að upplifa það í nokkur skipti til viðbótar. Þórður bróðir sagði eitt sinn við mig að hann vildi vera orðinn smábarn að nýju, því þá væri sorgin ekki svona mikil. Vissulega þætti mér gott að losna við sorgina, en það er þúsund sinn- um betra að vera sorgmæddur og hafa allar þessar yndislegu minn- ingar um þig. Ef ég væri smábarn þá ætti ég ekki þessar minningar. Við barnabörnin höfum verið það lánsöm að þú passaðir okkur þegar foreldrarnir voru vant við látnir. Þótt það séu liðin meira en tuttugu ár frá því að þú passaðir mig, þá man ég enn þann dag í dag hversu ákaft ég neitaði að fara með föður mínum þegar hann sótti mig til þín. Ég neitaði ekki að fara vegna þess að mér þótti leiðinlegt með föður mínum, því svo var ekki. Það var einfaldlega skemmtilegra hjá þér. Ég gæti rifjað upp ótal minningar um jólaboðin sem þú og afi hélduð, tímanum sem við eyddum saman í Þjórsárdal, veiðiferðirnar í Djúpa- vatn og svo margt fleira, en mér finnst ég ekki þurfa að gera það núna. Ég er viss um að þú geymir einnig þessar minningar í hjarta- stað. þar sem þessi grein er skrifuð beint til þín en ekki til að sýna fólki fram á hversu yndisleg þú varst, þá tel ég með öllu óþarft að fara að rifja upp hluti sem við báðar vitum. Ég er mjög sorgmædd þegar ég rita þessi orð og ég sé stundum ekki blaðsíðuna fyrir tárum. Þá koma upp í hugann orð sem eru rit- uð i Spámanninum „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“. Já amma, þú varst svo sannarlega gleði okkar allra. Ég, Þórður og Helgi þökkum þér innilega fyrir að vera sú sem þú varst og þökkum við Guði fyrir að hafa átt þig að. Elsku afi, megi almáttugur Guð styrkja þig á þessari sorgarstundu, missir þinn er mikill. Samúðar- kveðjur færum við einnig börnun- um ykkar, barnabörnum og öllum þeim sem syrgja þessa kjarnakonu. Góð kona er frá okkur tekin, megi hún hvíla í friði. Ég mínnist þín um daga og dimmar nætur, mig dreymir þig svo lengi hjartað slær. Og þegar húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Kn kærleiksbros, mér aldrei aldrei gleymast, þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert ráð, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast, þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Asmundur Jðnsson.) Þitt barnabarn, Hera. Elsku Stína. Mig langar að kveðja þig með þessum orðum og þakka þér fyrir stundirnar sem ég átti með þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Þín Dagbjört. Þegar kemur að kveðjustund kærra samferðamanna, lítur maður yfir farinn veg og flettir í minnis- bók hugans, sem geymir það, sem borið hefur fyrir á lifsleiðinni. Ég man fyrst eftir sjö ára stelpu- hnokka með fallegt dökkt hrokkiA, ár. Þetta var á fyrstu mánuðum' hernámsins á íslandi. Ég átti þá heima um hríð í næsta húsi við hennar heimili. Hún fæddist í Linn- etshúsi sem stóð gegnt Fríkirkj- unni í Hafnarfirði við Linnetsstíg. Leiksvæði barna voru auðu svæðin í nágrenninu við kirkjuhólinn og háu tröppurnar að kirkjunni sem hún nú verður kvödd frá. Næst liggja leiðir okkar saman 1953 þeg- ar ég giftist bróður hennar, um svipað leyti kynntist hún sínum manni og hófu þau búskap á æsku- heimili hennar og annaðist hún for^ eldra sína. Móðir hennar lést 1956 úr sama sjúkdómi og Stína nú. Næstu 12 árin sá hún um föður sinn en 1968 kemur hann til okkar og dvelur hér þar til hann lést 1978. Ur sjóði minninganna kemur upp atvik frá 3. maí 1961. Hans var þá sjómaður og var í landi þennan dag. Kunningi okkar, sem var leigubílstjóri, kom í eftirmiðdag- skaffi, þá hringir síminn, það er Hafsteinn tengdapabbi að láta okk- ur vita að Stína sé búin að eignast dreng. Gesturinn leit á Hans og spurði, áttu margar systur? Ég keyrði hana systur þína frá Álfa- skeiði upp á Sólvang fyrir klukku- stund. Ég hélt hún væri að fara if heimsókn á elliheimilið. Var hún að fara á fæðingardeildina? Þetta var henni líkt, hún var ekkert fyrir að ónáða aðra út af svona smámunum. Hún var ekki mikil félagsvera en unni fjölskyldu sinni og notaði mestan sinn tíma til að annast og njóta hennar. Þegar við vorum með börnin okkar ung var eitt dagheim- ili í Hafnarfirði og þar, sem annars- staðar, var forgangsraðað eftir því hvar þörfin var mest. Við ræddum það oft í seinni tíð hversu heppnar við vorum að eigá? þess kost að vera alltaf heima á meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Hún sinnti börnum sínum vel og við gerðum okkur grein fyrir því að við höfum börnin aðeins að láni til fullorðinsára og nutum þeirra ára. Barnabörnin vora hænd að ömmu og afa og ég veit að þau hafa sáð mörgu frjókorninu í þeirra sál sem mun bera ávöxt í framtíð þeirra. Við hjónin og börnin okkar send- um eiginmanni, börnum, tengda- börnum og barnabörnum innilegar samúðai'kveðjur með þeirri ósk að styrkur Guðs, sem öllu ræður, - hjálpi þeim að sefa harminn. Málfríður Linnet. HJÖRVAR ÓLI BJÖRGVINSSON + Hjörvar ÓIi Björgvinsson fæddist í Reykjavík 10. desember 1936. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 11. september. Látinn er, langt um aldur fram, hjartkær vinui'. Með nokkrum orðum langar okkur að minnast hans og þakka honum samfylgdina. Kynni okkar Hjöbba eni næstum jafn gömul okkur sjálfum og hefur alltaf verið góð vinátta milli eigin- kvenna okkar og fjölskyldna. Þó sárt sé að sjá á eftir góðum vini eigum við fjölskyldan margar og góðar minn- ingar til að orna okkur við. Á bam- mörgu heimili þeirra Hjöbba og Báru var alltaf mikið líf og fjör og minnast börnin okkar þess hve gam- an var að koma í heimsókn þangað. Segja má að jólin hafi byrjað hjá okkur ár hvert á afmælisdegi Hjöbba hinn 10. desember. Þá voru haldnarveislur, eins konar „litlu jól“. Þá var jafnan kátt á hjalla og var það ekki síst léttri lund af- mælisbamsins að þakka hvað allir skemmtu sér vel í þess- um boðum. Hjöbba er einnig sárt saknað í vinahópnum sem kynntist í bernsku á Grímsstaðaholtinu og heldur enn í dag hóp-|. inn. Hver getur siglt þó að gefi ei byr? Hvergeturróiðánára? Hver getur kvatt sinn besta vin? Kvatt hann án skilnaðartára? Ég get siglt þó gefi ei byr. Éggetróiðánára. En ég get ei kvatt minn besta vin, kvatt hann án skilnaðartára. Það er gott að vita af þér, kæri vin- ur, á stað þar sem líknandi hönd he^E ur leyst þig undan þjáningum og víst er að glaðværð þín mun gera góðan stað betri. Elsku Bára okkar, böm, tengda- börn og afabörn. Við fjölskyldan sendum ykkur alla okkar samúð. Megi góður guð styrkja ykkur í ykk- ar miklu sorg. Sigurður, Marý og fjölskylda. t» '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.